Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
Fundur V estur-E vrópusambandsins
Deilt um tengsl
VES við ESB
VARNARMÁLA- og utanríkisráð-
herrar tíu ríkja Vestur-Evrópusam-
bandsins (VES), átta Vestur-Evrópu-
ríkja, sem eiga auka- eða áheyma-
raðild að sambandinu og níu Austur-
Evrópuríkja sem einnig eiga seturétt
á fundum þess, komu saman á fundi
í Madríd á Spáni í gær. Deiiur um
tengsl VES við Evrópusambandið
settu svip á fundinn, en Bretar leggj-
ast gegn því að þau verði aukin á
nokkum hátt. ísland tekur svipaða
afstöðu.
Aðildarríki VES og auka- og
áheyrnaraðilarnir átta, þar á meðal
ísland, ræddu á fundi í gærmorgun
skýrslu, sem verður framlag þeirra
til ríkjaráðstefnu Evrópusambands-
ins á næsta ári. Sum ríki, til dæmis
Þýzkaland, vilja að VES verði innlim-
að að fullu í ÉSB og verði varnar-
málaarmur þess. Bretar leggjast hins
vegar algerlega gegn sameiningu
samtakanna. Flest ríkin vilja fara
bil beggja og ræða um sameiningu
í nokkrum þrepum.
Bretar
ósveigjanlegir
Á fundinum í gær reyndist afstaða
Bretlands ósveigjanleg og Susanna
Agnelli, utanríkisráðherra Italíu,
sagði hana „öfgakennda". Bretar
vilja ekki auka stofnanaieg tengsl
ESB og VES á nokkurn hátt. Þeir
leggja hins vegar tii að samtökin
haldi leiðtogafundi á sama tíma. Þá
leggja þeir til að VES setji upp eigin
stjórnstöð og komi sér upp einhvers
konar hraðliði, sem nota megi við
friðargæzlu og neyðaraðstoð, en að
hvort tveggja verði algerlega undir
stjóm Atlantshafsbandalagsins.
Bretar fengu stuðning frá NATO-
ríkjunum íslandi, Noregi og Tyrk-
landi, sem eru aukaaðilar að VES,
og ESB-ríkjum utan NATO, sem eru
áheymaraðilar; Svíþjóð, Finnlandi,
írlandi, Danmörku og Austurríki.
Áherzla á að VES verði
sjálfstæð stofnun
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sat fundinn fyrir íslands hönd.
Hann sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hann hefði lagt mikla áherzlu
á að sitja fundinn til að koma sjónar-
miðum íslands á framfæri, þar sem
ríkjaráðstefna ESB myndi fljótlega
taka við sem umræðuvettvangur um
framtíð VES. Utanríkisráðherra ís-
lands hefði ekki áður mætt á ráð-
herrafund VES.
Halldór sagðist hafa tekið undir
sjónarmið Breta á fundinum. „Við
lögðum áherzlu á að við vildum sjá
VES sem sjálfstæða stofnun, sem
legði einkum áherzlu á að byggja
upp Evrópustoð Atlantshafsbanda-
lagsins og styrkja samvinnuna yfir
hafíð. Það er ljóst að við höfum hall-
azt mjög að sömu skoðun og Bret-
ar,“ sagði Halldór.
Hann gat þess að fulltrúar Breta
hefðu þakkað íslendingum sérstak-
lega fyrir stuðninginn eftir fundinn.
„Eg hef á tiifínningunni að það verði
tekið mikið tillit til þessara sjónar-
miða á ríkjaráðstefnunni," sagði
Halldór.
Reuter
JACQUES Santer og Ritt Bjerregaard, sem fer með umhverfis-
mál í framkvæmdastjóm ESB, skoða heimasíðu EEA á alnetinu.
Santer setur um-
hverfismál á oddinn
Kaupmannahöfn. Morgunbiaðid.
JACQUES Santer, formaður fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins, hikar ekki við að segja að um-
hverfismál séu meginviðfangsefni
ESB. Hann leggur einnig til að hvert
land haldi svokallað grænt bókhald
um umhverfisáhrif. Þetta sagði hann
á fundi, sem haldinn var í Evrópsku
umhverfisstofnuninni (EEA) í Kaup-
mannahöfn í gær í tilefni af tveggja
ára afmæli stofnunarinnar. Við sama
tækifæri var kynnt skýrsla um um-
hverfið í Evrópu, þar sem kemur
fram að bílaumferð er einn versti
umhverfisspillir álfunnar.
í ávarpinu hrósaði Santer stofn-
uninni fyrir skýrslur hennar, sem
væru ekki aðeins gott upplýsinga-
safn, heldur vel læsilegar. Hann kvað
enga spumingu um að rétt væri að
miða alla stefnumótun við þarfir
umhverfisins. Jafnframt lagði hann
áherslu á að vanda þyrfti til tillögu-
gerðar, svo nýjar aðgerðir krefðust
ekki meiri ríkisafskipta, því þau
væra ekki vinsæ! lengur. Vinna
þyrfti að umhverfissjónarmiðum á
hveijum stað og nefndi í því sam-
bandi að grænt bókhald gæti komið
að góðum notum. Nú þegar unnið
væri að því að undirbúa ríkjaráð-
stefnuna 1996 þyrfti sérstaklega að
huga að umhverfísmálum og hvernig
best væri að vefa umhverfíssjónar-
mið inn í starf ESB.
Heimasíðan
íslensk hönnun
Umhverfísstofnunin hefur nú
fengið heimasíðu, sem Santer tók í
notkun -í gær. Slóðin er:
http://www.eea.dk/. Það er Sigfús
Bjamason, sem sér um gagnabanka
stofnunarinnar og hefur haft umsjón
með síðunni. Sigfús er nýtekinn til
starfa þama, en hann var áður for-
stöðumaður norræna genabankans,
sem er í Svíþjóð. Framkvæmdastjóri
stofnunarinnar er Spánverjinn Dom-
ingo Jinménez-Beltrán. íslendingar
eiga fulltrúa í stjóm Evrópsku um-
hverfísstofnunarinnar. Fulltrúi Ís-
lands er Hugi Ólafsson deildarstjóri
í umhverfisráðuneytinu.
ERLENT
Reuter
LÍK japanskra og nepalskra fjallgöngumanna sem biðu bana í snjóflóði nálægt Everest um helgina.
Mannskæð snjóflóð o g stórhríð í fjöllum Nepals
49 manns fórust og
hundraða enn leitað
Kathmandu. Reuter.
TALIÐ er að a.m.k. 49 manns, þar
af 20 útlendingar, hafi farist af völd-
um snjóflóða og stórhríðar í Nepal
um helgina og sex lík fundust í
gær. Björgunarsveitir héldu áfram
að leita að hundraðum erlendra fjall-
göngumanna sem lentu í þrengingum
vegna fannfergis og kafhríðar.
Lík fjögurra Nepala og þriggja
Japana fundust í gær nálægt Kanc-
henjunga, þriðja hæsta fjallstindi
heims, um 500 km austur af Kath-
mandu, höfuðborg Nepals.
Áður höfðu borist fregnir um að
42 menn, þar af 17 útlendingar,
hefðu látið lífíð í snjóflóðum um helg-
ina vegna gífurlegrar snjókomu. 25
manns, þeirra á meðal 13 Japanar,
fórust nálægt Everest, hæsta fjallst-
indi heims. 17 til viðbótar, þeirra á
meðal fjórir Vesturlandabúar, létu
lífið þegar flóð féll á 17 hús, þar af
sjö ferðamannaskýli, í Manang-hér-
aði. Þriggja útlendinga, Kanada-
manns, Þjóðveija og Breta, er sakn-
að, en bakpokar þeirra fundust á
fjalli í héraðinu.
477 manns bjargað
Þyrlur höfðu flutt 477 íjallgöngu-
menn, þar af 178 útlendinga, af fjöll-
unum í gær, aðallega frá Everest-
svæðinu, þar sem ástandið var verst.
„Þetta er í fyrsta sinn sem svo
stórt fjallgöngusvæði verður fyrir
slíki: n náttúrahamförum," sagði
talsmaður stjómar Nepals, Prach-
anda Man Shestha.
Embagttismenn töldu að hundrað
og jafnveT þúsundir útlendinga hefðu
farið í fjallgöngur víða í Nepal áður
en óveðrið skall á. Ekki er vitað
hversu margir þeirra lentu í þrenging-
um vegna snjóflóða eða óveðursins.
Nóvember er mesti ferðamanna-
mánuðurinn í Nepal og síðustu þijár
vikur höfðu um 9.000 manns skráð
sig í fjallgöngur á sjö stöðum. Um
2.700 þeirra hugðust fara á Everest-
svæðið, 3.200 til Annapuma og 300
til Kanchenjunga.
Grískir sósíalistar áhyggjufullir
vegna eiginkonu forsætisráðherrans
Vilja burt
Aþenu. Reuter.
DEILUR mnan gríska sósíalista-
flokksins hafa magnast um allan
helming að undanfömu eftir að
nektarmyndir af Dmitru Liani-
Papandreou, eiginkonu Andreas
Papandreou forsætisráðherra,
tóku að birtast í blöðum. Margir
sósíalistar óttast að myndirnar og
afskiptasemi forsætisráðherrafrú-
arinnar muni ríða flokknum að
fullu.
Allt ætlaði vitlaust -að verða er
Dmitra Liani, sem er fertug, birt-
ist ásamt eiginmanni sínum á
þingflokksfundi sósíalista á
mánudag. Frúin, sem er skrif-
stofustjóri eiginmannsins og
stjómar öllu starfi hans og fund-
um, hefur aldrei verið kjörin til
setu á þingi en krefst þess að fá
að fylgja hinum 76 ára gamla
Papandreou hvert fótmál.
„Neyðarumræðu" krafist
Einn viðstaddra þingmanna
vildi að öll mál fundarins yrðu
lögð til hliðar og að þess í stað
yrði efnt til “neyðarumræðu" um
pólitísk afskipti Dmitru Liani.
Ekki varð af þessu en á fundi
með fréttamönnum síðar sagði
þessi þingmaður að Sósíalista-
flokkurinn (PASOK) þyrfti að líða
fyrir það slæma orð sem færi af
þingmannahópnum
og Dmitru Liani.
Dmitra Liani hef-
ur löngum verið
frægust grískra
kvenna eða allt frá
því hún kom fram
sem ástkona Pap-
andreous árið 1988.
Áður starfaði hún
sem flugfreyja hjá
gríska flugfélaginu
Olympic Airways og
haft er fyrir að satt
að kynni þeirra hafi
hafist í háloftunum
á 800 km. hraða.
Að undanfömu
hefur athygli manna í Grikklandi
beinst í auknum mæli að eigin-
konu forsætisráðherrans eftir að
gamlar nektarmyndir birtust af
henni í grískum blöðum. Útgef-
andi dagblaðsins Avriani, sem í
eina tíð var dyggur stuðningsmað-
ur Papandreou, hefur heitið því
að binda enda á feril Liani og
koma í veg fyrir frekari þátttöku
hennar í grísku stjórnmálalífi með
því að birta myndir þessar og
aðrar upplýsingar sem gefi til
kynna að frúin hafi hrasað á hin-
um þrönga vegi dyggðarinnar. I
einni myndskreyttri forsíðufrétt
var frú Papandreou
kölluð „Mimi“ sem
mun vera gælunafn
hennar og í fyrirsögn
sagði: „Losið ykkur
strax við Mimi! PA-
SOK verður annars
ekki bjargað!“
Ótti við ættarveldi
Það er ekki síst
óttinn við að Pap-
andreou hyggist
koma upp einhvers
konar ættarveldi í
Grikklandi sem gert
hefur að verkum að
frú Liani-Pap-
andreou hefur komist í kastljósið.
Sýnt þykir að forsætisráðherrann
hafi í hyggju að leggja grunn að
pólitískum ferli fyrir eiginkonuna
og sérstaka athygli vakti er hún
kom fram í sjónvarpsviðtali í fyrri
viku og hagaði sér líkt og hún
væri í framboði í stað þess að
tala um gagnrýni þá sem fram
hefði komið á einkalíf hennar.
Samkvæmt nýjum skoðana-
könnunum er PASOK-flokkur-
inn, sem Papandreou stofnaði
1974, nú fimm prósentustigum á
eftir helsta stjórnarandstöðu-
flokknum.