Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MTÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 IDAG Arnað heilla rJf\ARA afmæli. I dag, I "miðvikudaginn 15. nóvember, er Björgvin Jónsson útgerðarmaður, Hlíðarvegi 2, Kópavogi, sjötugur. Kona hans er Ólína Þorleifsdóttir. Þau hjónin eru að heiman. /»r|ÁRA afmæli. í dag, \JV/miðvikudaginn 15. nóvember, er sextugur Jón Helgi Jónsson, Vestur- bergi 54, Reykjavík. Eig- inkona hans er Kolbrún Sigurlaugsdóttir. Þau eru að heiman. LEIÐRÉTT Formaður íþrótta- sambands fatlaðra í MORGUNBLAÐINU síðasta föstudag var sagt að íþróttafélag fatlaðra og Hans Petersen hefðu gert með sér samning þess efnis að fimm kronur af hverju seldu jólakorti fyrirtækisins fyrir kom- andi jól rynni til félagsins. Hið rétta er að það var Iþróttasamband fatlaðra sem gerði samning við Hans Petersen um hlut í sölu jólakorta. Þá var enn- fremur ranghermt að Ól- afur Jensson væri for- maður íþróttafélags fatl- aðra. Hið rétta er að Ólaf- ur Jensson er formaður íþróttasambands fatl- aðra. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. Jónína íslands- meistari í förðun í frétt um íslands- meistaramót í hárskurði, hárgreiðslu og förðun í blaðinu í gær var missagt "að Jónína Hallgrímsdóttir hefði orði íslandsmeistari í kvöldförðun og Sigur- jóna Frímann í dagförðun. Hið rétta er að Sigurjóna sigraði í ícvöldförðun og Jónína í dagförðun. Jón- ína Hallgrímsdóttir sigr- aði í samanlagðrí dag- og kvöldförðun og er því ís- landsmeistari í förðun 1995. Myndavíxl í frétt í gær þar sem sagt var frá Islandsmeist- arakeppni í dansi urðu þau mistök að tvær mynd- ir víxluðust en það var mynd af systkinunum Árna og Erlu og myndin af Kristni og Védísi. Beð- ist er velvirðingar á mis- tökunum. BRIDS (Iinsjón Guðmundur Páll . Arnarson SIGFÚS Bjarnason sendi þættinum skemmtilegt spil, sem kom fyrir í spila- mennsku hjá Bridsfélagi Hreyfils fyrr í vetur. Sigfús varð sagnhafi í sex laufum, sem hann tapaði, að eigin sögn, vegna fljótfærni í upphafí spils. Lítum á: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ? KS3 V DGIO ? K10543 ? 103 Vestur Anst.nr ? G76 ? 10982 * 962 ¦-ir ? ÁDG82 ? 84 ? DG65 Suður 4 ÁD4 V ÁK85 ? 9 ? ÁK972 Eftir opnun suðurs á Vín- arlaufí, ströglaði vestur á einum tígli og síðan lá leið- in upp í slemmu. Vestur spilaði út tígulás og síðan drottningu. Hvernig á suð- ur að spila? Sigfús tók á kónginn og henti smáu hjarta heima. Spilaði svo lauftíu. Austur lagði gosann á og Sigfús drap á ás. Hann fór síðan aftur inn i borð á spaða og svínaði laufníu. En austur átti fjórlit í trompi og fékk um síðir slag á tromp- drottninguna. Hægt er að ráða við fjór- litinn í trompi í austur ef suður trompar tíguldrottn- inguna (eða hendir háhjarta niður í tígulkóng). Síðan notar sagnhafi tvær af þremur innkomum blinds til að spila laufinu. Þegar áttan kemur undir níuna, eru lík- urnar miklar á þessari legu, og því skynsamlegt að spila upp á trompbragð: Sagnhafi tekur þá slagina sína þrjá á spaða og hjarta og endar í blindum. I þriggja spila endastöðu á hann tígulkóng þriðja eftir í borði, en heima K7 í laufi og hjartaás. Hann spilar tígulkóng og austur er varnarlaus. Farsi éqgtt ekkí funcíiésíarfsem. hæHr- s * LfAe-tlL mlnjjM .» LffsiíL mlnunt COSPER NEI, ég er ekki að reyna að gleyma konu. Ég er að reyna að gleyma heilli sveit af berbrjósta dansmeyjum. Wleð morgunkaffinu Ást er... 10-25 þegar þú áttar þig á aðþúgeturekki breytt honum. TM R«g U.S. Pat. Ofl. — M rtgliu rwened (c) 199S Lós Angotos Tlmes Syndteate HANN brosir stöðugt. Ertu viss um að þú hafir látið allt á reikninginn? STJÖRNUSPA eftlr Franccs Drakc SPOEÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Trygglyndi og staðfesta afla þér stuðnings og góðra vina. Hrútur (21. mars - 19. aprfl) (?¦•£ Hagur þinn vænkast í vinn- unni árdegis, og þér gefst óvænt tækifæri til að bæta afkomuna. Starfsfélagar veita þér stuðning. Naut (20. aprfl - 20. maí) fl^ Þér tekst að ná hagstæðum samningum varðandi fj'ár- málin, og síðdegis gefst tækifæri til að slaka á heima með fjölskyldunni. Tvíburar (21.maí-20.júní) ÆJb Vinir eiga saman góðan dag, og brátt geta draumar þínir varðandi ferðalag farið að rætast. Einhugur ríkir hjá ástvinum. Krabbi (21.júní-22.júlí) HIB Þú hefur vanrækt einhvern sem er þér mikils virði, og ættir að bæta þar úr hið fyrsta. Sinntu þínm nánustu f kvöld. Ljón (23.júlí-22.águst) <ef Fjölskyldan hefur astæðu til að fagna góðum fréttum, sem berast. Þetta verður happadagur hjá þeim sem leita sér að íbúð. Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Eitthvað mikið er um að vera í vinnunni, og þér gæti stað- ið til boða nýtt og betra starf. Farðu samt sparlega með peninga. __ (23. sept. - 22. október) }$£ Þú finnur nýja leið til lausn- ar á gömlu vandamáli í vinn- unni, sem skilar góðum ár- angri með sameiginlegu átaki starfsfélaga. Sporðdreki (23.okt.-21.nðvember) CjjjrJ Þér veitir ekki af frfstundum til að safna orku eftir miklar annir. Reyndu að eiga róleg- an dag heima með þínum nánustu. Bogmaður (22. nóv. -21.desember) jfiv Fundahöld og viðræður um viðskipti ganga vel í dag. Þér berast fréttir langt að sem eiga eftir að koma að góðum notum. Steingeit (22.des.-19.janúar) i^ Þú nýtur góðs gengis í vinn- unni og framtíðin lofar góðu. Taktu ekki mark á orðrómi, sem á ekki við nein rök að styðjast. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ^J> Þér berast góðar fréttir er geta fært þér betri afkomu á næstunni. Vinur kemur þér á óvart með því að f æra þér góða gjöf.________________ Fiskar (19.febrúar-20. mars) 'SSt Ástin er ofarlega á baugi um þessar mundir, og sumir eru að undirbúa brúðkaup. Þér berast góðar fréttir af fjár- málum. Stj'örnuspána á ad /esa sem dægradvöl. Spár afþessu tagi byggjast ekki á trausíum grunni vísindalegra stað- reynda. •¦*ffSW! S.B húsi 1 ársíí í tilefni af afmælinu bjóðum við 30% afslátt af frjálsum kortum vikuna 13.-18. nóvember. 12 vikna kort aðeins kr. 8.400 Við þökkum nemendum okkar frábærar viðtökur á bættri aðstöðu á nýjum stað. TT konur ath! TT 2 námskeið hefst 11. desember. Morgun- ,dag- og kvöldtímar. Líkamsrækt og megrun fyrír konur á öllum aldri LÍKAMSRÆKT Lagmúla 9, sími 581 3730 Ráðstefna Rauða kross íslands um skipulag sjúkraflutninga í tengslum við aðalfund sinn gengst Rauði kross islands fyrir ráðstefnu um skipulag og framkvæmd sjúkraflutninga. Ráðstefnan verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum föstu- daginn 17. nóvember. Hún hefst með skráningu og afhend- ingu gagna kl. 9.30 og henni lýkur kl. 16.00. Frummælendur: • Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra • Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Reykjavík • Magnús Hreinsson, formaður RKÍ-deildar Djúpavogs • Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu • Þórir Sigurbjörnsson, fulltrúi RKÍ í sjúkraflutningaráði • Jón Baldursson, yfirlæknir slysadeildar Borgarspítalans • Dr. Eelco H. Dykstra, forstöðumaður CIEMS, evrópskrar upplýsingamiðstöðvar um sjúkraflutninga • Úlfar Hauksson, formaður beilbrigðis- og almannavarna- nefndar RKÍ Ráðstefnustjóri verður Guðjón Arngrímsson, blaðamaður. Upphaflega var fyrirhugað að halda ráðstefnuna 27. október en þá var henni frestað. Þeir sem áður létu skrá sig eru velkomnir á ráðstefnuna nú og aðrir geta látið skrá sig á skrifstofu RKl' í síma 562 6722 fyrir 16. -nóvember. Þátttaka er án endurgjalds. + RAUÐl KROSS ÍSLANDS - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.