Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 31 MINNINGAR FRIÐRIK OTTÓSSON + Friðrik Ottós- son, vélstjóri, á Isafirði, fæddist í Bolungavík 20. október 1921. Hann lést á heimili sinu á Seltjarnarnesi 6. nóvember síðastlið- inn, 74 ára að aldri. Foreldrar hans. voru Ottó Guðjóns- son, f. 1. nóvember 1900, bakari á Pat- reksfirði, og Júlí- ana Kristjánsdóttir, f. 2. júlí 1900 í Bol- ungavík. ": Friðrik ólst upp á Isafirði hjá afa sínum og ömmu, Guðjóni Magnússyni og Sigríði Halldórsdóttur. Hinn 19. maí 1944 kvæntist Fríðrik eftirlifandi eiginkonu sinni, Elinborgu Sigurðardótt- ur, f. 19. júní 1923 á ísafirði. Þau eignuðust eina dóttur, Hjörnýju, f. 2. ágúst 1941. Hjðrný giftist Jóni Hilmari Björnssyni, vélstjóra, árið 1961 og þau voru barnlaus, en hún lést 21. febrúar 1989. Hálfsystini Friðriks sam- mæðra eru: Eggert, Kristín, Ester, Ólöf og Kristinn Krist- insbörn. Hálfbræður hans samfeðra eru: Valdhnar Bernód- us og Hafliði. Friðrik vann í æsku ýmis stðrf á Isafirði, m.a. hjá íshúsfélagi ísfirð- inga. Friðrik var véístjóri að mennt og vann sem slíkur á strandferðaskip- um Ríkisskips í fjöldamörg ár. Vél- stjórnarþekking hans naut sín afar vel í störfum hans hjá Almenna bygg- ingafélaginu hf., þar sem hann vann í mörg ár og hjá Heild- versluninni Heklu, Caterpillar vélaumboðinu, en þár vann hann í mörg ár eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Friðrik var í eðli sínu félags- Iyndur maður, var virkur fé- lagi í • knattspyrnufélaginu Herði á ísafirði, formaður ís- firðingafélagsins í lteykjavík um nokkurra ára skeið og um tíma í stjórn Kiwanisklúbbsins Heklu. Útför Friðriks fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MÉR ER bæði Ijúft og skylt að minnast með nokkrum orðum svila míns, Friðriks Ottóssonar vélstjóra, sem er látinn. Kona hans, Elínborg Sigurðardóttir, er systir Guðrúnar konu undirritaðs. Friðrik ólst upp á ísafirði hjá föðurafa sínum, Guð- jóni Magnússyni, pósti og konu hans, Sigríði Halldórsdóttur. Á ísafirði æskuáranna var knatt- spyrna stunduð af kappi. Voru þar hæg heimatökin hjá Friðriki þar eð hann átti heima rétt við íþrótta- völlinn. Þar man ég fyrst eftir hon- um. Við vorum báðir í knattspyrnu- félaginu Herði og stunduðum knattspyrnu af kappi undir stjórn Halldórs Sigurgeirssonar knatt- spyrnuþjálfara. Á uppvaxtarárum, okkar á ísa- firði var atvinnuástand erfitt sök- um heimskreppunnar 1930-40. All- ar tekjur til heimilisins voru vel þegnar hversu litlar sem þær voru. Við vorum báðir svo heppnir þá 13 og 14 ára að komast að sem sendisveinar hjá verzlunum í bæn- um. Þó launin væru ekki há mun- aði um það í heimilishaldinu, sem við gátum af hendi látið. Hinn 19. maí 1944 ganga þau Elínborg og Friðrik í hjónaband. Þau höfðu þá áður, 2. ágúst 1941, eignast Hjörnýju er þau síðar misstu langt um aldur fram aðeins 48 ára að aldri. Þegar þau flytja til Reykjavíkur fer hann til starfa hjá Ríkisskip, var m.a. á Esju í júní 1945 í fyrstu ferð íslensks farþegaskips til Norð- urlanda að sækja íslendinga er höfðu dvalist erlendis á meðan á stríðinu stóð. Eftir nokkur ár hjá Ríkisskip tók hann poka sinn þar og fer að vinna í landi eins og sagt er. í fyrstu hjá Almenna bygg- ingarfélaginu, undir stjórn Gústafs A. Pálssonar. Þegar þeir hættu byggingarstarfsemi fór hann til starfa hjá Heklu hf., Caterpillar- umboðinu. Eftir 25 ára starf þar er honum fært gullúr að gjöf sem viðurkenningu fyrir frábært starf í þágu fyrirtækisins. Síðar eða við 30 ára starfslok málverk með árit- uðum silfurskildi. Eftir yfir 60 ára viðkynningu við hann er ég sann- færður um að hann var vel að þess- um viðurkenningum kominn. Friðrik og þau hjón bæði hafa ævinlega verið frábærlega gestris- in. í um 30 ára skeið eða frá því þau fluttu á Unnarbraut 4 hafa þau haft boð inni fyrir fjölskyldu okk- ar, börn og barnabörn annan dag jóla. Þarna máttu oft margir sáttir þröngt sitja. Þarna og þá var Frið- rik í essinu sínu og hrókur alls fagnaðar, sinnandi börnum sem fullorðnum, gerandi öHum tii hæfis. Maður fann vel að góður hugur fylgdi málum. Skemmtilegheitin og gleðin voru í hávegum höfð. Börn og barnabörn okkar og annarra skyldmenna hlökkuðu til annars jóladags hverju sinni, enda. há- punktur jólahátiðarinnar. Ég veit að fyrir þetta þökkum við öU af heilum hug. Friðrik var formaður ísfirðinga- félagsins í Reykjavík í mðrg ár. Einnig var hann félagi í Kiwanis- klúbbnum Heklu í Reykjavík um margra ára skeið. Hann innti þar af höndum margvísleg störf í þágu klúbbsins á þessum árum. í lok þessarar minningargreinar um svila minn, Friðrik Ottósson, langar mig að birta innan gæsa- Iappa frásögn sem birtist í Alþýðu- blaðinu 1938 um hreystiverk sem snarráður sendisveinn vann við að bjarga sex ára gömlum dreng frá drukknum: w „Þegar es. Dettifoss var á ísafirði 1. september sl. vildi það slys til, þegar skipið var rétt búið til brottferðar, að 6 ára drengur að nafni Sigurjón Hrólfsson, féll í sjóinn. Rétt um það leyti, sem þetta gerðist, var Friðrik Öttósson, sendi- sveinn, 15 ára, á leið fram bryggj- una og ætlaði um borð í Dettifoss og hafði hann veitt því athygli, að nokkrir smádrengir voru á hlaupum á þilfari skipsins og upp landgang- inn. Sá hann þá einn drengjanna falla niður milli skips og bryggju. Friðrik hljóp til og sá hvar drengur- inn var í sjónum. Skip voru beggja megin við bryggjuna, svo ekki var annað fyrir Friðrik að gera, ef björgun ætti að takast, en að stingja sér niður milli Dettifoss og bryggjunnar, gerði hann það og kom upp rétt hjá drengnum. Frið- rik nær strax í hann og drengurinn grípur dauuðahaldi í Friðrik. Frið- rik synti síðan með drenginn að staur í bryggjunni og hélt sér þar með annarri hendi, en með hinni hendinni hélt hann Sigurjóni litla uppi. Þá voru festar Dettifoss losaðar og skipinu vikið frá bryggjunni, til þess að hægara væri að ná í þá félaga, Sigurjon ¦ og Friðrik. Var síðan settur út kaðalstigi á Detti- fossi, og fór einn skipverjinn niður í stigann, en Friðrik synti með Sig- urjón að stiganum og lyfti honum til skipverians. Eftir það synti Frið- rik atur að bryggjunni og var dreg- inn þar upp. Drengjunum leið báðum prýði- lega, eftir að þeir voru komnir úr sjónum. Þessa atburðar hefir lítið verið getið, en virðist þó full ástæða til að á það sé minnst, sem vel er gert, og sýnir þetta einn einu sinni, hversu nauðsynleg sundkunnátta er. Friðrik lærði bringusund, bak- sund og björgunarstund í Reykja- nesi við ísafjarðardjúp." (Alþýðublaðið 16. janúar 1938.) Þessi frásögn lýsir Friðriki ákaf- lega vel. Snarræðið og kjarkurinn með ólíkindum. Kæra mágkona, ég og systir þín sendum þér innilegar samúðar- kveðju. Guð gefi þér styrk í mikilli sorg þinni. Guðrúnog Ólafur J. Einarsson. Nú hefur sorgin knúið dyra á Unnarbraut 4. . Við skyndilegt fráfall okkar hjartkæra Frissa, erum við enn minnt á það, sem svo oft gleymist í erli lífsins, jú, þá staðreynd að við eigum aðeins daginn í dag. Við höfðum svo sannarlega óskað að njóta samveru við Frissa svo miklu miklu lengur og við erum alltaf jafn óundirbúin og höggdofa er okkur er tjáð að ástvinur sé horf- inn frá okkur í þessari jarðvist. Við stöldrum við og minningarn- ar streyma um hugann, dýrmætar perlur eftir meira en þrjátíu ára samleið. Við vitum það vel eftir allar okkar samverustundir jafnt í gleði sem raunum, að Frissi var þannig manngerð, að hann hefði ekki kært sig um að fjölyrt yrði um hans miklu mannkosti. Við viljum virða það. Um leið er ekki hægt að láta ósagt að hann var afar vænn og vandaður maður. Hann unni lífinu, listum, var mjög fróður og vel heima á flestum sviðum mannlífsins. Hann og elsku Ella frænka lifðu lífinu lifandi, ferðuðust um landið sitt kæra og einnig fóru þau oft um erlendar slóðir, voru afar sam- hent og alltaf jafn gaman að heyra ferðasögur þeirra. Frissa þótti mjög gaman að renna fyrir fisk og var jafn glaður hvort sem fengurinn var stór eða smár. I okkar augum voru þau hjónin máttarstólpar í lífi okkar, ákaflega gestrisin og alltaf veisluborð er mætti okkur á heimili þeirra. Okkur skortir orð að lýsa þeirri fjölskyldu- rækni er þau viðhéldu, en allir er þess nutu vita hversu vel var tekið á móti öllum. Við erum líka þakklát að yngsti meðlimur fjölskyldu okkar, Kristján Bjarni, fékk að njóta þess hve ein- staklega barnelskur maður Frissi var. Við þökkum af alhug samveruna við horfinn ástvin og leitum hugg- unar í öllum minningunum um þann trausta góða mann er okkur þótti svo vænt um. Elsku EHa frænka, missir þinn er mikill og sár. Við biðjum algóðan Guð að styrkja þig og vernda í sorg þinni. Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund. (M. Joch.) Sigrún Arnbjarnardóttir, Arna Victoría og Ásgeir ísak. Sérfræðingar í blómaskreytínguiu við öll tækifæri GUÐSTEINN ÓMAR GUNNARSSON* blómaverkstæði INNAfe + Guðsteinn Omar Gunnars- son fæddist í Reykjavík 30. mars 1970. Hann lést í Dan- mðrku 21. október síðastliðinn og fór útfðr hans fram frá Seljakirkju 30. október. ÞEGAR við heyrðum um lát Ómars okkar snerti það viðkvæma strengi í hjörtum okkar. Svo ungur að árum hefur hann nú kvatt okkur hin og vitum við að í mörgu hjarta ríkir nú mikil sorg og söknuður. Við vinkonurnar vildum minnast þess allra brosmildasta stráks, sem við þekktum, með fáeinum orðum. Þegar við vinkonurnar vorum á qkkar skeUinöðruskeiði þá gat hann Ómar alltaf Iagað það sem úrskeið- is fór. Hann átti alltaf gott ráð í pokahorninu fyrir okkur hvort sem það var skellinaðran eða Iífið sjálft en sumu réðum við fram úr í sam- einingu þar sem við vorum svo oft saman komin í herberginu hans að ræða málin. Okkur fannst lífið að mörgu leyti ein stór flækja, sem flæktist bara enn meira á unglings- árunum og oft féllu tár, en stutt var í brosið. Óteljandi voru þær gleðistundir sem við áttum saman í góðra vina hópi og munu þær ávallt búa í hjört- um okkar. Við viljum votta foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð með þessum fallegu ljóðlínum. Nótu'n er góðog blíð draumar hennar betri en dagurinn Nóttin gefur manni aftur fjarstadda ástvini hressa og giaða Nóttin er hliðið sem syrgjandinn bíður við daglangt (Steinunn Eyjolfsd.) Anna Þóra, Anna Dis, Guðrún og Gerður. Mig langar að skrifa örfá orð til að minnast vinar míns. Hann Ómar var mér góður vinur og félagi, allt frá því ég kynntist honum. Mörg ævintýri höfum við upplifað saman og margt hefur verið brallað. Ein minning af mörgum er mér efst í huga, þegar við vorum í veiði- túr, tólf ára gamlir í Staðardal við Steingrímsfjörð. Þar slettist aðeins upp á vinskap okkar. Hann pakkaði saman öllum sínum pjönkum, æddi upp á veg og ætlaði sér að sníkja«t. far í bæinn. En þegar hann var búinn að bíða í þrjá klukkutíma kom hann til baka með þeim orðum að hann ætlaði að bíða með ferðina til morguns, því enginn bíll keyrði framhjá. Morguninn eftir þegar hann var búinn að hugsa málið, var hann tilbúinn að sættast. Þannig var hann alltaf fastur á sínu, en harður af sér og mikill atorkumað- ur. Svo harður var hann að eitt sinn stökk hann út í Krossána, ber að ofan, og kafaði í djúpa kalda jökul- ána til að festa taug í vagninn minn sem stóð þar fastur. Þannig mun ég og þeir sem hann þekktu minn- ast hjálpsams, glaðværs og skemmtilegs drengs sem átti marga vini sem horfa nú á eftir honum með söknuði. Megi þér farnast vel á öðru tíl- verustigi, Ómar minn, og Guð veri með þér. Ég vil votta Sigurdísi, Gunnari, Ólöfu, Óskari og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Minn- ingin um góðan dreng lifir. Sveinn Hrafnsson, Lúxemborg. Handrit afmælis- og minningargrcina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. t Kaerar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinarhug víð artdlát og útför GUÐMUNDAR GUÐNASONAR frá Súðavik. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Friðriksdóttir, Bjarnveig Guðmundsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, stjúpföður okkar, tengda- föður, afa, bróður og mágs, ~* ÞÓRÐAR JÚLÍUSSONAR, Hjallavegi 6, Flateyri. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem aðstoðuðu við leit og björgunarstörf eftir hörmungarnar á Flateyri. Ragnheiður Erla Hauksdóttir, Jóhanna O. Björnsdóttir, Sigurður T. Sigurðsson, Elín Bjarnadóttir, íris Elva Haraldsdóttir, Óli G. Guðmundsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sigurður Kr. Björnsson, Örn Björnsson, Kristjana Björnsdóttir, Björn Björnsson, Ingibjörg B. Þórðardóttir, Friðgeir Bjarkason og afabörn, Jón Júlíusson, Oddný Sigurðardóttir, Guðmundur Júlíusson, Katrín Briem, Hrefna Júlíusdóttir, Þuriður Júlíusdóttir, Grétar Hinriksson og fjölskyldur. Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 Lokað verður frá kl. 12.00-16.00 í dag vegna jarðarfarar FRIÐRIKS OTTÓSSONAR. Hagprent hf., Grensásvegi 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.