Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 25
-f MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 25 Tillögnr um skipan náms á framhaldsskólastigi Þriðjungs fækkun í FB talin hæfileg /Samnerji/ < nppn DFFU Cuxhaven UA/Nfecklenburg Hochseefischerei Mecklenburg á m.a. 1.500 tonna þorsk- og ýsukvóta við Noreg auk rúmlega 1.000 tonna ufsakvóta Skólameistari mætti reikna með að íslendingar yrðu um borð til ráðgjafar. Þorsteinn sagði að fyrirtækið yrði rekið sem sjálfstæð eining og myndi ekki blandast rekstri Samherja. Auð- vitað gætu einhverjir hagsmunir félag- anna farið saman, eins og veiðar- færa-, varaMuta- og umbúðakaup. Þá væru þeir nær mörkuðunum sjálfum þarna úti og gætu ef til vill fengið meiri innsýn í hvernig markaðirnir í Þýskalandi störfuðu með því að vera þar á vettvangi. Hann sagði að þeir hefðu lengi vitað af þessu fyrirtæki og viðræður um kaupin núna hefðu staðið yfir frá því í vor. Kaupin sköpuðu möguleika á að afla sér meiri reynslu og þekkingar og væru eðlilegt framhald á þeim rekstri sem Samherji hefði staðið í hér á landi. Að auki færi kvótinn við Is- land alltaf minnkandi. ÚA og Samherji njóta mikils trausts hér Ingimundur Sigfússon, sendiherra í Bonn, segir bæði mjög merkilegt og ánægjulegt að fylgfast með þeirri þró- un sem átt hefur sér stað í Þýska- landi með kaupum Útgerðarfélags Akureyrar á hlut í Mecklenburger Hochseefischerei og nú síðast Sam- herja á stórum hlut í þýska útgerðar- fyrirtækinu Deutsche Fischfang Uni- on. „Þeir sem hafa staðið í þessu verk- efni hafa unnið hér hörðum höndum í langan tíma og hafa nú náð því fram sem þeir ætluðu sér," segir Ingimund- ur. „Ég finn að bæði þessi fyrirtæki á Akureyri njóta mjög mikiís trausts hérna," segir hann. „Ég veit að þetta hefur verið erfitt hjá þeim bræðrum, Þorsteini Má og Finnboga Baldvins- sonum hjá Samherja. Ég álít að þéir hafi staðið sig mjög vel og það er greinilegt að þeir njóta mjög mikils trausts. Það á við um fyrirtækin sem hlut eiga að máli, opinbera aðila og einnig verkálýðs- mmmmmmm hreyfinguna. Eg hef orðið áþreifanlega var við að þeir hafa get- ið sér mjög gott orð," segir Ingimund- ur. Hann sagði að sendiráð íslands hefði fylgst vel með þessum málum og veitt þeim einstaklingum sem unn- ið hefðu að undirbúningi verkefnisins liðsinni eftir því sem unnt var. Að sögn Ingimundar er stór fyrir- tækjasamsteypa, Nordstern Lebens- mittel, eigandi að DFFU á móti Sam- herja en útgerðarfyrirtækið var einnig í eigu Nordsee, sem er dótturfyrirtæki stórfyrirtækisins Unilever. Einnig átti Neðrasaxland stærstan hlut f fyrir- tækinu, sem Samherji og Nordstern yfirtaka. „Mér finnst að þeir hafi talið sig þurfa að fá nýtt blóð og nyjar hugmyndir inn í fyrirtækið. Það er greinilegt að menn hafa séð, að íslend- ingar sem hafa skarað fram úr vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera," sagði Ingimundur. ndingar :a mikils austs í kalandi Fjölbrautaskólans í Breiðholti hefur snúist öndverður við tillögum um verkaskiptingu framhaldsskóla, sem leiða myndi til minna námsframboðs. Mennta- málaráðherra kveðst hafa sett fram tillögurn- ar til að fá fram viðbrögð við þeim og geti skólar gert athugasemdir til 1. desembers. HÆFILEGT er að fækka nemendum Fjölbrauta- skólans í Breiðholti um allt að þriðjung miðað við óbreytt húsnæði, samkvæmt tillögum menntamálaráðuneytisins um skipan náms á framhaldsskólastigi. Lagt er til að skólinn sérhæfi sig til að sinna námi á sviði lista, einkum mjmdlist- ar, en kennslu J bygginga- og tréiðn- aðargreinum, málmiðnaðargreinum og rafiðnaðargreinum sem þar fer fram verði hætt. Einnig ber að taka sérstaklega til athugunar hvort ástæða er til að halda áfram kennslu fyrir matarfræðinga og matartækna við skólann eftir að námi í matvæla- greinum hefur verið komið fyrir í Menntaskólanum í Kópavogi. c FB ekki lagður í rúst Nú eru um 350 nemendur f dag- og kvöldnámi í málm-, raf-, bygg- inga- og tréiðnaðargreinum í FB og er gert ráð fyrir í tillögum ráðuneyt- isins að þeir stundi nám í þessum löggiltu iðngreinum í Borgarholts- skóla sem nú er í burðarliðnum, nái tillögurnar fram að ganga. Rúmlega 120 nemendur eru síðan í dag- og kvöldnámi á matvælasviði, þannig að leggist -hún af nemur fækkunin um 500 nemendum, en nú eru um 2.370 nemendur íFB, þar af liðlega 1.500 á daginn. Á hverfafundi með borgarstjóra á mánudag kvaðst Kristín Arnalds skólameistari FB telja að verið væri að „rústa skólan- um", næðu tillögur ráðuneytisins fram að ganga. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra heimsótti Fjölbrautaskólann í Breiðholti í gærmorgun og kveðst hafa tjáð skólameistara og fulltrúum kennara og nemenda að síður en svo stæði fyrir dyrum að „rústa" skólan- um. Hann segir skoðunarferð sína hafa dregið fram að mikil rækt hafi verið lögð við iðnámið í FB. „Hugmyndirn- ar snúast um að velta fyrir sér verka- skiptingu á milli framhaldsskóla al- mennt í landinu öllu en ________ einkum snerta þessar hug leiðingar skóla í Reykja vík," segir Björn. Morgunbla«ið/RAX í SKYRSLU menntamálaráðuneytisins kemur fram að ekki virðist vera grundvöllur fyrir reglubund- inni kennslu í löggiltum iðngreinum, svo sem bygginga- og tréiðnaðargreinum, málmiðnaðar- og rafiðn- aðargreinum, í almennum fjölbrauta- og verkmenntaskólum. Viðkvæmni málsins var ráðherra Ijós Vildi vekja umræðu „Ekki síst er um að ræða skóla sem boðið hafa upp á iðnám, í ljósi þess að framkvæmdir eru hafnar við Borg- arholtsskóla í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að nemendur f honum verði um 1.000, þar af 600 í bóknámi og 400 í verknámi, og frá upphafi hefur ver- ið rætt um að í skólann flytjist grein- ar sem nú eru kenndar í Iðnskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nái þau áform fram að ganga eins og að var stefnt þegar ráðist var í byggingu Borgarholts- skóla, má segja að iðnnámið í FB sé í „hættu" og verkaskiptingin verði þannig að það hverfi jafnvel úr sög- unni. Mér var hins vegar ljóst að um þessar hugmyndir væru skiptar skoðanir og málið væri viðkvæmt og flókið, og ákvað að gefa út þessa skýrslu um verkaskiptingu skólanna til að menn vissu hverjar hugmynd- irnar eru og kalla fram umræðu. Þá geta menn velt þeim fyrir sér og ráðuneytið fengið umsagnir og við- brögð skólanna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar og ráðuneytið bíð- ur þess að skólameistarar og skóla- nefndir ljúki við að skoða tillögurnar og setji fram athugasemdir sínar, sem á að gerast fyrir 1. desember. í framhaldinu þarf að skoða ábend- ingarnar og ég er tilbúinn til þess. í kjölfar heimsóknar minnar í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti hef ég rætt um það við skólameistara Borg- arholtsskóla, Eyglóu Eyjólfsdóttur, að hún ræði verkaskiptinguna við skólameistara FB og skólastjóra Iðn- skólans í Reykjavík." Borgarstjóri áhugalaus Aðspurður um viðbrögð borgar- stjóra, sem lét svo um mælt á áður- nefndum hverfafundi að í skýrslu ráðuneytisins kæmu fram miklar breytingar á FB en litlar sem engar á menntaskólunum í borginni. Sagði ráðherra að hann vildi gjarnan sjá að borgarstjóri sýndi meiri áhuga á menntaskólunum en hann hefur gert hingað til. „Borgin er aðili að FB en borgarstjóri hefur skýrt mér frá því að borgin hafi engan huga á að taka þátt í uppbyggingu menntaskól- anna," segir Björn. Kristín Arnalds kveðst telja tillög- ur ráðuneytisins fela í sér róttækar breytingar sem forsvarsmenn FB séu alls ekki sáttir við. „Við munum að sjálfsögðu koma athugasemdum á ________ framfæri en óttumst samt mjög þessar tillögur," segir hún. Kristín segir skólann eiga i húsnæðisvandræðum sem mmmmm} skýri ástæður tillagna um fækkun nemenda. Hún telji fækkun hins vegar erfiða í framkvæmd, þar sem gífurleg aðsókn sé að FB og árlega þurfi að hafna fleiri hundruð nemendum. „Yfir 20 þúsund íbúar eru í Breið- holti og ég lít svo á að miklu máli skipti fyrir nemendur að stunda nám við sitt hæfi nærri heimili sínu. Það tæknisviðið og matvælasviðið úr þessu fjölmenna hverfi, og skýtur skökku við á sama tíma og ráðamenn ræða um eflingu starfnáms. Það verð- ur ekki gert á þennan hátt," segir Kristín. Of róttækar tillögur Hún segir að tillögurnar hafi kom- ið forráðamönnum skólans mjög á óvart. Þeim þyki sjálfsagt að vera með verkaskiptingu milli skóla en ekki að hún gangi jafnlangt og þar komi fram. FB eigi skólalóð og lengi hafi verið gert ráðfyrir að byggt væri við skólann. „Ég kem til með að benda á ódýra lausn á húsnæðis- vanda skólans með uppbyggingu og þó að við séum tilbúin til að skoða fjölda nemenda nánar, er ekki hægt að fækka þeim jafnmikið og lagt er til, vegna þess hversu fjolmennt hverfið er." í röksemdum að baki tillögum um flutning löggiltra iðngreina, kemur fram að umfangsmesta kennslan í greinum sem undir þann flokk falla, fer fram við Iðnskólann í Reykjavík. Einnig eru einhverjar þessara greina kenndar við 10 eða il aðra fram- haldsskóla í landinu. Við athugun á skiptingu nemenda milli greina í þess- um flokki, svo og skipting þeirra á námsár, hafi komið í ljós að starfsem- in sé víðast hvar mjög óhagkvæm. Ekki verði annað séð en að í 50-60% kennsluhópa séu nemendur færri en 10, og í bfigreinum sé þetta hlutfall kennsluhópa 75%. „Það verður ekki séð að grundvöll- ur sé fyrir þvf að halda uppi reglu- bundinni kennslu í löggiltum iðn- greinum í almennum fjölbrautaskól- um og verkmenntaskólum umfram grunndeild," segir í skýrslunni sem undanskilur þó slíkt nám við Verk- menntaskólann á Akureyri í þessu sambandi. Fleiri breytingar fyrirhugaðar Þegar tekin var ákvörðun um að byggja skóla fyrir matvælagreinar við Menntaskólann f Kópa- ________ vogi var um leið ákveðið að leggja Hótel- og veit- ingaskóla íslands niður og flytj a kennslu í framreiðslu og matreiðslu í hið nýja . húsnæði. Um leið var fastráðið að flytja þá kennslu sem verið hefur í Iðnskólanum í Reykjavfk í matvæla- greinum, þ.e. bakaraiðn, kökugerð og kjötiðn, til Kópavogs. Við FB hef- ur verið nám í matartækni og matar- fræði. „Aðstaðan sem þessari kennslu er búin í Breiðholti er ekki góð og kem I er mjög alvarlegt mál að færa allt ur því til álita að þessi starfsemi verði flutt f hið nýja húsnæði í Kópavogi. Nauðsynlegt er að ganga frá þessu máli hið fyrsta," segja skýrsluhöfund- ar. Þeir leggja til að áfram verði hald- ið að þróa Fjölbrautaskólann í Ár- múla sem kjarnaskóla fyrir heilbrigð- j isgreinar, svo sem lyfjatækninám, * læknaritaranám, nám fyrir aðstoðar- f fólk tannlækna, nuddnám og sjúkra- t liðanám, og hætt verði að starfrækja í íþróttabraut sem skólinn hefur boðið 1 upp á, enda hafi hann ekki aðgang I að íþróttahúsi. Þá er lagt til að starf- í semi Tannsmiðaskólans verði felld ^ undir FÁ frá og með næsta skólaári. ; Iðnskólinn í Reykjavík mun hætta kennslu f bíl- og matvælagreinum samkvæmt tillögunum og flyst þá starfsemi í nýjan skóla í Borgarholti og í Menntaskólann í Kópavogi. Til viðbótar er sett fram hugmynd um að dregið verði úr kennslu í málmiðn- aðargreinum við skólann og aðeins og haldið uppi kennslu í grunndeild. Skólinn verði kjarnaskóli fyrir bókiðn- greinar, bygginga-og tréiðngreinar,^ hársnyrtigreinar og rafiðngreinar, auk þess að sjá um kennslu í greinum sem ekki er ætlaður staður annars staðar. - Lagt er til að auk námsframboðs sem ljúki með stúdentsprófi í Mennta- * skólanum við Hamrahlíð verði þar í byggð upp enn frekári aðstaða fyrir I fatlaða nemendur. Litlar breytingar á menntaskólum Lagt er til að framhaldsdeild t grunnskóla sem rekin hefur verið í Réttarholtsskóla fyrir nemendur sem ; standa illa að vígi að loknu námi í l grunnskóla, hætti störfum þar og! verði flutt í Borgarholtsskóla þegar hann hefur verið byggður. % Lagt er til að gerð verði úttekt á starfsemi Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands meðj það að markmiði að auka samstarf þeirra, samnýtingu aðstöðu og jafn- vel sameiginlega kennslu í ákveðnum _________ greinum. Námsframboð Kvenna- skólans í Reykjavík, Menntaskólans í Reykja-J vík, Menntaskólann viðj ¦*"""""" Sund, Fjölbrautaskólans Garðabæ, Flensborgarskóla, Fóstur- skóla Íslands, Ménntaskólans á Ak- ureyri, Menntaskólans á Egilsstöð- um og Menntaskólans á Laugui verði hins vegar óbreytt. Svipaðí sögu er að segja um Verslunarskóls íslands, þ.e. að hann verði starfrækti ur áfram sem einkaskóli og engai tillögur gerðar um breytingu á starf-J semi hans eða breytt námsframboö! ( Skólameistari óttast tillögur ráöuneytisins i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.