Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUD'AGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vissirþú II aó þína jafnvel getur margfaldaö penmgana þusundfalt eóa tiuþusundfalt? líigiSSff AKUREYRI Eimskip hefur millilandasigling- ar frá Akureyri EIMSKIPAFELAG Islands hefur aukið starfsemi sína á Akureyri og hefur vægi skrifstofu félagsins þar aukist. Þar er veitt öll sama þjónusta og á skrifstofum þess víða um heim þar sem millilandaskip félagsins hafa viðkomu. Beinar siglingar til meginlands Evrópu heijast frá Akureyri í janúar næstkomandi og munu tvö skip, Reykjafoss og Skógafoss annast þær. Eimskip hefur siglt til Akur- eyrar frá árinu 1915. Eimskip hefur um 14 þúsund fer- metra svæði til umráða á vöruhafn- arsvæðinu við Oddeyrarbryggju og hafa þegar óskað eftir í kjölfar auk- inna umsvifa að fá 7 þúsund fer- metra til viðbótar eins fljótt og kost- ur er og aðra 7 þúsund fermetra til að eiga tryggt land vegna mögulegr- ar stækkunar síðar. Félagið hefur samið við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna um lagerhald og dreifíngu og var því nýlega ráðist í umfangsmiklar breytingar á hús- næði félagsins í Oddeyrarskála. Framkvæmdir kosta um 40 milljónir króna og verður fyrsta áfanga lokið um næstu mánaðamót, en áætlað er að ljúka breytingum við skálann í vor að fullu. Starfsemi landflutninga- fyrirtækisins Dreka, sem Eimskip á meirihluta í verður flutt í Oddeyrar- skála. Þrír starfsmenn Slippstöðvarinnar Odda hafa að undanförnu séð um gámaviðgerðir fyrir Eimskip og sagði Hörður Sigurgestsson forstjóri að svo yrði áfram. Þá sagði hann að félagið hefði athugað kosti þess að taka eitt- hvað af skipum félagsins í flotkví Akureyrarhafnar þegar þau þyrftu á botnhreinsun að halda. Morgunblaðið/Kristján Skautavertíðin hafin SKAUTASVELLIÐ á Akureyri hefur verið opnað fyrir bæði keppnisfólk og almenning. Skautaáhugafólk getur því farið að dusta rykið af skautunum sín- um því segja má að skautavertíð- in sé hafin fyrir alvöru. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom við á svellinum í vikunni var hóp- ur ungmenna á listhlaupsæfingu undir stjóm Sigurðar Magnússon- Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Skjóta skjólshúsi yfír andahópinn VETURINN er óumdeilanlega sestur að í Ólafsfirði þegar full- trúar Andavinafélagsins á staðn- um taka fuglana á hús því þá er kominn vetur í bænum. Anda- vinafélagsmenn hafa um nokk- urra ára skeið haldið m.a. endur á tjörninni í hjarta bæjarins en félagsskapurinn samanstendur af áhugafólki um fugla og aukið líf á og við tjörnina. Það hefur glatt bæði heimamenn og ferða- langa. Andavinir vilja forða fugl- um sínum frá hinum snjóþungn vetrum og skjóta því yfir þá skjólshúsi yfir hörðustu vetrar- mánuðina. Þeir voru einmitt á ferðinni i vikunni, ráku hópinn á undan sér eftir aðalgötunni og í skúr sem þeir hafa til afnota vestur í bænum. Hita- og vatnsveita Akureyrar Umhverfisvænn jarð- bor tekinn í notkun ur var frá fyrirtækinu Merkúr í Reykjavík, kostaði um hálfa milljón króna en hann var fluttur inn frá Hollandi. „Svona verkfæri getur sparað sveitarfélögum óhemju pening. Þetta er mjög umhverfisvænt tæki því ekki þarf lengur að grafa skurði fyrir öllum lögnum. Einnig er hægt að nota borinn t.d. til að taka jarð- vegssýni og bora fyrir girðingar- staurum. Borinn kemst í gegnum allan jarðveg nema harða klöpp og fer um hálfan metra á mínútu í mjúkum jarðvegi," sagði Snæ- laugur. Starfsmenn Hita- og vatnsveitu voru að gera við kaldavatnslögn í Eyrarlandsvegi í gær og í stað þess að grafa um 50 m langan skurð í húsagörðunum, þurfti að- eins að grafa fjórar holur svo hægt væri að athafna sig með borinn. Á myndinni er Rafn Her- bertsson verkstjóri að stilla borinn af. HITA- og vatnsveita Akureyrar hefur fjárfest í loftdrifnum jarð- bor, sem notaður er við að leggja lagnir í jörð. Með bornum, sem kallaður er Moldvarpan, er hægt að bora í gegnum jarðveg, t.d. í görðum, undir umferðargötur og mannvirki. Áður þurfti að rífa upp götur og garða sem var bæði sein- legt og kostnaðarsamt. Borinn er 10 cm í þvermál og hann dregur með sér 70 mm svert plaströr sem verður eftir í jarðveg- inum og svo eru pípur lagðar í plaströrið. Það er svo hægt að nota aftur ef lagnir í því verða fyrir skemmdum. Verður fljótur að borga sig upp Snælaugur Stefánsson, yfir- verkstjóri hjá Hita- og vatns- veitunni, segir að borinn sé hið mesta þarfaþing og hann verði fljótur að borga sig ppp. Borinn og búnaður með honum sem keypt- Morgunblaðið/Kristján Kvöldvaka á fæðingar- degi skálds í TILEFNI af 150 ára ártíð Öxndælingsins Jónasar Hall- grímssonar gangast áhuga- menn fyrir kvöldvöku í Þela- merkurskóla á fæðingardegi skáldsins, annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 16. nóvember. Efni kvöldvökunnar er upp- lestur Þráins Karlssonar úr verkum skáldsins og úr verkum annarra höfunda um Jónas. Einnig munu nemendur Þela- merkur flytja nokkur ljóð skáldsins og Bjami E. Guðleifs- son fjalla um Jónas sem náttúru- fræðing. Ingunn Aradóttir syng- ur eitt lag við ljóð skáldsins og einnig ætlar Þórarinn Hjartar- son að syngja nokkur ljóð hans. Kvöldvakan hefst kl. 20.30 og er öllum opin, aðgangur er ókeypis, en að lokinni dagskrá selja nemendur skólans kaffí. Þijú formleg tilboð bárust í loðnuverksmiðju Krossaness ÞRJÚ formleg tilboð hafa borist í hlutabréf Akureyrarbæjar í loðnuverksmiðjuna Krossa- nes, en frestur til að gera tilboð í bréf bæjarins rann út kl. 16 í gærdag. Þeim sem sýnt höfðu verksmiðjunni áhuga var gefinn kostur á að skila inn tilboðum í verksmiðjuna. Tilboðin verða opnuð í dag og væntanlega kynnt á fundi bæjarráðs á morgun, fímmtudag. Þeir sem gerðu tilboð eru fóðurverksmiðjan Laxá hf., Þórarinn Kristjánsson framkvæmda- stjóri Gúmmívinnslunnar, sem fer fyrir hópi fjárfesta, og Oddur H. Helgason framkvæmda- stjóri Blikkrásar, sem einnig er í forsvari fyrir hóp manna sem áhuga hafa á að eignast verk- smiðjuna. Þijú skilyrði fyrir sölu Þijú skilyrði hafa verið sett fyrir sölu á hluta- bréfum bæjarins í verksmiðjunni, að fyrir þau fengist eðlilegt verð, að tryggt sé að starfsem- Morgunblaðið/Kristján in yrði áfram í bænum og að hægt verði að losa bæinn undan ábyrgðum sem á fyrirtækinu hvíla, en þær eru hátt í 300 milljónir króna. Þórarinn Kristjánsson, Jóhann Pétur Anders- en frámkvæmdastjóri Krossaness og Sjóvá- Almennar tóku síðsumars þátt í hlutafjáraukn- ingu fyrirtækisins upp á 25 milljónir króna og eiga nú tæplega 20% hlut í félaginu á móti Akureyrarbæ. Þórarinn vildi ekki upplýsa hveij- ir stæðu með honum að tilboðinu, en sagði um stóran hóp að ræða. Akureyrarbær á um 30% í fóðurverksmiðj- unni Laxá, sem er næsti nágranni Krossanes- verksmiðjunnar og hefur verið rætt m.a. í bæjarstjórn að hagkvæmni muni aukast mjög við það að sameina rekstur fyrirtækjanna. Oddur Halldórsson sagðist hafa lagt fram raunhæft tilboð og á þeim nótum sem hans hópur treystir sér til að reka verksmiðjuna. Hann sagðist bíða spenntur eftir að heyra hver niðurstaðan yrði, en vildi ekki frekar en aðrir sem buðu upplýsa upp á hvað tilboðið hljóðaði. Krossanesverksmiðjan var endurbyggð frá grunni eftir bruna sem þar varð fyrir fáum árum. Framleiðslugetan er liðlega 500 tonn á sólarhring og veltan á bilinu 400 til 500 milljón- ir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.