Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 23

Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 23 „...Landið sem alltaf kemur á óvart“ BÓKMENNTIR Fcrðabók ÍRLANDSDAGAR eftir Sigurð A. Magnússon. Ljósmyndir Sigríður Friðjónsdóttir. Fjölvi 1995.224 bls. Verð 3.860. kr. SIGURÐUR A. Magnússon rit- höfundur hefur áður skrifað tvær ýtarlegar ferðasögur, „Við elda Ind- lands“ og „Grikklandsgaldur“, jafn- framt sem hann hefur látið frá sér ýmislegt um ísland fyrir útlendinga. Bókin „írlandsdagar" skiptist eiginlega í þrjá hluta, fyrst um land og sögu, síðan kemur stærsti ein- staki kaflinn um Dyflinnarborg og að lokum er umfangsmesti hlutinn hringferð um sýslur og héruð ír- lands. Inngangskaflinn um land og þjóð er ágætis yfirlit um sögulegan bak- grunn írlands, og er hann spenn- andi lesning um þá miklu sögu sem býr þar að baki. Einnig dregur Sig- urður upp mynd af írum, þar sem hann skilgreinir lyndiseinkunn þessarar rammkaþólsku þjóðar, sem hefur lifað bæði súrt og sætt undir oki Normanna og Englend- inga. En gullöld írlands nær langt aftur til forsögulegs tíma og rís hæst í stórveldi Kelta eða Galla sem töluðu gelísku. En forvitnilegasti kaflinn er frá Dyflinni, borginni sem víkingar stofnuðu og Joyce lýsir í „Ódys- seif“ og „í Dyflinni“, en bæði þessi verk hefur Siguður A. þýtt. Þar tvinnar hann saman fróðleik úr sögu írlands jafnframt sem hann lýsir hinum ýmsu byggingum og atburðum bæði sögulegum og bók- menntasögulegum á stórfróðlegan hátt. Þannig blandast saman lýs- ingar á byggingum eins og Dyflinnarkastala, Patrekskirkju og Killmainham-fangelsinu en að auk er minnst á hagnýta hluti, þ.e. helstu stórverslanir og krár. Þetta tvennt er hnýtt saman þannig að notagildi bókarinnar verður hið gagnlegasta fyrir vikið, en þó ekki á kostnað sögulegs fróðleiks sem er fyrirferðarmeiri þátturinn í þessari írlandslýsingu. Allt er þetta sett saman skýrt og skilmerkilega þannig að læsilegt sé. Viðamesti hlutinn er síðan lýsing á ferð um sveitir og héruð írlands með viðkomu á hinum ýmsu minnis- verðu stöðum svo sem eins og Cork, Aran-eyjum og á hin- um forsögulegu minj- um í Newgrange og „þjóðarhelgidómi“ íra eða „hákonungsborg- inni“ Tara. En þó að í öllum textanum búi fyrst og fremst sögu- legt upplýsingagildi þá skortir ekki persónuleg innskot frá kráarferð- um og er jafnvel verð gistinátta á hinum ýmsu stöðum á írlandi nefnt til glöggvunar. Með þessari ágætu samsetningu sem þó getur orkað tvímælis fyrir unnendur hand- bóka, þá eru „Írlandsdagar" fyrst og fremst ferðalýsing sem hefur einnig notagildi handbókar þrátt fyrir stórt brot. Þar koma til skrár yfir þekktar byggingar, staði, mannanöfn auk korta sem gerir bókina aðgengilegri, sem og að hægt er að notfæra sér kaflaskipt- Sigurður A. Magnússon ingu fyrir afmarkað svæði ef menn hyggja á ferðalög. í bókinni er mikill ljöldi ljósmynda, sem teknar eru af Sigríði Friðjónsdóttur og eru þær ómissandi til stuðnings. Aftur á móti eru þær misjafn- lega skýrar og margar hverjar of dökkar að gæðum. Ekki fletti ég upp á heimildum eftir tilvís- anaskrá, en aftast er getið um rit sem stuðst hefur verið við og eyk- ur það fræðilegt gildi bókarinnar. í heild séð hefur vel tekist og þetta form sem ferðalýs- ingin er nær Sigurður að nýta til að ljúka upp heillandi frásögn af þessari margbrotnu þjóð sem írar eru fyrir alla þá sem hyggja á „ír- landsdaga". Einar E. Laxness. IWONA Jagla pianóleikari og Svava Kristin Ingólfsdóttir mezzósópran. Einsöngs- tónleikar í Selfoss- kirkju EIN SÖN GSTÓNLEIKAR verða haldnir í Selfosskirkju laugardag- inn 11. nóvember nk. og hefjast þeir kl. 16.00. Þar koma fram þær Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzó- sópran-söngkona og Ywona Jagla píanóleikari. Svava lauk söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1992 hjá Katrínu Sigurðar- dóttur og Jórunni Viðar. Hún hef- ur víða komið fram sem einsöngv- ari auk þess að syngja með ýmsum kórum svo sem Óperukórnum, Hljómkórnum og Kammerkór Langholtskirkju. Hún starfar sem söngkennari í Reykjavík og á Laugarvatni við Tónlistarskóla Árnesinga. Ywona er fædd í Póllandi. Lauk hún píanónámi frá Tónlistaraka- demíunni í Gdansk árið 1983 og tók þar einleikarapróf. Áður en hún lauk námi hóf hún störf við söng- og kammermúsíkdeild aka- demíunnar. Jafnframt vann hún sem æf- ingastjóri við óperuna í Gdansk frá árinu 1983 til ársins 1990. Kom hún til íslands í september 1990 og hefur starfað hjá Islensku óper- unni undanfarin ár. Hún kennir nú við Söngskólann í Reykjavík. Á efnisskránni eru íslensk söng- lög eftir Karl O. Runólfsson, en 95 ár eru liðin frá fæðingu hans um þessar mundir, Tonadillas, sem er söngvasafn eftir spænska tón- skáldið Enrique Granados og Sí- gaunasöngvar eftir tékkneska tón- skáldið Antonín Dvorák. HN VERSLBN erfyrir þig Spœnskar Appelsínur og Klementínur. Sœtar & safaríkar!!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.