Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 j MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mengun og raki í loftinu ÁBERANDI gulur og rauður lit- ur var ríkjandi í þokunni sem lá yfir höfuðborgarsvæðinu mcðan sólar naut í gær og segir Eyjólf- ur Þorbjörnsson veðurfræðingur að skýringa á því sé að leita í litrófi ljóssins. Sóiin skíni í gegnum mikinn _ raka og jafnvel óhreinindi og brotnar þá niður i liti. Því lægra sem þokan liggur því rauðleitari verður blærinn. Eyjólfur segir að þetta gerist þó ekki alltaf þegar þoka er heldur séu litbrigðin nokkuð háð rakanum í loftinu og óhrein- in dunum. „Þegar sýndar eru myndir frá Indlandi þar sem sólin er eldrauð við sólarlag þá er það af völdum raka og meng- unar í loftinu. Á Reykjavíkur- svæðinu er komin töluverð mengun frá verksmiðjum og bfl- um og litbrigði af þessu tagi eru líklega algengari hér en annars staðar á landinu," sagði Eyjólf- ur. Meðfylgjandi mynd tók Ragn- ar Axelsson á sama stað við Úlf- arsfell og baksíðumyndin með sérkennilegu litunum var tekin í gær. Þá var greinilega ekki jafnmikill loftraki og í fyrradag, enda engin þoka yfir borginni. Heilbrigðisráðherra um St. Jósefsspítala Bráðaþjónusta verði lögð niður BÆJARRAÐ Hafnarfjarðar hefur mótmælt þeirri fyrirætlun heil- brigðisráðherra að breyta megin- starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. í erindi ráðherra til stjórnar spítalans er gert er ráð fyrir að bráðaþjónustu á lyflækn- ingadeild verði hætt og handlækn- ingadeild verði breytt í fimm "daga deild. Hafnarfjarðarbær eignaraðili í bókun bæjarráðs Hafnarfjarð- ar er einnig minnt á að Hafnar- fjarðarbær er eignaraðili að spíta- lanum og að allar tillögur úm breytingar á meginstarfsemi hans hljóti að koma til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum. Á því hafi verið nokkur misbrestur. Fram kemur að bæjarráð mótmæli eindregið þeim fyrirætlunum að breyta meg- instarfsemi spítalans eða .'.. „í Bæjarráð Hafnar- f jarðar bókar mótmæli fyrsta lagi verði bráðaþjónustu á lyflækningadeild hætt, í öðru lagi verði handlækningadeild breytt í fimm daga deild..." eins og seg- ir í bréfi heilbrigðisráðherra til stjórnar spítalans. Mikilvægir þættír leggjast af Árni Sverrisson, framkvæmda- stjóri St. Jósefsspítala, segir að óskað hafi verið eftir fundi með heilbrigðisráðherra, þar sem stjórnin sé ekki sátt við tillögur tilsjónarmannsins, sem ráðherra skipaði um miðjan september, og ráðherra hafi gert að sínum. „Við viljum fá tækifæri til að ræða við ráðherrann og gera okkar athuga- semdir," sagði Árni. „Þetta þýðir að eiginleg sjúkra- hússtarfsemi leggst niður eins og hún hefur verið fram að þessu og gerir það að verkum að mjög veigamiklir þættir, sem Hafnfirð- ingar og nágrannabyggðarlögin hafa getað gengið að, leggjast af." Engar áætlanir Árni sagði að engar áætlanir væru um hvaða þjónusta tæki við, einungis sé tekið fram að hún eigi að verða önnur án nokkurrar skil- greiningar. „Við getum ekki séð að sú þjónusta sem við höfum veitt fram að þessu geti dottið sjálfkrafa inn í þjónustu sjúkra- húsanna í Reykjavík," sagði hann. „Þau eiga við verulegan uppsafn- aðan vanda að stríða og geta ekki bætt á sig þjónustu." Félög eldri borgara Mótmæla fyrirhugaðri skerðingu í ÁLYKTUNUM frá félögum eldri borgara á Akranesi og í Borgarnesi og nágrenni eru samþykkt mótmæli vegna fyrirhugaðrar skerðingar á greiðslum til lífeyrisþega frá næstu mánaðamótum, samkvæmt frum- varpi til fjárlaga ríkisins, sem nú liggur fyrir Alþingi. I ályktun félaganna kemur fram að lækka eigi lífeyrisgreiðslur um 6-7% á næsta ári. Þá er mótmælt tillögu um skerðingu á bótum al- mannatrygginga og aukinni greiðslu lífeyrisþega fyrir heilbrigðisþjón- ustu. Fyrirhuguðum fjármagns- tekjuskatti, sem eingðngu á að leggja á lífeyrisþega, er mótmælt og bent á að fjármagnstekjuskatt ætti að leggja á alla fjármagnseig- endur en ekki eingöngu ellilífeyris- þega. Hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlanda Kortleggur tegundir í útrýmingarhættu SVÍINN Torleif Ingelög hlaut í gær umhverfisverðlaun Norðurlanda- ráðs, en þau eru nú veitt í fyrsta sinn. Geir H. Haarde, forseti ráðs- ins, afhenti Ingelög verðlaunin við athöfn í Kuopio í Finnlahdi. Torleif Ingelög er líffræðingur og hefur beitt sér mjög fyrir því að tekið yrði tillit til umhverfissjónarm- iða við þróun landbúnaðar og skóg- arhöggs. Frá því í byrjun áttunda áratugarins hefur hann bæði staðið að rannsóknum og gefið út fræðirit og beitt sér á opinberum vettvangi fyrir umhverfisvernd. Ingelög átti frumkvæði að því að ArtData-banken var settur á lag- girnar, en í bankanum er að finna upplýsingar um dýra- og plöntuteg- undir, sem eru í útrýmingarhættu, sjaldgæfar eða viðkvæmar. Um 3.500 tegundir eru á svoköiluðum rauðum lista bankans og hafa verið kortlagðir 85.000 staðir, þar sem þær er að finna. Geir-H. Haarde sagði í ræðu sinni við verðlaunaafhendinguna að það væri sér sérstök ánægja að afhenda fyrstu umhverfisverðlaunin manni, sem hefði beitt sér fyrir að varðveita fjðlbreytileika lífríkisins og til að endurskapa aðstæður, sem tryggðu slíkan fjölbreytileika, jafnvel í groða- atvjnnuveginum skógarhöggi. í þakkarræðu sinni sagði Ingelög meðal annars að þótt skógarhögg á Norðurlðndum hefði tekið miklum breytingum og tæki nú miklu meira tillit til umhverfisins en áður, væri enn verið að fella skóg, sem hýsti tegundir í útrýmingarhættu. Slíkt væri óverjandi. Ingelög skoraði því á skógar- höggsiðnaðinn á Norðurlöndum að koma sér saman um fimm ára bann yið skógarhöggi á landi, þar sem þannig háttaði til. Jafnframt skoraði hann á Norðurlandaráð og norrænu ríkisstjórnirnar að grípa strax til aðgerða til að varðveita fjölbreyti- leika lífríkis skóganna. „Annars er það of seint eftir fimm til tíu ár," sagði hann. Morgunblaðið/RAX Fundað með ráðherra HELGI Hjörvar framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins hefur átt fund með Finni Ingólfssyni við- skiptaráðherra, þar sem hann gerði ráðherra grein fyrir óánægju blindra með nýja 2.000 króna seðilinn. Sagði hann að ráðherra hefði tekið vel málaleit- an sinni. Ræddar voru leiðir til úrbóta og sagðist Helgi vera bjartsýnn, þar sem ráðherrann hefði tekið máiið að sér, og von- aðist hann eftir að niðurstaða 1'engist á næstunni. Eldur í hitaveitu- stokki ELDUR kom upp í hitaveitu- stokki í Mosfellssveit f gær- morgun. Kveikt hafði verið í einangrun í stokknum og tók töluverðan tíma að komast fyrir alla glóð. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins í Reykjavík er talið líklegast að krakkar hafi verið að fikta með eld við stokk- inn, en göt eru á honum. Gömlu stokkarnir eru þannig úr garði gerðir að þeir eru einangraðir með torfí, eða reiðingi, og lifir glóðin vel og lengi í einangrun- irini. Slökkviliðsmenn hreinsuðu reiðinginn upp úr stokknum og komust þannig fyrir eldinn. Borgarráð Höfnin fær nýjanbát BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 72,2 milljón króna tilboði Damen 'S.Y. í byggingu dráttarbáts fyrir Reykjavíkurhöfn. Stjórn innkaupastofnunar lagði til við borgarráð að geng- ið yrði til samninga við Damen S.Y. á grundvelli 72.201.740,00 króna tilboðs þeirra í lokuðu útboði með fyrirvara um sam- þykki hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum 8. nóvember að ganga að tilboðinu. Nýr leikskóli Borgin 3i: kaupirhús arkitekta BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa eigh Arkitektafélags íslands og Lífeyrisg'óðs arki- tekta við Freyjugötu 41. Kaup- verðið er 19,2 milljónir króna. Fyrirhug^ð er að breyta hús- næðinu og nýta það sem leik- skóla. Gert er ráð fyrir að eignin verði afhent 1. janúar Í996. Fram kemur að stjórn Arki- tektafélags íslands og Lífeyr- issjoðs arkitekta hafi samþykkt kauptilboðið með fyrirvara um samþykki aðalfundar. Rænduraf félögxmum LÖGREGLAN hafði afskipti af mjög ölvuðum manni á Lauga- vegi kl. rúmlega 22 á mánu- dagskvöld. Þegar maðurinn mátti mæla skýrði hann frá þvf að félagar hans hefðu rænt af honum peningum og væri hann að leíta þeirra. Lögreglan fann tvo félaga mannsins á veitingastaðnum Keisaranum og voru þeir einnig vel við skál. Þeir viðurkenndu að hafa fengið „lán" hjá mann- inum og höfðu seðlaveski hans undir höndum. Sagað írafleiðslu ELDUR kom upp í rafmagns- töflu gistihúss að Brautarholti 22 í gærmorgun. Hann var fljótslökktur og urðu litlar skemmdir. Verið var að saga í steinvegg þegar sðgin lenti á rafmagns- leiðslu og tók hana í sundur. Þá gaus upp eldur í rafmagn- stöflunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.