Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 35

Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ skemmtilegur tími og í kjölfarið fór- um við svo í nágrannabyggðarlögin Hveragerði, Selfoss, Keflavík og fleiri staði til þess að „starta" gömlu dönsunum eins og það var kallað en þá byrjuðu böllin klukkan níu um kvöldið og stóðu til klukkan eitt eða tvö um nóttina. Viss hópur manna fór með dansstjóranum og fengum við þá ókeypis inn en ekk- ert var kaupið. Þessi hópur kynntist vel og sum okkar hafa haldið hópinn síðan meðal annars ég, Magnús maðurinn minn, Ingibjörg, Ragnar og Sólbjört. Ingibjörg og Ragnar hófu sambúð um þetta leyti. Ragnar var mjög traustur maður og unni fjölskyld- unni heilshugar. Börnin þeirra Ingu voru tvö, Guðrún Agnes og Stefán Hafþór, en hann lést fyrir tæpu ári. Guðrún Agnes á tvær dætur og voru þær augasteinar afa síns og ömmu. Fyrir rúmlega tuttugu árum keyptu Ragnar og Ingibjörg húsið í Skólagerði 34 og hafa þau haft mikla unun af því að byggja upp og endurnýja bæði utanhúss og innan. Garðurinn er mjög fallegur og notalegt sólskýli fyrir framan húsið. Ragnar og Ingibjörg keyptu ljós- ritunarstofu Sigríðar Zoéga og ráku hana í fimmtán ár. Heilsu Ragnars hafði hrakað mjög og þau ákváðu að hætta rekstri stofunnar. En Ragnar hefur haft umsjón með litlu dótturdætrum sínum síðan og eiga þær nú um sárt að binda og eiga erfitt með að skilja hvers vegna afi þeirra er hrifínn burt svona allt í einu. Ég votta Ingibjörgu konu hans samúð mína, dætrum hans báðum og barnabörnum. Enginn átti von á að Ragnar færi svona fljótt enda var hann aðeins tæplega sextíu og þriggja ára þegar hann dó. Blessuð sé minning hans. Valborg Soffía Böðvarsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast Ragnars Kriigers Hon- um kynntist ég sem lítill peyi heima hjá afa og ömmu sem þá bjuggu í Hrappsey, Ragnar var þá kærastinn hennar Ingu frænku, sem er móður- systir mín. Með okkur tókst mikill maður. Það var alveg sama hvaða verkefni hann tók sér fyrir hendur, hann skilaði því ávallt vel. Hann hafði mjög mikinn áhuga á bílum og átti oft tvo eða fleiri í einu. Ég man sérstaklega eftir gamla Benz- anum og Studebakernum með „óverdræfinu“ og fallegu tijónunni framan á. Haukur var afskaplega barngóð- ur og gjafmildur maður og fóru börnin okkar ekki varhluta af því. Það var stutt á milli okkar hér í Fossvoginum, við í Búlandi og Haukur, Hildó og bömin í Gilja- landi, þannig að oft var hlaupið hér yfir græna reitinn á sumardegi eða þá í kafsnjó að vetri til. Oft var glatt á hjalla í Giljalandi meðal góðra vina, þar sem Haukur snerist í kringum okkur. Hann hafði einnig gaman af tónlist og sátum við oft fyrir framan tækin og hlustuðum. Og ekki gleymast samverustundir í sumarferðum Br. Ormsson hér inn- anlands og til AEG í Þýskalandi, eða þá á sólarströnd Costa del Sol á Spáni og ekki síst í ferð Karla- kórs Reykjavíkur til Kanada. Góður drengur er farinn sem var vinur allra og alltaf tilbúinn að rétta fram hönd til hjálpar hveijum sem var. Hann var félagi í Lionsklúbbn- um Baldri um árabií. Með þessum örfáu skrifuðu orð- um minnumst við fjölskyldan í Bú- landi Hauks Viðars með hlýhug og söknuði. Elsku börn, Sigrún Lára, Sverrir Viðar og fjölskyldur, Guð veri með ykkur og styrki. Böðvar og Fríða. Líf okkar allra mótast ekki hvað síst af því hveijir eru samferðar- menn okkar. Við mótumst af þeim og þeir af okkur. Það er oft tilviljun- um háð hveijir samferðamenn okkar verða þó auðvitað sé það í valdi vinskaþur þótt aldursmunur væri mikill, því Raggi var mikill barna- karl og hafði gaman af börnum, virtist alltaf hafa tíma til að veita þeim athygli og hlusta á þau. Það fann ég fljótlega og það var alltaf svolítið spennandi þegar Raggi og Inga voru að koma í heim- sókn, því þá biðu að mínu mati ýmis ævintýri, því Raggi nennti að drösla mér með sér nærri sama hvert hann fór. Eftir að þau Raggi og Inga fóru að búa, bjuggu þau fyrst á Kvisthaganum, síðan lá leið- in í Mávahlíð og svo loks í Skóla- gerði í Kópavogi. Samband mitt og Ragga var alltaf gott frá fyrstu til hinstu stundar, jú, við vorum nú ekki alltaf sammála um málefnið sem rætt var við eldhúsborðið hveiju sinni, en það bara skerpti vináttuna þegar upp var staðið. Sú lenska var -að þegar ég sem krakki fór til Reykjavíkur með afa og ömmu var alltaf gist hjá Ragga og Ingu, þar var alltaf pláss, jafnvel þótt allt væri fullt af fólki. Svo liðu árin og ég kom með mín böm til þeirra, þeim var þama jafnan vel tekið og virtist sem þau hjón ættu alltaf svo- lítið í þeim. Ragnar átti við van- heilsu að stríða nú síðustu árin og sá ég það vel, nú síðastliðið sumar þegar við vorum saman í Flatey, en ég held samt að hann hafi notið þess eins og honum var unnt, því Breiðafjarðareyjar heilluðu hann alltaf, frá því hann kom með Ingu sinni fyrst út í Hrappsey þama um árið. Ég sendi Ingu, Rúnu, Guðrúnu og barnabörnum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi drottinn blessa ykkur öll og varðveita. Ég vil að lokum kveðja þig, Raggi, með þessum tveimur erind- um. Eins er æskan ekki kvíðagjöm hún á sér vonir, blíðu, fjör og mildi. Hún hugsar lítt, hve veik er hennar vöm ef vindar lífsins næða fyrr en skyldi. Þér gefi Drottinn gæfu alla tíð, gleði lífs og ævi hlýja daga. Að aldrei fdlni hjartans blóm þín blíð og björt þín verði og fögur ævisaga. (Sigurborg.) Gestur Már Gunnarsson. okkar sjálfra að velja. Þó samfylgd- in sé oft stutt getur hún samt haft varanleg áhrif á skoðanir okkar og hugsanir og mótað æviskeið hvers og eins allt til enda. Fyrir um tíu árum síðan vorum við hjónin nánast daglegir gestir á heimili Hauks Viðars Jónssonar og Hildegard Durr. Þetta tímabil var ekki langt, en nóg til þess að æ síðan höfum við hugsað til þeirra með virðingu og þökk. Þrátt fyrir að þetta væri á tímum mikilla erfið- leika í þeirra lífi var ávallt tekið á móti okkur af miklum kærleik, gestrisni og vinarhug. Þau höfðu bæði einstakt lag á að láta sínum vinum líða vel. Þó leiðir okkar hafi skilið að mestu er ávallt stutt í minninguna um þann tíma sem við áttum saman. Það er mikill sjónarsviptir að Hauki Viðari Jónssyni. Hann var maður stoltur sem bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg en var jafnframt gamansamur og hjartahlýr. í augum hans brá ávallt fyrir glettni og oft þurfti maður að taka á honum stóra sínum til þess að svara hárfínum athugasemdum sem ávallt voru í góðri meiningu en til þess fallnar að eyða lognmollu og hleypa lífi í samræðurnar. Vinnusemi var hon- um í blóð borin og fóru ekki fáar vinnustundir í að dytta að gömlum bílum sem drógust að honum eins og segulstáli. Við minnumst Hauks sem vinar sem við gjarnan hefðum viljað eyða meiri tíma með þó forlögin hafi hagað því öðruvísi. Minning hans mun ávallt fylgja okkur og við erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Aðstandendum hans færum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og ekki hvað síst al- nafna hans sem við vitum að verður nú að láta minninguna veita sér það skjól sem afi veitti áður. Ragnhildur og Pétur. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 35 MINNINGAR JÓN HÚNFJÖRÐ JÓNASSON + Jón Húnfjörð Jónasson fædd- ist 21. janúar 1914 á Sauðadalsá, V- Hún. Hann lést í Reykjavík 3. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Jónas Jónas- son, bóndi í Múla, f. 24.5. 1956, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 1.9. 1887, d. 1954. Jón átti þqú systk- ini, Guðmund, Fanneyju og Guð- rúnu. Jón giftist 25.12. 1937 Helgu Ágústsdóttur frá Urðar- baki, f. 2.3. 1917, þau eignuðust fimm börn, 4 eru á lífi: 1) Guð- rún Bára f. 1940, gift Magnúsi Einarssyni, eignuðust þau 5 böm, 4 eru á lffi og 9 bama- börn, 2) Marsí Dröfn, f. 1941, gift Sævari Sigurgeirs- soni, þau eiga 3 börn og 3 barna- börn, 3) Svandís, f. 1943, var gift Magn- úsi Magnússyni d. 1986, börn þeirra eru 2 og baraaböra- in 2. Seinni maður hennar er Leif Öst- erby. 4) Ástríður Helga, f. 1949, var gift Guðbrandi Ing- ólfssyni, þau eiga 3 dætur. Seinni mað- ur hennar er Svein Inge. Jón og Helga bjuggu á Hvamms- tanga til 1985 og fluttu þá til Reykjavíkur. Utför Jóns verður gerð í dag frá Háteigskirkju og hefst at- höfnin klukkan 15. í MÚLA í Línakradal, V-Húnavatns- sýslu, fæddust og uppólust tveir bræður á fyrstu tugum þessarar aldar. Báðum var það sameiginlegt að þeir breyttu samfélaginu, frá því að vera samgöngusnautt til þeirrar nýsköpunar sem það er í dag. Sá eldri þeirra, Guðmundur Jónasson, sem' látinn er fyrir nokkru, haslaði sér völl í Reykjavík, varð víðfrægur fjalla- og jöklabílstjóri, og svo var hann ratvís að ekki skeikaði um hársbreidd á ákvörðunarstað. Hinn bróðirinn, Jón Húnfjörð Jón- asson, fór aftur á móti ekki úr sinni sýslu fyrr en dagsverkinu var nær lokið. Jón bjó lengst ævinnar á Hvammstanga. Þar var hann víð- frægur um allar norðlenskar sýslur, sem dugandi og góður bflstjóri, allt- af mátti treysta hans úrræðum að komast leiðar sinnar. Jón var völundur í höndunum, hann gerði við alla sína bíla sjálfur, þótt flotinn væri stundum allstór, svo sem stór rútubíll, tveir tíhjóla- trukkar frár Sölunefndinni, stór vörubíll, oftast Benz, og einn til þrír minni bílar. Jón var eins góður eða betri en lærður bifvélavirki, enda lenti hann sjaldan eða aldrei í vandræðum með sína bíla. Jón stundaði vegavinnu, mjólkur- flutninga og ýmsa keyrslu fyrir bændur haust og vor. Eftir að bænd- ur, og reyndar fleiri, fóru að kynda hús sín með dísilolíu sá hann þeim fyrir eldsneyti í tveim til þrem sýsl- um, auk þess að vera með bensín- og olíutanka heima. Á vetrum þegar minna var að gera náði hann sér í gamla jeppa hjá bændum sem þeir voru hættir að nota. Þessa jeppa gerði Jón upp sem nýir væru og handbragðið var alltaf jafn fágað, enda lofaði verkið meistarann. Þegar Jón var í raun öllu hættur og sestur að í Grafarvogi í Reykja- vík, fór hann niður í Sölunefnd- vamarliðseigna og keypti þar gamla óökufæra bíla og gerði þá upp, þetta kunni hann og það stytti honum stundimar. Þegar fyrst var unnið að vegagerð fyrir bíla á Hotavörðu- heiði var Jón þar einn af bílstjórun- um með sinn eigin bíl. Tæknin var þá ekki komin lengra en' svo að handsturta þurfti af bílunum á tipp, þetta verk þótti erfítt. Verkamenn- imir sem á mokuðu dáðust að Jóni hversu vel hann bakkaði bílnum inn í grúsina, svo ekki munaði hárs- breidd, lét svo moka aftarlega á bílinn svo léttara væri að hand- sturta af. Hinir bílstjóramir komu allavega inn í grúsina, og stóðu þannig af sér að erfiðara var að handmoka á þeirra bíla. Haust eitt nokkm eftir seinni heimsstyijöldina keypti Jón sér nýj- an vörubíl, og í framhaldi af því tók hann að sér haust eitt að aka öllu kjöti fyrir sláturfélagið á Borðeyri suður daglega, því ekkert frystihús var þá til á Borðeyri. Þetta var ströng keyrsla enda vegimir ekki góðir. Hann sagði mér að það hefði staðið á endum að þegar keyrslunni á kjötinu lauk, var bíllinn búinn að borga sig niður. Eg heimsótti Jón á Landspítal- ann, hann var þá nokkuð hress utan þess að röddin var farin að bila vegna lyfjagjafar, hann varð næst- um að hvísla fram orðin, sjálfum sér iíkur með léttar frásagnir sem honum lágu svo léttilega á munni. Hefurðu heyrt af því þegar ég bjarg- aði álverinu, að það yrði byggt? Eg kvað nei við, og vissi reyndar ekki til þess að Jón hefði setið á þingi. Svo kom skýringin. Þannig stóð þetta af sér að tveir alþingismenn ásamt blaðakonu úr Reykjavík vom norðan heiðar en þurftu nauðsynlega að komast suður vegna atkvæða- greiðslu í þinginu um hvort hér ætti að reisa álver. Vitað var að Holta- vörðuheiði var illfær eða jafnvel ófær. Samt sem áður fær þetta fólk einhvem bíl til að flytja sig suður yfír heiði. Bíll þessi komst ekki nema að mæðiveikihliðinu, snéri þar við og komst við illan leik til baka niður að Grænumýrartungu. Það var þá sem blaðakonan, Elín Pálmadóttir, hringir í Jón Húnfjörð og spyr hvort hann geti með nokkm móti brotist suður yfír heiðina með þau þijú sem lá mikið á að komast suður. Jón kvaðst hafa þekkt Elínu all vel og vildi reyna sem hann gæti til að koma fólkinu suður yfír heið- ina. Hann tók út sinn tíhjólatmkk með keðjur á öllum hjólum, sem ávallt var tekinn þá mikið liggur við. Það er ekki að orðlengja það- að yfir heiðina komst Jón á tmkkn- um slysalaust. Þannig bjargaði Jón Húnfjörð ál- verinu. Það var mikill gleðidagur hjá bamaskólabörnunum á Blönduósi þann dag að vori þegar Jón Hún- fjörð á Hvammstanga kom á stóm rútunni sinni, til að fara með krakk- ana í skemmtiferð einn dag. Þeim fannst gaman að vera með Jóni, Hann var ræðinn og skemmtilegur og umgekkst börnin með virðingu, enda var Jón barngóður maður. Mikill undirbúningur var hjá mönn- unum að taka til nesti í ferðina. Það var þá sem einn ungur drengur kemur þar sem móðir hans er að útbúa nestið: Mamma láttu nestið hjá mér vera í meira lagi. Móðirin spyr af hveiju hann þurfi meira en hin börnin. Það er vegna þess mér þykir svo gaman að geta gefíð hon- um Jóni með mér. Sá sami, sem þessi orð mælti, stendur í dag við fótskör Jóns og deilir honum af nesti sínu. Ég sendi Helgu Ágústsdóttur og dætrunum fjórum ásamt fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðjur og óska þeim allrar blessunar. Sigurgeir Magnússon. Hann afi er dáinn, eftir stutta en snarpa baráttu. Ég hitti hann síðast fyrir 4 vikum, þá var hann nýbúinn að fá læknisúrskurðinn. Þó hann gæti sig varla hreyft fyrir kvölum lék hann á als oddi og hafði mestar áhyggjur af því að hann fengi ekki lifrarpylsu þetta haustið. Eftir 36 ára samleið streyma minningarnar fram. Snemma uppgötvaði ég að hann var enginn venjulegur afi. Það var honum mikið kappsmál að við systurnar lærðum að synda. Hann svindlaði okkur inn á sundnámskeið því við höfðum ekki aldur til. Svo lét hann okkur æfa köfun í vaska- fati þegar heim var komið. Einnig fylgdist hann vel með lestrinum og öðru okkar bamaskólanámi, stund- um fengum við verðlaun ef honum fannst við standa okkur vel. Hann átti það til að hjóla um götumar, sitjandi öfugt á stýrinu. Hann fékk Halla (eitt af bamabömunum) til að borða matinn sinn með því að lofa honum eltingarleik. Eftir mat- inn var svo hlaupið hring eftir hring kringum borðstofuborðið. Hann bölvaði stundum óskaplega. Eitt sinn kom ég í heimsókn með dóttur mína rúmlega tveggja ára gamla og hafði hún nýlega lært að bölva og gerði það óspart. Hafði hann lúmskt gaman af og spurði nokkram sinnum hvað hún væri að segja og endurtók hún þá alla ralluna. Hann sneri sér undan og glotti. Sjaldan minnist ég þess að hann hafí kallað mig réttu nafni, yfírleitt var það Svandís eða Dista, og vandist ég fljótt að svara þessu. Afi var mikill sóldýrkandi og voru hann og amma með þeim fyrstu sem fóra héðan til Kanaríeyja, og líkaði þeim mjög vel. Þau fóra þangað nánast árlega, síðast í fyrra þegar hann varð átt- ræður. Hans atvinna var akstur, keyrði hann olíubíl, vörabíl og rútu og saftiaði auk þess alls konar bíl- um. Átti hann yfirleitt milli 10 og 20 ökutæki. Þegar hann var rúm- lega 70 ára byggðu þau sér einbýlis- hús í Reykjavík og fluttu þangað. Þó hann hætti atvinnuakstri þá hélt hann áfram að gera upp bíla, aðal- lega eina sort, Chevroletta. Þessir bílar eru að verða eins konar ættar- einkenni, því margir afkomendur hans keyra nú um á svona bílum frá honum. Hann var lengi bakveik- ur og fannst honum skóhornin of stutt, svo hann tók sig til og smíð- aði löng skóhorn og útbýtti hvar sem hann kom. Þau era líka orðin ættar- einkenni. í u.þ.b. 30 ár hefur hann haft uppi á hillu hjá sér apa einn mjög hávaðasaman sem spilaði á trommur, alltaf þegar lítil börn komu í heimsókn var apinn settur í gang. Mátti ekki á milli sjá hver skemmti sér best. Þegar hann var u.þ.b. 75 ára keypti hann sér hjólhýsi og gerði víðreist með það. í sumar, þá 81 árs, var hann alvarlega að hugsa um að kaupa sér fellihýsi til að flakka með. Afí og amma eiga sum- arbústað í landi Urðarbaks. Mörgum sinnum á ári komu þau norður. í sumar, þá orðinn mjög þjáður, keyrði hann nokkrar ferðir norður og jafnvel suður aftur samdægurs, þó hann gæti varla gengið gat hann keyrt bíl. Það er erfítt að vita að hann kemur ekki aftur norður, en huggun er þó áð legan var ekki löng. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir allt. Kær kveðja til ömmu sem geng- ið hefur með honum gegnum súrt og sætt í tæp 60 ár, það hefur oft gustað af honum, þannig var hann. Hvíldu í friði, Svava. Kveðja frá langafabörnum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blúnd. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.