Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg OSMO Vanska, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Helga Þórarinsdóttir segja að Hallgrímskirkja sé kjör- inn vettvangur fyrir flutning tregatónlistar. Grát ei móðir, fegnrst drottn- ing himna Tregatónlist er yfírskríft tónleika sem Sin- fóníuhljómsveit íslands gengst fyrir í Hall- grímskirkju annað kvöld. Orrí Páll Ormars- son átti orðastað við Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur, Helgu Þórarinsdóttur og Osmo Vánská, sem verða í forgrunni á tónleikunum. ESSI kvöldstund verður mjög sérstök - sennilega líkari hugleiðslu eða bæn en tón- leikum. íslenska þjóðin hefur orðið fyrir miklum áföllum á þessu ári og það er því við hæfi að flytja tón- list sem er uppbyggjandi á annan hátt en sú sem flutt er á hefðbundn- um sinfóníutónleikum," segir Osmo Vánská, sem stjóma mun Sinfóníu- hljómsveit íslands á fyrri tónleikum BLÁU raðarinnar í Hallgrímskirkju annað kvöld. Einsöngvari á tónleikunum, sem bera yflrskriftina Tregatónlist, verð- ur sópransöngkonan Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú, og einleikari Helga Þórarinsdóttir víóluleikari. Á efnis- skránni verða Maurerische Trauer- musik eftir Mozart, Lachrymae eftir Britten og þriðja sinfónía Góreckis. Þriðja sinfónía pólska tónskálds- ins Henryks Góreckis, Sorgarsöngv- asinfónían, varð þekkt í gegnum íjölmiðla en hún sat um nokkurra mánaða skeið í hæstu hæðum breska vinsældalistans. Sinfónían var skrifuð árið 1976 fyrir sinfóníu- hljómsveit og sópran söngrödd og ekki er vitað til þess að annað nútí- matónverk hafi höfðað í jafn ríkum mæli til almennings. Yrkisefnið er þær hörmungar sem dunið hafa yfir pólsku þjóðina í gegnum tíðina. í fyrsta þætti notar Górecki ljóð frá 15. öld, Sorgaróður hins heilaga kross, þar sem María mey biður þess að fá að deila þján- ingunni með syni sínum. Textinn í öðrum þætti er fenginn úr bæn sem 18 ára stúlka rispaði á vegg í fanga- klefa Gestapo í Zakopane: „Grát ei móðir, fegurst drottning himna. Styð mig ætíð og styrk, heilög móð- ir.“ í lokaþætti sinfóníunnar syrgir móðir son sem fallið hefur í valinn - annaðhvort í heimsstyijöldinni fyrri eða í uppreisnum í Slesíu í Suður-Póllandi sem komu í kjölfarið. Hittir beint í mark „Það er einhver sefjun í þessu verki sem hittir beint í mark,“ segir Diddú, sem syngja mun ljóðakaflana í Sorgarsöngvasinfóníunni. Segir hún ennfremur að sinfónían sé fal- lega einlæg og lýkir henni við hug- leiðslu. „Þetta er mikil stemmnings- tónlist, eins og hin verkin á efnis- skránni, og fólk ætti að geta átt fallega og friðsæla stund í kirkj- unni.“ Diddú hefur ekki sungið á pólsku áður og fékk því pólska stúlku, bú- setta hér á landi, til að liðsinna sér við framburðinn. „Þetta hefur geng- Morgunblaðið/Kristinn BLÁSARASEXTETTIIÍN á æfingu. Vínarklassík í Askirkju KAMMERTÓNLEIKAR verða haldnir í Áskirkju í dag, miðvikudag, kl. 20.30. Á efnisskránni er sextett fyrir tvær klarinettur, tvö hom og tvö fagott eftir Mozart og sextett fyrir tvær klarinettur, tvö hom og tvö fagott eftir Beethoven. Flytjend- ur verða klarinettuleikaramir Osmo Vánská og Sigurður Ingvi Snorra- son, homleikaramir Þorkell Jóelsson og Svanhvít Friðriksdóttir og fagott- leikaramir Bijánn Ingason og Darr- en Stonham. Þessi gerð tónlistar, sem gekk undir heitinu „harmoniemusik" var gífurlega vinsæl vítt og breitt um Evrópu síðari hluta átjándu aldar og fram á fyrsta fjórðung þeirrar nítjándu. Divertimentóið eftir Moz- art, sem leikið verður, er umritun á aríum úr Don Giovanni og Brúð- kaupi Fígarós. í samtali við blaðamann sagði Sigurður Ingvi að þessi verk væm mjög viðamikil og faiieg. „Þessi vín- armúsík hefur aftur komið fram í dagsljósið á síðustu árum og nýtur síaukinna vinsælda." Sigurður sagði að það yrði vafalaust skemmtilegt fyrir áheyrendur að fá að kynnast Osmo Vánská sem hljóðfæraleikara en hann væri meira þekktur sem aðalstjómandi Sinfóníuhljómsveitar íslands. TONLIST Bústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Trio Borealis ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fluttu verk eftír Karsten Fundal, Beethoven og Olivier Messiaen. Sunnudagurinn 12. nóvember, 1995. KAMMERMÚSEKKLÚBBURINN bauð til tónleika í Bústaðakirkju sl. sunnudag og kom þar fram Trio Borealis. Tríóið skipa Beth Levin píanóleikari, Richard Talkowsky sellóleikari og Einar Jóhannesson klarinettuleikari en að þessu sinni fengu þau til liðs við sig Signínu Eðvaldsdóttur fiðluleikara. Á efnisskránni voru þrjú verk, Spor, kvartett fyrir fiðlu, klarinett, selló og píanó, eft- ir danska tónskáldið Karsten Fundal, Tríó fyrir píanó, fiðlu og selló, eftir Beethoven og Kvartett- inn um endalok tímans, eftir Olivi- er Messiaen. Tónleikamir hófust á verki Karstens Fundals, sem hann samdi sérstaklega fyrir Trio Borealis, með styrk frá Nomus, Norræna tónskáldaráðinu, og var þetta frumflutningur verksins. í efnis- skrá er útskýring á hönnun verks- ins, þar sem tónskipan í hröðu tónmynstri verður einnig tónræn uppistaða í hægu tónmynstri og einnig, að notuð er eins konar „raderingstækni", en þó hver „eft- irprentun“ sé ný útgáfa geta þær hver fyrir sig verið viðmiðun varð- andi nýja eftirprentanir, líkt og slóð af sporam, þ.e. Spor við spor af spori. Hvað slíkt hönnunarplan hefur með músiklega upplifan að gera eða þann' skáldskap sem nefnist tónlist, er óljóst og einnig hvort Snjall- ir lista- menn hlustendur eigi að heyra eða skynja útfærsluna á sama hátt og formskipan og samfléttan stefja í gamalli tónlist. List með útlistun- um má túlka sem svo, að nauðsyn- legt sé að segja hlustendum það sem ekki hefur tekist að gera með verkinu sjálfu. Þegar öllum útskýr- ingur er sleppt er það hlustunin, upplifun tónlistarinnar, sem skipt- ir máli og að því leyti til er Spor mjög áheyrilegt verk. Það hefst á hröðum fallandi tónlínum, sem síð- ar birtast í hægu tónferli, sem bæði bera í.sér falleg blæbrigði og jafnvel lagræn tóntengsl. Seinni hlutinn, sem í heild er hæg- ferðugur, er helst til of langdreg- inn og það sem sagt skal, var því að nokkra leiti of oft sagt. Þrátt fyrir að verkið er ekki sérlega frumlegt bætir þar mikið úr, að það er áheyrilegt og var mjög vel flutt, eftir því sem hægt að gera sér grein fyrir af framflutningi nýs verks. Annað verkið á efnisskránni var píanótríó í D-dúr op, 70, nr. 1. Píanótríóin tvö, op. 70, era samin um svipað leyti og 6. sinfónían, A-dúr sellósónatan og 5. píanóko- sertinn og þá er Beethoven 38 ára gamall. Tríóið er í þremur þáttum og var fyrsti þátturinn allt of hratt leikinn en hægi þátturinn var aftur á móti stórkostlega vel leikinn en þessi dularfulli þáttur er uppfullur ið ágætlega," segir hún, en að öðru leyti mun undirbúningurinn fyrir tónleikana hafa verið með hefð- bundnu sniði. Lachrymae fyrir víólu og strengi samdi Benjamin Britten fyrir hinn kunna breska víóluleikara William Primrose og var verkið frumflutt á listahátíðinni í Aldenburgh árið 1950. Er það samið undir hughrifum af þremur sönglögum breska tón- skáldsins og ævintýramannsins Johns Dowlands, sem var uppi á sextándu og sautjándu öld. Helga Þórarinsdóttir, sem verið hefur fyrsti víóluleikari Sinfóníu- hljómsveitar íslands í átta ár, mun leika einleik í Lachrymae. Segir hún að verkið sé tiltölulega lítið þekkt, sem sé undarlegt með hliðsjón af gæðum þess. „Það er mikil stemmn- ing í þessu verki og það hentar víól- unni ákaflega vel.“ Fráfall frímúrara Vánská tekur undir þetta og bætir við að meistaraverk á borð- við Lachrymae undirstriki dýpt og áhrifamátt víólunnar sem einleiks- hljóðfæris. Maurerische Trauermusik samdi Wolfgang Amadeus Mozart í tilefni fráfalls tveggja háttsettra frímúr- ara. Hann var mikill áhugamaður um boðskap og starf þeirrar reglu og var virkur í starfi hennar í Vínar- borg síðustu ár ævi sinnar. Samdi Mozart mörg tónverk er reglunni tengdust og þykir Töfraflautan meðal annars bera sterkan keim af siðareglum frímúrara. Þá hlaut eitt af síðustu verkum tónskáldsins ein- faldlega nafnið Eine kleine Frei- mauerkantate. Diddú, Helga og Vánská eru á einu máli um að tónleikamir annað kvöld ættu að höfða til breiðari hóps en hefðbundnir tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands - ekki síst á tímum þegar landsmenn hafa þurft að snúa bökum saman vegna endur- tekinna áfalla. Segir tónlistarfólkið ennfremur að Hallgrímskirkja sé kjörinn vettvangur fyrir tónleika af þessu tagi: Umgjörð og hljómburður séu tónlistinni til framdráttar. „Það er nauðsynlegt að flytja friðsæla tónlist við réttar aðstæður." af blæbrigðaríkum reimleika hug- myndanna og í lokaþættinum er sem óhugnaleikanum sé létt af með glaðlegum feginleik. Lokaverk tónleikanna var Kvartett um endalok tímans, eftir Messiaen, listaverk , sem snertir djúpt við leit mannsins í ráðgátum lífsins og þrá hans að vita sér borgið við fótstall Krists. Messiaen leitar fanga í Opinberanarbók Jó- hannesar og heyrir í þeim hildar- leik, er bræður bárast á banaspjót í síðari heimsstyijöldinni, þann óm er boðar endalok tímans og jarðar- innar er útvöldum opinberast leyndardómur Guðs. Verkið er í 8 þáttum, sérkennilega andstæðum og var leikur listamannanna í einu orði sagt frábær. Píanistinn Beth Levin lék einstaklega vel og átti sinn þátt í dramtískum blæbrigð- um verksins, sérstaklega regn- bogahljómana í 2. þætti, sem að öðru leyti var leikinn í áttundum af fiðlu og selló. Þriðji þátturinn, Hyldýpi fuglanna, var afburða vel leikinn af Einari Jóhannessyni. Á eftir glettinn ijórða þátt var fimmti þátturinn, Lofsöngur til eilífðar Jesú, glæsilega leikinn af Richard Talkowsky og við sérlega vel út- færðan undirleik Beh Levin. Það er auðvitað ekki tilviljun að þáttur þessi hefst á So-mí, tónbili, sem er grunntónbil í tónlesi kirkjunnar. Sjötti þátturinn er sérkennileg tón- smíð og öll leikin í áttundum en mesta tónverkið í þessu margræða verki er sá sjöundi. Áttundi þáttur- inn er eins konar þakkargjörð, ein- leikur á fiðlu með undirleik píanós og var leikur Sigrúnar Eðvalds- dóttur glæsilegur. 1 heild var leik- ur þessa meistaraverks með því snjallasta sem heyrst hefur til listamanna hér á landi. Jón Ásgeirsson Alþingis- manna- sögukvöld ALÞINGISMANNASÖGU - KVÖLD verður í Kaffileikhús- inu í Hlaðvarpanum í kvöld, miðvikudagskvöld. í haust var ákveðið af efna til starfsgreina- sögukvölda í bland við önnur og er þetta annað sögukvöldið. Það fyrsta var Prestasögukvöld. Sagnaajþingismennimir em: Guðni Ágústsson, Hjálmar Jónsson, Jón Kristjánsson og Sighvatur Björgvinsson. Búast má við að þeir munu segja skondnar sögur úr þinginu, af sjálfum sér og öðmm alþingis- mönnum, segir í kynningu. t EYDÍS Franzdóttir óbó- leikari og Brynhildur Ás- geirsdóttir píanóleikari. Eydís o g Brynhildur á Háskólatón- leikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í dag flytja Eydís Franzdóttir óbóleikari og B’ynhildur Ásgeirsdóttir píanó- leikari verk eftir Robert Schum- ann, Benjamin Britten og Cam- ille Saint-Saéns. Þær leika Rómönsu no. 2 op. 94 eftir Schumann, Temporal Variati- ons eftir Britten og Sónötu op. 166 eftir Saint-Saéns. Tónleik- amir em hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn aðgangur, en aðgangs- eyrir fyrir aðra er 300 kr. Nýjar bækur • ICELAND Review hefur sent frá sér nýja bók. Hún er gefin út á ensku og heitir Ice- land’s Treasured Gifts of Nature. „Hér er fyrstog fremst um lítinn en eigulegan Páll Stefánsson minjagrip að Ijósmyndari ræða, þar sem nokkrar helstu náttúra- perlur landsins skarta sínu fegursta," segir í kynningu. í bókina vom valdar tuttugu og fimm staðir, sem sýna sér- stætt landslag og fjölbreytni íslenskrar náttúra og þeim gerð skil í máli og myndum. Páll Stefánsson ljósmyndari tók allar myndimar ogþeim fylgir stuttur texti með ýmsum fróðleiksmolum og lýsingu á hveijum stað, sem Páll Asgeir Ásgeirsson skrifaði. Bókin er prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Hún er57 bls. ogkostar 980 krónur. Nýlistasafnið Kynningn frestað ÁÐUR auglýstri kynningu Thomas Ruppel á verkum sfn- um í Nýlistasafninu við Vatns- stíg, sem vera átti í dag mið- vikudag, hefur verið frestað til miðvikudagsins 22. nóvember kl. 16.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.