Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 21 LISTIR Kæti og kynórar MYNPIIST Gallcrí Fold MALVERK Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Opið mánud.-laugard. 10-18 og sunnud. 14-18 til 19. nóvember. Aðgangur ókeypis ÞAÐ ER misjafnt hverju menn sækjast eftir í listinni, en almennt má telja að fleiri leiti þar leiks en leiðinda, gáska fremur en alvöru, svo lengi sem eitthvað meira en yfirborðið eitt fylgir með. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sibba, hefur þessa þætti greini- lega að leiðarljósi í listsköpun sinni, en hér sýnir hún um fjöru- tíu myndverk sem eru fyrst og fremst mótuð af gleði og leik, en þó má einnig finna undirtón alvör- unnar að baki. Sibba útskrifaðist frá MHÍ síðastliðið vor, en hafði áður sótt listaskóla á Spáni, sem greinilega hafði mikil áhrif á SIGURBJORG Jóhannesdóttir við verk sitt, Nóttin. hennar myndsýn ef marka má verkin hér. Málverkin á sýningunni eru flest unnin með akryllitum eða blandaðri tækni, þar sem blaðaúr- klippur, ljósmyndir, efnisbútar og textar skarast við notkun heitra lita. Teiknun er oft barnsleg eða byggir jafnvel á skopmyndum, sem hentar vel til að skila því myndefni, sem listakonan er að fást við - einkum í þeim fjöl- mörgu myndum þar sem kynfæri karla eru í aðalhlutverki. í kynningu sýningarinnar er nefnt að safnstjóri á Spáni hafi viljað útiloka verk listakonunnar af sýningu fyrir ósiðlegt inntak, en af því sem hér sést verður aðeins ályktað að viðkomandi hafi verið illa aðkrepptur á sál- inni. Ein myndanna hér - „Full- næging" (nr. 11) - gæti mögu- lega hreyft þannig.við einhverj- um, en einfaldlega ekki nógu góð í samanburði við margt annað til að verðskulda slíka athygli. Megininntak fleiri verka er hins vegar galsafengið grín að karl- hlutverkinu og kynórum tengdum því; hér má ýmist líta til mynda eins og „Lítill og sorgmæddur" (nr. 6) og „Stór og hamingjusam- ur" (nr. 7), seríunnar um ást, jeppa og tjald (nr. 8-10) eða „Töfraflautunnar" (nr. 22), sem er þá væntanlega hljóðfæri sem allar konur geta leikið á. Loks má greina alvarlegri þenkingar um stöðu kynjanna í verkum eins og „Karlmaðurinn, til hvers?" (nr. 39) og „Konan, fyrir hvern?" (nr. 40), sem titlarn- ir segja margt og konan er sett í líki freistarans. Sú ógn sem getur hvílt yfir konunni er hins vegar skýrust í „Nóttin" (nr. 38), þar sem hún gengur örsmá í umhverfi næturinnar, þar sem allt getur gerst. Listakonan sýnir hér einnig myndir, sem sýna gott auga fyrir viðfangsefninu. „Fyrirmyndin" (nr. 18) er vel unnið málverk, sem og smámyndirnar „Falleg kona" (nr. 14-16). Loks skera myndir nr. 30 og 31 sig frá heildinni fyr- ir litanotkun x>g myndbyggingu, og sýna að þess má vænta að Sigurbjörgu takist ekki síður upp við önnur viðfangsefni en þá galsafengnu túlkun kynóra og barnslegu kæti, sem hér ríkir í flestum verkanna. Hér er á ferðinni glaðbeitt sýn- ing ungrar listakonu, sem vert er að benda listunnendum á að fylgjast með. Eiríkur Þorláksson íslensk heim- speki í Póllandi ISLENSK HEIMSPEKI var til umfjöllunar á um- ræðufundi í heimspekideild Marie Curie-Sklodowska háskólans í Lublin í Pól- landi þar sem saman voru komnir um 30 heimspekid- oktorar. Jerzy Wielunski, sem er efnafræðingur, hélt fyrirlestur um megin- Dr. Helgi strauma í íslenskri * hug- Pjeturss myndasögu og heimspeki, allt frá dögum fróðra manna og edduljóða, fra Ara Þorgilssyni og Snorra Sturlusyni til Björns Gunn- laugssonar, Brynjólfs á Minnanúpi, Gríms Thomsens, Helga Pjeturss og Þorsteins Guðjónssonar. Wiel- unski starfar sem skáld og blaða- maður en auk menntunar í efna- fræði hefur hann lært fjölda tungu- mála; talar hann flest evr- ópsk tungumál en einnig hefur hann lagt sig sér-stak- lega eftir málum fámennis- landa, þar á meðal íslensku. í kjölfar kynningarinnar var dr. Gerhard Gluchowski heimspekingur útnefndur af forseta heimspekideildar háskólans í Lublin til að vinna að frekari rannsókn- - um á íslenskri hugmynda- sögu. Á fundinum lá frammi eintak af Framnýal eftir Helga Pjeturss og í prentun er bók um heimspeki Helga á pólsku en á fundinum var mikil eftirspurn eftir frekara efn: um Helga. Auk þess hefur íslensk- um fræðimanni verið boðið að halda fyrirlestur um kenningar Helga í Lublin. Nýjar bækur Sköpuh snýst upp í andstæðu ÚT ER ko'min skáldsagan Burt eftir Þórarin Torfa- son. Sagan segir frá ung- um rithöfundi sem dvelst erlendis og sendir systur sinni bréf og kafla úr skáldsögu sem hann er að skrifa. „Hér er fjallað um hvernig skil skáldskapar og raunveruleika raskast og sköpunin snýst upp í andstæðu sína," segir í kynningu. Þetta er önnur bók höf- undar, en Ijóðabókin Dög- un köm út á síðasta ári. Sagan Burt er 160 síður og er ein fjögurra bóka sem Andblær gefur út á þessu hausti. Stensill prentaði. Hún Sigga á Raufarhöfn er hagsýn Hún pantar foara í gegnum grc&n númer Grænt númer er ekki bara hagkvæmt fyrir viðskiptavininn. Grænt númer er bein auglýsing sem segir: „Mitt fyrirtæki lætur sér annt um alla viðskiptavini, hvar á landi sem þeir eru. Þegar hringt er í grænt númer greiðir viðskiptavinurinn aðeins venjulegt innanbæjarsímtal og það kann hann að meta.Hringdu í grænt númer Pösts og síma, 800 6360 og leitaðu nánari upplýsinga. Á bls. 13 í atvinnuskránni er að finna lista yfir þá aðila sem hafa græn númer. Hringir Sigga í þig eða keppinautinn? Grænt númer: 800 S360 PÓSTUR oe SIJVIl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.