Morgunblaðið - 10.11.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
VERIÐ
hvemig haga eigi skattlagningu í
landinu. Hvort treysta eiga stjóm-
málamönnum betur til þess að dreifa
út arði atvinnurekstrarins en at-
vinnulífmu sjálfu.
Alþýðuflokkamir tveir í þinginu
hafa það að stefnumiði að koma á
auðlindaskatti í sjávarútvegi. Ég tel
að þar sé fyrst og fremst um að
ræða trú á það að stjómmálamenn
ráðstafi peningum betur en atvinnu-
lífið sjálft. Við skulum gera okkur
fulla grein fyrir því, að við búum í
velferðarþjóðfélagi, þar sem við
tryggjum öryggi þegnanna. það kost-
ar að við þurfum fjármuni í sameigin-
lega sjóði ríkisins.
Rangt að skattleggja eina
atvinnugrein umfram aðra
Sjávarútvegurinn þarf að' bera
sinn hlut af þeirri byrði, ekki síður
en aðrir. Þess vegna hlýtur það allt-
af að vera viðfangsefni á hveijum
tíma, hvernig haga eigi skattheimtu,
en að minni hyggju er það rangt að
skattleggja eina atvinnugrein langt
umfram aðra. Það em engin gild rök
fyrir þvi, að betur fari á því að stjóm-
málamenn ráðstafí arði sjávarút-
vegsins fremur en arði úr öðmm
atvinnugreinum. Að krónumar sem
verða til í sjávarútvegi séu betur
komnar hjá stjómmálamönnum, en
þær krónur sem verða til í verzlun
og þjónustu. Ég held að hér eigi
sama lögmál við og
skattalögin verði þá að
vera sem líkust fyrir allar
atvinnugreinarnar í
heild."
Þorsteinn sagði að einn-
ig yrði að hafa það í huga
að sjávarútvegur á íslandi
ætti í samkeppni við sjáv-
arútveg annarra landa.
Nýlega hefði það verið upplýst að
norskur sjávarútvegur fengi opinbera
styrki sem næmu 3% af tekjum hans.
það væri álíkamikið og hagnaðurinn
í sjávarútveginum á íslandi á síðasta
ári. Við slíkar aðstæður gæti varla
verið ástæða til að skekkja þá stöðu
íslendingum í óhag með sérstakri
skattheimtu á sjávarútveginn hér.
Þorsteinn ræddi síðan um nýtingu
norsk-íslenzku síldarinnar og sagði
að við hefðum gert um það sérstakt
samkomulag við Færeyinga, þegar
samningar náðust ekki um bráða-
birgðasamkomulag við Norðmenn og
Rússa. Reynt hefði verið að koma á
samningaviðræðum á nýjan leik um
framtíðarskiptingu þessa mikilvæga
fískistofns. Meðal annars hefði verið
Þorsteinn Páls-
son segir engin
rök fyrir því að
stuðla að stjórn-
lausum veiðum
á Flœmska
hattinum
lögð fram skýrsla sérfræðinga um
dreifingu síldarinnar eftir lögsögum
ríkjanna frá því um 1950.
Ekkert mark takandi á
yfirlýsingn Norðmanna
„Auðvitað kom það í ljós að lesa
má mismunandi tölur úr langri sögu
síldveiða. Þar gat engum komið á
óvart að stofninn hefur fyrst og
fremst verið innan norskrar lögsögu
síðustu árin. Ég hélt að í þessari
vinnu yrðu menn að horfa á heildar-
myndina yfir lengra tímabil. í raun
má vera alveg ljóst að engin for-
senda er fyrir samningum nema svo
verði gert. Þess vegna kom það mjög
á óvart, þegar norsk stjómvöld, lýstu
því yfir að þau ætluðu eingöngu að
ganga til viðræðna við okkur, Rússa
og Færeyinga á grundvelli þeirrar
niðurstöðu í sérfræðingaskýrslunni
sem sýndi dreifingu síldarstofnsins á
allra síðustu árum. Ef það er raun-
verulega afstaða norskra stjóm-
valda, þá meina þau ekkert með því
að þau vilji samninga. Þá er ekkert
mark takanda á yfírlýsingum þeirra
þar að lútandi," sagði Þorsteinn.
Ólyákvæmilegt að takmarka
rækjuveiðar á Flæmska
hattinum
Loks flallað Þorsteinn um Flæmska
hattinn og þá veiðistjómun, sem
ákveðin var á fundi fiskveiðinefndar
Norðvestur-Atlantshafs-
ins í haust. Hann sagði
að ákvörðun um stjómun
á grundvelli sóknarstýr-
ingar væri ekki góður
kostur og hefðu íslending-
ar lagt áherzlu á að kvóti
yrði settur á veiðamar.
Hann sagði að sóknarstýr-
ing skilaði ekki hagkvæm-
um veiðum og hann væri sammála
þeim, sem gagniýnt hefðu ákvörðun
um slíka stýringu.
„Þrátt fyrir því að sú gagnrýni eigi
við rök að styðjast tel ég ekki for-
sendu fyrir því að við tökum ákvarð-
anir sem leiða til stjómlausra veiða
úr stofninum á næsta ári. Ég hef
beðið Hafrannsóknastofnun að meta
og skila áliti um niðurstöðu vísinda-
nefndar NAFO. Niðurstaða Hafrann-
sóknastofnunar í þessu efni er alveg
skýr. Hún telur óhjákvæmilegt að
takmarka veiðamar meira, en gert
hefúr verið á þremur undanfömum
árum. Þar höfum ekki rökstuðning
fyrir því að taka ákvarðanir sem
myndu leiða til stjómlausra veiða á
næsta ári,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Lánveitingar Fiskveiöasjóðs Islands 1994
Almenn lán sem afgreldd voru á árinu
SKIPTING Á LANDSHLUTA FASTEIGNIR: Milljónir kr. Hlutfall FISKISKIP: Milljónir kr. Hlutfall SAMTALS: Milljónir kr. Hlutfall
Vesturland Vestfirðir 20,771 4,1% 42,871 8,6% 5,224 0,5% 45,115 3,8% 25,995 1,6% 87,986 5,2%
Norðurl. vestra Norðurl. eystra 36,288 7,3% 43,638 8,7% 59,578 5,1% 435,680 36,9% 95,866 5,7% 479,318 28,5%
Austurland Suðurland 276,442 55,3% 36,802 7,4% 75,445 6,4% 91,091 7,7% 351,887 21,0% 127,893 7,6%
Reykjanes Reykjavík 9,278 1,9% 33,724 6,7% 297,600 25,2% 169,970 14,4% 306,878 18,3% 203,694 12,1%
ALLS: 499,814 100% 1.179,7 100% 1.679,5 100%
en annars staðar. Þetta hefur
skapað okkur traust og það er
okkur lífsspursmál að halda því.“
Á von á samruna i framtíðinni
Varðandi framtíðarhorfur seg-
ist Már eiga von á meiri samruna
í stærri rekstrareiningar. „Ég tel
að Fiskveiðasjóður með lítt breytt-
an mannskap eða 20 manns geti
annast meiri lán og dregið úr rek-
strakostnaði," segir hann. „Ég er
þvi fylgjandi að sameina fjárfest-
ingasjóði, en það verður að fara
varlega í sakirnar og standa fag-
lega að máium. Það er líka á stefnu
ríkisstjórnarinnar að skútunni
verði ekki ruggað um of.“
Hann segir að Fiskveiðasjóður
sé nú skilgreindur fjárfestinga-
banki samkvæmt lögum og hafi
orðið að aðlaga sig að breyttum
reglum með aðild íslands að EES:
„í því hefur falist mikil vinna, sem
kemur ekki til með að skila tekjum
nema þegar litið er til langs tíma.
í framtfðinni vænti ég þess að Fisk-
veiðasjóður taki meiri þátt í vöru-
þróun með lánum til fyrirtækja og
samtaka."
Hvað varðar lánskjör segir Már
að Fiskveiðasjóður hafi alltaf
staðið í samkeppni við banka:
„Við bjóðum tiltölulega góð kjör
og erum að laga okkur að nútíma
vinnubrögðum með kjörflokkun
og kjörvöxtum, þar sem metin er
frammistaða hvers fyrirtækis
miðað við lánskjör." Hann segist
ekki óttast samkeppni svo lengi
sem Fiskveiðasjóður sitji við sama
borð og aðrir og að sjóðurinn
bjóði sist verri kjör en fáist ann-
ars staðar.
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 17
Æ
NOATUN
TILBOÐ!
Nýreykt hangikjöt
í helgarmatinn
nektar
Magnl Utri
1 Ltr. Nektar
appelsínusafi
59.-
Rauð
USA epVt
bragönútól
ogsafartk
Hangilæri 1/1
699.-
Hangilæri úrb.
995:
Hangiframp.
499:
Svínðs?kki
599.
pr.kg.
JONKER
SSSSFRIS
jungeMöhrchen
fein
pr.kg.
Hangiframp.
úrb.
pr.kg.
795
Gulrætur
1/1 ds
59.-
pr.kg.
99:
sParís 1L
99.- 169.-
-isr
Hetsheys
"oconot
sókKulaoi
2 stk. 50g.
69.-
699
pt.kg.
i
HaVkún®
299r
\to\sk
pitia .
trá ovwrou
Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld
■HHHHHSi
NÓATÚNI 17 - S. 561 7000, ROFAB/E 39 - S. 567 1200, LAUGAVEG1116 - S. 552 3456,
HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062,
ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511,
KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900, AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 - S. 553 6700.
/