Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Utvarpsstj órinn aftur krafinn um afsökunarbeiðni Frá Önundi Ásgeirssyni: ÚTVARPSSTJÓRINN er upptekinn maður. Hann má ekki vera að því að svara nöldri um siðleysi í sjón- varpsefni, sem sent er inn á hvert heimili í landinu á hans ábyrgð, því að hann er upptekinn við að skýra menningarhlutverk stofnunarinnar og sérstaklega Sjónvarpsins. Hann hefir nú látið Dagsljós (sem í raun ætti að heita Svartnættið) hefja nýjan framhaldsþátt með sam- keppni milli byggða um hver gæti gert yhitt“ oftast á viku. Þannig unnu Isfirðingar vesæla Húsvíkinga með yfírburðum í fyrstu umferð. 011 þjóðin og útvarpsstjórinn með bíða spennt eftir framhaldinu. Gall- inn á þessari keppni er sá, að ekki er rétt spurt. Það myndi hafa aukið mjög spennu þessa nýja framhalds- þáttar útvarpsstjórans, ef spurt hefði verið hversu oft á nóttu menn gerðu „hitt“. Það sýnir stjórnleysi útvarpsstjórans, að þetta skuli þannig fara úr böndum strax í upp- hafi. Hann á þó væntanlega eftir að afhenda sigurkransinn í þátta- lok. Hefði ekki verið menningar- legra og lærdómsríkara að sýna meira verklegt? Einhver letiblóð frá Sjónvarpinu mættu í Þjóðarsálinni til að skýra vinsældir löngu framhaldsþáttanna: 200 Dallas, 300 Löður, 400 Rose- anne, 260 Leiðarljós. Tölurnar eru ekki allar nákvæmar, en allt ein- tómt bull. Það er ekki hægt að sýna skynsömu fólki meiri óvirðingu. Allt er þetta út af því, að þeir sem áttu að stjórna þessum útsending- um nenntu ekki að vinna sitt verk og útvega gott efni. Ennþá verra er þó að sjá þá fyrirlitningu, sem börnum er sýnd í Sjónvarpinu. Börn eru gáfaðasti hluti samfélagsins og þeim á að sýna uppbyggilegt og fræðandi efni, en ekki eintómt rugl. Það er greinilega kominn tími á þessa stjórnendur - kannski háa sem lága. Að endingu þetta tvennt: Ríkisút- varpið á ekki rétt á að senda þenn- an siðspillandi óþverra inn á heimil- in í landinu. Það ætti að varða við refsilög. Greiðið því ekki afnota- gjöldin. Og ennfremur: Ég skora á allar konur að kaupa ekki dömu- bindi, sem auglýst eru í Sjónvarp- inu. Með kveðju frá Gregory. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, Kleifarvegi 12, Reykjavík. Mannorðsmorð Frá Hrafnhildi Valgarðsdóttur: ÍSLENDINGAR standa þétt saman í sorginni, það höfum við svo oft reynt. Þess vegna vekur það furðu og hrylling þegar mannorðsmorð eru framin og það af ungu fólki. Hvaða hvatir liggja að baki því að siga þjóðinni á þekktan fjöl- miðlamann sem aldrei hefur sýnt neitt af sér annað en hlýju og ein- lægni? Ég þekki ekki Heiðar Jóns- son snyrti, en hef aldrei orðið ann- ars vör en að hann vilji öllum sem Hrafnhildur Valgarðsdóttir best, gefí ráð og dragi það besta fram í öðrum. Þeir sem standa að baki því óþverramáli sem nú er í gangi ættu að leita sér að einhverju öðru þarfara að gera en að níða aðra niður. Þjóðin er ríkari af því að eiga einlægan og velviljaðan ein- stakling eins og Heiðar Jónsson en það sama gildir ekki um þá sem níða niður og vildu áreiðanlega flestir vera lausir við áhrif þeirra. Stendur ekki einhvers staðar skrif- að; sá sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, eða gleymdist að kenna hinum ungu menntamönnum þessa speki? HRAFNHILDUR VALGARÐSDÓTTIR rithöfundur. Orðsending til Steingríms St. Th. Sigurðssonar Frá Ólafi Hauki Símonarsyni: ÞAÐ var gaman að hitta þig á götu í þrifnaðarbænum Húsavík og geta boðið þér á leiksýningu. Og ekki mun ég erfa það við þig þótt boðs- gestur minn færi síðan beint í blöð- in að saka mig um múgmennsku, ósmekklegheit og skáldníð. Mér leiðist bara eilítið að þú skyldir sjálf- ur kjafta svo mikið á sýningunni að það sem þú sást og heyrðir varð eitthvað annað en það sem við hin ( sáum og heyrðum. Að þér skyldi I takast að skilja leikritið á þann veg að verið væri að reyna að koma höggi á skáldin Tómas Guðmunds- son og Davíð Stefánsson, það er mér óskiljanlegt. Leikritið snýst um öfgafengið dálæti Orms Óðinssonar á skáldskap og ljóðskáldum. Hetjur Orms Óðinssonar eru skáldin, lif- andi og dauð. Hann er meirasegja svo klikkaður að stefna að því að verða ljóðskáld. En hann er líka ( unglingur á mótþróaskeiði og á sér { afgerandi hetjur í skáldskapnum, áreiðanlega þær sömu og við áttum á hans aldri. Jóhann Jónsson, Jó- hann Sigutjónsson og Dagur Sig- urðsson eru hans menn. í skólablað- ið skrifar Ormur óðinsson: Jóhann Jónsson orti Söknuð, eina almenni- lega ljóðið sem til er á íslensku. Og klikkir út: „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?“ Er til fulkomnari ljóðlína? Sem þýðir vitanlega að Olga móðir hans bregst hart við. Hún segir: Við eigum öll að þakka Guði fyrir að hafa fengið í vöggugjöf ljóð- in þeirra Davíðs og Tómasar. „Til- vera okkar er undarlegt ferðalag/ Við erum gestir og hótel okkar er jörðin." Eru þetta ekki fullkomnar ljóðlínur, gamansamar og djúpar í senn? Hvað varðar lengd sýningarinnar þá er hún mjög hefðbundin, tveir og hálfur tími. Og flestir áhorfend- um virðast skemmta sér konung- lega, að minnsta kosti þeir sem eru að hlusta á leikarana en ekki bara sjálfa sig. Þannig er nú það, kæri Stein- grímur. Það er von mín að þú sért við góða heilsu og njótir vel dásam- legrar náttúru Norðurlands. ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON. Nýtt útbob ríkisbréfa mibvikudaginn 15. nóvember 1995 Ríkisbréf, 1. fl. 1995, til 3 ára Útgáfudagur: Gjalddagi: Greiðsludagur: Einingar bréfa: Skráning: Viðskiptavaki: 19. maí 1995 10. apríl 1998 17. nóvember 1995 100.000. 1.000.000, 10.000.000 kr. Eru skráð á Verðbréfaþingi íslands Seðlabanki Islands Ríkisbréf, 1. fl. 1995, til 5 ára Útgáfudagur: Gjalddagi: Greiðsludagur: Einingar bréfa: Skráning: Viðskiptavaki: 22. september 1995 10. október 2000 17. nóvember 1995 100.000. 1.000.000, 10.000.000 kr. Eru skráð á Verðbréfaþingi Islands Seðlabanki Islands Sölufyrirkomulag: Ríkisbréfin verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að nafnverði. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Útboösskilnrálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu ö, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. Nýtt útbob ríkisvíxla mibvikudaginn 15. nóvember Ríkisvíxlar til 3 mánaba 22. fl. 1995 Útgáfudagur: 17. nóvember 1995 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir Gjalddagi: 16. febrúar 1996 Greiösludagur: 17. nóvember 1995 Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000. 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilbobsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóbum, lífeyrissjóöum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, ab gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 1 milljón króna. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 I dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Útboðsskilmálar, önnur tilbobsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjávík, sími 562 4070. GOTT FÓLK / SÍA - 420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.