Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 21
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bók um Skálholt
í GÆR afhenti dr. Einar Pálsson
Skálholtsstað hluta af upplagi
bókar, Kristnitakan og kirkja
Péturs í Skálaholti, sem nýlega
kom út. Biskup íslands, hr. Ólaf-
ur Skúlason, og vígslubiskupinn
í Skálholti, séra Sigurður Sig-
urðarson, tóku á móti gjöfinni
fyrir hönd kirkjunnar. í bókinni
fjallar Einar um það hvers vegna
Skálholt varð fyrir valinu sem
miðpunktur kirkju og kristni.
í ræðu sem Einar flutti við
afhendingu bókagjafarinnar
sagði hann að bók sín væri sett
saman vegna 1000 ára afmælis
kristnitökunnar á íslandi. Einar
sagði að bókin væri fyrst og
fremst samantekt á því sem
aldrei hefur komið fram áður í
sambandi við kristnitökuna, þ.e.
hún er útskýring á táknmáli
miðalda. í bókinni er spurt hvers
vegna fyrsta biskupsstólnum var
valinn staður að Skálholti, hver
var þekking kristinna manna
norrænna og hvernig hvernig
hægt var að skipta um frá heiðni
til kristni á einum morgni. Spurt
er um tengsl kristninnar við him-
inhring og Péturskirkjuna í
Róm, hvemig kristnitakan
blandaðist sögnum af fuglinum
Fönix og um tengsl hins heiðna
guðs, Loka, við myrkrahöfðingj-
ann.“
Grafíkverk eftir
Bertu Moltke
HAPPA
arattur
KRINGLUNNAR
Leikur fyrir
viðskiptarini Kringlunnar
7.-10. nóvember 1995
Ef |)ú verslar fyrir 1.500 krónur eða meira á einum síað í kringlunni,
|>á lylgir einn HappadráUarmiði. lni fyllir miðann úl og selur
í sérstaka kassa sem eru víðsvegar um Rringluna.
100 góðir vinningar frá fyrirtækjum Kriilglunnar
LAUGARDAGINN 11. nóvember
kl. 16 verður opnuð sýning í and-
dyri Norræna hússins á grafíkverk-
um eftir dönsku listakonuna Bertu
Moltke.
Myndirnar eru gerð-
ar í samvinnu við rit-
höfundinn Ullu Ryum
og birtust í bókinni
Skjulte beretninger,
sem kom út í Dan-
mörku 1994.
Berta Moltke og
Ulla Ryum áttu náið
samstarf við gerð bók-
arinnar um þriggja ára
skeið. Þær unnu jöfn-
um höndum að texta
og mynd og sóttu hug-
myndir hvor til annarr-
ar á víxl.
Berta Moltke og
Ulla Ryum verða báðar
viðstaddar opnun sýningarinnar og
ætla að segja frá samstarfinu og
bókinni við það tækifæri. Ulla
Ryum hefur fengið einróma lof
gagnrýnenda fyrir Skjulte beretn-
inger, sem er skrifuð sem dagbók
og lýsir lífi gyðingakvenna frá alda-
mótum til vorra daga.
Berta Moltke stundaði myndlist-
arnám við Málaraskóla Mogens
Andersens við Ríkis-
listasafnið í Kaup-
mannahöfn og í lista-
háskólum í París og
Madrid. Hún hefur
haldið fjölmargar
einkasýningar og tek-
ið þátt í samsýningum
á Norðurlöndum og
þekktum grafíksam-
sýningum í Þýska-
landi, Frakklandi, ít-
alíu og víðar.
Berta Moltke hefur
unnið mikið að bóka-
skreytingum. Hún var
formaður Danska
grafíkfélagsins 1991-
1994 og er félagi í
samtökum myndlistar-
Sýningin í Norræna húsinu verð-
ur opin daglega kl. 9-19, nema á
sunnudögum kl. 12-19. Sýningunni
lýkur 3. desember.
Berta Moltke
ýmsum
manna.
Fyrirlestur um
tónlist í lýðskólum
SUNNUDAGINN 12. nóvember kl.
16 mun Jens Grön, forstöðumaður
Vestbirk Hojskole, fjalla um gildi
tónlistar og söngs fyrir lýðskólana
og flytja nokkur lög. Fyrirlesturinn
er hluti af „Lýðskóla-helgi“ sem
haldin er í Norræna húsinu 11.-12.
nóvember, sem er opin fyrir alla.
Meðal almennings, þ.e. fólks utan
við lýðskólamenninguná, hefur
söngbókin verið með eindæmum
vinsæl, t.d. seldist 16. útgáfa henn-
ar í 427.000 eintökum.
Jens Gron, sem hefur veitt Vest-
birk Hojskole forstöðu í meira en
25 ár, er tónlistarmenntaður, og
m.a. þess vegna hefur söngur og
tónlist gegnt mikilvægu hlutverki í
starfi hans sem lýðskólamaður.
Árið 1989 ritstýrði hann ásamt
tveimur öðrum 17. útgáfu lýðskóla-
söngbókarinnar, og frá útgáfu
hennar hefur hann haldið nokkur
hundruð fyrirlestra um samband
lýðskólans og alþýðutónlistar. í
Norræna húsinu á sunnudaginn
mun hann sjálfur spila á fiðlu og
píanó, fjalla um söngvana, uppruna
þeirra og merkingu. Hann fjallar
einnig um gildi samsöngs fýrir lýð-
skólana í tímans rás.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
dönsku. Allir velkomnir og aðgang-
ur er ókeypis.
m
Aðalvínningurínn er:
.{()()•
þúsund króna verslunaríerð í Kringluna
Slærsli vinningurinn er verslunarferð í kringluna |)ar seni
vinningshalinn verslar í ghesiieguni verslunum og þjónuslu-
fyrirtækjum kringlunnar fyrir samtals 300 þúsund krónur.
,989
Bylgjau scr uni kyiiningu
og úidrátl daglega kl. 14.
GOTT UTVARP
Daglega er dregið um sjö góða vinninga og sautján
aukavinninga og nöfn hinna heppnu Iesin upp á Bylgjunni.
Síðasta daginn fara allir miðarnir í stóra pottinn.
Aðalvinningurinn, 300 þúsund króna vöruúttekt, verður
dreginn út laugardaginn 11. nóvcmber kl. 14.00.
BYLGJAN
Ileildarverðniæti vinniuga er yfir
700
þúsund krónur
Konidu í Kringluna og kynnlu þér nánar Icikreglurnar
kRINGMN
-heppilegur staður-
HÓTEL ALEXANDRA AUGLÝSINGASTOFA