Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 23 AÐSENDAR GREINAR Neyðarþj ónusta ávilligötum FYRR á þessu ári voru sett lög um að samræma símsvörun neyðarþjónustu lands- manna. Þetta er þarft framfaramál og ætti að geta orðið til þess að stuðla að markvissari vinnubrögðum, auka öryggi og jafnvel draga úr kostnaði ef rétt er að málum staðið. En því miður bendir flest til þess að við fram- kvæmdina hafi menn farið út af því sporinu. Það er grundvallar- atriði að um samræmda neyðarþjónustu af þessu tagi ríki sátt. Hún á að vera hafin yfir alla gagnrýni bæði frá al- menningi og einnig þjónustuaðilun- um. í Ijósi þess að öryggis- og neyðarþjónusta hefur í vaxandi mæli færst á hendur einkafyrirtækja sem keppa sín á milli á markaði, er nauð- synlegt að samræmd öryggisþjón- usta standi ofar markaðshagsmun- um. Það fyrirkomulag sem nú er stefnt að tryggir ekkert af þessu. Fagleg gagnrýni Þannig er unnt að gagnrýna það sem almennur borgari að einkafyr- irtæki sem ekki lýtur stjórnsýslulög- um annist milligöngu trúnaðarupp- lýsinga. Þá hefur komið fram fagleg gagn- rýni frá hendi þeirra sem gerst þekkja til þessara mála og nægir þar að vísa í sameiginlega ályktun stjórna Landssambands lögreglu- manna og Landssambands slökkvi- liðsmanna. Þar segir meðal annars: „Þannig blasir nú við að aðilar sem ekki hafa komið að beinni neyðarsím- svörun í landinu eru orðnir milliliðir á milli almenings annars vegar og lögreglu og slökkviliðs hins vegar." Ögmundur •^Jónasson Hér er vísað til þess að stefnt er að því að ný- stofnað hlutafélag, Neyðarlínan hf., sem er í eigu opinberra stofn- ana, félagasamtaka svo og einkafyrirtækja á borð við Sívaka, Vara og Securitas starfræki vaktstöð sem taki við öllum hjálparbeiðnum og neyðarsímtölum frá almenningi til lögreglu og slökkviliðs. Þegar um það var rætt á sínum tíma að samræma neyðarþjón- ustuna var markmiðið fyrst og fremst að sam- ræma vel á annað hundrað neyðarlín- ur í landinu og einfalda þannig að- gang að viðbragðsaðilum, þ.á m. lög- reglu og slökkviliði, enda víða úrbóta þörf, einkum í dreifbýli. Þá var um það rætt að einkaaðilar gætu notið góðs af þessari samræmingu. Það hlýtur að teljast sjálfsagt og eðlilegt að einkafyrirtæki fái eftir því sem kostur er þjónustu og aðstoð frá samræmdri neyðarsímsvörun enda sérstaklega gert ráð fyrir útseldri þjónustu. Nú þegar hið nýja fyrirkomulag lítur dagsins Ijós, kemur fram að til- tekin einkafyrirtæki eru komin með eignarvald yfir neyðarlínunni. Önnur fyrirtæki sem starfa á þessu sviði líta þetta eðlilega hornauga og hafa skotið til Samkeppnisráðs kæru þar sem því er haldið fram að þetta sam- ræmist ekki samkeppnislögum og að hér sé að myndast óeðlileg ríkis- vernduð einokun sem hægt sé að misbeita gegn öðrum samkeppnisað- ilum á markaði. Þessi fyrirtæki líta svo á að óeðlilegt sé að samkeppnis- aðilar þeirra sitji beggja vegna borðs- ins sem seljendur og kaupendur þjón- ustunnar. Nú þegar hið nýja fyrir- komulag lítur dagsins ljós, kemur fram, segir Ogmundur Jónasson, að tiltekin einka- fyrirtæki eru komin með eignarvald yfir neyðarlínunni. Það er kominn tími til þess að stjórnvöld átti sig á því að ætli þau raunverulega að afhenda þessum fyrirtækjum hina viðkvæmu síma- þjónustu sem tekur á móti neyðar- kalli frá fórnarlömbum ofbeldis, glæpa, eldsvoða svo og slysa og bráðaveikinda þá munu vakna í þjóð- félaginu ýmsar spurningar um ör- yggi og trúnað sem krafist verður afdráttarlausra svara við. Jafnræði á markaði Hér munu sameinast í einni fylk- ingu, annars vegar þeir sem telja það vera grundvallaratriði að á sam- keppnismarkaði ríki jafnræði, að ekki sé minnst á það þegar opinbert fé er annars vegar og svo hinir sem gera skýlausa kröfu um að neyðar- þjónusta á vegum lögreglu og slökkviliðs sé ekki markaðsvara. Éftir samtöl við einstaklinga sem nálgast málið frá þessum tveimur ólíku áttum virðist mér að þessi sjón- armið geti fullkomlega farið saman. Markmiðið með lagasetningunni í upphafi árs var reyrtdar að búa svo um hnútana að þetta tvennt gæti farið saman, aukið hagræði fyrir alla sem sinna þessari þjónustu og full- komnara öryggi borgarans. Nú er það dómsmálaráherra að sjá til þess að lögin afskræmist ekki í höndum þeirra sem eiga að fram- kvæma þau. Til þess þarf hann að taka þær tillögur sem nú liggja fyrir til gagngerrar endurskoðunar. liöt'nnditr er formaður BSRB og alþingismaður. Vaxandi fíkni- efnavandi A FUNDI stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 10. nóv. sl. var samþykkt að hvetja sveitarstjórnir um land allt að taka til sérstakrar umfjöll- unar sívaxandi fíkni- efnanotkun unglinga og ekki síður að vinna skipulega og markvisst að fræðslu og forvörn- um í samvinnu við lög- regluyfirvöld og fé- lagasamtök, sem láta sig þessi mál varða á hverjum -stað. Jafn- framt skoraði stjórn sambandsins á Alþingi að herða viðurlög við sölu fíkniefna og að efla löggæslunnar sem tekst vandasömu mál. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson smygli og þann þátt á við þessi Glæpir og ofbeldi fara vaxandi Ljóst er, að sala og dreifing fíkni- efna er ekki lengur bundin við höf- uðborgarsvæðið og dæmunum fjölgar um skipulagða sölu- og dreifingarstarfsemi eitursalanna vítt og breitt um landið. Greinilegt er, að eitursalarnir svífast einskis enda skipulagðar varnir víða í lág- marki og fjárframlög til fíkniefna- deildar lögreglunnar og forvarnar- starfs af skornum skammti. Afleiðingin af sívaxandi smygli á vímuefnum og aukinni athafnasemi eitursalanna í sölu og dreifingu er fyrst og fremst sú, að fleiri og fleiri ungmenni verða háð notkun fíkni- efna með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem því fylgja. Glæpir og ofbeldi fara vaxandi, heimili eru ekki lengur óhult fyrir innbrotum og einstaklingar verða fyrir lík- amsárásum fíkniefnaneytenda í leit Skilyrt skattgreiðsla ÞUNGUR hrammur náttúruafla hefur lostið landsmenn með óvenju- legum * hætti á þessu ári. Snjóflóð hafa fallið á byggð og valdið miklu manntjóni, þjóðin öll er harmi slegin. Hetjuleg framganga björgunar- manna og fjölmargra annarra hefur vakið að- dáun og allt, sem í mannlegu valdi stóð, verið boðið fram af fús- leika og drenglund. En ógnaröfl höfðu yfir- hönd, vaskleikur hinna fórnfúsu megnaði ekki að afstýra miklu mann- tjóni, lítil börn jafnt sem fullorðnir voru hrifín burt. íslenskt fólk hefur lengi mátt una því að sjórinn heimti þungbæran toll Sigurður E. Haraldsson og vísast hefur enginn punktur verið settur aftan við þá sögu. Snjó- flóðin á Vestfjörðum nú eru ný ógn og er því þó ekki gleymt sem áður hefur gerst. Skáldið og stjórnmála- maðurinn Sigurður Eg- gerz horfðist í áugu við manntjón á sjávar- strönd. Tilfinninga- þrungið ljóð skáldsins er alþekkt. Hann hróp- ar í himininn: Alfaðir sjórinn tók aleiguna mína, alfaðir réttu mér höndina þína. Með því að víkja til einu orði myndu margir hrópa með skáldinu, nú er það snjórinn sem tók. Máske Þetta má aldrei gerast aftur, segir Sigurður E. Haraldsson, sem hér skrifar um hörmung- arnar á Vestfjörðum. er það harmabót að sorgin er þjóð- arinnar allrar. En þessi áföll kalla á heitstreng- ingu, þá heitstrengingu að allt verði gert til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Þetta má aldr- ei gerast aftur. Sú heitstrenging verður að vera algjör, skilyrðislaus. Og til þess að hún sé ekki orðin tóm þarf að bregðast við, þannig að komi að gagni. Hafi andvaraleysis gætt og hús verið reist þar sem þau skoð- ast nú í hættu ber að endurmeta það sem áður var gert. Að sjálfsögðu verður algjört öryggi seint tryggt en jafnljóst er, að mikilla úrbóta er þörf. Og þá er komið að erindinu með þessum línum. Um langt skélð hefur undirritaður greitt tilskilin opinber gjöld og ekki áður freistað þess að Játa fylgja fyrirmæli um, hvernig þeim skuli varið. Nú er þess krafist að forgangsröðun verði með þeim hætti, að varúðarráðstafanir á Vest- fjörðum og raunar víðar vegna hættu af snjóflóðum hafi algjöran forgang. Allt, hverju nafni sem nefnist, raðist á eftir ráðstöfun fjár sem telst tryggja svo sem framast er kostur, að hörmungarnar á Vestfjörðum skelli ekki á landsmönnum á ný. I þessu felst engin draumsýn um að allri vá verði bægt frá, þeim mun síður að opinber forsjá leysi hvern vanda. En eins og áður var að vikið, nú er tími heitstrenginga. Þetta má aldrei gerast aftur, aldrei, aldrei. Höfundur er kaupmaður í Reykja- vík. að verðmætum til að fjármagna kaup á eit- urefnum. Sameiginlegt átak nauðsynlegt Opinber yfirvöld, foreldrafélög og fé- Iagasamtök þurfa að sameinast í baráttu sinni gegn þessu þjóð- félagsböli með mark- vissum aðgerðum og mikilvægt er að gera sem flesta meðvitaða um alvöru i málsins þannig að umræðan um fíkniefnavandann og aðgerðir til að stemma stigu við honum verði ekki einkamál tiltekinna hópa heldur sameiginlegt viðfangsefni alls al- mennings í landinu. Baráttan gegn vaxandi fíkniefnavanda á að vera forgangsverkefni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem hér fylgir eftir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðbrögð. Stjórn Sambands íslenskra sveit- árfélaga ákvað að setja á fót vinnu- hóp til að taka þessi mál til sérstakr- ar umfjöllunar og leita leiða til að efla samstarf þeirra aðila sem vinna að þessum málum. Nauðsynlegt er að boða til fundar með fulltrúum dómsmála-, heilbrigðis- og skólayf- irvalda, sveitarfélaga og fleiri aðila sem mál þetta varðar til að ræða þennan vanda, gera sér sem gleggsta grein fyrir umfangi hans og leita leiða til að takast á við hann. Forgangsverkefni Baráttan gegn vaxandi fíkni- efnavanda í þjóðfélaginu á að vera forgangsverkefni. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hinir íslensku eiturlyfjabarónar svífast einskis í þeirri ætlan sinni að auka sölu og dreifingu eiturlyfja á íslandi og leggja þar með grunn að sívaxandi notkun þeirra. Ef ekk- ert raunhæft verður aðhafst í þess- um málum á næstu misserum er Ijóst að vandinn mun margfaldast með öllum þeim alvarlegu afleiðing- um sem sífellt eru að koma betur og betur í ljós. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgar- fuiitrúi. Verð stgr. ~*\ 27.883,- > GR 1400 • H: 85 B:51 D:5Ó cm •kaelir: 1401. Ver& kr. 29.350,- 'erðstgr. ^N GR 1860 • H:117B:50D:60cm • Kælir: 140ltr. • Frystir 45 Itr. Ver&kr. 41.939,- GR 2260 •H:140B:50D:60cm •Kælir:180ltr. • Frystir 45 Itr. Ver& kr. 47.280,- GR2600 •H:152 B:55 D:60cm • Kælir 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. Verfc kr.49.664,- Vfenð stgr. 55.433,- rf»i ^ ff GR3300 • H:170B:60 D:60cm • Kælir:225 Itr. • Frystir 75 Itr. Verð kr. 58.350,- 4^indesrt .. í stöðugrí sókní KÆLI~ QlfÁPAR ...íííklliúsid og sumaihúsladhvi. BRÆÐURNIR =)JOKMSSONHF Lágmúla-8, Sími 553 8820 Umbobsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.