Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 14
1
14 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
F
VIÐSKIPTI
Bílaumboðin segja viðtökur á útsölum framar björtustu vonum
Um 500 notaðir bílar
seldust á einni viku
STÓRU bílaumboðin seldu hátt í 500
notaða bíla í síðustu viku á útsölum
fyrirtækjanna, eftir því sem næst
verður komist. Forráðamenn umboð-
anna segja viðtökur almennings við
tilboðum þeirra framar björtustu
vonum og markaðurinn hafí tekið
mjög vel við sér eftir nokkra deyfð
í október. Kaupendur hafi í miklum
mæli nýtt sér bílalán tryggingarfé-
laga og eignarleiga til að fjármagna
kaupin.
Toyota-umboðið reið á vaðið í
Kolaportinu í hádeginu á mánudag
í síðustu viku en útsölunni lauk á
föstudagskvöld. „Við seldum 151 bfl
í beinni sölu,“ sagði Skúli Skúlason,
sölustjóri. „Hér eru allir mjög
ánægðir, því við höfum ekki átt
færri notaða bíla síðan árið 1991.
Vonandi eru viðskiptavinir okkar
einnig ánægðir því ég held að lang-
flestir þeirra hafi gert mjög góð
kaup. Það voru dæmi um að bílar
væru seldir með 250-300 þúsund
króna afslætti.“
Skúli sagðist telja að viðbrögðin
við útsölunni sýndu að verð á notuð-
um bflum væri of hátt. Víða í Evrópu
eru afskriftir af bflum mun meiri en
hér á landi, jafnvel á nýlegum bílum."
Hekla hf. fylgdi í kjölfar Toyota-
umboðsins og hóf sína útsölu sl.
miðvikudag, en hafði reyndar haft
hana í undirbúningi um skeið. Sigfús
Sigfússon, forstjóri, segir að alls
hafi selst 156 bílar á útsölunni, en
fyrirtækið hafi átt fyrir 260 notaða
bfla. Meðalverðið á þeim bílum sem
hafi verið seldir hafi verið um 800
þúsund krónur. „Við erum hæst-
ánægð,“ sagði Sigfús.
Júlíus Vífill Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar
hf., segir útsölu fyrirtækisins á not-
uðum bílum hafa gengið mjög vel.
Þannig hafi selst um 130 bílar á
örfáum dögum og hafi kaupendur
fengið allt að 300 þúsund króna
afslátt. „Við ákváðum að svara út-
sölum annarra umboða um miðja
síðustu viku, þrátt fyrir að sala not-
aðra bíla hefði gengið vel hjá okkur
fram að því,“ sagði hann.
Egill Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri hjá Brimborg segir fyrirtækið
einnig hafa ákveðið að bregðast við
útsölum annarra umboða og bjóða
notaða bíla með allt að 250 þúsund
króna afslætti. Selst hafi um 30 bíl-
ar af þeim 120 bílum sem fyrirtæk-
ið átti fyrir.
Önnur bílaumboð munu hafa notið
góðs af þeirri hreyfingu sem komst
á bílamarkaðinn nú í nóvember og
salan tekið kipp eftir deyfð frá því
um miðjan október.
„Sprenging í sölu nýrra bíla“
Þá hefur sala nýrra bfla tekið
mikinn kipp nú í nóvember, sérstak-
lega síðustu tvær vikur. Þannig seld-
ust um 15% fleiri bílar í 42. viku
ársins, þ.e. í lok októbeiTnánaðar,
en á sama Jtíma í fyrra. í fyrstu viku
nóvembermánaðar, 44. viku ársins,
jókst salan hins vegar um 68% frá
því í sömu viku í fyrra og'í 45. viku
jókst salan um 45%.
Egill kvaðst telja að þessa sölu-
sprengingu mætti rekja til ákvörð-
unar um stækkun álversins. „Nóv-
embermánuður hefur aldrei verið
jafngóður hjá okkur," sagði Egill.
Spáir hann því að sala nýrra bíla í
nóvember verði um 40-50% meiri en
á sama tíma í fyrra.
Frankfurt. Reuter.
ÞÝZKA sportfatnaðarfyrirtækið
Adidas virðist öruggt um að ná
því marki að afla tveggja millj-
arða marka með útgáfu nýrra
hlutabréfa.
Adidas segir að nýju hlutabréf-
in verði seld á 68 mörk þegar
viðskipti með þau hefjast á föstu-
dag í Frankfurt. Áður hafði ver-
ið sagt að verðið yrði á bilinu
59 til 68 mörk.
Adidas-bréfin hækkuðu hins
vegar í um 76 mörk á mánudag
í óopinberum viðskiptum á
„gráum“ markaði og þar með
eykst hagnaður franska kaup-
Adidas á
skotskónum
Sýslumannsins Roberts Louis-
Dreyfus og annarra fjárfesta
undir forystu hans, sem hafa
hleypt nýju lífi í fyrirtækið.
Sérfræðingur Sal. Oppenheim
í Köln sagði að sala hlutabréf-
anna mundi takast nokkuð vel.
Aðrir sérfræðingar óttast að
Adidas muni ekki hagnast á söl-
unni. Þeir gagnrýndu einnig fjár-
mögnunarráðstafanir, sem voru
gerðar skömmu áður en hluta-
bréfin voru boðin til sölu. Þær
urðu til þess að sumir sérfræð-
ingar spáðu því að bréfin yrðu
boðin á um 85 mörk.
Louis-Dreyfus hefur reynt að
róa hluthafa og sagt að hann
verði aðalframkvæmdastjóri
fram á mitt ár 1997 og hafi sam-
þykkt að selja ekki það sem eftir
sé af hlutabréfum sínum í eitt ár.
Að sögn fyrirtækisins bárust .
tilboð í 340 milljónir fimm marka
hlutabréfa, en aðeins 27.3 millj-
ónir voru gefnar út.
Landssamband hestamannafélaga, Hestaíþróttasamband
íslands og Félag hrossabænda boð^til hinnar árlegu
UPPSKERUHATIÐAR
HESTAMANNA
á Hótel Sögu, Súlnasal,
FÖSTUDAGINIV 17. NÓVEMBER 1995
Hátíðin hefst með fordrykk kl. 19.30,
Það verður horðað, drukkið, sungið, hlegið, dansað og prangað.
Útnefndir verða:
Hestaíþróttamaður ársins og ræktunarmaður ársins.
Fráhær skemmtiatriði s.s. Heiðar Jónsson, snyrtir lætur gamminn geysa.
Blásaratríó leikur létt lög undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Hennann Árnason, eftirherma
með glænýtt efni samið sérstaklega fyrir hátíðina. Hinn frábæri skagfirski stórsöngvari, Einar
Halldórsson, syngur við undirleik Stefáns Gíslasonar.
Fjöldasiingur undir stjórn Jóns Sigurbjörnssonar, leikara og söngvara.
Ra'ðumaður kvöldsms verður Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður.
Veislustjóri: Kristinn Hugason.
Hljómsveitin SAGA KLASS heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Spariklæðnaður.
Verð fyrir fordrykk, þriggja rétta kvöldverð, skemmtiatriði og dansleik
aðeins kr. 3.900. Ath. nýtt kortatímahil verður hafið.
Húsið opnað öðrum cn matargestum kl. 23.30. Vcrð á danslcik kr. 1.000.
Sérkjör á gistingu fyrir gesti uppskeruhátíðarinnar á Hótel Sögu.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstol'u L.H. í síina 552 9899.
VfWJ <-f Félag
'soUF Hrossabaenda
þín saga!
Heildarvelta %
i versiunargremum
janúar til ágúst 1994 og 1995
(í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) jan.-ágúst jan.-ágúst Veltu-
Heildsöludreifing áfengis 1994 1995 breyting
og tóbaks, smásala áfengis 6.596,8 6.649,4 | 0,8%
Heildsölu- og smásöludreifing
á bensíni og olíum 15.339,6 15.305,8 -0,2%
Byggingavöruverslun 6.518,0 6.463,5 | -0,8% -
Sala á bílum og bílavörum 9.680,4 11.410,0 1 17,9%H
f Önnur heildverslun 43.474,6 53.943,6
Heildverslun samtals: 81.609,4 93.772,2 jjl4J5%].
.
Fiskverslun 449,4 537,2 i 19,5% 11
Kjöt- og nýlenduvöruverslun,
mjólkur- og brauðsala 18.988,4 19.671,0 3,6%
Sala tóbaks, sælgætis
og gosdrykkja 5.441,5 5.631,0 13,5%
Blómaverslun 958,2 985,8 E 2,9%
Sala vefnaðar- og fatavöru 3.136,4 3.377,3 7,7%
Skófatnaður 503,0 472,3 9-6,1%
. Bækur og ritföng 1.771,1 1.798,6 11,6%
I Lyf og hjúkrunarvara 2.448,0 2.700,3 !SÍ10-3%
I Búsáhöld, heimilis-
| tæki, húsgögn 5.251,7 5.867,9 991.7%
l Úr, skartgripir, Ijós-
myndavörur, sjóntæki 712,9 695,0 |-2,5
| Snyrti- og hreinlætisvörur 327,1 361,1 | 10,4%
I Önnur sérverslun, s.s. sportvörur,
£ leikföng, minjagripir, fnmerki o. fl. 2.329,6 2.474,4 9 6,2%
1 Blönduð verslun 20.272,9 20.779,8 | 2,5%
Smásöluverslun samtals: 62.590,2 65.351,7 i 4,4%
SAMTALS: 144.199,6 159.123,9 9|10,3%
Velta í verslun
jókstum 10%
LIÐLEGA 10% aukning varð á
veltu í verslun fyrstu átta mánuði
ársins frá sama tíma í fyrra. Þann-
ig nam samanlögð velta í heild-
og smásöluverslun alls um 159,1
milljarði króna án virðisaukaskatts
á þessu tímabili í ár en var 144,2
milljarðar í fyrra. Eru þessar tölur
á verðlagi hvers árs.
Eins og sést á meðfylgjandi
yfirliti Þjóðhagsstofnunar yfir
veltu í verslun er þróunin ákaflega
mismunandi í einstökum greinum.
Sala áfengis og tóbaks í heildsölu
er nær því hin sama og í fyrra svo
og velta í byggingarvöruverslun
og dreifingu á bensíni og olíu.
Stóraukin bílasala
Aftur á móti hefur velta í bíla-
og bflavöruverslun stóraukist eins
\
\
E
L
L
L
!
L
og margoft hefur komið fram og
sömu sögu er að segja um bland-
aða heildverslun.
Þegar litið er á einstakar grein-
ar smásöluverslunar vekur athygli
góð aukning í sölu búsáhalda,
heimilistækja, fatnaðar, fisks o.fl.
liða. Raunar eykst velta í fiskversl-
un um nær fimmtung, ef marka
má yfirlitið. Sömuleiðis er áfram-
haldandi góð veltuauking í sölu á
lyfjum og hjúkrunarvörum.
I:
f
í
Á það ber þó að líta að tölumar
eru fengnar úr virðisaukaskatts-
skýrslum og geta sveiflur á milli
ára því skýrst af einhveijum til-
færslum milli flokka. Þá fellur stór
hluti smásöluveltunnar eða um 20
milljarðar undir liðinn „blönduð
verslun“.
f
I