Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hjartanlega þökkum við börnum, tengdabörn- um, barna- og barnabarnabörnum fyrir stór- kostlega veislu í tilefni 75 ára afmœla okkar. Einnig þökkum við œttingjum og vinum heim- sóknir, gjajir og kveðjur. . Guð blessi ykkur öll. GuðlaugK. Guðlaugsdóttir ogAlbert J. Kristjánsson, Alfaskeiði 64 (16, Hafnarfirði. GÁMES/HACCP í matvælaiðnaði NYJk SK©DUNAR rSTOMN" Námskeið í uppsetningu innra eftirlits í matvælaiðnaði verður haldið föstudaginn 17. nóvember frá kl. 9 -18. Þátttökugjald er 10.000 kr. Leiðbeinandi dr. Róbert Hlöðversson. Upplýsingar í síma 568 1333. Námskeið - Skemmtileg fræbsla i fullrí alvöru SKEIÐ i Tuun aivoru I 8. nóv.: Stofnun og rekstur smáfyrirrækja 20. nóv.: Að semja með árangri 23. nóv.: Gæoasrjórnun - gæðastaðlar 4. des.: Leiðbeinendanámskeið Upplýsingar og innritun hjá lÖntæknistofnun, símar 587 7000 og 587 7440. lóntæknistof nun I IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS Keldnaholti, 112 Reykjavík Sími 587 7000 Ábendingár á mjólkurumbúðum, nr. 24 af'60. Hundruð í hættunni! Orðið hundrað er í fleirtölu hundruð (ekki hundruðir). Það hefur ávallt verið hvorugkynsorð og beygst þannig síðan land byggðist: <~^*?\ Eintala hundrað um hundrað hundraði hundraðs frá til Fleirtala hundruð hundruð hundruðum hundraða Y/ju Athugið að stofn orðsins jy er hundrað. Beygið orðið hérað til samanburðar. p*£2*+ Varðveitum rétta beygingu! MJÓLKURSAMSALAN IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til f östudags Hverjir eru á myndunum? ÞESSAR myndir og fleiri fundust fyrir nokkrum árum. Kannist einhver við fólkið má hann hafa sam- band við Framköllunar- þjónustuna í Börgarnesi í síma 437-1055. Ósæmileg ummæli í útvarpi ÉG hlustaði á útvarpsþátt- inn ívikulokin sl. laugar- dag. í lok þáttarins hringdi inn maður og jós úr sér svívirðingum um Rabin. Ég tel að stjórnendur þátta, þar sem fólk getur hringt inn og sagt skoðan- ir sínar, verði að vera nógu glöggir til að hleypa ekki hverjum sem er inn. Um- mæli þessa manns voru vægast sagt ósmekkleg og Útvarpinu ekki til fram- dráttar. Vilhjálmur K. Sigurðsson, Njálsgötu 48. Undrandi gömul kona HVAÐ ERU þessir menn að hugsa, kaupa bíl á 5,7 milljónir, undir rass for- sætisráðherra? Vonandi fær hann ekki rasssæri, blessaður maðurinn, er ráðherrann alveg siðgæð- islaus að taka þetta í mál. Fjöldi fólks atvinnulaus, margt ungt dugnaðarfólk missir eigur sínar vegna rosavaxta af lánum. Á meðan á þessu stendur leyfa þessir háu herrar sér að aka á dýrustu tegund- um bíla, að þið skulið ekki skammast ykkar, allir upp til hópa. Væri nú ekki nær að sýna samstöðu með fólkinu ykkar í þessu landi, að láta gott af ykkur leiða og skipta meira á milli þeirra er minna hafa? Eruð þið virkilega ánægðir með ykkur í þess- um stöðum, með atferli ykkar í þágu almennings í þessu svokallaða landi okkar? Svo eitt enn, því í ósköpunum þurfa þessir háu herrar að hafa bíl- stjóra, kunna þeir ekki umferðarreglurnar eins og aðrir? Þarna má spara heil- mikið en ekki bara á sjúk- um og öldruðum. Burt með alla sjálfs- elskupúka úr rikisstjórn- inni! Guðrún Jónsdóttir Stundin okkar ANNA María hringdi og vildi lýsa óán'ægju sinni með Stundina okkar og telur að efnið sem þar er á boðstólum henti ekki fyr- ir ung börn. Það þarf að finna eitthvert efni sem hæfír litlum krökkum. Tapað/fundio Armband tapaðist GULLARMBAND tapaðist fyrir u.þ.b. hálfum mán- uði. Armbandið er frekar grófmunstrað, um einn og hálfur sentimetri á breidd. Finnandi vinsamlega hringi í síma 554-0758. Fundarlaun. Úlpa fannst MITTISÚLPA í „her- mannalit" með vínrauðum líningum á vösum og háls- máli fannst fyrir nokkrum vikum á Brekkugötu í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 565-4387. Gæludyr Köttur á flækingi HVÍTUR og gulflekkóttur mjög fallegur ógeltur högni hefur gert sig heimakominn í Skipholti í u.þ.b. einn og hálfan mán- uð og ratar greinilega ekki heim. Heimilisfólk er með ketti fyrir og getur því ekki bætt við sig dýri. Þeir sem sakna hans geta hringt í síma 553-4766. SKAK limsjón Margeir Pétursson íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, fslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á opna mótinu á grísku eyjunni Krít í Miðjarðarhafi sem lauk fyrir rúmri viku. Fremsta skákkona Grikkja Anna-Maria Botsari (2.320) hafði hvítt, en alþjóðlegi meist- arinn V. Golod (2.540) frá Úkraínu var með svart og átti leik. 25. - Re5! 26. fxe5 - fxe5 (Með riddarafórninni hefur svartur lagað peða- stöðuna og opnað línur fyrir menn sína.) 27. Kel - e4 28. Bfl (Skárri vörn var 28. Bc2) 28. - e3 29. De2? og hvítur gafst upp án þess að bíða eft- ir svari svarts sem yrði 29. - De4! og annar hvor hrókur hvíts fellur. Golod þessi sigr- aði fremur óvænt á mótinu, sem var skipað fjölmörgum stór- meisturum, þar á meðal var Hannes Hlífar Stefáns- son. Þótt Golod sé hár á stigum er hann lítt þekktur á Vesturlöndum. Þeir tímar eru greinilega enn ekki liðnir að ókunnir meistarar frá fyrrum Sov- étríkjunum slái í gegn. HOGNIHREKKVISI uMérlist wziá tyllttJ nek^urnar." Víkverji skrifar... VÍKVERJI er þeirrar skoðunar að íslensk kvikmyndagerðarl- ist standi nú með miklum blóma. Skemmst er að minnast frábærrar kvikmyndar Hilmars Oddssonar, Tár úr steini, og í síðustu viku var frumsýnd kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar, Benjamín dúfa, sem hlaut frábæran dóm hér í Morgun- blaðinu og þrjár og hálfa stjörnu. Myndin er afar vel gerð, þar sem gott handrit, leikur, leikstjórn, tón- list, kvikmyndataka, klipping og hljóðsetning mynda í sameiningu heildstæða, trúverðuga, fallega, fyndna og sorglega kvikmynd. Sannkölluð rós í hnappagat ís- lenskrar kvikmyndagerðar. XXX SÉRSTAKLEGA hafði Víkverji gaman af leik ungu drengjanna í Benjamín dúfu, þeirra Sturlu Sig- hvatssonar, Gunnars Atla Cauth- ery, Sigfúsar Sturlusonar og Hjör- leifs Björnssonar. Hver á sínu sviði sýndi hreint afbragðs góðan leik, þar sem persónueinkenni voru dreg- in skýrum stöfum. Það er skemmti- legt til þess að vita, að íslensk börn skuli ráða við það, að leika á jafn- sannfærandi hátt og þessir drengir sýndu, eins og þær stöllur gerðu í Tári úr steini, sem léku systurnar Líf og Snót. XXX FLEIRA markvert og fréttnæmt hefur gerst í íslensku menn- ingarlífi undanfarna daga. Á föstu- dagskvöld var Madama Butterfly frumsýnd í íslensku óperunni og var sú sýning sannkallaður listasig- ur fyrir óperuna og þá ekki síst fyrir Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, sem söng hlutverk Cio-Cio-San, Madama Butterfly öðru nafni, á þann veg, að enginn gat ósnortinn verið, enda hlaut hún slíka dóma fyrir söng sinn og leik, að til tíð- inda heyrir. Hún er óumdeilanleg stjarna verksins, þótt aðrir söngvar- ar og hljóðfæraleikarar og aðstand- endur sýningarinnar standi sig einnig með stakri prýði. xxx ÞÁ virðist Þjóðleikhúsið hafa bætt rós í imappagat sitt, ef marka má umsagnir um frumsýn- ingu þess sl. föstudagskvöld á nýju leikriti bandaríska leikskáldsins Arthurs Millers, Glerbrotum. Höf- undurinn stendur á áttræðu um þessar mundir og 5 Þjóðleikhúskjall- aranum í fyrrakvöld var sérstök dagskrá tileinkuð afmælisbarninu. Miðað við þá grósku sem virðist vera í íslensku menningarlífi um þessar mundir, hvort sem um leik- hús, óperu, tónlist eða kvikmyndir ræðir, má vænta þess að landsmenn geti stytt sér stundir í skammdeg- inu, sem nú herjar æ harðar á okk- ur, með fjólbreytilegum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.