Morgunblaðið - 10.11.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 19
ERLEIMT
Andstæðingar Silvios Berlusconis þjarma að honum
Saka Forza Italia um
tengsl við mafíuna
Róm. Reuter.
SILVIO Berlusconi, fyrrverandi
forsætisráðherra Ítalíu, sem hefur
sjálfur verið sakaður um aðild að
spillingarmáli, stendur nú frammi
fyrir ásökunum andstæðinga sinna
um að flokkur hans, Forza Italia,
sé „mafíuflokkur".
ítölsk dagblöð lögðu í gær
forsíðurnar að mestu undir fréttir
um að Francesco Musotto, héraðs-
stjóri Palermo og atkvæðamikill
félagi í Forza Italia á Sikiley, hefði
verið handtekinn vegna gruns um
tengsl við mafíuna. „Forza Italia
verður fyrir áfalli, sikileyski leið-
toginn í handjárnum vegna maf-
íunnar," sagði í fyrirsögn dag-
blaðsins La Stampa.
Forystumenn Forza Italia sögðu
ásakanimar á hendur Musotto lið
í samsæri rannsóknardómara og
vinstrimanna.
Berlusconi hélt á fund Oscars
Luigis Scalfaros forseta og sagði
að binda þyrfti „enda á þessa
grimmilegu dómaraherferð“. Eitt
af dagblöðum Berlusconis hafði
nokkrum dögum áður sakað for-
setann um spillingu.
Berlusconi verður leiddur fyrir
rétt í janúar vegna ásakana um
að íjölmiðlaveldi hans hafí greitt
skattrannsóknamönnum mútur.
Hann segir ásakanirnar lið í til-
raunum rannsóknardómaranna til
að koma höggi á hann í pólitískum
tilgangi.
Meint aðstoð
við mág Riina
Musotto er lögfræðingur og
hefur tekið að sér að veija marga
mafíuforingja. Hann var áður
tengdur Sósíalistaflokknum, sem
Silvio Berlusconi
fór illa út úr spillingarmálunum
sem tröllriðið hafa ítölskum stjórn-
málum síðustu misseri.
Musotto er sakaður um að hafa
aðstoðað mafíuforingjann Leoluca
Bagarella, mág guðföðurins Sal-
vatore Riina, við að komast hjá
handtöku. Bagarella var handtek-
inn í júní og lögreglan hafði þá
leitað hans í fjögur ár.
Nokkrum dögum fyrir handtöku
Musottos höfðu dómarar skýrt
tveimur þingmönnum frá því að
verið væri að rannsaka meint
tengsl þeirra við mafíuna. Annar
þeirra, Tiziana Maiolo, er í Forza
Italia og hinn, Vittorio Sgarbi,
kemur reglulega fram í sjónvarps-
stöðvum Berlusconis til að gagn-
rýna framgöngu rannsóknardóm-
aranna og saka þá um að beita
aðferðum „rannsóknarréttarins og
nasista".
Erfðu gamla
valdakerfið
Pino Arlacchi, varaformaður
þingnefndar sem fjallar um barátt-
una gegn mafíunni, sagði að í við-
tali við Corriere della Sera að
Forza Italia nyti stuðnings maf-
íunnar. „Það væri gróf lygi að lýsa
Forza Italia sem glæpasamtök-
um,“ sagði hann. „Á Sikiley, í
Calabria og Campania hefur flokk-
urinn erft mikilvægan hluta valda-
kerfis Kristilegra demókrata og
sósíalista."
Arlacchi sagði að flestir félaga
Forza Italia og bandamanna þeirra
í Þjóðarbandalaginu hefðu hreinan
skjöld en flokkamir þyrftu hins
vegar að „hreinsa til á nokkrum
svæðum“.
Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðar-
bandalagsins, og forystumenn
Forza Italia sögðu ásakanirnar lið
í ófrægingarherferð vinstriflokk-
anna, sem vildu tryggja sér sigur
í þingkosningum á næsta ári.
Leiðtogakreppa Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð
Dagar Sahlín sem
formannsefnis taldir
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
MONA Sahlin, varaforsætisráð-
herra Svía og frambjóðandi til
flokksformennsku í Jafnaðar-
mannaflokknum, fundaði á mið-
vikudag með Sven Hulterström,
sem stjórnar formannsleit flokks-
ins. Stjarna Sahlin hefur dalað
eftir að í hámæli komst að hún
hefði notað greiðslukort embættis-
ins til að greiða einkaneyslu og
hún væri skuldseig við greiðslu-
kortafyrirtæki og víðar.
í vikunni bættist svo við, að hún
hefði tekið ritara sinn með sér í
fjölskyldufríið til Mauritius og ferð
ritarans hefði kostað skattgreið-
endur um 250 þúsund íslenskar
krónur. Hulterström hefur hótað
að hætta leit að formanni ef ekki
næst samkomulag um hæfan
frambjóðanda innan mánaðar.
Styttri tími dugi ekki til að und-
irbúa kjörið í mars og átökin verði
þá að fara fram á flokksþinginu.
Áður en fjármálaóreiða Sahlin
komst í hámæli fyrir nokkrum vik-
um virtist leið hennar í flokksfor-
mannsstólinn bein og breið, þar
sem enginn annar frambjóðandi
hafði þann stuðning, sem hún virt-
ist hafa, hvorki innan þingflokks-
ins né í flokknum. En eftir að i
ljós kom að Sahlin hefur átt í erfíð-
leikum með að hafa stjórn á
greiðslukortanotkun og verið
skuldseig hefur fylgið hrunið af
henni. Ferð ritarans var svo drop-
inn sem fyllti mælinn. Óformlegar
skoðanakannanir innan þing-
flokksins sýna að hún hefur ekki
lengur fylgi þar. Vandinn er hins
vegar að enginn frambjóðandi hef-
ur komið í stað hennar.
Öldurnar lægir ekki
Sahlin hefur vonast eftir að
skýringar hennar og játningar
dygðu til að lægja öldumar en svo
hefur ekki orðið. Hún hefur sagt
eftir sem áður að skori flokkurinn
á hana að taka við formannsemb-
ættinu muni hún taka þeirri áskor-
un. Það verður hins vegar æ
ósennilegra að hún fái slíka áskor-
un.
Eftir fundinn með Sven Hult-
erström sagði hann, að ekki væri
hægt að horfa fram hjá minnk-
andi stuðningi við Sahlin innan
flokksins. Vandinn væri að meðan
enginn annar frambjóðandi kæmi
fram á sjónarsviðið snerist umræð-
an áfram um Sahlin. Hann sagði,
að væri ekki kominn skýr fram-
bjóðandi um miðjan desember
hygðist hann láta af verkefni sínu,
því þá væri orðinn of stuttur tími
til að undirbúa formannskjörið í
mars. Það hefur hins vegar aldrei
gerst áður að ekki hafí verið búið
að finna frambjóðanda fyrir þing-
ið.
Eftir afhjúpanirnar um Sahlin
undanfarið reikna fæstir með að
hún komist hjá því að draga sam-
an seglin, því það fari illa á því,
að þjóðarleiðtogi, sem stjóma á
efnahagsmálunum, geti ekki
stjómað eigin fjármálum. En mál-
ið hefur einnig vakið upp spum-
ingar um fjárreiður stjómmála-
manna.
Meiri kröfur
til kvenna?
Fyrr á árinu kom í ljós að ný-
kjörinn formaður Þjóðarflokksins,
Maria Leissner, var í skuld við
skattinn og hafði ekki talið fram
í nokkur ár. Og þetta hefur einnig
vakið upp spumingar um hvort
kvenfólk sé meiri skussar en karl-
ar, eða hvort þetta sé enn eitt
dæmi um að kvenfólk verði. að
vera enn fullkomnara en karlar til
að eiga sér viðreisnar von.
Ófarir Sahlin em einnig ófarir
Ingvars Carlssons, sem hefur stað-
ið óhaggaður við hlið hennar nú
og hlaðið dyggilega undir hana
innan flokksins undanfarin ár.
Hann skilur við flokkinn klofinn
og með frambjóðanda, sem ekki
stenst siðferðiskröfur, sem gerðar
eru til stjórnmálamanna.
. Trust
Þú gerir góð
kaup hjá okkur
- Trust tölvur á tilboðsverði!
Trust Pentium PCi
Pentium 75 PCI
8 MB minni - 850 MB diskur
Wlndows 95 uppsett
m/margmiðlun C)
Pentium 90 PCI
8 MB minni - 850 MB diskur
Windows 95 uppsett
m/margmiðlun (*)
: Trust 486 PCI
DX2/80 PCI
8 MB minni • 850 MB diskur
lliVJIrl.l.l
m/margmiðlun C)
DX4/100 PCI
8 MB minni - 850 MB diskur
Windows 95 uppsett
NYHERJA
m/margmiðlun C)
EEESEEEI
SKAFTAHLIÐ 24
SÍMI5697800
(*) Hljóðkort, hátalarar, geisladrif og geisladiskar m/190 leikjum og 300 forritum!
TILBOÐ
Vandaðir gripir á einstöku verði!
Bjóðum nú þessar sívinsælu eldavélar
frá Siemens á sérstöku kostaverði.
Vélarnar eru einfaldar í notkun,
traustar og endingargóðar.
HS 24020
• Breidd 60 sm
• Yfir-/undirhiti, grill
• 4 hellur
• Geymsluskúffa
Verð: 49.900 stgr.
HN 26020
• Breidd 50 sm
• Yfir-/undirhiti, grill
• 4 hellur
• Geymsluskúffa
Verð: 45.900 stgr.
UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI:
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvitárskála • Hellissandur:
Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guöni Hallgrimsson • Stykkishólmur. Skipavfk » Búðardalur: Ásubúð •
Isafjörður. Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókun Rafsjá • Siglufjörður Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn
• Húsavik: öryggi • Pórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. •
Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiödalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn I Hornafirði: Kristall •
Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavik: Rafborg •
Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi
í x'erslun
okkar að
Nóatúni
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 511 3000
NVlO