Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR.15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmd neyðarsím- svörunar gagnrýnd STJÓRNIR Landssambands lögreglumanna og Landssam- bands slökkviliðsmanna skora á dómsmálaráðherra að taka nú þegar málefni samræmdr- ar neyðarsímsvörunar til gagngerrar endurskoðunar. I sameiginlegri ályktun sem samböndin hafa sent frá sér segir að það sé verulegt áhyggjuefni hvernig haldið hafi verið á framkvæmd sam- ræmdrar neyðarsímsvörunar. „Þannig blasir nú við að aðilar sem ekki hafa komið að beinni neyðarsímsvörun í landinu eru orðnir milliliðir á milli almenn- ings annars vegar og-lögreglu og slökkviliðs hins vegar. Endaskipti hafa verið höfð á upphaflegum markmiðum laganna eins og þeim var lýst af hálfu stjómmálamanna þegar íögin vom samþykkt og síðan kynnt almenningi fyrir alþingiskosningamar síðast- liðið vor. Jafnan var lögð á það áhersla að hér eftir sem hingað til yrðu lögregla og slökkvilið lykilaðilar við neyð- arsímsvörun í landinu. í reynd hefur þetta ekki gengið eftir. Einkavæðing neyðarsímsvör- unar landsmanna vekur spurningar um öryggi, eftirlit og trúnað," segir í ályktun- Getur dregið úr öryggi „Það á að vera grundvallar- atriði að stjórn, eftirlit og ábyrgð hvíli á þeim aðilum sem ekki eiga beinna fjár- hagslegra hagsmuna að gæta og falla undir opinbera stjórn- sýslu,“ segir þar ennfremur. Þá er bent á að það fyrir- komulag um samræmingu sem nú virðist vera stefnt að komi til með að leiða til nýs milliliðar í stað beinnar svör- unar lögreglu og slökkviliðs og ástæða sé til að ætla að kerfið muni þegar á heildina sé litið beinlínis draga úr ör- yggi ogjafnvel leiða til aukins kostnaðar. Girma Arfaso fulltrúi kirkjunnar í Eþíópíu Mikill vöxtur í kirkjustarfinu og stjórnvöld hafa skilað aftur eignum KIRKJAN fær að starfa alveg frjálst, við getum sent pred- ikara inn á ný svæði sem við höfum ekki starfað á áður, kirkj- an hefur fengið aftur eignir sem gerðar voru upptækar á stjórnartíma kommúnista og nú fjölgar meðlimum kirkjunnar hraðar en hjá nokkurri annarri kirkju í heiminum," segir Girma Arfaso frá Eþíópíu sem hér var staddur nýverið. Hann er forseti í suður-synódu eða biskupsdæmi Mekane Jesús kirkjunnar í Eþíópíu, lútherskri kirkju sem stofnuð'var fyrir rúmum 40 árum fyrir starf kristniboða frá Norðurlöndunum, m.a. íslandi, en Girma Arfaso var hér á landi í boði Sambands íslenskra kristniboðsfé- laga. En hvers vegna vex kirkjan svo hratt nú? „Það á sér ýmsar skýringar en aðalástæðan er sú að prestar, pred- ikarar og sjálfboðaliðar fara um með fagnaðarerindið, fólkið vill hlusta og eignast trúna og auðvitað er þetta allt Guðs verk. I umdæmi mínu er 1.501 söfnuður, meðlimir kirkjunnar eru þar alls um 328 þúsund, en um 1,6 milljónir manna í öllum umdæ- munum og við erum með eina 20 þúsund sjálfboðaliða sem starfa fyr- ir kirkjuna. Hluti af skýringunni er líka að við reynum að sinna öllum þörfum fólksins, kirkjan sinnir neyð- Mikill vöxtur er í kirkjustarfi í Eþíópíu. Jóhannes Tómasson ræddi við Girma Arf- aso biskup lútherskrar kirkju sem stofnuð var fyrir starf norrænna kristniboða. arhjálp og félagslegri aðstoð og heilsugæslu eftir því sem þörf er á og hún hefur bolmagn til með aðstoð frá er- lendum samstarfsaðil- um, svo sem kristni- boðsfélögunum, en víða í landinu hefur upp- skera brugðist eða menn ekki getað sinnt ökrunum vegna hern- aðar og því þarf að koma fólki til hjálpar við að hefja eðlilegt líf á ný.“ Girma Arfaso segir að stjórnvöld hafi hald- ið starfi kirkjunnar sem mest niðri undanfarin 17 ár og því sé þetta gjörbreyting. Ýmsar eignir á starfsmiðstöðvum kirkjunnar voru þjóðnýttar en hefur nú flestum verið skilað aftur. Vegna stríðsrekstrar voru flestir vopnfærir karlmenn kalí- aðir í herinn þaðan sem margir áttu afturkvæmt og • hafi mátt safna saman í kirkjur fundi á vegum Girma Arfaso kirkjunnar. Allt þetta lamaði starfsemi kirkj- unnar. „Við héldum nú samt guðsþjónustur og fundi, söfnuðumst saman að næturlagi og fórum bara varlega í sakimar en það kom þó fyrir að yfirvöld gripu okkur og mjög margir kristnir karlar og konur voru hneppt í varðhald. Margir vildu heldur þola fangelsun og erfiðleika heldur en að láta af trúnni og þetta voru vissulega mjög erfiðir tímar," segir Girma Arfaso og hann fór sjálf- ur ekki varhluta af fangavist því hann var tvisvar hnepptur í varðhald og sat inni í nokkra mánuði. „Við sungum og báðumst fyrir og fundum að Guð styrkti okkur og þess vegna komust margir gegnum þessar raunir." Mekane Jesús kirkjan í Eþíópíu rekur margvíslegt starf á suður- svæðinu en auk hefðbundins safn- aðarstarfs má m.a. nefna rekstur sex skólaheimila sem þýsk hjálpar- samtök hafa stutt, heimili fyrir mun- aðarlaus börn og mikið starf stendur nú yfir til aðstoðar ekkjum og tugþús- undum fyrrverandi hermanna sem margir hvetjir höfðu flúið til Sómalíu eða Kenýu en allt þetta fólk þarf aðstoð til dæmis við að koma sér upp bústofni og ökrum á ný. „Kirkjan hefur síðustu árin smám saman verið að taka á sig aukna íjárhagslega ábyrgð á öllu starfinu og við leitumst við að afla henni sem mestra rekstrartekna innanlands. Hins vegar þurfum við áfram aðstoð frá kristniboðsfélögunum sem hafa starfað með okkur og er ein af ástæðunum fyrir komu minni hingað sú að ræða við stjórn Sambands ísl. kristniboðsfélaga. Kristniboðarnir eru okkur einkum til ráðgjafar um ýmis málefni og hafa mikið sinnt menntun leiðtoga kirkjunnar og má segja að það sé eitt aðal áhyggjuefni okkar nú að geta fengið sem flesta góða stjórn- endur og leiðtoga,“ sagði Girma Arfaso að lokum. * Krefur Islandsbanka umbæt- ur vegna svika bankamanns 67 ÁRA gamall maður hefur höfðað mál gegn íslandsbanka til að krefj- ast greiðslu á allt að 21,7 millj. kr. vegna tjóns sem hann hafi orðið fyr- ir í viðskiptum við bankann, og rekja megi til þess að hann fól fyrrverandi þjónustufulltrúa og þjónustustjóra í Lækjargötuútibúi íslandsbanka, að annast sín mál. Maðurinn segist ekki aðeins hafa tapað innstæðum sínum vegna svika þjónustufulltrúans og meintrar van- rækslu forsvarsmanna bankans, án þess að bankinn hafi bætt tjónið, heldur hafi hann tapað eignum vegna þess annars vegar hve Islandsbanki gekk hart fram í að innheimta skuld- ir sem hann gat ekki greitt af vegna svika þjónustufulltrúans og hins veg- ar vegna þess að bankinn hafi ekki gætt hagsmuna hans við innheimtu skuldabréfa sem bankanum hafði verið falið að innheimta. Þjónustufulltrúinn fyrrverandi, Stefán Hjaltested, var dæmdur í 30 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrrasumar. Við með- ferð málsins kom fram að hann hefði alls misfarið í starfi sínu með 47,3 milljónir króna á árunum 1989-1993. í því máli var fjallað um meðferð bankamannsins á fjármunum manns- ins, sem nú hefur höfðað mál gegn Krefur bankann um 21,7 milljónir kr. 552 1150-552 1370 1ÁRUS Þ. VALDIMARSS0N, FÍMKVAMdíSÍfÖiíl KRISTJÁN KRISTJANSS0N, ,0bW!it« imiumu Ný á fasteignamarkaðinum m.a. eigna: Safamýri - suðurendi - stór bílskúr Glæsileg 5 herb. íb. á 1. hæð um 120 fm. Nýl. eldhús, nýtt bað, nýl. parket á gólfum. Tvennar svalir. Rúmg. geymsla i kj. Ágæt sameign. Stór og góður bílskúr 42,8 fm. Úrvals staður. Fjöldi fjársterkra kaupenda að íbúöum, sérhæðum og einbýlishúsum. Sérstaklega óskast rúmg. eign miðsv. í borginni, sem má þarfn. stands. • • • Veitum ráðgjöf og traustar upplýsingar. Margskonar eignaskipti. Teikningar á skrifstofunni. ALMEIMNA FASTEIGNASAIAN LflUGHYEG116 S. 552 115B-55Z 1370 bankanum, með stefnu sem lögmað- ur hans, Jón Oddsson, hefur lagt fram í Héraðsdómi. Málið verður tek- ið fyrir þar 30. þessa mánaðar. í sakamálinu var þjónustufulltrú- inn dæmdur fyrir að hafa notað í eigin þágu 1,7 milljónir króna af fjár- munum þessa manns. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa heimild- arlaust notað óútfyllt víxileyðublað sem maðurinn hafði ritað á sem út- gefandi, sem 1,8 milljóna króna tryggingavíxil vegna yfirdráttar- skuldar heildsölu eiginkonu sinnar. Stefnunni, sem nú hefur verið lögð fram, fylgir bréf frá löggiltum endur- skoðendum sem farið hafa nánar ofan í meðferð þjónustufulltrúans á reikningum mannsins og komist að þeirri niðurstöðu að við lögreglurann- sókn og saksókn vegna brota þjón- ustufulltrúans hafi vantað a.m.k. 4,5 milljónir króna á að öll misnotkun hans á reikningum þessa manns hafi komið fram í dagsljósið. I stefnunni segir ennfremur að ekki hafi tekist að varpa ljósi á hvað orðið hafi um hlutabréf í Eignar- haldsfélagi Iðnaðarbankans, sem maðurinn átti og geymdi ásamt fleiri verðmætum í bankahólfi í viðskipta- banka sínum, Islandsbankanum við Lækjargötu. Fullyrt er og haft eftir nafngreind- um starfsmanni bankans að sá hafi, að fyrirmælum þjónustufulltrúans, borað upp læsingar bankahólfa mannsins. Eftir það gengu lyklar hans ekki að hólfunum og þegar læsingamar voru boraðar út upp á nýtt kom í Ijós að hólfin voru tóm. Óljóst sé hvemig hlutabréfunum sem þar voru geymd hafi verið ráðstafað, enda hafi hvorki fengist um það upplýsingar né hafi 323 þúsund króna tjón mannsins vegna þeirra fengist bætt. Einnig hafi starfsmenn bankans ekki gætt þess að lýsa skuld sam- kvæmt veðskuldabréfi sem maðurinn átti en var í vörslu bankans, þegar fasteign sú sem var veðsett með 5. veðrétti vegna skuldarinnar var seld á nauðungaruppboði. Hins vegar hafí bankinn gætt eigin hagsmuna, en hann hafi átt lán á 6. veðrétti á sömu íbúð. Þá segir að maðurinn hafi árang- urslaust reynt að fá frá íslandsbanka upplýsingar um sín fjármál er voru í vörslu bankans, en forsvarsmenn bankans hafi komið sérbjá samvinnu við að upplýsa málið. Þess í stað hafi bankinn endurtekið beitt inn- heimtuaðgerðum og aðför að mann- inum vegna skulda sem hann hafi verið kominn í við bankann vegna atferlis þjónustustjórans og fleiri i i i starfsmanna sem íslandsbanki beri ábyrgð á. Þetta hafi orðið til þess að maður- inn missti fasteign á nauðungarupp- boði. Hins vegar hafi hann verið sýknaður af kröfum bankans um að standa skil á greiðslu vegna fyrr- greinds 1,8 millj. kr. tryggingarvíxils vegna heildsölu eiginkonu þjónustu- fulltrúans. Þá hafi bankinn nýlega fallið frá áður gerðri kröfu um að bú mannsins yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Fjárhagsstaða hrunin Þá er fullyrt í stefnu Jóns Odds- sonar hrl. að vegna alls þessa máls hafi ekki aðeins fjárhagsstaða mannsins og viðskiptavild hrunið heldur hafi honum verið neitað um bankaviðskipti annars staðar og verði hann nú að þiggja fjárhagsað- stoð frá börnum sínum. Forsvars- menn bankans hafi gróflega vegið að æru mannsins með yfírlýsingum um að hann hafí verið þátttakandi í fjárdrætti og fjársvikum starfs- manna bankans. 3,6 milljónir króna af þeim 21,7 millj., sem krafist er, megi rekja til þess að krafíst sé þess að honum verði bættur miski sá og sú röskun á stöðu og högum, þær andlegu þján- ingar og sá velferðarmissir, sem hann hafi orðið fyrir vegna málsins. I yfirlýsingu frá íslandsbanka seg- ir að umræddur þjónustustjóri, Stef- án Hjaltested, hafí um árabil annast fjármál stefnanda, séð um skattskil fyrir hann og fleira. Allt hafi það verið unnið samkvæmt samkomulagi þeirra á milli og ekki verið hluti af starfi hans sem þjónustustjóri í Is- landsbanka. „Þetta var staðfest í sakadóms- máli á hendur þjónustustjóranum. Af þessum ástæðum hefur íslands- banki hafnað því að hann beri ábyrgð á hugsanlegu fjárhagslegu tjóni stefnanda. Islandsbanki hefur að öðru leyti þegar bætt að fullu fjár- hagslegt tjón sem hlaust af störfum þjónustustjórans og sem ekki er ágreiningur um að bankinn eigi að bæta.“ [C ■4 € £ £ £ £ £ I 4 £ 4 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.