Morgunblaðið - 10.11.1995, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Njála og norræn goðafræði heilla Rushdie
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie var á ferð
um Kaupmannahöfn nýlega til að kynna nýju
bókina sína, „The Moor’s Last Sigh". í viðtali
við danska blaðið „Politiken" sagði hann meðal
annars frá kynnum sínum af norrænum bók-
menntum. Þar nefnir hann til norræna goða-
fræði og Njálu sem áhrifavalda síðan hann var
strákur. Rétt eins og argentínski rithöfundurinn
Jorge Luis Borges heldur Rushdie mikið upp á
íslenskar fombókmenntir.
Rushdie segir kvenpersónur nýju bókarinnar
vera heillandi, en einnig svolítið ógnarlegar og
það leiðir huga hans að Snædrottningunni í sam-
nefndu æfintýri H.C. Andersens. Hann segist
hafa lesið öll ævintýri hans, en einnig Grimms-
ævintýri. Hvomg greinin tilheyri nokkurri þjóð
lengur, heldur séu ævintýrin eiginlega orðin
goðsöguleg. Norræn goðafræði sé hins vegar
mjög sérstök og hafi heillað hann síðan hann
var 14 eða 15 ára.
Goðafræði leiðin að Njálu
Á þeim aldri las hann Tolkien af ákefð og
þá benti einn kennari hans honum á að lesa
uppsprettu Tolkiens, hina upprunaleu norrænu
goðafræði. Það gerði hann og hún hefur fyigt
honum síðan, ekki síst sögurnar um Auðhumlu,
Yggdrasil og Ragnarök, sem að sögn Rushdies
em enn betur gerðar en grísk og rómversk goða-
fræði. Og norrænu nöfnin hefur hann léttilega
á takteinunum.
Goðafræðin kom honum á spor íslenskra fom-
bókmennta. Hann hélt lestrinum áfram og tók
nú til við íslendingasögumar. Af þeim segist
hann meta Njálu mest. Rushdie er nú að búa
sig undir að taka upp eðlilega lífshætti og von-
ast til að koma næst til Kaupmannahafnar án
lífvarða.
Salman Rushdie er ekki eini ritsnillingurinn,
sem nefnir íslendingasögumar sem uppáhalds-
lesningu sína. Argentínski rithöfundurin Jorge
Luís Borges bæði skrifaði og talaði um íslend-
ingasögumar og þá ekki síst Njálu sem mikla
uppáhaldsbók sína og norræn goðafræði var
honum einnig vel kunn. Þessir tveir rithöfundar
eiga það sameiginlegt að vera miklir sagnamenn
og því ekki undarlegt að íslendingasögumar
skuli einmitt eiga trygga lesendur í þeim.
Jónasarvaka í
Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Söngleik-
urinn
Dagur
DAGUR heitir nýr söng- og
gamanleikur sem leikhópurinn
Hamingjupakkið sýnir á litla
sviði Borgarleikhússins um
þessar mundir. Hamingjupakk-
ið er samsett af ungu fólki sem
viða hefur leitað fanga í lista-
flórunni, svo sem leiklist, tón-
list og danslist. Hópurinn hefur
stillt saman strengi sína þannig
að úr hefur orðið fjöllistasýn-
ing.
Helena Jónsdóttir, sem er
höfundur og leikstjóri verks-
ins, segir að verkið segi frá
einum degi í lífi ungs fólks.
„Við erum að gera góðlátlegt
grín að okkur sjálfum, ungu
fólki í dag. Dagur er ósköp
venjulegur drengur, þessi Jack
and Jones-týpa, sem vaknar
einn morgun I ókunnu rúmi við
hliðina á ókunnri stúlku. Hann
þarf auðvitað að komast heim.
En hvernig? Fötin fær hann
ekki, simann má hann ekki
nota og enginn hefur áhuga á
að skutla honum. Stúlkan sem
hann eyddi nóttinni með hefur
aðeins áhuga á einu, að koma
honum út. Fatalaus og vinalaus
í ókunnu húsi og veit ekki sitt
rjúkandi ráð.“
Fjöldi leikara, dansara og
tónlistarmanna koma fram í
sýningunni. Jóhann G. Jó-
„FATALAUS og vinalaus í
ókunnu húsi og veit ekki
sitt ijúkandi ráð.“ Dagur í
samnefndum söngleik.
hannsson leikur Dag en meðal
annarra leikara má nefna
Brynhildi Björnsdóttur, Jar-
þrúði Guðnadóttur, Pétur Örn
Guðmundsson, Sigurþór Hei-
misson og Helenu Jónsdóttur.
Hljómsveit skipa Gunnlaugur
Briem, Hrólfur Sæmundsson,
Stína Bongó og Tómas Jóhann-
esson. Næsta sýning á leiknum
verður sunnudaginn 12. nóv-
ember kl. 20.30 og er það jafn-
framt lokasýning.
150 ARA ártíðar Jónasar Hall-
grímssonar var nýlega minnst í
Kaupmannahöfn á vegum bók-
menntafélagsins Thors, sem að
vanda heldur uppi merki bókmennt-
anna í Jónshúsi. Þar komu fram
þau Páll Valsson bókmenntafræð-
ingur, Ingibjörg Guðmundsdóttir
söngkona og íslenski kirkjukórinn.
Sérstakir gestir voru Ólafur G.
Einarssou, fórseti Alþingis, og
Friðrik Olafsson, skrifstofustjóri
Alþingis, en eins og kunnugt er á
Alþingi íslendinga Jónshús. Sr.
Lárus Þ. Guðmundsson sóknar-
prestur minntist þeirra sem létust
í sjóflóðinu á Flateyri.
Þar sem samkoman var sú fyrsta
DAGSKRÁ í tengslum við yfirlits-
sýningu á verkum Einars Sveins-
sonar, arkitekts og húsameistara
Reykjavíkur, á Kjarvalsstöðum er
eftirfarandi:
Sunnudagana 12., 19. og 26.
nóvember kl. 16. Leiðsöjgn á Kjarv-
alsstöðum. Pétur H: Armannsson
arkitekt, safnvörður byggingarlist-
ardeildar Listasafns Reykjavíkur,
leiðbeinir sýningargestum.
Mánudagur 13. nóvember kl. 20.
í minningu Einars Sveinssonar.
Dagskrá á Kjarvalsstöðum. Fjögur
stutt erindi um starf og listsköpun
Einars. Flytjendur eru: Aðalsteinn
Richter arkitekt, Einar B. Pálsson
í Jónshúsi eftir snjóflóðið á Flat-
eyri hófst samkoman með ávarpi
sr. Lárusar Þ. Guðmundssonar.
Páll Valsson bókmenntafræðingur,
sem dvelst nú við fræðistörf í Kaup-
mannahöfn, hélt erindi um Jónas,
en hann hefur áður staðið að út-
gáfu verka Jónasar. Ingibjörg Guð-
jónsdóttir söngkona söng lög við
texta Jónasar, en Ingibjörg býr nú
í Danmörku. Kirkjukórinn söng síð-
an einnig lög við texta Jónasar.
Það eru þeir Böðvar Guðmunds-
son og Sverrir Hólmarsson, sem
af miklum myndarskap kynna lönd-
um sínum íslenskar bókmenntir
fyrsta fimmtudag í hvetjum vetrar-
mánuði.
prófessor, Pétur H. Ármannsson
arkitekt, Þorgeir Ólafsson listfræð-
ingur.
Laugardagur 18. nóvember kl.
14-16. Skoðunarferð um Reykja-
vík: Skoðuð dæmi um áhrif Einars
á ásýnd bæjarins og tvær af bygg-
ingum hans heimsóttar. Leiðsögn:
Pétur H. Ármannsson. Brottför í
rútu frá Kjarvalsstöðum. Hámarks-
íjöldi 30 manns.
Þar að auki er skipulögð leiðsögn
fyrir almenning um sýningamar
Einskonar hversdagsrómantík og
Kjarval - mótunarár 1885-1930
alla sunnudaga í nóvember kl.
16.30.
Leiðsögn og skoðunarferð
Teiknað
með tölvum
NORRÆNA húsið hefur sett saman
dagskrá fyrir böm og ungt fólk sem
hefur hlotið nafnið Cyklonen. Á
dagskrá á Cyklonen í vetur verður
m.a. boðið til
„námskeiðs" í
tölvuteikningu,
tónleika, kvik-
myndasýninga og
50 ára afmælis
Línu Langsokks.
Þann 11. nóv-
ember kl. 11 er
börnum á aldrin-
um 6-12 ára boðið til smiðju í kjall-
ara Norræna hússins, þar sem þeim
gefst færi á að teikna sínar eigin
myndir með tölvum. Leiðbeinandi
er Kristín Maria Ingimarsdóttir,
teiknari, menntuð í Bandaríkjunum.
Hún hefur starfað hér heima m.a.
við að leiðbeina börnum og ungling-
um í myndbandaframleiðslu.
Myndirnar verða prentaðar út í
lit og sett verður saman sýning á
verkum þátttakanda í bókasafni
Norræna hússins þann 11. nóvem-
ber til 20. nóvember.
Allir velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
------» ♦ ♦-----
Þrír sýna í
Nýlistasafninu
GUÐNÝ Richards og Thomas
Ruppel opna sýningu í Nýlistasafn-
inu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 11.
nóvember kl. 18.
Guðný og Thomas, sem bæði eru
búsett í Þýskalandi, sýna málverk
og grafíkverk í safninu. Guðný Ric-
hards útskrifaðist frá Grafíkdeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1985 og stundaði framhaldsnám í
London og Stuttgart. Lauk hún
námi frá Akademíunni í Stuttgart
1994.
Thomas Ruppel lauk námi frá
Grafíkdeild Akademíunnar í Stutt-
gart 1990. Hann hefur um árabil
rekið eigið grafíkverkstæði í Stutt-
gart og þrykkt fyrir aðra lista-
menn, gellerí og söfn. Thomas er
nú gestakennari í grafíkdeild Mynd-
iista- og handíðaskólans.
Gestur safnsins í Setustofu er
þýski listamaðurinn Martin Leien-
setter frá Ludwigsburg. Martin
sýnir málverk. Sýningarnar eru
opnar daglega frá kl. 14-18 og
þeim lýkur sunnudaginn 26. nóvem-
ber.
------♦ ♦ ♦—----
Tilbo'd á hreinlætistækjum
Mikið úrval af sturtuklefum,
sturtuhornum og hur&um.
AtkuejeJ&u t/eiðiÍ!
Verð frá
i)
Ver& frá
Ba&kör 17 ger&ir.
Stærðir: 100-190 cm.
Handlaugar 17 ger&ir
á vegg og borö.
Verslið þar sem úrvalið er mest!
Stálvaskar
í eldhús
yfir 30 ger&ir.
VerS frá
Blöndunartæki yfir 40 ger&ir.
■^rtkuýaðu tfeuðið!
Kvikmyndasýn-
ingar fyrir börn
NORSK mynd gerð eftir ævintýri
Asbjomsen og Moe, Herremanns-
bruden, verður sýnd í Norræna
húsinu á sunnudaginn kl. 14. Ríkur
óðalsbóndi verður ástfanginn af
dóttur vinnumanns síns. Hann býð-
ur til brúðkaups, en stúlkan vill
ekki játast honum.
Myndin er með norsku tali og
er 18 mín. að lengd.
-----».♦-♦--
Nýjar bækur
• UNGLINGABÓKIN Keflavíkur-
dagar/Keflavíkumætur eftir Lárus
Má Bjömsson er komin út.
Óli er fimmtán
ára og í tíunda
bekk, starfsdeild.
Hann er hundleið-
ur á stríðni og ein-
elti og ákveður að
breyta ástandinu.
Með vaxandi
sjálfstraust að
vopni tekst honum
að ná árangri og virðist í lokin flest-
ir vegir færir.
Útgefandi erMál ogmenning. Bók-
in er 223 bls., prentuð í Svíþjóð og
kostar 1.880 kr. Kápumynd er eftir
Atla Má Hafsteinsson.