Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
MINIUINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BRAGI
SIG URJÓNSSON
+ Bragi Sigur-
jónsson, fyrrum
ráðherra, fæddist á
Einarsstöðum í
Reykdælahreppi í
Suður-Þingeyjar-
sýslu 9. nóvember
1910. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
29. október síðast-
liðinn á 85. aldurs-
ári. Foreldrar hans
voru Siguijón al-
þingismaður Frið-
jónsson og kona
hans, Kristín Jónsdóttir.
Hinn 20. september 1936
kvæntist Bragi eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Helgu Jónsdótt-
ur, f. 28.1. 1909, en fimm börn
þeirra eru á lífi og auk þeirra
átti Bragi tvo drengi.
Bragi lauk stúdentsprófi frá
MA 1935, að loknu kennara-
prófi og varð cand. phil. frá
HÍ 1936. Hann fékkst við
kennslu 1936-47, en varð þá
tryggingafulltrúi við sýslu-
mannsembætti Eyjafjarðar-
sýslu og bæjarfógetaembættið
á Akureyri til 1964. Hann
starfaði sem útibússtjóri Út-
vegsbanka íslands 1964-79.
Bragi sat lengi í
bæjarráði og bæj-
arsljórn og var for-
seti hennar
1956-70. Hann var
þingmaður 1967-71
og 1978-79. Hann
var í fjárveitinga-
nefnd og varð for-
esti efri deildar
1978 en sagði sig
frá því starfi vegna
ágreinings um
stefnu ríkisstjórn-
arinnar í efnahags-
málum. Hann var
iðnaðar- og landbúnaðarráð-
herra í ríkisstjórn Benedikts
Gröndals 1979-80.
Bragi gegndi fjölda trúnað-
arstarfa fyrir Alþýðuflokkinn
og var í nefndum og félaga-
samtökum. Hann sendi frá sér
margar ljóðabækur, þar á
meðal ljóðasöfnin Hver er
kominn út? (1947), Hraunkvísl-
ar (1951), og Undir Svörtuloft-
um (1954), safn smásagna og
þýðingar. Hann ritstýrði tíma-
ritinu Stíganda og Vikublaði
alþýðumannsins.
Útför Braga fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
VINÁTTA okkar Braga Siguijóns-
sonar stóð á gömlum grunni. Feður
okkar voru góðir vinir. Sigutjón
Friðjónsson, bóndi og skáld, heim-
sótti aldrei Reykjavík svo, að hann
kæmi ekki á heimili foreldra
minna. Mér er í barnsminni, að ég
hændist að þessum ljúfa og hlýja
manni, sem ávallt gaf sér tíma til
þess að klappa á kollinn á litlum
dreng og segja við hann eitthvað,
sem hann tók eftir og fannst fal-
legt. Guðmundur bróðir hans Frið-
jónsson var einnig tíður gestur á
heimilinu. Þegar ég fullorðnaðist,
varð mér ljóst, að hann var eitt
af helztu skáldum þjóðarinnar. En
í augum barnsins stafaði meiri
ljómi af Siguijóni Friðjónssyni.
Við Bragi Siguijónsson kynnt-
umst ekki að ráði fyrr en hann tók
að sækja flokksþing Alþýðuflokks-
ins, eftir að ég var kominn í mið-
stjórn hans. Gömul fjölskyldu-
tengsl ollu þá því, að hann gisti
oft hjá okkur hjónum. Þegar ég
- síðar átti erindi til Akureyrar til
fundahalda, gisti ég oft hjá Helgu
og Braga. Á þeim kvöldstundum,
sem gefast við slíkar aðstæður,
kynntist ég Braga Siguijónssyni
náið. Við ræddum ekki fyrst og
fremst um stjórnmál. Um þau vor-
um við svo sammála, að þar var
ekki ástæða til þess að skiptast á
skoðunum. En við ræddum um
mannlífið, skáldskap, listir, hvað
væri eftirsóknarvert og hvað bæri
að forðast. Sú skoðun var ríkjandi
á Braga Sigurjónssyni, að hann
væri skapmikill, viljafastur og fylg-
inn sér, enda allt þetta einkenni
stórrar og merkrar ættar hans.
„Og vissulega var hann maður, sem
ávallt kvað að, þar sem hann kom
að málum. En ég þóttist komast
að raun um, að bak við styrkinn,
sem sumum gat virzt stífni, bjó
milt hjarta viðkvæms manns,
skálds, sem skildi þau gildi góðs
mannlífs, sem eru æðri öllu verald-
arvafstri. Ég held, að hann hafi
heillazt enn meir af fegurð en rétt-
læti.
Bragi Siguijónsson varð fyrst
þjóðkunnur af stjórnmálaafskipt-
um sínum. Á því sviði skildi hann
^eftir sig merk spor. En hann var
jafnframt fræðimaður, þótt ekki
væri hann háskólagenginn. Mikið
ritsafn hans um Göngur og réttir
ber vitni vönduðum vinnubrögðum.
En í mínum augum var hann fyrst
og fremst skáld. í ljóðum hans
birtist sá Bragi Siguijónsson, sem
ég kynntist bezt á hljóðum kvöld-
stundum, ljúfmenni, sem skildi
vanda þess að vera maður og vildi
aðstoða aðra við að valda honum.
Um Braga Siguijónsson á það
við, sem Hóras, höfuðskáld Róm-
verja, segir svo í upphafi kvæðis
síns Minnisvarði, og Helgi Hálf-
danarson hefur þýtt svo:
Háan varða ég hlóð
haidbetri en mynd úr leir.
Gylfi Þ. Gíslason.
Bragi Siguijónsson, skáld og
stjórnmálamaður, er látinn á 85ta
aldursári. Með honum er fallinn í
valinn einn helsti forystumaður
okkar jafnaðarmanna á Norður-
landi um fjögurra áratuga’ skeið.
Fyrir hönd okkar íslenskra jafnað-
armanna vil ég á þessari kveðju-
stund bera fram einlægar þakkir
okkar fyrir mikið og óeigingjarnt
starf Braga í þágu Alþýðuflokksins
og jafnaðarstefnunnar í hartnær
hálfa öld.
Braga Siguijónssyni kippti mjög
í kyn þeirra föðurfrænda sinna,
sem kenndir hafa verið við Sand
í Aðaldal, og gert hafa garð þin-
geyskrar skáld- og bókmennta-
erfðar frægan. Faðir hans, Sigur-
jón og föðurbróðir, Guðmundur
Friðjónssynir frá Sandi voru báðir
þjóðkunnir menn á sinni tíð fyrir
skáldskap og málafylgju. Það hef-
ur verið ættarfylgja þeirra frænda
mann fram af manni, þótt leiðir
hafi á stundum skilið milli þeirra
um pólitíska sannfæringu og mál-
flutning.
Ég átti ekki því láni að fagna
að kynnast Braga persónulega
neitt að ráði. Hann hafði að mestu
dregið sig í hlé frá pólitísku amstri
um það leyti sem ég fór að láta
til mín taka innan Alþýðuflokks-
ins. Hins vegar fylgdist ég snemma
með honum úr fjarlægð því að
Hannibal föður mínum og Braga
var vel til vina, þótt starfsvett-
vangur þeirra væri lengst af sinn
á hvoru landshorninu.
Bragi ritstýrði Alþýðumannin-
um, málgagni norðlenskra jafn-
aðarmanna, í 17 ár og af miklum
myndarskap. Það blað kom að
sjálfsögðu á heimili ritstjóra Skut-
uls. Mér varð því snemma ljóst að
Bragi var einbeittur og rökfastur
málafylgjumaður. Hann var kjarn-
yrtur og skrifaði knappan stíl og
vafningalausan.
Þegar maður hugleiðir ævistarf
Braga Sigutjónssonar getur maður
ekki annað en undrast, hversu
miklu hann afkastaði og hversu
áhugamálin voru fjölbreytt. Fyrir
utan dagleg störf sem kennari,
tryggingafulltrúi við sýslumanns-
embættið og síðar bankastjóri Út-
vegsbankans á Akureyri, sat hann
í bæjarstjóm Akureyrar í 16 ár
og óteljandi opinberum nefndum.
Eins og þetta væri ekki nóg nýtti
hann kvöldin og helgarnar til að
ritstýra tímariti um þjóðlegan fróð-
leik (Stíganda) í 6 ár og ritstýrði
Alþýðumanninum í 17 ár.
Hvaða maður sem er hefði mátt
þykja fullsæmdur af þessu dags-
verki, þótt ekki hefði annað bæst
við. Én það var aðalsmerki Braga
að hann lét þetta annríki við
skyldustörf og áhugamál aldrei
aftra sér frá því að rækta skáld-
eðli sitt og ástríðu til fræðistarfa.
Um það bera vitni þær fjölmörgu
bækur sem komið hafa út frá hans
hendi - ljóðabækur, frumsamdar
og þýddar, smásögur, rit um þjóð-
legan fróðleik, þýðingar o. fl. Ollu
þessu kom hann í verk ásamt því
að vera málsvari og frambjóðandi
Alþýðuflokksins í fjölmörgum
kosningum til Alþingis og að sitja
á þingi, ýmist sem aðal- eða vara-
maður í um það bil 12 ár.
Bragi lauk þingferli sínum sem
forseti efri deildar Alþingis árið
1978 og sem iðnaðar- og landbún-
aðarráðherra í ríkisstjórn Bene-
dikts Gröndals 1979-80. Það er
miður að þingflokkur Alþýðu-
flokksins naut ekki starfskrafta
Braga lengur en raun varð á. Það
er t.d. full ástæða til að ætla að
reynt hefði verið af fullri alvöru
að leiða íslenska bændur út úr
ógöngum þess ríkisforsjárkerfis,
sem fyrir löngu hefur lokað þá af
í blindgötu, ef Braga hefði notið
lengur við í húsbóndasætinu í land-
búnaðarráðuneytinu. Það hefði
áreiðanlega verið hinum þingeyska
bóndasyni metnaðarmál auk þess
sem hann hefði haft til þess alla
burði og góðra manna ráð.
Það lýsir vel andlegu þreki
Braga og elju allt til hinstu stund-
ar að á afmælisdegi hans, 9. nóv-
ember nk., þegar hann hefði orðið
85 ára, koma út eftir hann tvær
ljóðabækur: Önnur frumsamin ljóð
„Misvæg orð“ og hin ljóðaþýðingar
„Af erlendum tungum 11“. Það er
ekki mörgum gefið að vinna þvílíkt
þrekvirki, hátt á níræðisaldri. En
þannig var Bragi Siguijónsson:
Hann fékk í vöggugjöf góðar gáfur
og sterka ættarfylgju; og hann
nýtti gáfurnar til góðra verka og
ávaxtaði því vel sitt pund, sam-
kvæmt lögmáli guðs og manna.
Fyrir hönd Alþýðuflokksins og
okkar íslenskra jafnaðarmanna vil
ég að leiðarlokum þakka Braga
Siguijónssyni störf hans í þágu
góðs málstaðar um leið og ég flyt
eftirlifandi konu hans, Helgu Jóns-
dóttur, börnum þeirra og afkom-
endum öllum, vinum og vanda-
mönnum, samúðarkveðjur.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Bragi Siguijónsson kvaddi eins
og hann hefði viljað; að vera úti í
náttúrunni, kannski ekki eins
kaldri og þennan dag í garðinum
„heima í Bjarkarstíg", en þó innan
um björk og furu og fugla sem
flugu til himins yfir toppa tijánna
sem hann sáði til á sínum tíma og
eru farin að skyggja á sólina áður
en hún sígur til viðar á sumardegi
- hvað þá að vetri.
Bragi hafði hægt um sig allra
síðustu árin og hugsaði fyrst og
fremst um Helgu konu sína sem
langur vinnudagur hefur lagt á lík-
amleg höft en hugurinn er samur
og fijór eins og bónda hennar, sem
gefur okkur genginn það sem hann
unni helst að yrkja - ljóð:
Veistu, fagra blóm?
Kannske er okkur ætlað næstan vetur
að eiga hinstan, bæði þér og mér,
og ekki dreymir mig til annars sumars,
ef engin von er til að mæta þér. *
Er þá kannski andinn eilífur;
eins og minning um góðan mann
og vin?
(* Lokaerindi síðasta Ijóðs í bók
Braga Siguijónssonar, Misvæg
orð, sem kemur út í dag.)
Björn Þ. Guðmundsson.
Kveðja frá samstúdentum
úr MA 1935
Allt er í heiminum hverfult. Við
fæðumst til að vaxa og þroskast,
til að læra, vinna og eignast niðja
og til að skila nokkru verkefni í
lífsins ólgusjó. Hvernig til tekst fer
eftir atvikum. En einhvern daginn
eða nóttina, eftir mismörg ár, kem-
ur kveðjustundin hjá hveijum og
einum. Dauðinn knýr dyra óumflýj-
anlega, silfurþráðurinn slitnar og
moldin hverfur aftur til jarðarinnar
en andinn til guðs, sem gaf hann.
Vorið 935 í björtu en fremur
svölu veðri voru útskrifaðir 22
stúdentar frá MA. Vissum áfanga
var náð. Ný viðfangsefni blöstu
við. Vinna. Frekara nám. Margs
konar störf. Enginn veit sína ævina
fyrr en öll er.
Þetta var viðhlítandi hópur. Ein
kona þar á meðal. Þessi bekksögn
þótti ekkert stórmerkileg en gat
sér fremur gott orð. Barst ekki
mikið á. Var samhent. Stóð fyrir
sínu. Félagslynd og skyldurækin.
Hver og einn stefndi að því að
gera sitt besta. Hafði hug á að
verða nýtur þjóðfélagsþegn og
ávaxta sitt pund eftir getu.
Þau voru þakklát sínum skóla
fyrir gott veganesti, er þeim þar
var gefið. Virtu stjórn hans og
kennara og þeirra ágætu störf.
Voru engir byltingarsinnar en vildu
gjarnan láta gott af sér leiða, en
auðvitað gekk það allt upp og ofan.
En í heild hefur sæmilega til tek-
ist. Öll unnu þau nokkuð drottins
veröld til þarfa og skólinn þurfti
ekki að bera neinn kinnroða vegna
starfa þeirra né starfshátta. Sumir
úr þessum hópi áttu eftir að kom-
ast í fremstu víglínu í meginþáttum
hins íslenska stjórnkerfis svo að
eitthvað sé nefnt.
Elsti maður bekkjarins var Bragi
Siguijónsson. Hann var gjörvilegur
að vallarsýn, vel að manni og
glímumaður hinn besti. Hann var
traustvekjandi í framkomu og hátt-
um. Lét ekki mikið yfir sér. Var
sjálfstæður í ákvörðunartöku og
fylgdi sinni sannfæringu af ein-
beitni hver sem í hlut átti. Hann
naut virðingar bekkjarins.
Áður en hann hóf nám í MA
hafði hann lokið kennaraskólaprófi.
Vegferð hans varð hin athyglis-
verðasta. Hann var mikill starfs-
maður og kom víða við. Vann að
kennslu og tryggingamálum. Var
bankastjóri. Sat í bæjarstjórn
Akureyrar fyrir Alþýðuflokkinn og
átti sæti á Álþingi og var ráðherra
um skeið. Gat sér í hvívetna hið
besta orð. Batt þó ekki alltaf sína
bagga sömu hnútum og samferða-
menn.
Þá var hann og skáld gott svo
sem hann átti ætt til. Gaf út nokkr-
ar ljóðabækur og fleiri rit athyglis-
verð. Hann tryggði þannig nafn
síns bekkjar á sviði bókmennta og
á sérstakar þakkir skilið fyrir það.
Þá er allstór hluti bekkjarins
mætti við uppsögn MA 1985 í til-
efni af 50 ára stúdentsafmæli sínu
var Braga falið að hafa orð fyrir
hópnum. Hann gerði það með prýði
og reisn og lagði út af 141. erindi
Hávamála. En þar segir:
Þá nam ek frævask
^ ok fróðr vera
ok vaxa ok vel bafask:
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki
verks leitaði.
Ekki skorti Braga orð til skýr-
ingar og glöggvunar á því hvað
vakað hefði fyrir höfundi spak-
mæla þessara.
Á 60 ára afmæli hópsins nú í
vor fór hann með sama hlutverk.
Var enn sem fyrr á heimaslóðum
og elstur í hópnum. Honum mælt-
ist þá hið besta og var ræðan með
nokkrum gamantón. Ekki vakti það
grun um að leiðarlok væru svo
skammt undan. Ekki er allt sem
sýnist. En eitt sinn skal hver deyja.
Bragi var mjög íhugull maður.
Hann velti fyrir sér eðli lífsins.
Gildi þess og gildisleysi. Gleði góðra
stunda og örvæntingu einsemdar-
innar. Hann leit svo til, að þrátt
fyrir allt og allt væri vakað og
fylgst með ferli okkar mannanna,
þeim til trausts og halds.
Hann lýkur merku kvæði, sem
ber nafnið „Ágústdagar", þannig:
Ég lifi enn við ljúfa ágústdaga
og læt mig ekki hræða efstu nótt,
en nýt hvers geisla og gróðurilms úr haga
og golunnar, sem hvíslar milt og hljótt:
Fávíst, einsamt fórubam á vegi,
fylgst er með þér, þótt þú vitir eigi,
þínum morpi, þínum degi,
þínu kveldi - og nótt.
í þessum orðum felast góðar
ábendingar og huggun í einsemd.
Þeir voru 22 stúdentarnir, er
útskrifuðust frá MA 1935. Nú hafa
16 lokið sinni göngu. Enn blakta
sex ljós á skari um sinn. Hvenær
þar verða breytingar á er mönnum
hulið. Tímasetning hefur enn ekki
verið birt. Við sjáum hveiju fram
vindur.
Dagar Braga eru allir. Á þeirri
kveðjustund, er slíku fylgir, færum
við honum, gömlu samstúdentarnir
héðan og handan, þakkir fyrir
kynnin, störfin mörgu og vel af
hendi leyst svo og ljóðin og bæk-
urnar. Að honum er mikill sjónar-
sviptir.
.Hér er merkur, traustur, svip-
mikill og góður drengur kvaddur,
sem lengi lifir í minningu þeirra,
sem honum kynntust.
Hann hvarf á vit hins ókunna á
síðustu dögum haustsins. Bleikur
hans beið við túngarðinn reiðubú-
inn til ferðar. Síðasta erindið úr
kvæði eftir Ólaf Jóhann Sigurðs-
son, er ber heitið, „Maður kveður
að haustlagi," kemur ósjálfrátt í
hugann:
Loks þegar hlíð fær hrim á kinn
hneggjar þú til mín, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held
beint inn í sólarlagsins eld.
Við óskum Braga Siguijónssyni
fararheilla inn í sólarlagseldinn-og
farsældar á sviðum nýrrar tilveru.
Eftirlifandi eiginkonu og niðjum
vottum við samúð okkar.
Einn af stúdentum úr MA
1935, Eiríkur Pálsson
frá Olduhrygg.
Nú er nafni minn og afi látinn.
Ætíð ber dauðann óvænt að, jafn-
vel þótt farið sé að hausta í lífi
manns. En svo þegar hann kveður
dyra skilur hann eftir tóm, tilfinn-
ingu sem orð fá ekki lýst. Samt
setjast menn niður og festa á blað
nokkur orð til að lýsa missinum og
votta hinum látna virðingu sina.
Er þeim þá oft vandi á höndum
því minning um látinn mann er svo
margbreytileg og það er svo mis-
jafnt hvað mönnum finnst virðing-
arvert. Mér er nú svo farið þegar
ég skrifa þessa kveðju.
í Snorra-Eddu segir svo: „Bragi
heitir einn. Hann er ágætr at speki
ok mest at málsnilld ok orðfimi."
Ég gæti ekki hugsað mér betri lýs-
ingu á afa Braga. Fróðari mann
um landið og fólkið sem byggir það
þekkti ég ekki og fjöldi ljóðabóka
og annarra ritverka sem liggur eft-
ir hann ber vott um orðsnilli hans.
Iðjusemi fannst mér eitt helsta
einkenni afa. Hann var alltaf eitt-
hvað að sýsla jafnvel þótt kominn
væri á níræðisaldur. Engu að síður
gaf hann sér ávallt tíma til að
spjalla um allt milli himins og jarð-
ar. Hafði hann sérstakan áhuga á
því hvað við barnabömin vorum
að fást við og þó sum okkar fyrir
sunnan ræktuðum ekki sambandið
við afa og ömmu í Bjarkarstíg sem
skyldi, fylgdist hann eins og amma
grannt með högum okkar, hvatti
okkur, studdi við bakið á okkur
þegar á móti blés og samgladdist
okkur þegar vel gekk.
Það er sárt að horfa eftir slíkum
bandamanni í lífsbaráttunni en
minning um góðan afa lifir.
Bragi Björnsson.