Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vandinn vib ab auka hráefni tll landvlnnslu er oö
, fínna Innan raba LÍÚ. Form. VMSÍ:
Leppurinn hef-
ur ekkert hreyfst r c
frá LÍÚ-auganu £
seglr Bjöm Grétar C—
Það er ekki að undra, þetta er fæðingargalli Bjössi minn. Leppurinn verður ekki hreyfð-
ur nema með skurðaðgerð . . .
íslandsbanki mótmælir fullyrðingnm Vilhjálms Inga Árnasonar
„Byggðar á misskilningi
og rangtúlkunum ‘ ‘
ÍSLANDSBANKI hefur sent frá sér
greinargerð þa_r sem fullyrðingar
Vilhjálms Inga Ámasonar, formanns
Neytendafélags Akureyrar og ná-
grennis, um viðskipti íslandsbanka á
Akureyri og verktakafyrirtækisins
A. Finnssonar hf. er harðlega mót-
mælt. A. Finnsson var tekið til gjald-
þrotaskipta fyrir nokkru og segir í
bréfi sem Valur Valsson bankastjóri
og Sigurveig Jónsdóttir upplýsinga-
fulltrúi undirrita, að Vilhjálmur Ingi
hafí „mánuðum saman lagt sig fram
um að koma óorði á íslandsbanka,"
vegna áðurnefnds gjaldþrots.
Við það starf hafi Viljálmur Ingi
beitt ýmsum aðferðum, „svo sem
blaðaskrifum, stofnun sérstakra
samtaka, greinargerðum og nú sein-
ast fyrirspum á Alþingi, sem beint
var til viðskiptaráðherra," segir í
bréfínu.
Líklega vísvitandi röng túlkun
„Málflutningur hans hefur ein-
kennst af órökstuddum fullyrðingum
í fjölmiðlum í garð fjölmargra aðila
auk íslandsbanka, svo sem bæjarfull-
trúa á Akureyri og lífeyrissjóða, sem
erfítt hefur verið að svara. Nú liggur
hins vegar fyrir skrifleg greinargerð
frá Vilhjálmi og við skoðun á henni
kemur í ijós að ásakanir höfundarins
eru byggðar á misskilningi, rangtúlk-
unum og sögusögnum. Jafnframt
liggur fyrir að bústjóri, sem greinar-
gerðin beinist að, telur enga ástæðu
Reynt að koma
óorði á bankann
til aðgerða í málinu.“
Meðfylgjandi svari bankans era
yfirlýsingar nokkurra þeirra sem
Vilhjálmur Ingi nafngreindi í
greinargerð sinni, þess efnis að full-
yrðingar sem að þeim snúa séu rang-
ar.
{ greinargerð bankans, sem unnin
er af Jóni G. Briem, forstöðumanni
lögfræðideildar íslandsbanka, segir
að málflutningur Vilhjálms einkenn-
ist af misskilningi og sé ljóst að hann
„fullyrðir margt þótt hann viti að
það sé rangt. Túlkun hans á ýmsu
sem hann getur um er röng, líklega
vísvitandi," segir Jón og kemst að
þeirri niðurstöðu að „eins og málum
er háttað verður ekki komist hjá því
að líta svo á að Vilhjálmur standi
einn að þessum ósönnu ásökunum."
Óttuðust gjaldfellingu lána
Vilhjálmur Ingi kvaðst í samtali
við Morgunblaðið ekki vera sérstak-
lega forviða yfír viðbrögðum íslands-
banka. Þau séu af sama toga og
þegar hann hafí barist fyrir ung hjón
sem vora að skipta um húseign og
urðu ósátt við fasteignaviðskiptin
sern tengdust bankanum.
„íslandsbanki hélt því fram að
málflutningur minn þá væri ragl og
misskilningur og vísvitandi verið að
sverta nafn bankans. Árangur þess
máls var að eftir þriggja ára baráttu
var kveðinn upp dómur í Hæstarétti
í sumar þar íslandbanki var dæmdur
til að greiða unga fólkinu á fímmtu
milljón króna í skaðabætur. Ég á
ekki von á að lyktir þessa máls verði
n\jög frábragðnar," segir Vilhjálmur.
Hann fullyrðir að þeir aðilar sem
lýsi því yfir að hann fari með rangt
mál, hafí allir lesið greinargerð þá
sem hann sendi bústjóra og staðfest
í vitna viðurvist að þær upplýsingar
sem þar koma fram, séu rétiar.
„Þessir sömu aðilar treystu sér
hins vegar ekki til að fara fram á
við bústjóra á opnum fundi með
kröfuhöfum, að vísa málinu til RLR,
vegna þess að þeir era sjálfír með
lán í bankanum og óttuðust að þau
yrðu gjaldfelld," segir Vilhjálmur.
Hann hefur að eigin sögn ekki
þurft að draga til baka ummæli sín
eða skrif til þessa, en muni skoða
greinargerð bankans áður en hann
svari henni frekar.
„Mér nægir að viðskiptaráðherra
hefur talið ástæðu til að benda
bankaeftirliti Seðlabankans á þessi
viðskipti íslandsbanka og A. Finns-
sonar hf., eftir að hafa skoðað
greinargerð mína í samráði við lög-
fræðinga. Bankinn er hins vegar að
reyna að veija sig með öllum ráðum,
en getur ekki hrakið bókhaldsgögn
fyrirtækisins og vitnisburð mætra
aðila,“ segir Vilhjámur.
Flytur fyrirlestur um ríkisrekstur
RUTH Richardson, fyrrum fjármálaráðherra Nýja
Sjálands, heldur fyrirlestur hér um hagræðingu ríkis-
umsvifa 21. nóvember á vegum fjármálaráðuneytis-
ins.
Richardson var ráðherra á Nýja Sjálandi 1990-
1993. Fyrirlestur hennar mun bera heitið „Reynsla
Nýja-Sjálands í kjölfar breytinga í ríkisrekstri".
Einnig munu Derry Ormond, yfírmaður opinberrar
stjórnunardeildar Efnahags- og framfarastofnunar
Evrópu (OECD), og dr.'Guðfínna Bjarnadóttir, sem
vinnur hjá ráðgjafarfyrirtækinu LEAD, flytja ávörp.
Þá munu Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra,
Davíð Oddsson forsætisráðherra, Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingaráðherra, flytja ávörp.
Þór Sigfússon, ráðgjafi fjármálaráðherra, sagði að
enn væri upphaf kjörtímabils og margar nýjar hug-
myndir að koma fram. Tilgangur fyrirhugaðrar ráð-
stefnu væri að gefa fólki kost á að átta sig á hugsun-
inni að baki þessum hugmyndum um breytingar.
Islensk orðabókaútgáfa
Islensk orða-
bókaútgáfa illa
stödd
Sigríður Harðardóttir.
MIKILVÆGUSTU
verkefnin fram-
undan eru að
vinna íslenskan orðastofn
og gefa út vandaða ís-
lensk-íslenska orðabók.
Þau verk eru forsendan
fyrir útgáfu á íslensk-
erlendum orðabókum sem
er mjög mikill hörgull á,
það þyrfti til dæmis að
gefa út ítarlega íslensk-
enska orðabók. Að auki
þyrfti alfræðiorðabókin
að vera í sífelldri endur-
skoðun," segir Sigríður
Harðardóttir sem var
annar tveggja ritstjóra
orðabókadeildar Arnar og
Örlygs.
- Hvað er til ráða?
„Að mínu mati voru
það í fyrsta lagi mistök
að leggja niður orðabóka-
deild Arnar og Örlygs. Ég tel
að það hefði þurft að halda þess-
ari starfsemi áfram með ein-
hveijum hætti. Það er, að ég
hygg, farsælast að hafa þessa
útgáfu í höndum bókaforlaga
en styrkja þau rækilega til
starfsins því það er ekki hægt
að vinna þessar bækur án stuðn-
ings.“
- En margar þessar bækur
bera sig sjálfar?
„Já, en í þeim tilfellum þarf
samt að styrkja verkin á meðan
þau eru unnin. Það er mjög erf-
itt fyrir forlögin að taka lán
fyrir vinnslu á bókunum því að
hagnaður af þeim skilar sér
seint. Ég veit til þess, að í Sví-
þjóð hafa forlög verið styrkt til
útgáfu á orðabókum og það
hefur gefist vel.
Þegar Menningarsjóður var
lagður niður var upphaflega
markmiðið að í staðinn fyrir að
dreifa fé hans út og suður í
mörg verkefni yrði meira fé lagt
í færri verkefni. Það var gert
fyrsta árið. Síðan hefur þetta
breyst. Styrkirnir eru of lágir
og duga ekki fyrir stórum verk-
efnum.“
- Hver er munurinn á góðri
orðabók og Iélegri?
„Góð og faglega unnin orða-
bók sýnir hvert orð hljóðritað,
sýnd er orðskipting, ákveðnar
málfræðiupplýsingar eiga að
koma fram, nákvæm
orðgreining verður að
fara fram, það þarf
með öðrum orðum að
greina merkingu orð-
anna niður þannig að
sýnd séu sem flest merkingar-
afbrigði og notkunarmöguleikar
með dæmum og svo má nefna
nákvæma merkingarlega skil-
greiningu á hveiju orði auk þess
sem finna þarf góða þýðingu.
Eitt megineinkenni góðra orða-
bóka er svo samræmi."
- Hvað þarf að þínu mati
að gera við íslensk-íslensku
orðabókina?
„Það þarf að endurskoða
hana frá grunni, til dæmis er
nauðsyn að endurnýja orðstofn-
inn. Svo þarf að vinna hana
þannig að þar sé hægt að finna
frumskilgreiningu á hveiju orði
og markvissa málfræði- og
merkingargreiningu. í bókinni
►Sigríður Harðardóttir er
fædd árið 1949 í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að Laugar-
vatni árið 1969. Hún hefur
B.A.-próf frá Bandaríkjunum
i enskum bókmenntum og
hefur stundað cand.mag.-
nám í enskudeild Háskóla ís-
lands. Árið 1983 hóf hún störf
við orðabókadeild Arnar og
Örlygs. Hún varð ritstjóri
deildarinnar ásamt Dóru Haf-
steinsdóttur árið 1987 og
gegndi því starfi til þessa
árs. Á þeim tima komu út
íslenska alfræðiorðabókin,
Alfræði unga fólksins og
Frönsk-íslensk orðabók. Sig-
ríður starfar nú sem upplýs-
ingafulltrúi Samkeppnis-
stofnunar. Sigríður er gift
Páli V. Bjamasyni arkitekt
og eiga þau þijár dætur.
þurfa líka að vera mun fleiri
notkunardæmi en nú eru. En
umfram allt þarf að byggja
þessa bók markvisst og skipu-
lega upp.“
- Hvað um framtíðina?
„í orðabókadeild-
inni sem ég starfaði
við hafði safnast mikil
þekking á því hvernig
á að vinna orðabækur
og ekki nóg með það
heldur höfðum við aflað okkur
góðra sambanda við fræðimenn
og aðra í þjóðfélaginu sem nauð-
synlegt er að hafa aðgang að
við vinnu á orðabókum. Allt
þetta getur glatast því hópurinn
sem starfaði hjá forlaginu er
tvístraður og farinn til annarra
starfa.
Ég tel að -íslensk orðabókaút-
gáfa sé illa stödd, hún er að
minnsta kosti hvorki fugl né
fiskur miðað við það sem hún
var fyrir tíu árum. Það vantar
alla markvissa vinnu. Ég vona
bara að hleypt verði nýju blóði
í íslenska orðabókagerð svo að
hægt verði að halda þeirri vinnu
áfram sem hafin var.“
Það vantar
alla mark-
vissa vinnu