Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 15 Evrópusamtök kaupenda á flugfrakt þrýsta á Evrópusambandið Krefjast aukins fijálsræðis íflugi milli OECD-ríkja HAGSMUNASAMTÖK kaupenda á flugfragt í Evrópu, European Air Shippers Council, (EASC) þrýsta nú á um það gagnvart Evrópusam- bandinu að fijálsræði verði aukið í flugi á áætlanaleiðum milli ríkja Evrópusambandsins og annarra ríkja. Samtökin hafa sent frá sér ítarlega skýrslu um stöðu mála í fragtflugi þar sem fram koma ýmsar ábendingar til framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins, ráð- herra samgöngumála og flugfé- laga. Félag íslenskra stórkaupmanna er aðili að heildarsamtökum flutn- ingakaupenda í Evrópu og var falið að koma stefnu EASC á framfæri hér á landi. Samtökin telja nauð- synlegt að afnema tvíhliða samn- inga milli ríkja um flugmál og í því efni eigi aukið fijálsræði meðal ríkja OECD að hafa forgang. Skorað er á Evrópusambandið að endurskoða vandlega beitingu samkeppnisreglna sambandsins á sviði flugmála, þ. á m. undanþágu- reglur um úthlutun flugvallar- stæða, samræmdar flugáætlanir, sameiginlegan rekstur félaga og samráð um far- og flutriingsgjöld. Þá þurfi að fella flugmál inn í samn- inga á vegum Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar (WTO) í framtíð- inni, en þau voru undanskilin í GATT-samningnum. EASC bendir á að verulega hafi dregið úr framlögum innan ESB- ríkja til uppbyggingar á flughöfn- um en þau hafa lækkað úr um 2% af þjóðarframleiðslu að meðaltali í 0,7%. Loks benda samtökin á að ríkisstyrkir til flugfélaga raski samkeppnisskilyrðum á þessum markaði innan Evrópusambands- ins. Ályktunum EASC er í öðru lagi beint að flugfélögunum. Telja sam- tökin að þjónusta við kaupendur fraktflugs eigi að skipa sama sess og þjónusta við farþega í rekstri félaganna, en kaupendur flugfrakt- ar hafa lengi haldið því fram að flugfélög komi ekki til móts við þarfir þeirra viðskiptavina. í skýrsl- unni koma fram ýmsar ábendingar um aðgerðir í þessu sambandi og er þar m.a. bent á að einfalda þurfi verðskrá félaganna til muna. Mikill vöxtur í fraktflugi Mikill vöxtur er í vöruflutning- um flugfélaga og þenda nýlegar kannanir Alþjóðasamtaka flugfé- laga (IATA) til að aukning sé 9,3% á ári. Áður fyrr voru flugvélar einkum notaðar fyrir vörur með lítið geymsluþol og verðmætari vörur, en með framförum í vöru- stjórnun hefur stóraukist fjöldi þeirra vörutegunda, sem hag- kvæmt þykir að flytja á þennan hátt. Hefur þessi flutningsmáti náð mikilli hlutdeild í utanríkisvið- skiptum í Evrópu og má þar nefna að um 24% af inn- og útflutning- svarningi Breta eru flutt með flugi í verðmætum talið. Singapore Airlines kaupir 77 Boeing Singapore. Reuter. SINGAPORE Airlin- es (SIA) hefur samið um kaup á 77 nýjum Boeing-777-200B farþegaþotum fyrir 12.7 milljarða Banda- rílqadala og hefur eitt iyrirtæki sjaldan keypt eins margar flugvélar. Evrópski flugvélaframleiðand- inn Airbus Industrie hafði gert sér vonir um að selja SIA flugvél- ar sínar af A330 gerð, en beið lægri hlut í harðri samkeppni um að smíða vélar fyrir félagið. Starfsmaður SIA sagði að fé- lagið hefði aldrei pantað eins margar flugvélar og að um væri að ræða einhveija mestu pöntun frá einu flugfélagi sem um gæti. Cheong Choong Kong fram- kvæmdastjóri sagði að tvísýnt hefði verið hvaða boði yrði tekið. Að hans sögn hefur B777 10% meira rými en A330 og því meiri tekjumöguleika. Cheong sagði að með óbreytt- um hagnaði væri SIA í stakk búið til að standa undir kaup- unum á nýju flugvél- unum og öðrum vél- um, sem áður hefðu verið pantaðar inn- anlands. Með kaup- unum yrði tryggt að farþegum SLÁ mundi fjölga á næstu 10 árum á blóm- legum markaði Asíu-Kyrrahafs- svæðisins. Hreyflar frá Rolls-Royce SLA kvaðst einnig mundu panta 157 Trent hreyfla frá Rolls- Royce-verksmiðjunum. I London var sagt að pöntunin væri 1.2 milljarða punda virði. Verð hlutabréfa í Rolls-Royce hækkuðu strax um 13% í 174 pens. Flugvélamar verða afhentar á árunum 1997-2004 og gera SIA kleift að auka sætafjölda um 8-10% á næstu 10 árum að sögn félagsins. Jólag’jafir sem öýna Stórt hjarta hj U 3 tí A 3 VQ ■H u m Jólagjafir frá 19 9 k r. vQ tJ4 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.