Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR15.NÓVEMBER1995 17 ERLENT Aukin harka færist í baráttu bandarískra repúblíkana vegna forsetakosninga Dole segir Phil Gramm minna sig á lífseiga pöddu Washington. Reuter. AUKIN harka er hlaupin í keppni þeirra sem sækjast eftir útnefningu Repúblíkanaflokksins bandaríska vegna forsetakosninganna á næsta ári. Bob Dole, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, lýsti því þannig yfir í viðtali að einn helsti keppinautur hans, Phil Gramm, væri sem „padda sem heldur áfram að skríða um þrátt fyrir að búið sé að kremja hana." Dole, sem þykir sigurstranglegastur í keppni repúblíkana um útnefninguna lét þessi orð falla í viðtali við tímaritið Time sem út kom á mánudag. Hann kvaðst hafa rætt við Gramm, sem er öldungadeildarþingmaður frá Texas, og tjáð honum að ærið starf biði þeirra á þingi og því færi best á því að þeir gættu hófs í orðavali sínu í kosningabaráttunni. Bob Dole gat þess hins vegar að Gramm væri ævinlega að reyna að skyggja á hann á þingi. „Hann hættir ekki. Hann er óþreytandi. Hann sýnir algjört ábyrgðarleysi. Hann er eins og padda sem heldur áfram að skríða um þrátt fyrir að á hana sé stigið af fullum þunga." Aðstoðarmenn Gramm hentu ummælin á lofti og sendu þau fyrir tilstilli bréfsíma til fréttamanna og áhugamanna um stjórnmál víðs vegar um Bandaríkin. Talsmaður Dole sagði að í þeim herbúðum væri ekki dregið í efa að rétt hefði verið haft eftir öldurigadeildar- þingmanninum. Dole þykir uppstökkur og kímnigáfa hans er talin lítt við alþýðuskap. Hann bauð sig fram í prófkjörum Repúblíkanaflokksins 1980 og 1988 og lenti í bæði skiptin í vandræðum sök- um skapsmuna sinna. Mikilvæg könnun í Orlando - Um næstu helgi fer fram könnun á fylgi frambjóðenda repúblíkana í Orlando í Florída- ríki, sem talin er sérlega mikilvæg þótt niður- stöður hennar verði á engan hátt bindandi. Almennt er litið svo á að í könnun þessari, sem rúmlega 3.000 repúblíkanar taka þátt í, muni glögglega koma í ljós hversu öflugar kosninga- vélar einstakra frambjóðenda eru. Þeir Dole og Gramm hafa stundað atkvæðaveiðar af mikilli elju en nú á allra síðustu dögum hafa þeir gripið til þess ráðs að freista þess að ófrægja andstæðinginn. Undirsátar Dole hafa hringt í repúblíkana í Orlando og m.a. tjáð þeim að enginn þingmað- ur í öldungadeildinni hafi verið jafn oft fjarver- andi og Phil Gramm. Hann hafi af þeim sökum ekki getað tekið þátt í 22 skipti er greidd voru atkvæði um mikilvæg þingmál repúblíkana. Stuðningsmenn Gramm brugðust við þessu með því að birta auglýsingu þar sem hæðst var að Dole fyrir að hafa gefið kjósendum súkkulaði og baðsápu. Raunar átti þessi aug- lýsing við nokkur rök að styðjast því starfs- menn Dole dreifðu súkkulaði og snyrtivörum á meðal kvenna sem sóttu ráðstefnu repúblík- ana í Florída fyrir skemmstu. „Staðreyndin er sú -að Dole, sem hefur for- ystuna, hefur ekkert fram að færa nema súkk- ulaði og neyðist því til að hefja persónulegar árásir," sagði talsmaður Phils Gramm. Talsmaður Dole sagði hins vegar að ábyrgð- in lægi hjá Gramm og félögum. Þeir hefðu fyrir mörgum mánuðum hafíð persónulegar árásir og m.a. látið að því liggja að Dole væri ekki réttnefndur íhaldsmaður heldur „stoltur miðjumaður" en slík lýsing lætur illa í eyrum virkra repúblíkana. „Gramm er að gerast ör- væntingarfullur, það er greinilegt á því skítk- asti sem hann hefur nú hafið og beinist gegn Dole." Reuter UNGIR menn frá Austur-Timor á lóð japanska sendiráðsins í Jakarta. Austur-Tímorar í sendiráði í Jakarta Líklega meinað um hæli í Japan Ekki vitað hverjir voru að verki í til- ræðinu í Riyadh Tókýó. Reuter. 20 UNGIR Austur-Tímorar klifr- uðu í gær inn á lóð japanska sendiráðsins í Jakarta og óskuðu eftir hæli sem pólitískir flótta- menn í Japan og fleiri löndum. Hiroshi Hashimoto, talsmaður japanska utanríkisráðuneytisins sagði ólíklegt að mennirnir fengju hæli í Japan. Hashimoto sagði að Japanir gætu ekki tekið við mönnunum þar sem þeir myndu ekki njóta lagalegrar verndar í Japan. „Lagakerfið í Japan gerir okkur ekki kleift að taka við fólki sem óskar eftir hæli sem pólitískir flóttamenn hér," sagði hann.Hás- himoto kvaðst telja að Japanir hefðu aldrei tekið við fólki, sem hefði óskað eftir hæli sem póli- tískir flóttamenn í sendiráðum erlendis. Forseti Indónesíu sagði í gær að mennirnir gætu farið úr landi. Þeir sem flúið hafa Austur-Tímor hafa flestir fengið hæli í Portúgal. Athygli vakin á A-Tímor Þetta er í þriðja sinn á tveimur mánuðum sem brotist er inn í sendiráð í Jakarta, höfuðborg In- dónesíu, í þessu skyni. Talið er að markmið hópsins hafi verið að vekja athygli umheimsins á ástandinu í Austur-Tímor, sem var portúgölsk nýlenda til ársins 1975. Marxísk þjóðfrelsishreyf- ing, Fretilin, lýsti yfir sjálfstæði Austur-Tímor sama ár en Indó- nesar réðust inn í landið og inn- limuðu það með hervaldi árið 1976. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki viðurkennt innlimunina og Fret- ilin hefur háð vopnaða baráttu gegn yfirráðum Indónesa. Dubai, Bagdad. Reuter. DAGBLÓÐ í Saudi-Arabíu sögðu í gær að ekki væri vitað hverjir hefðu staðið fyrir sprengjutilræðinu í Riy- adh á mánudag, sem varð sex manns að bana, auk þess sem 60 særðust. Þau sögðu þó að landinu stafaði ekki mikil hætta af hermd- arverkamönnum. „Þetta er ekki land varanlegs auðs, heldur land varanlegs örygg- is," sagði í forystugrein dagblaðsins Al-Riyadh. Fimm Bandaríkjamenn í þjónustu hersins biðu bana í tilræðinu, sem er hið mannskæðasta sem Banda- ríkjamenn hafa orðið fyrir í Mið- austurlöndum frá sprengjutilræðinu í Beirút árið 1983 sem varð 241 bandarískum hermanni að bana. Tvenn samtök lýsa ábyrgð Tvær óþekktar hreyfingar lýstu verknaðinum í Riyadh á hendur sér - Flóatígrarnir og Hreyfing íslam- skrar breytingar. Kúveiski blaða- maðurinn Fouad al-Hashem sagði yfirlýsingar hreyfinganna ómark- tækar. „Flóa-tígrarnir svokölluðu eru ekki til. Það er öruggt að þetta illvirki er verk Geita íraks og eink- S um írösku leyniþjónustunnar, sem er skipuð mennskum leðurblökum undir stjórn stóru vampírunnar Saddams Husseins." Yfirlýsingar vefengdar Dagblaðið al-Iktisadyia sagði einnig að ekkert væri að marka yfirlýsingar hreyfínganna tveggja og gaf í skyn að útlendingar hefðu verið að verki. „Það er furðulegt að slíkur glæpur skuli hafa verið framinn í Saudi-Arabíu, landi sem múslimár og arabar flykkjast til í von um sómasamleg lífskjör og varanlegt öryggi." Málgögn stjórnarinnar í írak lögðu forsíðurnar undir fréttir um sprengjutilræðið og eitt þeirra sagði það aðeins forsmekkinn af enn al- varlegri atburðum í Saudi-Arabíu. Blaðið hafði eftir íröskum stjórnar- erindrekum að tilræðið væri „hættuleg skilaboð frá saudi-arab- ísku þjóðinni til Bandaríkjanna og heimsbyggðarinnar". Saudi-arab- íska þjóðin væri að sýna hug sinn til „heiðnu hersveitanna" í landi hennar og hernaðaraðgerðanna gegn írak undir forystu Bandaríkj- anna árið 1991. Leeson verður fram- seldur Frankfurt. Reuter. LÍKLEGT er að Nick Leeson, breski bankamaðurinn sem sagður er bera ábyrgð á gjaldþroti Barings-banka í Singapore, verði afhentur fulltrúum yfirvalda í Singap- ore á flugvellinum í Frank- furt í næstu viku. Þýska stjórnin lagði form- lega blessun sína í gær yfir framsal Leesons til Singap- ore, að því er sagði í tilkynn- ingu dómsmálaráðuneytisins í Bonn. Þýskur dómstóll úr- skurðaði í síðasta mánuði að hann skyldi afhentur yfir- völdum í Singapore vegna rannsóknar á hruni Barings- banka. Leeson var tekinn fastur á flugvellinum í Frankfurt í mars er hann reyndi að kom- ast heim til Bretlands. Hann fór huldu höfði eftir að bank- inn varð gjaldþrota í febrúar. Hefur hann barist gegn framsali sínu en snerist ný- verið hugur og hefur heitið fullri samvinnu við yfirvöld við rannsókn bankahruns- ins. Honum er gefið að sök að vera yaldur að hruni bankans með misheppnuðum áhættu- viðskiptum með svonefndar afleiður. Alinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. \ .1. • Faxafeni 12. Sími 553 8000 OsaiAinn/ /uHMii*fnatííi Siiiiiiuthi&i - tiinnittithiiiii tnílil. 12.00-01.00 t'rtiltl. 12.00-O.VOO sj/l iO>V Aíhuyið tjölhrcyttan íeihiltKvm:it^4.'^iJ itjóitiiin upp sí sérlcjju fjölbrcyttan tnutscoil allun duginn ásumt scrstoliiim tilliotls- niiitscoli í lióilcýinii. oj» á kvöldin. I.iíttn Kriil^liilirúmiii Itoma Jtcr á óvart mcA (rcMliitii niiitsciMi ii vcnlí. vcro» n»« & *¦'' á úóðri stund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.