Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NOKKRIR leikaranna á æflngu í lokaatriði verksins. Morgunblaðid/Sig. Jóns. Ingumi Ásdísardóttir Selfossi Lokaundirbúningur stendur nú yfir hjá Leikfélagi Selfoss fyrir frumsýningu á verkinu Land míns f'öður eftir Kristján Ragnarsson undir leikstjórn Ingunnar Ásdís- ardóttur við tónlist eftir Atla Heitni Sveinsson. Verkið verður frumsýnt i Leikhúsinu við Sigtún á Sel- fossi á föstu- dag, 17. nóvem- ber, og hátíðar- sýning verður þann 19. Fyrirhugað er að sýna verkið á fúnmtudags, fSstudags- og sunnudagskvðldum svo lengi sem aðsókn cndist. Viðamesta verk Leikfélagsins Land mins föður er mannfrek- asta stykkið og það viðamesta sem Leikfélag Selfoss hefur fengist við til þessa. Alls taka 32 leikarar þátt í verkinu og annast 120 hlut- verk og sumir þeirra keyra um langan veg á æfingar. Alls koma um 60 manns að uppsetningu verksins. Auk leikaranna er 5 manna hljómsveit í verkimi en henni og söngnum í verkinu sfjórnar Helgi E. Kristjánsson. Það gengur þvi mikið á í leikhúsi félagsins við Sigtún á meðan á Mikið verk í litlu leikhúsi æf ingum stendur. Leikhúsið er lítið, tekur aðeins 70 áhorfendur í sæti, en greinilegt er að allir þeir sem að verkinu koma Ieggja mikinn metnað í að vel takist og það er alveg vist að það verður rífandi stemmning í húsinu á sýn- ingunum sem framundan eru. Allir mjög áhugasamir „Þetta er auðvitað ofboðslega lítið leikhús, nánast frímerki, og margt í'ólk sem tekur þátt í sýn- ingunni og mörg hlutverk. Það er mikið mál að koma þessu öllu saman en þetta er feikilega góður hópur. Þetta hefur gengið krafta- verki næst en þetta er gott fólk og það eru allir mjög áhugasam- ir. Það er þess vegna mjög gaman að vinnameð svona fólki," sagði Ingunn Ásdísardóttir leikstíóri þegar litið var inn á æfingu fyrir helgina. Þá voru leikarar og lujómsveit að æfa lokaatriði sýn- ingarinnar og það gekk mikið á í leikhúsinu sem hreinlega skalf undan átökunum og f'jörinu. „Þetta er mjðg skemm t ilegt. leikrit með miklu fjöri. Það er skemmtilega skrifað en erfitt í meðförum," sagði Ingunn leik- st jóri og likti handritinu við kvik- myndahandrit þvi skiptingar væru margar þar sem senurnar rynnu saman. „Það er skemmti- legt að vinna með leikritið. Það er svo mikill sögulegur fróðleikur í þvi sem stór hlut i þjóðarinnar þekkir og ég treysti Kjartani fyr- ir því að það sé sögulega kórrétt. Það er mjög gaman að því hvað krakkarnir í leikarahópnum eru áhugasamir fyrír þessu timabili og ég er viss um að þau hafa lært mikið uni þetta tímabil." Fjörug og þrælgóð sýning „Það er ekki spurning að það er vel þess virði að koma hingað í leikhúsið og sjá verkið. Hér er fólk sem kanh mikið, hefur leikið lengi og getur auðveldlega leikið sem atvinnumenn. Við erum með fjöruga og þrælgóða sýningu í höndunum og ég yrði hissa ef Sunnlendingar kæmu ekki til að sjá þetta hérna hjá okkur. Þetta hefur gengið vel og getur verið hressandi og góð kvöldskemmtun fyrir fólk," sagði Ingunn Ásdisar- dóttir, leikstíóri hjá Leikfélagi Selfoss. Mjótt á mununum BOKMENWTIR LjÓð Afturgöngur cftir Kristian Guttesen Mosfellsbær 1995 - 42 síður ÞAÐ VÆRI hálfklisjukennt að segja að Ijóðin í þessari bók fjalli um einsemd og ást. Samt er það satt. Fyrsta orð fyrsta ljóðs bókarinnar er „einmana"; þar segir frá skýinu sem kastar akk- eri á þeim stað sem sólin stingur sér á kaf. Þótt heimkynni.beggja sé himinninn þá er þessum tveimur ekki skapað annað en skílja. Sama hug- mynd er uppi á ten- ingnum í ljóði sem nefnist Samtíðarást, nema hvað myndmál- ið er beinskeyttara og laust við líkingamál: ég og hún eigum eitthvað sérstakt sem tekur fram öllura jarðneskum nautnum því að ég er eini maðurinn segir hún sem hún þekkir en hefur ekki sofið hjá Krístían Guttesen og jafnvel þótt ekki sé beinum orðum sagt hvort hún sé sæl eða vansæl með hlutskipti sitt þá felst- í myndmálinu ákveðinn gildis- dómur yfir því hvernig persónan lifir. Hún dregur hringinn utan um sandkassann sinn og heldur fast í leikfangabangsann. I fá- breytni daganna fljúga árin síðan hjá. Fallvaltleikinn erhöfundi hug- leikið yrkisefni. Ég nefni sem dæmi ljóðin Hinsta vansæmdin, Mannsmynd og Dánarför. Menn falla af minnsta tilefni; þeir deyja í mörgum skilningi, bæði frá sjálf- um sér og öðrum. Þrátt fyrir það halda þeir áfram för sinni, afturgengnir og búnir að gleyma tak- markinu - eða eins og segir í niðurlagi Ferðasöngs: „gakk áfram, áfram / aftur- göngur." Tónninn í þessari bók er myrkur, veg- slóð mælandans er vörðuð brenndum brúm. Ég man ekki eftir því í langan tíma að hafa lesið ljóðabók sem með svo afger- andi hætti lýsir von- lausri tilvist á jafnfín- Er þá göfugasta ástarlíf nú- tímans samkvæmt þessu plat- ónskt? Nær manneskjan best að þroskast ein og líður henni best með sjálfri sér, án skuldbindinga við aðra? Sum ljóðin í þessari bók kunna að gefa slíkt til kynna, ekki er það samt einhlítt. í Sandkasta- lanum er heimurinn lítill flugturn í áhyggjulausu sólkerfinu: og árin flugu öll hjá í skyndi án þess að millilenda hjá kastalanum hans Þótt persóna þessa ljóðs virðist hafa valið sér einangrun an hátt sem hér er gert. Allir tónar eru lágir og mjúkir. Ör- væntingin æpir ekki, einsemdin grætur. ekki og *fallvaltleikanum er ekki lýst f sjálfvirkum þung- lyndisstfl. Nei, hér er ofið fínt; (hug)myndirnar einfaldar en dræudrnir svo grannir að þeir sjást varla. Og þótt bókin rísi agnarögn undir lokin svo að von- góður lesandinn vilji trúa á betri tíð er víst að engu má skeika: ... í ásjónu heimsins Iíður dimman úr minni við sjónarrðndina birtist lítill fugl nú kemur vorið Ingi Bogi Bogason Flauta og píanó - Áshildur og Selma TONLIST H1 j ó m d i s k a r MINIATURES Áshildur Haraldsdðttír, flau ta; Selma Guðmundsdóttir, píanó. Upptaka: Bjarni Rúnar Bjarnason og Georg Magnússon. Spor röð 1009. ÞESSI hljómdiskur geymir safn stuttra tónverka fyrir flautu og píanó frá síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. (Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigurbjörnsson eru raunar nær okkur í tímaröð- inni með sín fal- legu stefjamál, verk Atla er milli- spil úr barnaleik- ritinu Dim- malimm, en Sicil- iana Þorkels hluti af tónlist við leik- ritið Kaupmanninn í Feneyjum, og þvi í anda ítalska Commedia dell- 'Arte leikhússins. Seinna var þessi yndislega tónsmíð hægi þátturinn í divertimentói fyrir flautu og strengi, sem Þorkell nefndi Cólumbinu — nema hvað.) Annars eru margar þessara smámynda (og flestar þær bestu) tengdar Tónlistarháskólanum í París, en, eins og segir í bækl- ingi, átti sá skóli mikinn þátt í vin- sældum flautunnar á þessari öld. „Þar lærðu og kenndu fremstu flautuleikarar Frakklands, tón- skáldin sóttust eftir að semja fyrir þá verk og þaðan barst „franski flautuskólinn" um lönd og álfur." Þetta eru yfirleitt fallegar litlar tónsmíðar, og sumar tæknilega krefj- andi en ekki að sama skapi í músík- legu tilliti (L'oiseau des Bois eftir Franz Doppler). Öllu meira fannst mér varið í Svölurnar hans Ernesto Köhler, hreint „virtúósóverk" sem hljómar líkt og leikið sé á tvær flaut- ur. Það þarf því engan að undra að merkustu tónskáldin meðal „útlend- inga" (Gabriel Fauré og Carl Niels- en) hafa mest að segja í „fæstum orðum". Um leik þeirra Áshildar Haralds- dóttur og Selmu Guðmundsdóttur þarf ekki að fjöl- yrða, þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru í fremstu röð. Flaututónn Áshildar er skær og „léttur" og samt blæbrigðaríkur, svífur eins og svalan, þegar hún sýnir okkur fimi sína. Selma hefur lengi verið einn minna eftirlætisp- íanóleikara meðal íslenskra kollega. Allur flutningur hennar vel mótaður og skýr og músíkalskur í betri kant- inum. Með öðrum orðum aðgengilegur og fínn hljómdiskur í ágætri hljóðrit- un, en umfram allt framúrskarandi hljóðfæraleikur. Oddur Björnsson TONIIST Dómkirkjan KIRKJUTÓNLEIKAR Verk eftír Buxtehude, J.S. Bach, I liindel, Bizet, Gounod, Yeung og Grey. Helgi Pétursson, orgel; Natalia Chow sópran. Dómkirkjunni, sunnu- daginn 12. nóvember kl. 15. HELDUR var fámennt á síðustu tjónleikum Tónlistardaga Dóm- kirkjunnar um undornsleytið sl. sunnudag, sem skv. Tónlistar- dagaskránni áttu að vera kl. 17, en var flýtt með að virðist litlum fyrirvara. Slíkar skyndibreytingar draga óhjákvæmilega úr aðsókn, líkt og gerðist t.d. með gítartón- leika í Iðnó fyrr um haustið, og hvort sem veldur handvömm, mis- skilningur eða annað, þá eru til- færslur af því tagi hvimleiðar og skipuleggjendum til lítils sóma. Helgi Pétursson tónskáld og organisti á Húsavík lék nokkur einleiksverk'fyrir orgel frá barokk- tíma, Tokkötu og fúgu í f-moll og Prelúdíu og fúgu í g-moll eftir Dietrich Buxtehude og fjögur verk úr Orgelbæklingi Bachs, sálmfor- leikina Herzlich thutmich verlang- en og hinn óslítandi Nun komm, der Heiden Heiland, auk Gelobet sei'st du, Jesu Chríst og Wenn wir in Höchsten Nöten sind. Helgi Iék af röggsemd og öryggi, og hafði auðheyranlega undirbúið sig vel, enda skilaði hann ágætri og hnökralítilli túlkun á þessum litlu barokkperlum, einkum þó í Buxtehude, þar sem naut bæði hraða og fjölbreytni, og bauð upp íkyrr- þey á einkar smekklega registrun. Því meira sem maður heyrir af verkum „Danans mikla", þ. e. kantorsins í Liibeck, því skiljan- legri verður sagan um „námsdvöl" Bachs þar í borg langt út fyrir tilskilið leyfi hans frá störfum, því hugvitið og fjölbreytnin eru hreint ótrúleg, og leikur lítill vafi á, að aðalhvatann að hinni gróskumiklu orgeltónsköpun Bachs í Arnstadt og Weimar megi rekja til gönguf- arar hans norður í Hansaborgina, enda þótt þekking Bachs á öðrum orgelmeisturum hafi einnig verið yfirgripsmikil miðað við fáförla ævi. Einkum var lokaverk tónleik- anna, Prelúdía og fúga Buxtehu- des í g-moll, skemmtilegt dæmi um áræði tónskáldsins í form- rænni tilraunastarfsemi, þar sem hin viðamikla prelúdía hófst á tok- kötukenndum satz við þrábassa- stef, fór þvínæst í hæglátt, ricerc- are-kennt fúgató, þá yfir í drama- tíska hómófóníu, sem lauk með annarri tokkötu. Hin punkteraða Fúga (stefið virtist eiga sér nokk- urn andlegan vanda við kórfúgu- stef Hándels í Messísasi, And with his strípes we were healed) endaði svo, öllum að óvörum, á upphafs- efni Prelúdíunnar, og vísaði þann- ig að hluta fram til stórbogaforms Bartóks nærri 250 árum síðar. Sópransöngkonan Natalia Chow, eiginkona organistans, á rætur að rekja til Hong Kong en hlaut söngmenntun á Bretlandi. í stað þess að standa uppi við orgel- ið, stóð»hún niðri í kórnum, um 20 m frá orgelleikaranum. Það bauð hættunni heim, en til verulegr- ar furðu beið samflutningurinn ekki meiriháttar tjón af fjarlægðinni. Natalia söng fyrst JB/st du bei mir sem enn er verið að eigna Bach, enda vissulega eitthvert fal- legasta sönglag í gervöllum „Clavierbuchlein", þótt nú sé oft- ast talið eftir G.H. Stölzel. Eftir Hándel söng hún Lasci'a ch'io pange, og síðan Agnus Dei eftir Bizet, „O Divine Redeemer" eftir Gounod, kínverskt lag við 23. Davíðssálm í enskum síðróman- tískum stíl eftir S. Yeung og Ave Maria Sigvalda Kaldalóns. Píanó- undirleiksstíll hins síðastnefnda naut sín illa á orgel, og hefði Helga eflaust verið í lófa lagið að skrifa orgelhæfari útsetningu. Að lokum söng Natalia annað andlegt lag með auðkennum enskrar síð- rómantíkur eftir H. Grey. Söngviðfangsefnin voru ekki meðal kröfuhörðustu verka tón- bókmenntanna, en Natalia Chow söng þau af talsverðri innlifun og þokka. Rödd hennar er athyglis- verð, þótt enn þurfi hún að mót- ast og styrkjast, einkum á neðra sviði. Engu að síður mátti heyra margt sem benti til góðs efniviðar. Ríkarður Ö. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.