Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÁGÚST Sigurðsson, formaður sóknarnefndar Hrepphólakirkju, milli hjónanna Guðrúnar Björnsdóttur og sr. Halldórs Reynissonar. Kveðjusamsæti á Flúðum Syðra-Langholti - Séra Halldór Reynisson í Hruna, sem nú hefur verið kjörinn aðstoðarprestur í Neskirkju, kvaddi söfnuði sína við guðsþjónustu á Hrepphólum og í Hruna sunnudaginn 5. nóvember en hann hefur þjónað þessum pres- taköllum undanfarin 9 ár. Ingi Heiðmar Jónsson, organisti hjá þessum söfnuðum sl. 7 ár, lét af störfum fyrr á þessu hausti og hefur flutt neðar í Árnessýsluna með konu sinni, Hörpu Ólafsdótt- ur, og dætrum. Eftir messurnar var þessum fjölskyldum haldið kaffisamsæti á Flúðum. Formaður sóknarnefndar Hrunakirkju, Jóhannes Helgason í Hvammi, stjórnaði samkomunni og ávarpaði fjölskyldurnar svo og formaður sóknarnefndar Hrepp- hólakirkju, Ágúst Sigurðsson í Birtingaholti. Afhentu þeir hjón- unum áletraða platta með ágröfn- um nöfnum þeirra svo og ágröfn- um myndum af kirkjunum. Eiríkur Þorgeirsson í Túnsbergi, formaður kirkjukóranna, flutti þeir sr. Hall- dóri og Heiðmari þakkir fyrir vel unnin störf. Kirkjukórarnir sungu nokkur lög við undirleik Heiðm- ars, m.a. eitt við texta eftir hann. Þessir samstarfsmenn um árabil þökkuðu síðan með ávörpum. Kirkjustarfið hefur verið blóm- legt þessi ár sem þeir hafa starf- að, ekki síst barnastarfið eftir að safnaðarheimilið var byggt í Hruna fyrir nokkrum árum. Að Hrunaprestakalli hefur nú verið kjörinn Eiríkur Jóhannsson á Skinnastað en hann mun koma til starfa eftir áramót. Þangað til mun sr. Axel Árnason, prestur í Stóra-Núpsprestakalli þjóna söfn- uðunum. Við organleik fyrrnefndr- ar kirkju hefur tekið Edith Molnar frá Ungverjalandi en hún annast einnig tónlistarkennslu við Flúða- skóla. MANNFJÖLDI úr báðum sóknum var í kveðjusamsætinu. Þorbjörg Gestsdóttir á Þórshöfn heldur upp á 100 ára afmæli Þakkar prúðmennsku og stillingu háan aldur Þórshöfn - Merkisdagur var hér á Þórshöf n sl. sunnudag en þá náði Þorfojörg Gestsdóttir þeim áfanga að verða 100 ára. Þorbjörg er andlega hress og kvik kona með ágæta heyrn og sæmilega sjón. Hún prjónar mikið en er hætt að lesa. Undanfarna daga hefur infiúensa herjað á hana svo hún er ekki eins hress og hún á að sér vegna þess. Vegleg afmælisveisla var hald- in til heiðurs Þorbjörgu á Dvalar- heimilinu Náusti þar sem hún hefur átt heima síðan í aprfl í fyrra. Fram að þeim tíma sá Þor- björg um sig sjálf og bjó ein í íbúð í sambýli fyrir aldraða á Bakkavegi hér á Þórshöfn. Þorbjörg fæddist í Þistilfirði á bænum VöIIum þann 12. nóv. 1895 svo hún man 1 íinana tvenna. For- eldrar hennar voru hjónin Gestur Sigmundsson bóndi og Rósa Lilja Eggertsdóttir húsfreyja. Gestur var Suður-Þingeyingur en Rósa Lilja ættuð úr Eyjafirði. Þorbjörg sleit barnsskónum í Þist ilf ii'ðinum en foreldrar hennar bjuggu um skeið á Flautafelli en fluttu síðar að Garði í Þistilfirði og er það umhverfi Þorbjörgu kærast, að hennar sögn. Um tvitugt missti Þprbjðrg móður sína og stóð fyrir heimilinu hjá föður sínum næstu tíu árin. Hún flutti síðan til Raufarhafnar og stundaði heimifisstörf á heim- iii Sumarlinu, systur súinar, og síðar einnig í Flögu hjá Sigríði, systur sinni. Þorbjörg flutí i til Þórshafnar árið 1941 og hefur búið þar síðan. Þar stóð hún fyrir heimili með Sigmundi, bróður sín- um, og annaðist unga dóttur hans og einnig aldraðan föður þeirra. I nokkur ár bjuggu Þorbjörg og Sigmundur í íbúð í sambýli aldr- aðra á Þórshöfn en fyrir rúmi ári fiut-ti Þorbjörg á hjúkr unarheim- ilið Naust þar sem hún er nú. Þorbjðrg er barnlaus og hefur aldrei gifst en þrátt fyrir það hefur hún ekki alveg farið á mis við móðurhlutverkið. Sem fram hefur komið þá annaðist Þorbjörg Rósu, bróðurdóttur sína, frá tveggja ára aldri. Þorbjörg lét ekki staðar numið í barnauppeld- inu og um tíu árum síðar tók hún að sér ungan frænda sinn, Þorfinn Jóhannsson, þá tveggja ára og reyndist honum sem ðnnur móðir, líkt og Rósu. Fréttaritari innti Þorbjðrgu eftir því hvort henni hafi ekki vaxið í a ugum að taka að sér tveggja ára barn um sex- tugsaldurinn en það sagði hún ekki hafa verið neitt mál. Þorbjörg hefur alla tíð verið létt á sér og kvik og hafði frétta- ritari áhuga á að vita hverju hún þakkaði sinn háa aldur. „Eg þakka það minni stiUingu og prúð- mennsku í gegnum tíðina — og kannski karlmannsleysið spili þar inn í líka,!" sagði Þorhjörg glettin. Fjölskylda Þorbjargar Þorbjörg kemur úr stórri fjöl- skyldu og er næsteist af sjð systk- inum sem eru eftirtalin: Sigriður Gestsdóttir, f. 1893, d. 1979, hús- freyja í Flögu i Þistilfirði og var gift Jóhannesi Guðmundssyni, bónda. Þau eignuðust 7 bðrn. Morgunblaðið/Líney Sipirðardóttir Þorbjðrg Gestsdóttir. Þorbjörg Gestsdóttir, fædd 1895. Björg Ólðf Gestsdóttir, fædd 1897 en dó um tvitugt ógift og barn- laus. Sumarlína Gestsdóttir, f. 1900 og dó háðldruð, húsmóðir á Raufarhðfn. Hún var gift Þorfinni Jónssyni sjómanni og eignuðust þau fimm bðrn. Þorsteinn Gests- son, f. 1909, verkamaður á Rauf- arhðfn, kvæntur Guðnýju Sigurð- ardóttur húsmóður og eignuðust þau sjð bðrn. Bjðrg Ólöf Gests- dóttir, f. 1897, dó um tvítugt ógift og barnlaus. Sumarlína Gestsdðtt- ir, f. 1900 dó háðldruð húsmóðir á Raufarhðfn, gift Þorfinni Jóns- syni sjómanni, þau eignuðust 5 bðrn. Þorsteinn Gestsson, dó í barnæsku, Sigmundiir Gestsson f. 1906, verkamaður á Raufar- hðfn, síðan á Þórshðfn, dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Nausti, Þórshöf n. Hann á eina dóttur, Rósu. Þorsteinn Gestsson, f. 1909, verkamaður á Raufarhöfn, kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur húsmóður og einuðustþau 7 bðrn. Útibúís- landsbanka opnaðíMý- vatnssveit Bjðrk, Mývatnssveit. - íslandsbanki opnaði útibú í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit síðastliðinn föstudag. Mættir voru Örn Björnsson útibús- stjóri íslandsbanka á Húsavik og starfsfólk útibúsíns þar. Ennfremur Ragnar Önundarson framkvæmda- stjóri íslandsbanka í Reykjavík. Þá voru einnig mættar Guðrún Val- geirsdóttir og Kristín Halldórsdóttir starfsmenn í Mývatnssveit. Stund- víslega mættu fyrstu væntanlegu viðskiptamenn bankans en stöðugur straumur fólks var þar til lokað var. Alls komu í bankann þennan fyrsta dag yfir 150 manns. Morgunblaðið/Leitur Hallgrímsson FJÖLDI fólks lagði leið sína í útibú Íslandsbanka sem opnað var i Mývatnssveit nýlega. Á myndinni eru fulltrúar íslandsbanka, m.a. Ragnar Önundarson ásamt Kristjáni Þórhallssyni í Bjðrk. Rausnarlegar veitingar voru á bbrð bornar, kaffi og meðlæti, með- al annars tvær 100 manna tertur, fagurlega skreyttar, gerðar í bakarí- inu Kringlunni á Húsavík. Ekki var heldur yngstu kýnslóðinni gleymt sem var fjölmenn á staðrium. Opnun- ardaginn var boðið upp á ókeypis Ijósmyndun vegna debetkorta, einn- ig fengu viðskiptavinir óvæntan glaðning, það voru skyrtubolir. Úti- búið í Hótel Reynihlíð verður opið kl. 12.15 til 16.00 alla virka daga fram til 1. maí, en yfir sumarmánuð- ina frá kl. 9.15 til 16.00. Samkvæmt viðtölum við fólk virtist vera mikiil áhugi fyrir stofnun útibús íslands- banka í MývatnssveiL Verdur ha hu «0Ur itiill]onir ¦ \lla miðvikudaga fyrir kl. 17:00. L*TT# Tú mikils að vinna!.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.