Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 35 i MORGUNBLAÐIÐ I I i I I ; i i i \ < < < ( ( < i i ( i i i i i < FRÉTTIR Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir FRÁ áheitadansi unglinganna í Hveragerði. Morgunblaðið Ásdís ÓLÖF Haraldsdóttir, Sif Hákonardóttir og Valdís María Emilsdóttir við dósabing- inn í Setbergsskóla. Skólasystir þeirra Áslaug Pálsdóttir var ekki við, þegar myndin var tekin. mjög góð og talið er að ZA hreppsbúa hafi komið á samkomuna. Að sögn Haraldar Óskarssonar, skólastjóra, kom hugmyndin að söfnuninni frá nemendum og leituðu þeir til fyrirtælqa og einstaklinga í sveit- inni um aðstoð. Einnig aðstoðuðu foreldrar við kökubakstur og kaffisölu. Nemendur við skólann er tíu talsins á aldrinum 5-14 ára. Dans og dósasöfnun fyrir Flateyringa Hveragerði. Trékyllisvík. Morgunblaðið Unglingar af elsta stigi grunnskólans í Hveragerði dönsuðu í sólarhring í félags- miðstöð bæjarins um síðustu helgi. Áður höfðu unglingarnir safnað áheitum hjá fyrirtækjum og einstaklingum í Hvera- gerði. Rúmlega 150.000 kr. söfnuðust og renna óskiptar í söfnunina Samhugur í verki. Nemendur Setbergsskóla í Hafn- arfirði söfnuðu dósum og seldu fyrir 36.904 krónur, sem runnu í söfnunina Scimhugur í verki Nemendur í Finnbogastaðaskóla Tré- kyllisvík á Ströndum gáfu 31.350 kr. til söfnunarinnar Samhugar i verki. Kaffisala og bingó í Trékyllisvík Nemendurnir stóðu fyrir bingó og kaffi- sölu í samkomuhúsinu í Árnesi, mæting var Cho Oyu myndasýning EINS og lesendum Morgunblaðsins ætti að vera kunnugt tókst þremur íslenskum hjálparsveitarmönnum að komast á topp Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls veraldar nú fyrir skemmstu. í kvöld, miðvikudaginn 15. nóvember, munu þeir félagar segja frá ferðinni í máli og myndum í sal 2 í Háskólabíói og hefst sýning- in kl. 21. Mun þar verða blandað saman litskyggnum og myndbands- upptökum sem teknar voru í leið- angrinum. Þeir félagar flugu til höfuðborgar Nepal, Kathmandu, þaðan sem ferðast var með frumstæðum flutn- ingabílum hinn margrómaða friðar- veg, þvert í gegnum Himalaya-fjall- garðinn upp á hásléttur Tíbet. Yak- uxar voru svo notaðir til að koma leiðangursmönnum og öllum til- heyrandi búnaði að rótum fjallsins, þar sem aðalbúðir voru settar upp. Þar hófst svo hæðaraðlögun og hin eiginlega fjallganga sem tók þá félaga rúmlega mánuð. Leiðangursmenn vilja þakka eft- irtöldum aðilum stuðninginn: Ferðaskrifstofa stúdenta, Gunnar Guðmundsson hf., Hjálparsveit skáta Kópavogi, Hjálparsveit skáta Reykjavík, Hönnun hf., Hörður Magnússon, Jarðeðlisfræðistofan hf., Kristán Maack, Pharmaco, Seg- lagerðin Ægir, Skátabúðin, Spari- sjóður vélstjóra og Útilíf. Lionsklúbburinn Njörður 35 ára Gefur 500.000 til Flateyrar í TILEFNI af 35 ára afmælis Li- onsklúbbsins Njarðar í Reykjavík var ákveðið að veita 500.000 kr. til styrktar Flateyringum. Á afmælisfundi klúbbsins sl. fimmtudag veitti Gunnar Björns- son, sóknarprestur á Flateyri, við- töku bréfi klúbbsins þessu til stað- festingar. Ekki hefur enn verið ákveðið á hvem hátt fénu verður varið en Njarðarfélagar hafa óskað eftir ráðleggingum frá sóknar- prestinum og heimamönnum í Li- onsklúbbi Önundarfjarðar. Fjár til verkefnisins er m.a. aflað með sölu á piparmyntum víða í Reykjavík um þessar mundir. DR. GUNNAR Björnsson, sóknarprestur á Flateyri, t.v. og Úlfar Eysteinsson, formað- ur Lionsklúbbsins Njarðar. Útgáfutón- leikar Orra Harðar- sonar í TILEFNI af útgáfu geisla- plötunnar Stóra draumsins heldur Orri Harðarsson útgáfu- tónleika í Leikhúskjallaranum fimmtudaginn 16. nóvember kl. 22. Með Orra á tónleikunum leika Eðvarð Lárusson, gítar- leikari, Friðrik Júlíusson, trommuleikari, Ingi S. Skúla- son, bassaleikari, og Anna Halldórsdóttir, hljómborðsleik- . ari. Gestahljóðfæraleikarar eru Jóhanna G. Þórisdóttir og Karl Hallgrímsson. Upphitunarhljómsveit verð- ur 1000 millibara lægð. Að- gangur er 600 krónur. Jólakort Hringsins JÓLAKORT til styrktar Bamasp- ítalasjóði Hringsins er komið út. Að þessu sinni er á kortinu mynd- in Hátíðarkveðja eftir Elínrós Eyj- ólfsdóttur listmálara, sem gaf kvenfélaginu Hringnum málverk- ið. Dreifingaraðili kortsins er Kvenfélagið Hringurinn, Ásvalla- götu 1. Ellefu námsráðgjafar ELLEFU nemar í námsráðgjöf útskrifuðust á þessu ári frá fé- lagsvísindadeild Háskóla fs- Iands. Eins árs nám í námsráðgjöf hefur yerið í boði við deOdina frá árinu 1990. Nemendur sem sækja um þetta nám hafa að baki kennaranám eða BA nám í sálfræði eða uppeldisfræði. Árgangur nema í námsráðg- jöf veturinn 1994-1995. Á myndinni eru: Efri röð: Þórdís Guðmundsdóttir, Rannveig Óla- dóttir, Arna Garðarsdóttir, El- ísabet Vala Guðmundsdóttir, Ásborg Arnþórsdóttir og Sól- veig Karvelsdóttir. Neðri röð: Ragnhildur Skjaldardóttir, Arna Björk Birgisdóttir, Guðný Pálsdóttir, Jónína Kárdal og Kristrún Guðmundsdóttir. Borgarkringlan býður til jólaveislu VERSLUNAREIGENDUR í Borg- arkringlunni bjóða öllum sem áhuga hafa til jólaveislu fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20. Jólaveislan er hugsuð sem opnunarkvöld á jóla- dagskrá Borgarkringlunnar. Sem dæmi má nefna að Ey- mundsson stendur fyrir kynningu á margmiðlunardiskum og höfundar að bókunum Barnasálfræði og Landkönnuðir kynna þær, Betra líf spáir í framtíðina, Kringlukráin verður með vín- og plötukynningu, nokkrar verslanir standa fyrir tískusýningu, mr. Giles verður með kaffíkynningu í Whittard of London og Götugrillið heldur myndlistar- sýningu. Eru mann- réttindi karl- réttindi? BRÚ, félag áhugamanna um þróun- arlöndin, og Félag mannfræðinema við HÍ halda fund um mannréttinda- mál fímmtudaginn 16. nóvember. Fundurinn, sem er hádegisfundur, verður haldinn í stofu 101 í Odda, húsi Félagsvísindadeildar háskólans og hefst kl. 12. Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir hefur framsögu þar sem hún ræðir spurninguna: Eru mannréttindi karlréttindi? Fundur um sér- trúarsöfnuði SÉRTRÚARSÖFNUÐIR - böl eða blessun er heiti á fundi sem haldinn verður í Odda, stofu 101, miðviku- daginn 15. nóvember kl. 12.05. Þeir Snorri Óskarsson, forstöðu- maður Betel í Vestmannaeyjum, og Davíð Þór Jónsson, guðfræðinemi, fjalla um ástæðu fyrir áhuga unga fólksins, fordóma gagnvart sértrú- arsöfnuðum, samband ríkis og kirkju, trúarofstæki, klám, kynvill- inga, geisladiskabrennur, bannfær- ingar, guð og Samúel o.fl. ■ Hafnargönguhópurinn fer í kvöldgöngu í kvöld, miðvikudaginn 15. nóvember, á milli aðlaferðamið- stöðva landsins fyrir ferðalög í lofti, láði og legi. Farið verður frá Hafn- arhúsinu kl. 20 niður á Miðbakka en þar og í nágrenni er miðstöð fyrir innlend og erlend farþegaskip. Frá Miðbakka verður gengið með Tjörninni, um Hljómskálagarðinn að Umferðarmiðstöðinni. Frá Um- ferðarmiðstöðinni yfir Vatnsmýrina að flugstöðinni á Reykjavíkurflug- velli og þaðan um skógargötur Öskjuhlíðar og út með strönd Skeijafjarðar að Sundskálavík. Þaðan að innlandsflugi Flugleiða og til baka um Háskólahverfið niður á Höfn. Val um að nota ferðir SVR til að stytta gönguleiðina. Allir vel- komnir. ■ TRÍÓ Jóns Rafnssonar heldur tónleika miðvikudaginn 15. nóvem- ber á Kringlukránni. Tríóið leikur hefðbundin jass frá árunum 1950- 1970 og á efnisskránni eru verk eftir M. Davis, C. Parker og Monk. Tríóið skipa auk Jóns sem leikur á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson, píanóleikari og Björn Thoroddsen, gítarleikari. Tónlistarflutningur þeirra félaga hefst kl. 22 og er aðgangur ókeypis. KIN -leikur að Itera! Vinningstölur 10. nóv. 1995 7*10 »14 •15<>22 *24 * 29 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.