Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNASSON, Álftamýri 4, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 13. nóvember. Svava Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SVANFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hellissandi, andaðist aðfaranótt 14. nóvember. Friðjón Jónsson, Þyri Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Kristján Jónsson, Baldur Jónsson, Bylgja Halldórsdóttir, Haukur Sigurðsson, Metta Guðmundsdóttir, Arnheiður Matthfasdóttir, Albína Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar og bróðir, GESTUR SIGURÐUR ÍSLEIFSSON, er lést 7. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 16. nóvember kl. 13.30. Börn og systkini. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN ÁSMUNDSSON, lést*H3orgarspítalanum 4. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fannlaug Ingimundardóttir, Sveinn Björnsson, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Ragnar Björnsson, Þuríður E. Steinarsdóttir og barnabörn. t Okkar ástkæra dóttir, systir, barnabarn og frænka, FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR, Tjarnarlundi 15E, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 17. nóvember kl. 13.30. Ólína Jónsdóttir, Halldór M. Rafnsson, Ómar, Elfar, Torfi Rafn og Unnur Halldórsbörn, Jón Helgason, Snjólaug Þorsteinsdóttir, Rafn M. Magnússon, Fanney Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. t Hinum fjölmörgu, ættingjum og vinum, sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GÚSTAFS KJARTANSSONAR bónda, Brimnesi, Árskógsströnd, sem lést þann 23. október sl., sendum við hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll. Karólína B. Gunnarsdóttir, Kjartan Gústafsson, Gunnar Gústafsson, Laufey Sveinsdóttir, Emelía Gústafsdóttir, Sigurður Ananíasson, Rúnar Gústafsson, Laufey Guðjónsdóttir, Arnar Gústaf sson, barnabörn og barnabarnabörn. SIGRUN HELGADÓTTIR + Sigrún Helga- dóttir fæddist að Stóru Reykjum í Hraungerðishreppi 6. apríl 1906. Hún lést 4. nóvember síð- astliðinn á Landspít- alanum. Foreldrar hennar voru Olafía Kristrún Magnús- dóttir og Helgi Jóns- son. Sigrún var önn- ur í röðinni af þrem- ur alsystkinum, þau eru nú látin. Leiðir foreldranna skildu og þeir giftust aftur. Sammæðra voru fimm systkini og eru tvær systur á lífi, Rósa, búsett í Reykjavík, og Rúna, búsett í Phiíadelphia í Banda- ríkjunum. Samfeðra voru 3 ÉG HÉLT alltaf og vonaði að amma yrði a.m.k. 100 ára en það er ekki gaman að lifa þegar maður þjáist og eftir á að hyggja var hún örugg- lega búin að fá nóg af þessu sjúkra- húslífi. Nú þarf hún ekki að þjást meir og er komin til afa míns, Bjarna Sæmundssonar, sem dó fyr- ir 14 árum. Ég sakna þeirra og hefði viljað hafa þau lengur í lífi mínu en dauðinn er hluti af lífinu og lífið heldur áfram, eftir sitja minningarnar og þær styrkja mann á sorgarstund. Ég man lítið eftir mínum yngri árum en það litla sem ég man eru stundirnar sem ég og systir mín vorum hjá afa og ömmu í pössun. Þar fengum við að teikna, lærðum að prjóna og horfðum á ömmu sauma. Og viti menn, áhuga- mál mín í dag eru prjóna- og sauma- skapur og teikning. Amma var allt- af að prjóna og ég fylgdist með því af aðdáun hvernig hún fór að því að klára heila lopapeysu á einum degi. Það kom því í hlut afa að fara með okkur systurnar niður að Tjörn til að gefa öndunum. Hann fræddi okkur um nöfn þeirra allra og svo var komið við bakaríinu á leiðinni heim og keyptir snúðar með kaffinu og amma bætti súkkulaði á snúðana. Það var alltaf gaman hjá ömmu og afa enda alltaf nóg um að vera því þau gerðu allt til þess að okkur myndi ekki leiðast. Amma hefur örugglega orðið mjög einmana eftir að afi dó en hún hélt áfram að prjóna og fór að ferð- ast og taka þátt í félagsstarfi aldr- aðra. Þegar við systkinin vorum yngri kom amma oft til að vera hjá okkur þegar pabbi og mamma fóru til útlanda og þá fannst okkur Erfidrykkjur II Glæsileg kaffi- 1 hlaðborð, fallegir 11 salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar 1 ísíma 5050 925 1 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LuFTlElDlR systkini og eru syst- ur hennar tvær á lífi, Fjóla, búsett í Reykjavík og Helga, sem býr á Selfossi. Hinn 8. feb. 1930 giftist Sig- rún Bjarna Gunnari Sæmundssyni, fæddur 8. júlí 1906, dó 16. des. 1981. Þau eignuðust 2 börn, Bjarna Ellert, kona hans er Þóra Jakobsdóttir, börn þeirra voru þrjú, og Sigrúnu Ástu, mað- ur hennar er Guðjón Jónsson, börn þeirra eru þrjú og barna- barnabörnin voru orðin fimm. Útför Sigrúnar var gerð 13. nóvember síðastliðinn. amma ekki eins skemmtileg enda frekar ströng og „gamaldags" að okkar mati. Hún var alla . mína tíð mjög heilsuhraust og hana munaði ekk- ert um að fá sér smágöngutúr frá Ásvallagötunni og út á Nes, sér- staklega eftir að við fengum okkur hund, hana Perlu. Hún var í alveg sérstöku uppáhaldi hjá ömmu og hrifningin var gagnkvæm, á síðustu 5 árum gat amma ekki fengið að sjá Perlu nema þegar hún var nógu hress til að koma í heimsókn til okkar og það þótti henni mjög sárt. Amma var alltaf svo hress og kát og með húmorinn í góðu lagi alveg til hins síðasta. Hún var mjög áhugasöm um allt sem ég var að gera og fylgdist vel með skólagöngu minni. Eftir að ég flutti utan til að læra var hún alltaf að spyrja um mig og þegar ég var á landinu spurði hún mig hvenær ég færi og það voru sárar kveðjustundir því við vissum aldrei hvort við myndum sjást aftur. Það eru nú fimm ár síðan amma veiktist fyrst og þá var hún næstum heilt ár á Borgarspítalánum áður en hún fluttist á Grund. Amma var allt önnur eftir sjúkrahúsvistina og náði sér aldrei. Þessi fjögur ár sem hún var á Grund komu betri og verri tímar og tíminn var vel nýttur þegar hún var ekki rúmliggjandi, þá var hún síprjónandi og vildi varla leggja þá frá sér til að fara að sofa. Það eru líka rúm fjögur ár síðan ég flutti út til Þýskalands og því sá ég ömmu ekki nema tvisvar til þrisvar á ári. í sumar sá ég hve henni hafði hrakað og hún virtist sjálf vera búin að fá nóg, því hún fastaði og það varð engu komið ofan í hana. Hana grunaði eflaust hvert stefndi og fór stöðugt með eftirfarandi bæn: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þin leiði mig út og inn svo ailri synd ég hafni. Ég bið Guð að varðveita ömmu mína og afa. Sigrún. Kynni mín af ömmu hófust fyrir rúmum þrjátíu árum. Barnung dótt- ir Sigrúnar Helgadóttur og Bjarna •Gunnars Sæmundssonar hafði fætt son. Sigrún og Bjarni áttu eftir að hafa mikið af uppeldi drengsins að segja. Ungi drengurinn gat ekki sagt „Sigrún amma", heldur sagði hann „Súra amma". Upp frá þessu gekk Sigrún amma undir nafninu t Elskulegur sonur minn, HAFÞOR L. FERDINANDSSON, verður j'arðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Bára Lýðsdóttir. „Súra". Súra amma gætti mín dag- langt fyrstu árin í lífi mínu á með- an foreldrar mínir unnu langan vinnudag. Ég minnist samveru- stundanna með Súru ömmu með miklu þakklæti og hlýju. Súra amma hafði alltaf tíma. Það voru raulaðar vísur, sagðar sögur og bakaðar kökur. Jafnframt heimils- störfum tók amma að sér kjólasaum og prjónaði lopapeysur. Ég aðstoð- aði ömmu við saumaskapinn og saman fengum við okkur hressingu á eftir. Árin liðu og barnabörnum fjölg- aði. Þrátt fyrir það nutum við öll óskiptrar athygli ömmu. Á heimili hennar og afa að Bræðraborgarstíg og síðar Ásvallagötu átti ég ávallt athvarf. Súra amma og Bjarni afí voru ekki rík á veraldlega vísu. En ráðdeild og nýtni voru þeim í blóð borin og hagur barnanna gekk framar þeirra eigin. Þau spurðu mig reglulega hvort að mig vantaði ekki eitthvað og gaukuðu að mér aurum við og við. Eftir andlát Bjarna afa tók við nýr kafli í lífi ömmu. Hún gerði víðreist og skoðaði heiminn. Fyrir rúmum tíu árum fjölgaði barna- börnum ömmu um eitt. Hundurinn Perla kom í fjölskyld- una og fékk engu minni hlýju og athygli en hin barnabörnin. Amma tók slíku ástfóstri við hundinn, að hún sá til þess að hundurinn fengi nokkra klukkutíma í gönguferðir á viku. Þessi væntumþykja var gagn- kvæm. Hundurinn gladdist mest yfir að hitta Súru ömmu af öllum í fjölskyldunni. Þegar amma var orðin léleg til heilsunnar nægði að segja nafn hundsins og þá ljómaði amma af gleði. Undanfarin ár dvaldi amma ýmist á elliheimili eða sjúkrahúsum. Hún kvartaði lítið og bar þjáningar sínar í hljóði. Það eru aðeins nokkr- ir mánuðir síðan að amma stikaði um gangana á Ellihejmilinu Grund og gerði grín að „gamla fólkinu". Þetta er minning mín um ömmu sem gaf mér tíma, umhyggju og hlýjar minningar sem ég bý að um alla framtíð. Eg er þakklátur fyrir þessar minningar og bið góðan Guð að varðveita Súru ömmu. Jón. Mig langar að minnast hennar elsku ömmu minnar á Braggó (Bræðraborgarstíg 47, síðar As- vallagötu 35) með örfáum orðum. Ég fæddist heima hjá ömmu og afa Bjarna á Braggó og á mínum upp- vaxtarárum kom ég mikið til þeirra. Það var alltaf margt um manninn hjá ömmu enda var hún mikil saumakona, nánast kjólameistari, og einnig var hún frábær prjóna- kona og hefur handavinna hennar verið send viða um heim til ætt- ingja og vina. Samt gaf hún amma sér alltaf tíma fyrir okkur krakkana og sagði oft á mínum yngri árum að ég væri eins og öskutunna, því ég var nvjög lystugur. T.d. minnist ég þess þegar hún bakaði heilan haug af pönnsum, sem var oft, ög sagði ég þá þegar ég var langt kominn með diskinn að pönnsurnar væru vondar. Útivist og ferðalög voru afa og ömmu mikil ánægja og ferðuðust þau mikið bæði innan- lands og seinna líka erlendis og fylgdist amma vel með nútímanum meðan heilsan leyfði. Eg vil með þessum kveðjuorðum þakka allt sem hún yndislega amma mín gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Guð blessi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakká. Guði sé lof fyrir Íiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnar Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.