Morgunblaðið - 10.11.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 10.11.1995, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÓÞÖRF FORSJÁR- HYGGJA FRAM kom á Alþingi síðastliðinn miðvikudag að Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hygðist beita sér fyrir því að tryggingaráð endurskoðaði þá ákvörðun sína að hætta að veita öryrkjum lán frá Trygg- ingastofnun til bílakaupa, en vísa þeim þess í stað á al- mennan lánamarkað. Ekki kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn á Al- þingi hver væru rök hennar fyrir því að halda þessum lán- veitingum áfram. Hins vegar rakti heilbrigðisráðherra sjálf rökstuðning tryggingaráðs fyrir ákvörðuninni. Þar kemur meðal annars fram að lánveitingarnar hafi verið án heim- ildar í lögum og án fjárveitingar, Ríkisendurskoðun hafi gert við þær athugasemdir og tæpast talið þær samræm- ast hlutverki Tryggingastofnunar og síðast en ekki sízt að nægur aðgangur sé nú að lánsfé, ólíkt því sem gerðist er lánin voru tekin upp fyrir nærri hálfri öld, og mörg fyrirtæki bjóði hagstæðari lán en Tryggingastofnunin. Sé það staðreynd að bílalán tryggingafélaga á almennum markaði séu hagstæðari, hver eru þá rökin fyrir því að Tryggingastofnun haldi áfram að veita öryrkjum bíla- kaupalán? Það verður ekki séð, að það sé árás á hag ör- yrkja að Tryggingastofnun hætti þessum lánveitingum. Miklu fremur er verið að nota fé og starfskrafta stofnunar- innar betur, sem kemur skjólstæðingum hennar væntan- lega til góða. Það er furðulegt að heyra málflutning á borð við þann, sem Guðrún Helgadóttir, varaþingmaður Alþýðubandalags- ins, viðhafði á Alþingi um þetta mál. Rökstuðningur henn- ar var annars vegar sá, að fólki væri gert erfitt fyrir með því að þurfa að leita eftir láni hjá einkafyrirtæki, og hins vegar að það væri kostur við lánveitingar Tryggingastofn- unar, að draga mætti afborganir af lánunum af bótum fatlaðra, sem tryggingafélögin gætu ekki gert! Hér er annars vegar á ferð gamaldags sósíalismi og tortryggni í garð einkaframtaksins og hins vegar úrelt og óþörf forsjárhyggja. Fatlaðir eru virkir þátttakendur í sam- félaginu. Þeir geta tekið lán hjá einkafyrirtækjum eins og aðrir og þeim ætti að vera treystandi til að standa í skilum sjálfir, án aðstoðar hins opinbera. VERÐLAG OG VÍSITALA VERÐLAGSFORSENDUR kjarasamninganna í febrúar á þessu ári hafa staðizt. Verðbólga á árinu verður um 2% sem er ívið minna en samningsaðilar gerðu ráð fyrir. Til samanburðar var verðbólga í ríkjum Evrópusam- bandsins 3,1% að meðaltali frá september 1994 til sama tíma 1995. Skýringar lítillar verðbólgu á líðandi ári eru ýmsar. Þyngst vegur máski að gengi krónunnar hækkaði um 0,7% frá janúar- til ágústmánaðar miðað við innflutn- ingsvog. Vaxandi samkeppni á neytendamarkaði veitir og dijúgt verðlagsaðhald. Vísitala neyzluverðs lækkaði um 0,3% milli október- og nóvembermánaða síðastliðinna, sem jafngildir 4% verð- hjöðnun á heilu ári. Lækkunin er að hluta til tímabundin vegna yfirstandandi útsölu á kindakjöti, en 0,15% hennar rekur rætur til útsölunnar að mati framkvæmdastjóra VSÍ. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar að hægt sé að tryggja verðhjöðnun til frambúðar með því t.d. „að breyta rekstrarskilyrðum í eggjaframleiðslu og e.t.v. svína- og kjúklingarækt; í þeim greinum væru aðföng dýr, en ekki sjálfgefið að sú þurfi að vera raunin.“ Vísitala neyzluverðs hefur hækkað um 2,1% síðustu tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á heilu ári. Mikilvægt er að viðhalda þessum stöðugleika, sem er meginforsenda þess að atvinnulífið haldi áfram að rétta úr kútnum. Verulega hærri verðbólga hér en í samkeppnisríkjum okkar á áttunda og níunda áratugnum lék atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar illa - en verst þó skuldugt lág- launafólk, sem kom engum vörnum við þegar verðlag rauk upp og verðtryggðar skuldir snarhækkuðu. Það er ótvíræð skylda ríkisvaldsins sem og aðila vinnumarkaðarins að viðhalda stöðugleikanum og styrkja á þann veg samkeppn- isstöðu atvinnuveganna og atvinnuöryggi landsmanna. SJÚKRAKOSTIMAÐUR ERLENDIS Búsifjar þrátt fyrir blessun kerfisins Tryggingastofnun ríkisins greiðir allan beinan kostnað, þegar sjúklingur þarf að fara utan í aðgerð og kostnaður við för fylgdar- manns er greiddur, að því er fram kemur í grein Ragnhildar Sverrísdóttur. Stofnunin tryggir því að hægt sé að framkvæma aðgerð- ina, en samt verður fólk oft fyrir miklum búsifjum. Vinnutap fæst ekki bætt og ýmsir kostnaðarliðir bætast við, ÁTTTAKA Tryggingastofn- unar í kostnaði vegna læknisaðgerða erlendis er mismunandi og ræður þar til dæmis hvort sjúklingur er barn eða fullorðinn og hvemig aðgerð hann gengst undir. Svokölluð Siglinganefnd metur umsóknir um greiðslu sjúkrakostnað- ar. Nefndin er skipuð fjórum yfír- læknum stærstu sjúkrahúsanna í Reykjavík, auk tryggingayfírlæknis, sem er oddamaður. Telji nefndar- menn, að ástæða sé til að sjúklingur leiti lækninga erlendis, er veitt heim- ild til greiðslu sjúkrakostnaðar. Þó takmarkar nefndin stundum greiðsl- ur. Telji hún til dæmis, að aðgerðina sé hægt að gera í Svíþjóð, en sjúkl- ingur vill fremur fara á sjúkrahús í Bandaríkjunum, þar sem aðgerðir eru dýrari, getur nefndin samþykkt að greiða sem nemur sjúkrakostnaði í Svíþjóð, en sjúklingur borgar mismun sjálfur. Kristbjörg Árnadóttir, deildarstjóri erlendra málefna í sjúkratrygginga- deild Tryggingastofnunar, segir að stofnunin greiði ávallt fargjald þess sem fylgir sjúklingi undir 18 ára aldri í aðgerð. „Þegar fullorðnir eiga í hlut er yfírleitt ekki samþykkt fylgd, nema sjúklingurinn sé ósjálfbjarga. Ekki er nóg að hann sé ekki mæl- andi á erlend tungumál." Fylgdarmaður við Iíffæraskipti Undantekning frá þeirri reglu, að fullorðnir fái ekki greiddan kostnað við fylgdarmann, er þegar fólk fer í líffæraskipti. „Tryggingayfirlæknir og deildarstjóri sjúkratrygginga- deildar hafa samþykkt fýlgd og skipti á fylgdarmanni í þessum tilvikum. Þetta er í samræmi við reglur sem tryggingaráð hefur sett samkvæmt lögum um almannatryggingar, enda þurfa sjúklingar oft að dvelja mjög Iengi erlendis og aðgerðimar reyna mjög á þá, andlega sem líkamlega. Heimilt er að skipta um fylgdarmann á fjögurra vikna fresti.“ Kristbjörg segir að aldr- ei hafí reynt á skipti á fylgdarmanni á fjögurra vikna fresti þegar börn eigi í hlut. „Foreldrar fara nánast alltaf báðir með bami í aðgerðir af þessu tagi.“ Þegar foreldrar fara báðir með barni sínu út greiðir Tryggingastofn- un fargjald og dvalarkostnað annars. „Tryggingastofnun greiðir fargjald fram og til baka fyrir barn og fylgd- armann, allan kostnað við rannsókn- ir, skurðaðgerð og aðra meðferð, dagpeninga fylgdarmanns og barns- ins, ef það þarf að dvelja utan sjúkra- húss um tíma. Ef barnið er undir fjögurra ára aldri er greiddur fjórð- ungur af dagpeningum, börn 4—12 ára fá hálfa dagpeninga og eftir 12 ára aldur fá börnin fulla dagpen- inga.“ Ura tíu þúsund krónur á sólarhring Dagpeningar, sem greiddir eru fylgdarmanni sjúklings og e.t.v. sjúklingi sjálfum, eru miðaðir við dagpeninga ríkisstarfsmanna erlend- is við þjálfun og nám. Þessa viðmiðun samþykkti tryggingaráð á fundi sín- um 7. september 1983. Þær reglur gilda, að við dvöl í Svíþjóð, Bret- landi, Sviss og Tókíó eru greiddar um 10.800 krónur á sólarhring, í New York-borg eru greiddar tæpar 9.000 krónur og alls staðar annars staðar nema dagpeningarnir tæpum 10 þús- und krónum. Auk þessa er stundum greiddur kostnaður vegna fylgdar fagfólks, læknis eða hjúkrunarfræðings, á leið á sjúkrahús í útlöndum. „Fagfylgd er greidd ef veikindi em mjög mikil og það er einnig til í dæminu að greidd sé fagfylgd, þótt tryggingayf- irlæknir telji ekki ástæðu til að greiða kostnað skyldmennis," segir Krist- björg Árnadóttir. Kristbjörg segir að Trygginga- stofnun greiði jafnóðum þann læknis- og sjúkrahúskostnað, sem myndast vegna farar sjúklings á sjúkrahús erlendis. „Dagpeningar era þó yfír- leitt greiddir eftir á. Hægt er að sækja um greiðslu dagpeninga fyrir- fram ef illa stendur á.“ Dagpeningar skerðast um fjórð- ung ef sjúklingur og fylgdarmaður hans þurfa að dvelja erlendis lengur en þijá mánuði. „Skerðingin gildir allan tímann eftir þriggja mánaða tímabilið, hversu langur sem sá tími er,“ segir Kristbjörg. 50 þúsund á mánuði vegna umönnunar Ef enn er litið til barna, getur for- eldri fengið svokallaðar umönnunar- bætur, þurfi það að sinna barni sínu veiku heima eða á sjúkrahúsi hér á landi. Ekki eru greiddar umönn- unarbætur til foreldra sem fylgja börnum sínum á sjúkrahús erlendis, enda era dagpen- ingar þá greiddir. Umönnunarbætur til foreldra langveikra barna hækkuðu mjög með reglugerð frá 22. apríl 1992. Áður námu bætur frá rúmum þijú þúsund krónum til tæplega tíu þúsund króna á mánuði, en með reglugerðinni fengu foreldrar langveikra barna sama rétt og foreldrar fatlaðra barna. Bæturnar, sem formlega kallast „fjárhagsleg aðstoð vegna fatlaðra eða sjúkra barna“, eru í mesta lagi miðaðar við 175 klukkustunda umönnun á mánuði og nema þá 50.212 krónum. Bæturnar skerðast KOSTNAÐUR vegna veikinda bí læknis- og sji hlutfallslega ef barn sækir skóla eða nýtur umönnunar utan heimilis hluta dags. Hvers vegna búsifjar? Nú virðist sem Tryggingastofnun greiði kostnað, sem fólk verður fyrir, þurfí það að leita lækninga erlendis. En hvers vegna þarf fólk að selja íbúð og bíl, leita ásjár ættingja og jafnvel almennings, til að standa undir kostnaði, til dæmis þegar börn þurfa að gangast undir skurðaðgerð- ir erlendis? „Vegna þess að auk þessa beina sjúkrakostnaðar bætast alls konar liðir aðrir við,“ svarar Þorsteinn Ól- afsson. Hann er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra bama og formaður Umhyggju, félags fagfólks og foreldra langveikra barna. Þorsteinn þekkir mörg dæmi þess, að fólk hafi lent í fjárhagslegum erfíðleikum í kjölfar veikinda barna, en segir erfítt að reikna út heildartöl- ur yfír kostnað. „Mest munar um vinnutap, en að auki má nefna að þegar barnið er að jafna sig er ekk- ert til sparað í afþreyingu. Síma- kostnaður eykst gríðarlega, því hafa þarf samband við lækna hér á landi og ættingja. Fólk utan af landi held- ur oft tvö heimili hér á landi, í sínum heimabæ og í Reykjavík, á meðan á rannsóknum stendur. Þar við bætist svo kostnaður við uppihald í útlönd- um. Þannig bætast óteljandi atriði við beint vinnutap." Þorsteinn nefnir tilbúið dæmi um kostnað. „í dæminu eru hjón með tvö börn. Annað bamið þarf að ---------- fara í aðgerð á sjúkrahúsi Fore í Svíþjóð. Aðgerðin er þess fylgíð eðlis, að nauðsynlegt er að / dvalið sé hjá baminu allan sólarhringinn og fellur það í hlut annars foreldrisins, sem býr með því á einangranarstofu á spítal- anum. Vegna álags og vegna þess að barnið gæti látist í meðferðinni, fara báðir foreldrar með út og skipt- ast á að sofa hjá barninu. Annar aðilinn fær greitt fargjald og dagpen- inga, en hinn greiðir kostnað sjálfur. Fargjaldið nær til flugvallar erlendis og fjölskyldan byijar því á að greiða leigubíl frá flugvelli að sjúkrahúsi úr eigin vasa. Dagpeningar eru greiddir eftir heimkomu og því er ekki óalgengt að tekið sé lán fyrir brottför. Heilbrigða barnið verður eftir heima, þar sem það stundar Vinnutap nemur háum fjárhæðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.