Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 33 Næsta keppni félagsins er 6 kvölda Butler-tvímertningur. Tekið er við skráningu í skrifstofu Bridssambands- ins í síma 58709360. Parasveitakeppni á Austurlandi Parasveitakeppni Bridssambands Austurlands var haldin á Reyðarfirði laugardaginn 11. nóvember 1995. Til leiks mættu 9 sveitir og urðu úrslit sem hér segir (miðlungur 864): Jóm'na S. Einarsdóttir, BF 977 (Jónína S. Einarsdóttir, Ólafur Þór Jóhannsson - Anna S. Karlsdóttir, Þorvaldur Hjarðar) Heiðrún Finnbogadóttir, BRE 954 (Heiðrún Finnbogadóttir, Búi.Birgisson - Magnea Magnúsdóttir, Þorbergur Hauksson) SvalaVignisdóttir.BRE 931 (Svala Vignisdóttir, Kristján Kristjánsson - Ragna Hreinsdóttir, Ásgeir Metúsalemsson). Hraðsveitakeppni á Skaganum Hraðsveitakeppni Vesturlands og Langasands á Akranesi fer fram laugardaginn 25. nóvember og hefst kl. 10. Þátttökugjald verður nálægt 2.000,- krónum á hvern spilara. Innifalið í þátttðkugjaldi: kaffi/með- læti, matur, kaffi/meðlæti. Fjöldi spila í leik og annað því viðkomandi fer eftir fjölda sveita. Fyrstu verðlaun er þátttökugjald á Flugleiðamótið og spilað þar í nafni Langasands. Keppnisstjóri verður Einar Guðmundsson. Skráning hjá Hreini í síma 4312585 sem fyrst en til 23. nóv. kl. .22.00. Bridsfélag Breiðfirðinga Nú er lokið 6 umferðum í aðal- sveitakeppni Bridsfélags Breiðfirð- inga og sveit Hjörru hefur náð nokk- urri forystu á aðrar sveitir. Spilarar í sveit Hjörru eru Hjördís Sigurjóns- dóttir, Ragnheiður Nielsen, Sig- tryggur Sigurðsson og Hrólfur Hjaltason. Staða efstu sveita er nú þannig: Hjörra 130 Erlingur Örn Arnarsson 109 Björn Þorláksson 103 Sveinn R. Eiríksson 103 Anna ívarsdóttir 101 Hvítir hrafnar 98 AFMÆLI WK Stórhöfða 17, við Gullinbru, sími 567 4844 GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR Strikamerkj alesarar og handtölvur Tilvalið í vörutalningu. hGAGNASnrmiNG^ Sudurfandsbrauc 46»Sifni 588 M • Fíx 588 3201 HINRIK RAGNARSSON í DAG, hinn 15. nóv- ember, er Hinrik Ragnarsson í Skipa- sundinu, Asapabbi eins og hann hefur verið kallaður, 75 ára og ber að óska hon- um til hamingju með afmælisdaginn. Það verður að segjast eins og er að það hefur aldrei verið nein lognmolla "\ kringum hann Hin- rik, enda mikill „hú- moristi" af guðs náð og á mjög auðvelt með að sjá spaugi- legu hliðarnar á til- verunni. Þá hefur hann lag á að gera grín að sjálfum sér sem er list út af fyrir sig og oft er hann í aðalhlutverki í þeim sögum sem hann segir. Hvar sem Hin- rik fer safnast ungir sem aldnir að honum ef vera kynni að eitthvað sniðugt hrykki nú afvörum hans, en hann er stöðugt að segja sögur enda með afbrigðum minnugur, sérstaklega á skemmtilegar sögur og hnyttin tilsvör. Hinrik er fæddur og uppalinn á Hellissandi, þar sem hann kynntist sjiemraa sjósókn á árabátum og hinum óblíðu faðmlögum náttúr- unnar. Hann var að sögn snemma mikill fyrir sér, enda bráðþroska og nokkuð stríðinn. Þessi stríðni og ærslagangur hefur fylgt honum alla tíð, þó hin síðari ár hafi hann heldur róast, en það fylgir víst aldrinum. Margar kersknisögur eru til af Hinrik frá uppvaxtarárunum á Hellissandi en of langt mál væri að rifja þær allar upp hér. Þó er ekki hægt annað en að koma með eina sögu. Á þessum áruro voru formenn á bátum þeir sem réðu og þeirra var valdið. Þannig vöktu þeir iðulega áhöfn bátsins, enda stutt á milli húsa og vöknuðu þeir ávallt fyrstir. Einhverju sinni fann Hinrik það út að formaðurinn not- aði birtuna sem vekjaraklukku. Gerði hann sér lítið fyrir og málaði rúðuna á herbergi formannsins svarta þegar formaðurinn hafði gengið til náða. Formaðurinn svaf fram undir hádegi. Þegar Hinrik var 18 ára brennd- ist hann illa í húsbruna og munaði litlu að illa færi. Alla ævi hefur hann þurft að glíma við afleiðingar þessa slyss og sýnt fádæma þraut- seigju og kjark. Það sýndi hann m.a. þegar hann fór til Dánmerkur i aðgerð til að láta laga barkakýlið og þar með röddina. Ekki bugaði þetta Hinrik og hélt hann áfram að vera glaður I hjarta og gaman- samur. Hinrik gerði vörubílaakstur að ævistarfi og stundaði hann vöru- bílaakstur þar til fyrir nokkrum árum. Dugnaður, útsjónarsemi og kapp átti Hinrik í ríkum mæli á þeim tíma, enda var keppst við þegar verkefni lágu fyrir. Unnið var dag og nótt og jafnvel ekki tekið hlé til að matast þegar svo stóð á. Alla vega mátti hann stund- um ekki vera að því að bíða eftir matnum, væri hann ekki tilbúinn þegar hann kom. Þó mikið væri að gera hugsaði Hinrik ávallt vel um vörubílana sína og var til þess tekið. Hann var ekki sínkur á við- hald ef þess þurfti við. Á þessu ári seldi hann síðasta vörubílinn sinn, Benzinn, sem var orðinn 22 ára, en í toppstandi og hefur sá er keypti ekki verið svikinn.af þeim viðsk- iuptum. Hinrik komst ungur í kynni við hesta og hafði af þeim gaman. Stundaði hann hestamennsku hér í Reykjavík eftir að hann gerðist vörubílstjóri. Frægasti hestur hans var Asi, en hann var jafnframt landsfrægur gæðingur, sem vann til fjölda verðlauna. Þannig vann Sjónarhorn hann til 17 verðlauna á sínum tíma sem verður að teljast mikið, en þá voru hestamót ekki eins algeng og nú er. Asi varð fyrstur til að vinna í töltkeppni hér á landi 1977 en þá var haldið eins konar Evrópu- mót. Knapi var Johannes Hoyos, þekktur knapi á íslenskum hestum. Asi var augasteinn eiganda síns, enda hlaut hann einstakt atlæti og var dekrað við hann í orðsins fyllstu merkingu. Fáir hestar litu jafnvel út og Asi, enda var honum kembt reglulega og hann þveginn. Þá átti Hinrik það til að bera á hann „old spice" svona við hátíðleg tækifæri. Einnig var reglulega farið með Asa í klippingu til Ástvalds Guðmunds- sonar rakarameistara á Dalbraut 1. Komið var með Asa á stéttina fyrir utan rakarastofuna og hann klipptur. Fjöldi fólks flykktist stundum að til að fylgjast með. Þá hugsaði Hinrik ávallt vel um hófana á honum Asa sínum, en reglulega var borin á þá hóffeiti og hófarnir pússaðir með skóbursta. Þetta vakti athygli því á þessum tíma voru menn yfirleitt ekki að nostra við hófana á hestunum. Sögð er sú saga af Hinriki og Asa að einhverju sinni þegar Hin- rik var að „dekra" við Asa uppi í Efri-Fákshúsunum hafí þar borið að bónda norðan úr landi sem var að forvitnast um byggingu húsanna er hann rakst á Hinrik. Þeir tóku tal saman og m.a. spurði bóndinn Hinrik hvort ekki væri dýrt að hafa hesta í fóðri hjá Fáki. Hinrik kvað það ekki dýrt en sagði það vera dýrt að gefa hestunum auka- bitann og fleygði um leið 500 króna seðli sem hann hafði í vasanum í jötuna til Asa. Asi þakkaði pent fyrir sig og hvarf seðillinn ofan í hestinn. Upp frá þessu komst sú saga á kreik að hestarnir í Fáki væru fóðraðir á fimmhundruð köll- um. Asi varð 25 vetra gamail en garnaflækja varð honum að aldur- tila. Hins vegar mun Asa verða minnst um ókomna tíð en einn af keppnisvöllum Fáks ber nafn hans og er nefndur Asavöllur. Þó hestamennskan hafi hrifið Hinrik og veitt honum mikla ánægju hefur hún heillað afkom- endur hans sem allir eru á kafi í hestamennsku. Fylgist Hinrik grannt með því sem er að gerast frá stjórnstöðinni í Skipasundinu með tilheyrandi athugasemdum, en Hinrik heldur því fram að hæfileiki sinn liggi í því að framleiða knapa. Bauð hann Svíum þessa þjónustu sína á síðasta Evrópumóti í Sví- þjóð. Ekki er vitað á þessari stundu um árangur. Megirðu Hinrik njóta áranna sem eftir eru glaður i hjarta og með húmorinn í lagi. Verði hann frá þér tekinn er lífið búið. Til ham- ingju með daginn. Helgi Sigurðsson. Kaffi og kólesteról Margir telja sig ekki geta vaknað fullkomlega á morgnana nema við bolla af rjúkandi kaffí. Máli skiptir hvernig hellt er upp á kaffið, í kaffiolíum hafa fundist efni sem geta aukið kólesteról í blóði. Margrét Þorvaldsdóttir kannaði áhrif kaffidrykkju og óvæntar afleiðingar kólesteróls á líkamann. Sjálfvirk kaffikanna Frönsk pressa Mokka kaffikanna Á SÍÐASTA ári greindu hol- lenskir vísindamenn við land- búnaðarháskólann í Wagening- en tvö efnasambönd (cafestol og kahwesol) í kaffiolíum sem eru sagðar geta aukið kóleste- rólmagn í blóði. Rannsakaðar voru hinar ýmsu aðferðir við að laga kaffi í 10 löndum í Evrópu og Afríku. Kannað var venjulegt kaffi, koffeinlaust kaffi og þurrkað kaffi (instant). í Ijós kom að þurrkaða kaffið innihélt aðeins örlítið magn þessara efna, en espressó- eða mok- kakaffi innihélt aftur á móti mest af þessum efnum eða 6-12 mg af cafestol í 150 millilítra af löguðu kaffi. En vegna þess að venjulegir skammtar af es- pressó-kaffi eru litlir er magn þessara efna lítið miðað við það sem finnst í kaffi eins og það er lagað á flestum heimilum á Norðurlöndunum, Tyrklandi og í Grikklandi, segir grein í ágúst- blaði tímaritsins Agricultural and Food Chemistry þar sem niðurstöður þessara rannsókna voru kynntar. Þar segir, að komið hafi á óvart að kaffi sem lagað er í sjálfvirkum eða sjálftrekkjandi kaffikönnum eða kaffivélum hafði lítið magn af þessum efn- um, jafnvel þó að þar sé ekki notaður pappírs-filter. Þar sem kaffið fer oft í gegnum kaffi- korginn í körfufilternum við lögunina er talið að hann virki eins og sía á þessi efni. Aftur á móti hefur „frönsk pressa", þar sem malaða kaffinu er þrýst niður á botn könnunar við kaffilögunin, ekki sömu áhrif. Þessi kaffipressa, sem nýtur vaxandi vinsælda, skildi eftir jafn mikið ogjafnvel meira af þessum kólesterólaukandi efnum í kaffinu en hinar aðferð- irnar. Ef menn drekka daglega 5 bolla af kaffi sem lagað er með frönsku pressuaðferðinni veldur það 8-10 mg hækkun á kólesteróli í desilítra af blóði, en það þyrfti 15 bolla af es- pressó-kaffi til að hafa sömu áhrif. Kólesteról, þunglyndi og svipleg dauðsföll í grein í tímaritinu Chemistry in Brítain nú í september segir að lítið kólesterólmagn í blóði geti verið gott fyrir hjartað, en það geti valdið þunglyndi og aukið hættu á sjálfsvígi. Vitnað er þar í grein ítalskra vísinda- mann sem birt var í British Medical Journal í júní sl. á rann- sókn sem gerð var við St. Ann Hospital í Ferrara. Þar rannsök- uðu vísindamenn kólesteról- magn í 331 einstaklinga sem komið var með á sjúkrahúsið eftir tilraunir til sjálfsvígs. Þar sem slík áföll lækka kólesteról- magnið í blóði var það mælt inn- an 24 tíma eftir komu á sjúkra- húsið. Rannsóknir leiddu í ljós að þessir sjúklíngar höfðu um- talsvert lægra kólesterólmagn í blóði en aðrir sjúklingar í viðmið- unarhópi. Einnig reyndist vera áberandi lægra kólesterólmagn í blóði þeirra sjúklinga sem reynt höfðu að fyrirfara sér á grófari hátt eins og með því að drekkja sér eða hengja. Gallerani, sem var talsmaður vísindahópsin, segir að lágt kólesteról geti minnkað serotonin magnið í heila, (serotonin er eitt af boð- efnum í heila). Skortur á sero- tonin hefur verið tengt þung- lyndi og hömluleysi þegar kemur að skyndilegri löngun til að valda sjálfum sér (eða öðrum) skaða. Gallerani segir að mögulegt sé að of lágt kólesteról í blóði geti leitt til ofbeldisverka og jafnvel morða. Faraldsfræðileg- ar rannsóknir hafa tengt dauðs- föll af völdum sjálfsvíga við dauðsföll af öðrum sviplegum orsökum og vísindamenn hafa bent á að fólk sem deyr af þess- um orsökum virðist hafa svipað hegðunarmunstur. Aðrar rann- sóknir hafa sýnt fram á samband á milli lágs kólesterólmagns í blóði og árásargirni. Rannsóknir þessar eru sagðar styrkja aðrar niðurstöður, en þær benda til að fólk sem gjör- breytir mataræðinu og snýr frá mjög fituríku kólesterólaukandi fæðutegundum til heilnæmari fitusnauðs fæðis geti með því verið að auká hættu á þurtglyndi og ofbeldi, segir í lok greinarinn- ar. Vera má að eitthvað sé til því sem sumir halda fram — í spaugi, að besta lækningin til að létta skapið sé að finna f kæliskápnum — ekkert lyfti sálartetrinu betur en fitu- og kolvetnaríkur munnbiti. Nú þegar ofbeldi eykst má velta því fyrir sér hvort hinn mikli áróður fyrir neyslu fitulítils fæðis hafi verð tekinn of bók- staflega. Getur verið að áróður- inn hafi orðið til að raska neysluvenjum til hins verra — á kostnað góðra og gildra kjarn- mikillá málsverða?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.