Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 37

Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 37
MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 37' MORGUNBLAÐIÐ I ) I I í ) I > J « j 1 I ] j I i ; I I f BIRNA BJÖRNSDÓTTIR + Birna Björns- dóttir fæddist 27. jan. 1936 á heim- ili foreldra sinna á Grund í Ólafsvík. Hún lést 1. nóvem- ber síðastliðinn á heimili sínu að Logafold 53 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Björn Jónsson, sjó- maður í Ólafsvík, og Kristín Bjarnadóttir kona hans. Björn og Kristín eignuðust átta börn. Þau voru, auk Birnu: Bjarndís Inga, sem lést á barnsaldri, Fríða Jenný húsmóðir, dáin 1965, Bára hjúkrunarkona, dáin 1985. Þau sem eru á lífi eru: Jón, fv. starfsm. Vegagerðar ríkisins, Ólafsvík, Þorgils starfs. Vega- gerðar ríkisins, Ólafsvík, Helgi verktaki í Garðabæ og Sigríður húsmóðir í Reykjavík. Björn á Grund lést 1937 aðeins 47 ára og Kristín kona hans 21. marz 1979. Birna stundaði nám í hús- mæðraskólanum Ósk á ísafirði 1956-1957. Hinn 29. ágúst 1958 giftist Birna Maris G. Marissyni sjómanni frá Bol- ' ungarvík. Þau komu sér upp heimili að Vallholti 4 í Ólafs- vík. Þau eignuðust sex böm, öll fædd í Ólafsvík. Þau eru: Ásdís, f. 14/6 1958, maki Kristinn Valur Kristófersson, börn þeirra Birna og Sara, heimili í Reykjavík, Kristín Björk, f. 30/7 1962, maki Sigurður Valdimar Sigurðs- son, böra Lea Hrund, Sif, Magnús Darri og Gils Þorri, heimili á Hellissandi, Ómar, f. 21/2 1964, maki Ingi- björg Steinþórsdóttir, börn Jó- hann Ottar, Rakel, heimili í Ól- afsvík, Maris Gústaf, f. 15/11 1967, sambýliskona Auður Arn- arsdóttir, börn Arnar Levy, Kristín Birna, Ellert Arnar, heimili í Reykjavík, Nína Sif, f. 22/8 1971, er í heimahúsum, Gerður, f. 12/9 1978, er í heima- húsum. Bálför Birnu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. BIRNA var yngst systkinanna á Grund. Hún varð strax sólargeisl- inn á Grundarheimilinu. Þegar Björn faðir hennar lést var hún rúmlega ársgömul. Harmur heimil- isins var mikill og sár en litla fal- lega dóttirin, sem ekki skildi þá hvað gerðist, sefaði sorgina og var strax'^í aðalhlutverki hjá móður sinni og systkinahópnum. Þannig var Birna á Grund. Hún átti alla ævi eiginleika ljúfmennsku og hæversku sem gerði það að verkum að öllum sem hún um- gekkst þótti vænti um hana og vildu eiga hana að vini. Sem unglingur átti ég því lána að fagna að vera heimagangur á Grund, við vorum systkinabörn. Meðan Björn heitinn lifði voru kvöldvökur hans á Grund mikil- vægur þekkingarbrunnur fyrir börn hans og frændsystkini. Þetta hjálpaði Kristínu og bömum þeirra að standa þétt saman og sigrast á sorgum við ótímabært fráfall hans. Baráttusaga Kristínar á Grund með börnum sínum verður ekki rakin hér. Sagan um hvernig Krist- ín á Grund sigraði alla erfiðleika er hetjudáð sem vert væri að festa á blað, saga sem greinir frá lífsbar- áttu og hetjudáð og styrkri trú á hið góða í lífinu. Hún ól börn sín þannig upp að þau voru órofa heild og tóku höndum saman með móður sinni með það markmið að sigra alla erfiðleika. Við þessar aðstæður mótaðist fallega stúlkan Birna á Grund, hún öðlaðist þrek og já- kvætt viðhorf til lífsins. Birna var strax í æsku með mikla hæfileika fyrir alla hand- mennt og eftir nám í húsmæðra- skólanum Ósk á ísafirði 1956-57 var hún vel mótuð á þessu sviði. Lífsförunautur hennar var þá kom- inn í spilið. Hann var ungur dug- mikill sjómaður frá Bolungarvík, Maris Gilsfjörð Marisson. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband í Ólafsvík 29. ágúst 1958. Þau byggðu sér heimili að Vallholti 4 í Olafsvík. Þar komu hæfileikar Birnu í ljós. Heimili þeirra var ávallt fallegt og smek- kvísi Birnu naut sín vel. Börnin fæddust hvert af öðru, allt hæfi- leikafólk. Maris gerðist umsvifa- mikill. Hann tók að sér umboð fyrir Olíuverslun íslands í Ólafsvík og nágrenni með tilheyrandi versl- un sem hann starfrækti í 23 ár. Aðalvettvangur Birnu var heimilið og uppeldi barnanna, sem var til fyrirmyndar á flestum sviðum. Maris dáði eiginkonu sína og vildi veita henni sem mest af lífs- ins gæðum. Þau gengu í ferða- klúbbinn „Eddu“ 1981. Tilgangur klúbbsins var ferðalög um heims- byggðina. Birna og Maris voru virkir þátttakendur og sérlega vin- sælir ferðafélagar. Það hefi ég eft- ir félögum þeirra sem búsettir eru víðs vegar um landið. Ein síðasta ferðin sem þau tóku þátt í var heimsferð, þar sem meðal annars var farið til Ástralíu. Þau nutu þessara ferða og juku þær enn á hamingju þeirra og samhug. í Ólafsvík byggðu þau upp Gisti- heimili við Ölafsbraut sem þau starfræktu í eitt ár. Á þessu tíma- bili blasir hamingjan við þeim, börn þeirra eru flest að verða fullorðin og eru að móta framtíð sína og barnabörnin koma tiI.Þau sjá fram á notalega framtíð. í ágúst 1990 flytjast þau alfarin frá Olafsvík til Reykjavíkur þar sem þau koma sér upp fallegu heimili. Þau keyptu matvöruverzlun í Reykjavík að Bræðraborgarstíg 1 sem Maris rekur undir sínu nafni. í október 1990 dregur ský fyrir sólu, Birna veikist og greinist með krabbamein. Þetta var mikið áfall. Þarna komu samhugur og mann- kostir Birnu og Maris í ljós. Þau stóðu fast saman, æðruleysi og sterkur vilji auðkenndi þau bæði í baráttunni við þennan illvíga sjúk- dóm. Ákvörðun Birnu að gefast ekki upp, fá að dveljast á heimili sínu milli aðgerða, sýnir best þol- gæði hennar og sterka skapgerð. Styrkur Maris og bamanna hlýtur að vekja aðdáun, hversu vel þau stóðu sig í þessari löngu baráttu. Maris var ávallt við hlið Bimu, vakti yfir henni og gerði allt sem í mann- legu valdi stóð til að létta þjáningar hennar. Bima frá Grund er horfin yfir móðuna miklu. Við sem eftir stönd- um erum ráðþrota og harmi þrungin. Ég vil þakka Birnu samfylgdina gegnum lífið. Hún hafði djúp áhrif með ljúfmennsku sinni, hæversku og jákvæðu viðhorfí til manna og málefna. Við Björg og fjölskylda okkar kveðjum Birnu með virðingu og þökk og biðjum góðan Guð að styrkja Maris og börnin öll í sorg þeirra. Minningin um Birnu frá Grund mun lifa. Alexander Stefánsson. Sú fregn barst mér til eyrna miðvikudaginn 1. nóvember sl. að æskuvinkona mín og frænka, Birna Björnsdóttir, væri látin. Fregn þessi kom ekki algjörlega á óvart vegna langvarandi veikinda- baráttu hennar, en samt er það svo að slíkar fréttir eru alltaf jafti sárar. Svo lengi sem ég man eftir.mér höfum við þekkst og verið bundnar vináttuböndum, en mikill og góður samgangur var jafnan á milli heim- ila okkar. í litla bænum á Grund, þar sem Bima bjó, átti unga fólkið í Ólafs- vík ætíð athvarf og í mínum huga var þar mikið menningarheimili. í minningunni ríkir sérstakur ljómi yfir þessu heimili og hefur það e.t.v. sitt að segja að við vorum yngstar í þessum stóra hópi, sem þarna kom saman. Llfið hélt áfram og vinskapur okkar spannst áfram ein's og óslit- inn silfurþráður á árum skóla- göngu og heimilisstofnunar og er margs að minnast frá glöðum stundum æskuáranna. Birna var sterkur persónuleiki, söngelsk og listræn á mörgum sviðum. Hún bjó fjölskyldu sinni fagurt heimili sem ætíð var gott að koma á. Óteljandi minningar koma upp í hugann sem ekki er hægt að koma á framfæri I þessum fátæklegu kveðjuorðum. Elsku Gils, ég og fjölskylda mín biðum góðan Guð að styðja þig og fjölskyldu ykkar I sorg ykkar. Ég vil gera erindi Margrétar Jónsdóttur að lokaorðum mínum, en* það segir meira en mörg orð um vináttu okkar og hljóðar svo: Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt I minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann I þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. Kristín Sigurðardóttir og fjölskylda, Ólafsvík. Amma okkar, Bima Bjömsdóttir, er látin og langar okkur að minnast hennar og segja nokkur falleg orð um hana yndislegu ömmu okkar. Hún hafði alltaf svo fallegt bros og ótakmarkaða þolinmæði, var alltaf svo blíð og góð við alla. Hún var alltaf svo jákvæð og alveg ynd- islega skemmtileg. Við þökkum fyrir öll þessi yndislega góðu ár sem við fengum að njóta með henni og allar góðu minningarnar sem við munum ávallt geyma I hjörtum okkar. Langar okkur að skrifa ljóð sem langamma okkar á Grund gerði og kenndi amma Bima okkur það: Heilög drottins höndin blíð hún þig leiði alla tið. Að þér gæti sérhvert sinn sanni vinurinn, Jesú minn. Elsku amma, minning þín mun ávallt lifa I hjörtum okkar, megi Guð vera með þér. Þínar ömmudætur, Lea Hrund, Sif og Birna. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þein'a mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Elskuleg föðursystir min, Bima Björnsdóttir, er látin. Það er mikil og þung sorg þegar ástvinir okkar kveðja þetta líf, I blóma lífsins, okkur setur hljóð, jafnvel þótt fráfallið komi okkur ekki á óvart, jafnvel þótt við vitum að hvíldin hafí verið kærkomin eftir langa og stranga göngu. Birna frænka var yngst átta systkina, dóttir Kristínar Bjarna- dóttur og Björns Jónssonár frá Grund I Ólafsvík. Hún kynntist föður sínum ekkert þar sem hann lést þegar hún var kornung, en móður sinni, henni ömmu á Gmnd, var hún sannkölluð stoð og stytta allt þar til amma lést árið 1979. Birna og amma eru I minningunni eitthvað sem var óijúfanlegt því þær vora I daglegu sambandi svo lengi sem ég man. Samband þeirra Bimu og Lilla frænda var líka ein- stakt, byggt á virðingu, væntum- þykju og umhyggju. Sama má segja um samband Birnu og hinna systkina hennar, mikið og gott samband var ætíð á milli þeirra allra. Birna giftist sínum góða manni, Marísi M. Gilsfjörð, 29.8. 1958 og ■það sama ár_ eignuðust þau sitt fyrsta bam, Ásdísi. Gils og Birna byggðu sér hús hér I Ólafsvík og bar heimili þeirra vott um góða smekkvísi, notalegheit og hlýleika. Birna var mikil hannyrðakona og léku pijónar og nálar af öllum gerðum I höndum hennar. Hún var sannkölluð listakona I fatasaumi og ekki þurfti hún endilega að hafa snið við höndina þegar saum- uð var flík, hún bjó þau til jafnóð- um, og útkoman varð alltaf glæsi- leg. Naut ég leiðsagnar hennar I fatasaumi og gaf hún mér oft góð ráð I þeim efnum sem öðrum og hvatti mig oft til dáða I því sem ég hafði fyrir stafni. Birna og Gils bjuggu hér í Ólafs- vík allt þar til fyrir fímm árum er þau fluttu til Reykjavíkur. Það var mikil eftirsjá að þeim úr byggðar- laginu. En hér jafnt sem I Reykja- vík var gott og gaman að heim- sækja þau. Gils og Birna voru sérstaklega samrýnd og miklir vinir. Er því sorgin mikil þegar góður lífsföra- nautur er kvaddur. Böm þeirra hjóna, Ásdís, Kristín Björk, Omar, Marís Gústaf, Nína Sif og Gerður sjá nú á eftir góðri móður og vini sem tók fullan þátt I daglegu lífí þeirra og fjölskyldna þeirra. Harm- ur þeirra allra er meiri en svo að því verði með orðum lýst. Það er erfitt að trúa því að Bima sé dáin, það er einhvem veginn svo fjar- lægt, eins og það falli ekki alveg að raunveraleikanum. Hún var svo full af lífsgleði, hlýju og þreki. Hún hafði ávallt nóg að gera og hugsa um, var ekki að trana sér eða sínu fram en þó ákveðin. Hún var góða frænkan, segja börnin min, ein- stök, góð og falleg. Birna var vina- föst og vinavönd og var virt og dáð af vinum sínum fyrir gott hjartalag og ljúfmennsku. Hún var heilsteyptur persónuleiki og hallaði aldrei á nokkum mann. Nærvera slíkrar sálar hlýtur að vera öllum eftirsóknarverð. Tregi og sorg læsast um hugann þegar minningarnar streyma fram og þá sjáum við skýrar en áður samskiptamynstrið eins og það var hjá fjölskyldum okkar. Efst I huga mér era öll jóla- og afmælisboðin sem farið var I á Vallholtið. Jóla- boðin skipuðu stóran sess I lífi okkar krakkanna. Það var sérstak- lega góð tilfmning sem gagntók mig sem bam þegar farið var af stað I jólaboð til Birnu og Gils. Marrið I snjónum þegar lagt var á brattann upp Grandarbrautina, ljósadýrð jólanna í litla þorpinu okkar, jólailmurinn sem tók á móti okkur á Vallholtinu og fagurlega skreytt heimili Birnu er eitthvað sem gleymist aldrei. Hápunktur þessarar stundar var svo maturinn hjá Birnu, heimatilbúna fromage- ið hennar, svínakjötið með hörðu puranni, tertur og smákökur eins og hver gat I sig látið, leikir fram eftir nóttu og að endingu var geng- ið I kringum jólatréð og Heims um ból sungið. Afmælisboðin voru ekki síðri hjá Bimu. Þar vora heilu leikþættirnir settir á svið, föt dregin út úr fata- skápum og allir drifnir í eitthvert hlutverk og aldrei þreyttist Birna. Birna frænka mun alltaf verða mér minnisstæð vegna gæsku sinnar og mannkosta. Áreiðanleiki, skyldurækni og samviskusemi vora henni I blóð borin og kom það glögglega fram í fjölskyldurækni hennar. í nokkurn tíma hefur fylgt Birnu eins og skugginn sjúkdómur sem hún háði hetjulega baráttu við. Hún missti aldrei vonina, var lífs- glöð og lífskraftur hennar var mik- ill. Hún var einstök. Elsku Gils, Ásdís, Kristín Björk, Ómar, Marís, Nína, Gerður og aðr- ir aðstandendur. FJölskylda mín biður góðan Guð að styrkja ykkur I sorg ykkar. Guð blessi minningu Birnu frænku. Sigurlaug Jónsdóttir. Hún Birna hans Gils er dáin, þessi blíða og góða kona. Mig langar til að kveðja þig. Þú barst ekki mikið á, varst heima og hélst utan um stóra hópinn þinn, alltaf til staðar til að bjarga málunum. Ég man þegar við Ásdís og stelp- urnar vorum að fara á ball og Ásdísi vantaði pils fyrir'kvöldið, þú varst ekki lengi að bjarga því, settist niður og saumaðir pilsið. Seinna þegar ég var farin að búa og sjálf orðin móðir urðum við nágrannar. Gott þótti mér að geta ‘ labbað yfir til þín I kaffisopa og notið þíns hlýja viðmóts. Þótt rúm- lega tuttugu ára aldursmunur væri á okkur, fann ég ekki fyrir því. Þetta vil ég þakka, því það er dýrmætt að eiga góða ná- granna. Það finnur maður best þegar þeir eru farnir. Nú þegar baráttu þinni fyrir lífinu er lokið og þú hefur fengið hvíld, er sorg- in og söknuðurinn mikill hjá fjöl- skyldu þinni. Maris og börnunum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Svanfríður Þórðardóttir. (Ólöf Sigurðard.) BOÐSKORT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.