Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Salmonella greinist í sviðahausum Sviðum frá Höfn-Þrí- hyrningi hent SALMONELLA hefur greinst í sviðum frá Höfn-Þríhyrningi hf. á Selfossi og hefur fyrirtækið ákveð- ið að farga öllum sviðum sem það á frá síðustu sláturtíð. Salmonellan fannst eftir að einn maður veiktist eftir að hafa borðað svið frá fyrir- tækinu. Rannsókn stendur enn yfir á orsökum salmonellusýkingar sem köm upp í eldhúsi þjónustumið- stöðvarinnar á Dalbraut í Reykja- vík, en grunur beinist einnig að sviðum sem keypt voru frá öðru sláturhúsi. Rannsókn á sviðum frá Höfn- Þríhymingi hf. hófst eftir að maður veiktist svo hastarlega að leggja varð hann inn á sjúkrahús. Hann hafði borðað svið og greindist salm- onella í þeim og -einnig greindist salmonella í sýni sem tekið var úr sviðum frá Höfn-Þríhymingi. Kolbeinn Ingi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Hafnar-Þríhýrnings, sagði í gær að ákveðið hefði verið að farga þeim sviðum sem til væm hjá fyrirtækinu. Þetta væm um 3.000 hausar, að verðmæti um ein milljón króna. Hann sagði að búið hefði verið að selja 7.000-8.000 hausa af framleiðslu þessa hausts áður en salmonellusýkingin greind- ist. Ekki liggur fyrir hvernig salmonellan komst í sviðin, en Jón Guðbrandsson, héraðsdýralæknir á Selfossi, sagði að salmonellu væri að finna í náttúmnni og könnun, sem gerð var árið 1989, sýndi að hana væri að finna í sviðum víðar en í þessu eina sláturhúsi á Selfossi. Rannsókn ólokið á Dalbraut Fyrir skömmu veiktust nokkrir einstaklingar af salmonellusýk- ingu, en þeir höfðu neytt matar frá eldhúsi þjónustumiðstöðvarinnar á Dalbraut. Leggja þurfti fólk inn á sjúkrahús af þessum sökum. Við rannsókn fannst salmonellusýking í níu einstaklingum, sex eldri borg- umm og þremur starfsmönnum á Morgunblaðið/Sig. Jóns. UM 3.000 sviðahausum verður fargað hjá Höfn-Þríhyrningi á Selfossi þar eð salmonellusmit fannst í sýni semtekið var úr sviðum hjá fyrirtækinu. Dalbraut. Hjördís Harðardóttir, læknir á sýklarannsóknadeild Landspítalans, sagði að rannsókn á orsökum sýkingarinnar væri ekki lokið, en gmnur beindist að sviðum. Hún sagði að þegar rannsókn hófst hefði verið búið að henda öllum afgöngum af matnum, sem neytt var, skömmu áður en fólkið veikt- ist, og það torveldaði rannsóknina. Sviðin sem vom matreidd á Dal- braut eru ekki frá Selfossi. Sýni úr sviðum frá sláturhúsinu em í ræktun, en niðurstaða er ekki feng- in. Salmonellan sem greindist á Dalbraut er ekki af sömu gerð og greindist hjá Höfn-Þríhymingi. Alvarleg salmonellusýking kom upp árið 1993 þegar sjö einstakl- ingar veiktust eftir að hafa borðað sviðasultu á þorrablóti. Við rann- sókn greindist salmonella hjá fímm einstaklingum til viðbótar. Sviðin voru frá Höfn-Þríhyrningi. Að sögn Franklíns Georgssonar, for- stöðumanns rannsóknarsviðs Holl- ustuverndar ríkisins, var um að ræða sömu gerð af salmonellusýk- ingu og nú hefur greinst hjá fyrir- tækinu. Umtalsverðar breytingar á siglingakerfi Eimskipafélagsins Morgunblaðið/Kristján ÞÓRÐIJR Sverrísson framkvæmdastjóri flutningasviðs og Hörð- ur Sigurgestsson forstjóri kynntu breytingar á siglingakerfi Eimskips, en þær taka gildi að hluta í janúar og að hluta í maí. Þjónusta við þéttbýlisstaði á landsbyg'g'ðimii aukin Samið við ÍSAL um flutning á viðbót- arframleiðslu fyrirtækisins UMTALSVERÐAR breytingar verða gerðar á siglingakerfí Eim- skips í Evrópusiglingum, sem taka að hluta gildi í janúar á næsta ári þegar strand- og millilandasiglingar verða tengdar saman og að hluta í maí með breytingum á áætlun annarra skipa. Áætlunarskipum verður fjölgað úr 4 í 6, þjónusta við þéttbýlisstaði á landsbyggðinni eykst og flutningstími frá höfnum þar til erlendra hafna styttist veru- lega. Jafn umfangsmiklar breyting- ar hafa ekki verið gerðar á siglinga- kerfínu frá árinu 1980. Þjónusta félagins við íslenska álfélagið verð- ur einnig aukin með vikulegum af- skipunum. Forsvarsmenn félagsins kynntu þessar breytingar á fundi á Akureyri í gær. Skipum fjölgað um tvö Fram kom í máli Harðar Sigur- gestssonar forstjóra Eimskips að áætlunarskipum félagsins verði Qölgað úr 4 í 6, tvö skipanna sigla norður fyrir land og hafa viðkomu á ísafirði, Akureyri og Eskifírði á leið sinni til Færeyja, Bretlands og meginlands Evrópu. Tvö skip sigla beint frá Reykjavík og Vestmanna- eyjum til Bretlands og meginlands , Evrópu og þar til viðbótar sigla tvö skip frá Reykjavík til Hamborgar og Skandinavíu með viðkomu í Færeyjum. Eitt skipa félagsins verður eingöngu í strandsiglingum og þá verða landflutningar þess efldir enn frekar, en fyrirtækið á stóran hlut í flutningafyrirtækjun- um Dreka og Viggó sem annast landflutninga til norður- og austur- lands. Ameríkusiglingar verða óbreyttar, en þangað sigla tvö skip hálfsmánaðarlega. Hagkvæmari flutningstími í nýja siglingakerfinu er hægt að umskipa milli siglingakerfanna í Færeyjum og gefst þannig kostur á að ná hagkvæmari flutningstíma útflutningsvöru frá íslandi til Norð- urlanda og meginlandshafna. Breytt siglingááætlun hefur í för með sér bætta þjónustu við þéttbýl- isstaði á landsbyggðinni, flutnings- tími frá höfnum þar og erlendis styttist frá 7—10 dögum í 4-6 daga auk þess sem hægt verður að flytja vörur frá Bretlandi og meginlandi Evrópu beint til viðkomustaða hér á landi. Vikulegar siglingar með ál Liður í þessum breytingum er aukin þjónusta við íslenska álfélag- ið með vikulegum afskipunum, en kaupendur áls hafa lagt ríka áherslu á vikulegar siglingar sem sérstaklega þykja mikilvægar í tengslum við stækkun verksmiðj- unnar í Straumsvík. Einnig mun breyting á siglingaáætlun bæta þjónustu við álfélagið varðandi inn- flutning á rekstrar- og bygginga- vörum. Hagkvæmni í rekstri Eim- skips eykst þar sem félagið nýtir betur skip sín, en áður var sérstakt skip í þessum flutningum eingöngu. Hörður sagði að þegar væri búið að semja um flutning á viðbótar- framleiðslu ÍSAL sem er alls um 60 þúsund tonn og einnig um flutn- ing á nýrri álbræðslu til landsins, en þeir flutningar nema uni 30 þúsund tonnum. Ekjuskipin, Brúarfoss og Laxfoss hætta Islandssiglingum með þess- um breytingum og fara í leiguverk- efni erlendis eða verða seld, en þau eru 17 ára gömul. Markmið þessara breytinga er að sögn Harðar að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og að auka samkeppnishæfni Islands á tímum vaxandi alþjóðasamkeppni, en félagið rekur 15 skrifstofur í 10 löndum og um 18% af veltu þess eru vegna starfsemi í útlönd- um. Ástundi góðar hreinlætis- venjur HOLLU STU VERND ríkisins og embætti yfírdýralæknis hafa sent frá sér ábendingu til almennings og matreiðslumanna vegna salmon- ellumengunar sem fundist hefur í sviðahausum, um að ástunda varúð og góðar hreinlætisvenjur við með- höndlun á óhreinsuðum sviðum og matreiðslu á hráum kjötvörum. Áhersla er lögð á eftirtalin atriði: Frosin svið séu tekin það tíman- lega úr frysti, að tryggt sé að þau séu fullþídd þegar suða hefst. Öll ílát og áhöld sem notuð hafa vérið við meðhöndlun á hráum, óhreinsuðum sviðum séu ávallt þrif- in vandlega. Gætt sé vel að því að úrgangur eða blóðvatn úr sviðum komist ekki í snertingu við matvæli sem eru fullsoðin eða tilbúin til neyslu. Viðkvæm matvæli séu geymd í góðum kæli og ef halda á tilbúnum mat heitum, verði það gert við hærra hitastig en 60 gráður á cels- íus, þar til neysla fer fram. Þess sé ávallt gætt að hrá svið séu nægilega vel soðin. Salmonella og flestir aðrir sýklar drepast í full- soðnum sláturafurðum. -----» ♦ ♦---- Samlokur ræstu slökkvilið ELDAMENNSKA nemenda í Tjarn- arskóla ræsti slökkviliðið tvisvar sinnum út í gær. Reykskynjari í skólanum reyndist of nærri svokölluðu mínútugrilli, svo þegar nemendur hituðu samlok- urnar sínar fékk slökkviliðið boð um að kviknað væri í skólanum, sem er í gömlu timburhúsi við Tjörnina. í fyrra skiptið gerðist þetta á öðrum tímanum eftir hádegið í gær. Um klukkustund síðar kom enn svangur nemandi að grillinu, hitaði samlokuna sína og allt fór á sama veg. Grillið verður að líkindum flutt. I i i I i I i I I i I i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.