Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
SHARK5
MY TOOTH
FILLIN65
CONTAIN
. MERCURV
'UJHAT PO YOU >
MEAN,VOU‘RE NOT
60IN6 TO SCMOOL?
U/HAT‘5 VOUR
l EXCU5E ? /
Smáfólk
Það er kvikasilfur
i tannfyllingunum
í mér.
HVAÐ áttu við með að segjast
ekki fara í skólann? Hvaða af-
sðkun hefurðu?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík # Sími 5691100 # Símbréf 569 1329
Lækkun lögaldurs
til góðs
Frá Kristjáni Ragnari Ásgeirssyni:
ÁSTÆÐA mín fyrir þessu bréfi er
frumvarp um lækkun áfengislög-
aldurs niður í 18 aldursár. Ég er
fylgjandi þessu frumvarpi og langar
mig til að telja upp nokkrar stað-
reyndir varðandi unglingadrykkju
og drykkjuvenjur íslendinga al-
mennt
íslenskir unglinar eru mjög mis-
munandi. Það er ekki hægt að setja
okkur undir einn.og sama hattinn
og kalla okkur vandræðapakk.
Fyrst verður að athuga hvað veldur
þessari óreglu. Diykkjuvenjur ungl-
inga eru eftirfarandi: Fá einhvem
til að kaupa fyrir sig, ef ekki hægt,
finna landasala. Fara niður í bæ
(með flöskuna), detta í það úti á
götu. Af hveiju úti á götu? Jú, af
því að skemmtistaðirnir heimila
ekki unglingum innan 20 ára að-
gang.
Ég tel, að með Iækkun lögaldurs
megi draga úr fjöldanum í miðbæn-
um um helgar á tvo vegu. Annars
vegar fara 18 ára og eldri meira
inn á staðina, og þegar það gerist
minnkar fjöldinn. Þegar fjöldinn
minnkar sjá þeir sem eru yngri en
18 ára enga sérstaka skemmtun í
því að vera svo til einir á ferli og
sækja því minna í miðbæinn.
Til að gera langa ræðu stutta eru
hér nokkrir punktar sem ég tel að
myndu verða afleiðingar lækkunar-
innar:
• Landasala minnkar stórlega.
• Unglingum fækkar í
miðbænum.
• Drykkjuvenjur myndu
breytast.
• Engin aukning á unglinga-
drykkju. (Hún mvndi bara breyt-
ast).
Ég er utan af íandi og sæki skóla
hér í borginni. Dvöl mín héma í
Reykjavík hefur verið, vægast sagt,
dálítið leiðinleg. Ég á fáa vini og
fer ekki mikið út um helgar. Áður
en ég fluttist hingað var ég alltaf
á sveitaböllum, alltaf í vinahópi,
alltaf ánægður. Hérna fer ég mjög
sjaldan út að skemmta mér. Flestir
mínir vinir að heiman, búandi
héma, em eldri en ég svo að ég fer
ekki mikið með þeim. Og mér, satt
best að segja, leiðist meira en eðli-
legt verður að teljast. Ég fer oft
út með vinum mínum á kaffihús,
en eftir kl. 21 em 18 ára og yngri
ekki æskilegir'þar. Hvers eigum við
að gjalda? Hvað höfum við gert af
okkur?
Á Spáni og Portúgal er aldurs-
takmarkið 16 ár. í Hollandi er ekk-
ert takmark. Þar bera foreldrar
ábyrgðina. í þessari deilu er tekið
mið af Bandaríkjunum, þar sem
u.þ.b. 220 milljónir manna ganga
um með byssur eða önnur morð-
vopn. Er ekki allt í lagi? Hvemig í
ósköpunum er hægt að gera slíkan
vitleysu samanburð? Mér blöskrar
stórlega við að heyra menn láta út
úr _sér þvílíkt mgl.
Ég tel að fólk ætti að hugsa til
baka um nokkur ár og setja sig í
spor okkar, áður en það fordæmir
fmmvarpið. Það er ekkert nema
blinda að sjá ekki jákvæðu hliðam-
ar á málinu.
KRISTJÁN RAGNAR ÁSGEIRSSON,
Hléskógum 7, Reykjavík.
Afallahjálp
Frá Ásgerði Halldórsdóttur o.fl.:'
VEGNA þátta Eiríks Jónssonar á
Stöð 2 viljum við koma á fram-
færi eftirfarandi athugasemdum.
Okkur er öllum löngu ljóst að
Eiríkur fer ósjaldan yfir velsæmis-
mörk í þáttum sínum og án þess
að blikna virðist hann geta spurt
ótrúlegustu spuminga hvort sem
þær móðga viðkomandi viðmæl-
anda eða áhorfendur. Dropinn sem
fyllti mælinn var viðtal hans við
prest nokkum. Fyrir það fyrsta;
hvemig datt Eiríki í hug að fá
þennan tiltekna prest til að sitja
fyrir svöram þegar jaftimikilvæg
málefni bar á góma og raun bar
vitni? Spurt var fyrir hönd bam-
anna hvemig Guð gæti verið svona
vondur að láta fólk deyja í snjóflóð-
um. Það var nokkuð ljóst að prest-
urinn var ekki í stakk búinn að
veita þau svör, sem þurft hefði i
tilvikum sem þessum og beint eða
óbeint gaf hann það í skyn að
þeir sem ekki biðja bænir og trúa
á Guð eigi ekki eins sjálfsagðan
rétt á að lifa og hinir. I öðra lagi
var Einkur klæddur eins og prest-
ur og var það dæmigert fyrir hæðni
hans og blygðunarleysi.
Eiríkur Jónsson fékk nákvæm-
lega það, sem hann vildi fá fram
í þessum tiltekna þætti, því hann
smjattaði fram og aftur á tilsvömm
viðmæidanda síns af sinni ein-
skæm snilld. í staðinn fyrir að
hjálpa fólkinu fyrir vestan, sem enn
er í sáram vegna hörmunganna
þar, ýfir Eiríkur þau upp með til-
litsleysi sínu ogbjánaskap. Ef hann
heldur að þetta sé áfallahjálp, þá
má hann biðja Guð að hjálpa sér.
Nokkur orð til Eiríks beint: „Ei-
ríkur, svona vinnubrögð líðast
hreinlega ekki og þetta er ekki í
fyrsta sinn, sem þú misbýður
áhorfendum með tillitslausum fyr-
irspumum og athugasemdum. Ef
þú ert svona einfaldur að þú gerir
þér enga grein fyrir hvað þú ert
óforskammaður vonum við að yfír-
menn þinir sjái að sér og leggi
þátt þinn niður.“
Óánægðir áhorfendur Stöðvar 2:
ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Bollagörðum 1, Seltjamarnesi,
RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Keilugranda 6, Reykjavík,
INGVELDUR VIGGOSDÓTTIR,
Fomuströnd 16, Seltjamamesi,
SÓLRÚN HEÐIN SDÓTTIR,
SIGRÚN ANDRADÓTTIR,
GRÉTA BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
SIGURVEIG ALEXANDERSDÓTTIR.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.