Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 19
LISTIR
22 starfsár Kammersveitar Reykjavíkur
Rússnesk róman-
tík, barokk og 20.
aldar meistarar
Morgunblaðið/Kristinn
ÞÓRA Friðriksdóttir og Jón Sigurbjörnsson leiklásu einþáttunginn Ég man ekki
neitt eftir Arthur Miller og tókst einkar vel að koma til skila hinum hárfína
línudansi á milli harmsins og húmorsins í verkinu.
ARTHUR MILLER fæddist
17. október árið 1915 í
New York-borg og er því
nýorðinn áttræður. Dagskráin í
Þjóðleikhúskjallaranum á mánu-
dagskvöldið var tileinkuð þessum
tímamótum í ævi skáldsins en einn-
ig því að nú er verið að sýna nýj-
asta verk þess á stóra sviði Þjóðleik-
hússins. Dagskráin hófst á erindi
Hávars Sigurjónssonar, leiklistar-
ráðunauts Þjóðleikhússins, um Mill-
er og verk hans. Hávar komst að
þeirri niðurstöðu að Miller væri
skáld sannleikans, hann væri boð-
beri sannleikans sem við öll þyrftum
að standa frammi fyrir einhvern
tímann á lífsleiðinni. Til að nálgast
sannleikann beitir Miller raunsærri
aðferð, sagði Hávar, í þeim skilnog
blóði, persónur sem við getum séð
sjálf okkur í. Hávar sagði að Miller
væri alvörugefið skáld þótt hann
væri ekki húmorslaus, leikrit hans
mætti kalla harmleiki nútímans.
Ég man ekki neitt
Ég man ekki neitt er einn af ijöl-
mörgum einþáttungum sem Miller
samdi á níunda áratugnum. Verkið
var leiklesið á dagskrá Kjallarans
af Þóru Friðriksdóttur og Jór.! Sig-
urbjörnssyni, leikurum, í þýðingu
Árna Ibsens og leikstjórn Péturs
Einarssonar. Leikritið gerist í sam-
tímanum og er samtal konu og
karls sem komin eru af léttasta
skeiði. Konan man ekki neitt úr
fortíð sinni en karlinn trúir á fram-
tíðina, vísindin og ætlar að gefa lík-
ama sinn í þágu þeirra þegar hann
fer yfir móðuna miklu. Verkið fjall-
ar um tapaðan heim, tapaðan tíma;
var ekki eitthvað dýrmætara við
lífið hér áður fyrr, segir hún, og
hefur misst alla von um að lífið sé
einhvers virði, hún hefur misst
móðinn. Gleymska hennar er tákn-
ræn því þannig er nútíminn, hann
gleymir því að hann rís á fortíð-
inni. Verkið er annars mun marg-
brotnara en svo að því verði gerð
skil í stuttu spjalli. Flutningur Þóru
Síungt
skáld
Á mánudagskvöld var í
boði Listaklúbbs Þjóð-
leikhúskjallarans dag-
skrá tileinkuð leikskáld-
inu Arthur Miiler.
Þröstur Helgason fór
í Kjallarann og sá meðal
annars tvo ástsælustu
leikara landsins flytja
einþáttung eftir skáldið.
og Jóns var hreint afbragð, tókst
þeim einkar vel að koma til skila
hinum hárfína línudansi á milli
harmsins og húmorsins í verkinu.
Sekt og ábyrgð
í verkum Millers fléttast saman
samfélagsleg vitund og tilfinning
fyrir hinum persónulega harmleik.
Þetta er megineinkenni frægustu
verka hans, svo sem Sölumaður
deyr, þar sem gert er upp við amer-
íska drauminn. Miller vakti fyrst
athygli með skáldsögunni, Focus,
árið 1945, sem fjallaði um gyðinga-
hatur en Miller er gyðingur sjálfur.
Fyrsta leikverk hans sem vakti at-
hygli er Allir synir mínir sem var
frumsýnt árið 1947 og hann er enn
að, á síðustu tíu árum hefur hann
skrifað sjö leikrit. Það nýjasta er
Glerbrot sem nú er sýnt í Þjóðleik-
húsinu í leikstjórn Þórhildar Þor-
leifsdóttur. Arnar Jónsson og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir fluttu atriði
úr verkinu í Kjallaranum á mánu-
dagskvöld.
I Glerbrotum ijallar Miller um
bandarísk hjón af gyðingaættum
en leikritið gerist í Brooklyn árið
1938. Konan hefur misst allan
mátt í fótunum og leitar maðurinn
aðstoðar læknis. í ljós kemur að
ekkert líkamlegt amar að henni
heldur virðist lömunin eiga sér sál-
rænar orsakir; svo virðist sem hún
sé mjög örvæntingarfull vegna
frétta um slæma meðferð á gyðing-
um í Þýskalandi.
Verkið fjallar fyrst og fremst
um sekt og ábyrgð sem eru grunn-
þemu í höfundarverki Millers,
þemu sem vaknað hafa til nýs mik-
ilvægis í samtímanum en Glerbrot
hlýtur að hafa mjög skýra vísun
til atburða í Bosníu. Og það er
glöggt merki þess hvað þetta skáld
er síungt.
Dagskrá kvöldsins var vel heppn-
uð en hefði kannski mátt saman-
standa af fleiri brotum úr verkum
Millers.
KAMMERSVEIT Reykjavíkur
býður til þrennra tónleika á tut-
tugasta og öðru starfsári sínu en
hveijir þeirra munu hafa eitt
þema. Tvennir tónleikanna verða
haldnir á mánudögum undir heit-
inu Músik á mánudegi og er það
tilraun Kammersveitarinnar með
nýjan tónleikatíma.
í listasafni íslands, mánudaginn
20. nóvember kl. 20.30, verða tón-
leikar sem nefnast Rússnesk róm-
antík. Á þessum tónleikum mun
andi keisara-
tímans svífa yfir
vötnum. Verkin
sem flutt verða
eru 5 smálög fyr-
ir flautu, fiðlu og
píanó eftir C.
Cui, Élegíe fyrir
strengjakvartett
eftir A. Glazunov,
Adagio fyrir
hörpu og
strengjakvartett
eftir P. Tchaikov-
sky, Serenaða um
Önnu Boleyn við
stef eftir Doniz-
etti fyrir píanó,
hörpu, fagott,
horn, víólu, selló
og kontrabassa
eftir M. Glinka og
Souvenir de Flor-
ence fyrir
strengjasextett
eftir P. Tchaikov-
sky. Verkin eru
öll eftir rússnesk
tónskáld sem
voru uppi á tíma-
bilinu 1804-
1936. Elstur
þeirra var Glinka,
sem ruddi braut-
ina fyrir þá sem á
eftir komu, bæði
þá sem aðhylltust þjóðlega stefnu
fimmmenninganna eins og Cui og
alþjóðlega stefnu Tchaikovsky.
Hátíðin fer að höndum ein nefn-
ast tónleikar sem verða haldnir í
Áskirkju, sunnudaginn 17. desem-
ber kl. 17. Kammersveitin hefur
haft það að sið að halda jólatón-
leika í desembermánuði þar sem
leikin er tónlist frá barokktímabil-
inu. Á efnisskránni að þessu sinni
verða Konsert í D-dúr fyrir 2
trompeta, fíðlu og kammersveit
eftir Vivaldi, Konsert í g-moll fyr-
ir 2 selló og kammersveit, eínnig
eftir Vivaldi, Konsert í d-moll fyr-
ir óbó og kammersveit eftir A.
Marcello og Konsert í a-moll fyrir
flautu, fiðlu, sembal og kammer-
sveit BMV 1044 eftir J.S. Bach.
Þriðju tónleikarnir verða haldnir
í Listasafni íslands, mánudaginn
12. febrúar kl. 20.30 undir heitinu
Meistarar 20. aldar. Hér verða leik-
in verk eftir nokkra meistara 20.
aldarinnar sem ekki heyrast oft á
tónleikum hér á landi. Leikin verða
Octandre fyrir flautu og piccolo,
klarinett og Es-klarinett, óbó, hom,
trompet, básúnu og kontrabassa
eftir E. Varése, Konsert op. 24
fyrir flautu, óbó, klarinett, horn,
trompet, básúnu, fiðlu, víólu og
píanó eftir A. Webern, Kvintett op.
50 fyrir flautu, klarinett, hom, ví-
ólu og selló eftir Jón Leifs, Seren-
ata I fyrir einleiksflautu og 14
hljóðfæri eftir L. Berio og Madrig-
alar I-IV fyrir sópran, slagverk,
kontrabassa, flautu og hörpu eftir
G. Cmmb. Fæst þessara verka
hafa verið flutt á tónleikum hér á
landi fyrr.
Þorsteinn Gauti á ísafirði
TÓNLISTARFÉLAG ísafjarðar er
að hefja vetrarstarfsemi sína og
verða 1. ákriftartónleikar félagsins
á þessu starfsári miðvikudags-
kvöldið 15. nóvember.
Það er Þorsteinn Gauti Sigurðs-
son píanóleikari sem verður gestur
félagsins á tónleikunum og haldnir
verða í sal Grunnskóla ísafjarðar
og heijast kl. 20.30.
Á efnisskránni verða verk eftir
Rachmaninoff, Debussy, Ravel,
Gershwin, Skijabin, Prokofíev og
Lárus Grímsson.
Ljösmyna/Kagnar Axelsson
KAMMERSVEIT Reykjavíkur.
KARLAKÓRINN Fóstbræður efnir til tónleika í Digraneskirkju
dagana 17. og 19. nóvember næstkomandi.
Hausttónleikar karla-
kórsins Fóstbræðra
DAGANA 17. og 19. nóvember
nk. efnir karlakórinn Fóstbræð-
ur til tónleika í Digrarteskirkju
og hefjast þeir kl. 20.30.
Efnisskráin verður að þessu
sinni eilítið af léttara tæinu og
er blanda af bandarískum negra-
sálmum og lögum úr söngleikjun-
um góðkunnu South Pacific og
Show Boat. Auk þess munu Átta
Fóstbræður flytja nokkur „Bar-
ber Shop“ lög. Þá mun Kristján
Kristjánsson (KK), sem er félagi
í Fóstbræðruni, taka lagið með
áttmenningunum. Einsöngvarar
með kórnum verða Signý Sæ-
mundsdóttir, sópran, og nokkrir
úr röðum kórmanna. Píanóleik-
ari á tónleikunum verður Lára
Rafnsdóttir. Stjórnandi kórsins
er Árni Harðarson.
Skráðir félagar í Fóstbræðrum
eru nú 74 talsins og verður kór-
inn 80 ára á næsta ári.
Að loknum hefðbundnum vor-
tónleikum á næsta ári efnir kór-
inn til söngferðar til Danmerkur,
Svíþjóðar, Finnlands og Eist-
lands. Fyrstu tónleikar kórsins í
þeirri ferð verða í konsertsalnum
í Tívolí í Kaupmannahöfn 24.
maí. Þess má geta að Kaup-
mannahöfn er menningarborg
Evrópu á næsta ári, og gegnir
konsertsalurinn í Tívolí þýðing-
armiklu hlutverki í tónlistar-
flutningi þeim, sem efnt verður
til af því tilefni.
Ennfremur verða tónleikar
haldnir í Stokkhólmi, Uppsölum,
Turku, Helsinki og Tallinn. Með-
al annarra tónleikasala sem
sungið verður í eru dómkirkjan
í Turku og Tempelkirkjan í Hels-
inki.
Þá ráðgerir kórinn að gefa út
hljómdisk þar sem efnið verður
þverskurður íslenskrar tónlistar
fyrir karlakóra, allt frá þjóðlög-
um til nútímahöfunda. Ennfrem-
ur er í undirbúningi útgáfa rits
um sögu kórsins ásamt Fóst-
bræðratali. Stefnt er að því að
ritið og hljómdiskurinn komi út
næsta haust.
Sljórnandi Fóstbræðra er sein
fyrr Árni Harðarson.