Morgunblaðið - 15.11.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.11.1995, Qupperneq 25
24 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. « FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÍSLENZK ÚTGERÐ í VÍKING KAUP Samheija hf. á helmingshlut í stærsta útgerðarfyr- irtæki Þýzkalands, Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven, eru nýr kafli í athyglisverðri sögu, sem hófst með kaupum Útgerðarfélags Akureyringa á næststærsta þýzka útgerðarfyrirtækinu, Mecklenburger Hochseefische- rei, fyrir tveimur og hálfu ári. Möguleiki á þeim kaupum opnaðist einmitt eftir að DFFU hafði gefizt upp á að reyna að kaupa Mecklenburger. Nú er svo komið að stærstur hluti úthafsveiðikvótans, sem Evrópusambandið úthlutar Þýzkalandi, er í höndum fyrirtækja þar sem íslendingar eiga ráðandi hlut. Á þessu máli eru margar forvitnilegar hliðar. Um leið og ísland á í harðvítugri milliríkjadeilu um veiðirétt í Barentshafi gerir Samheiji sér lítið fyrir og kaupir fyrirtæki með yfir 6.000 tonna þorskkvóta þar nyrðra, samkvæmt marginnsigluðu samkomulagi Noregs og Evrópusambandsins. Jafnframt eru nú tvö stærstu fyrirtækin, sem eiga rétt á hlut í karfa- kvóta Evrópusambandsins í íslenzkri lögsögu, hálfíslenzk. Undanfarin ár hefur oft verið vakin athygli á því hversu ójöfn samkeppnisskilyrði íslenzkum sjávarútvegi annars vegar og sjávarútvegi ESB-ríkjanna hins vegar séu búin. í Evrópusambandinu njóta sjávarútvegsfyrirtæki ýmissa styrkja og fyrirgreiðslu umfram það, sem íslenzk fyrirtæki fá. Það eru að mörgu leyti eðlileg viðbrögð íslenzkra sjávar- útvegsfyrirtækja, sem eiga eitthvað undir sér, að kaupa sig inn í útgerð í Evrópusambandinu. Jafnframt er sú leið, sem ÚA og Samheiji hafa farið, til þess fallin að vega upp á móti minnkandi kvóta á íslandsmið- um, eins og Þorsteinn Vilhelmsson, einn af eigendum Sam- heija, bendir á í Morgunblaðinu í dag. Hann nefnir einnig að kaupin skapi möguleika á að afla aukinnar þekkingar og reynslu á Evrópumarkaðnum. Árangur íslenzku útgerðarfyrirtækjanna ber vott um það hversu framarlega íslendingar standa í sjávarútvegi. Það sést meðal annars á viðbrögðum stjórnvalda í þýzku fylkjun- um, sem um ræðir. í tilviki Samheija hafði fyrirtækið betur í samkeppni við norska útgerðaijöfurinn Kjell Inge Rokke. „Það er ánægjulegt, bæði fyrir okkur og íslenzka útgerð almennt, að Þjóðverjarnir skuli heldur hafa viljað starfa með okkur,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson. íslenzk útgerðarfyrirtæki horfa æ víðar yfir og hafa lagzt í víking víða um lönd. Vonandi fjölgar strandhöggum ís- lenzkrar útgerðar hjá samkeppnislöndum okkar á megin- landi Evrópu. SKATTAR AF BIFREIÐUM ISTÓRU og stijálbýlu landi okkar gegnir bifreiðin lykilhlut- verki í fólks- og vöruflutningum. Á höfuðborgarsvæðinu er hún sá farkostur sem þorri vinnandi fólks nýtir til að komast milli heimila og vinnustaðar. Hún er því fjölmörgum ómissandi þarfaþing. Bifreiðar og eldsneyti þeirra mynda að auki ein gjöfulustu skattamið ríkisins. Þessi skattamið eru af sumum talin fullnýtt, jafnvel ofnýtt. Gjöld af bifreið- um skila á þessu ári langleiðina í átján milljarða króna til ríkisins, milljarði meira en í fyrra, tveimur milljörðum meira en áætlaður tekjuskattur einstaklinga. Til samanburðar eru fjárheimildir samgönguráðuneytis á líðandi ári rúmir 9,2 milljarðar króna: vegamál, flugmál, siglingamál. Ríkisskattar eru 37% til 50% í verði bifreiða, eftir véla- stærð, og langleiðina í 70% í benzínverði. Gjöld af þessari stærðargráðu fela í sér „neyzlustýringu". Frekári skattlagn- ing gæti dregið stórlega úr sölu bifreiða, rýrt skattstofninn og tekjur ríkissjóðs. Hallgrímur Gunnarsson, formaður Bíl- greinasambandsins, segir í viðtali við blaðið að ríkið verði ekki af skatttekjum þótt vörugjald af stærri bílum yrði lækkað: „Það er betra fyrir ríkið að fá 40% gjald af 100 stórum bílum en 60% gjald af tíu.“ Gjöldum af bílum hefur verið breytt að meðaltali á átján mánaða fresti síðustu átta, níu árin. Hringl af þessu tagi vinnur gegn stöðugleika. „Frá sjónarhóli neytenda er keppi- keflið að bílverð sé lægra,“ segir formaður Bílgreinasam- bandsins, „en frá sjónarhóli innflytjenda skiptir mestu máli að stöðugleiki ríki í þessum málum.“ Eðlilegt er að ríkisvaldið skattleggi bifreiðaeigendur til að mæta umferðartengdum kostnaði - og jafnvel ríflega það. En hafa verður í huga að ofsköttun rýrir skattstofna og skatttekjur og að hringl með skatta af þessu tagi raskar nauðsynlegum stöðugleika. FJÁRFESTING í ÞÝSKRI ÚTGERÐ FRYSTITOGARINN Hannover, en hann er systurskip þriggja frystiskipa sem eru í eigu DFFU. Eiga megn- ið af úthafs- kvótanum ÞÝSKA útgerðarfyrirtækið Deutsche Fischfang Union (DFFU), sem Samheiji hef- ur keypt helmingshlut í, er stærst þeirra þriggja útgerðarfyrir- tækja sem stunda úthafsveiðar í Þýskalandi og hefur haft mestan kvóta í úthafsveiðum. Fyrir á Útgerðarfélag Akureyrar stóran hlut í Mecklenburger Hochseefischerei og er þá fyrirtækið Hartmann eitt eftir en það rekur tvo ísfísktogara. Fyrmefndu fyrirtækin tvö eru hins vegar samanlagt með tíu skip og mörg þeirra frystiskip og má ætla að 80-90% af úthafsveiðikvóta Þjóðveija sé í þeirra höndum. Úthafsveiðikvótanum er úthlutað til eins árs í senn og miðast þær upplýs- ingar sem hér fara á eftir við úthlutun- ina í ár. DFFU á veiðiheimildir við Noreg, í Barentshafi og við Spitzberg- en, til veiða á rúmum 7.000 tonnum af þorski og ýsu. Þá á fyrirtækið tæp- lega 15 þúsund tonna kvóta af síld og makríl í Norðursjó og að auki ýsu- og karfakvóta. Þá er einnig um að ræða miklar heimildir til þorsk-, karfa- og grálúðuveiða við Grænland, en lítið hefur aflast þar undanfarin ár. Grá- lúðukvótinn er til dæmis um 3.400 tonn af 4.040 tonna heildarkvóta og segist Finnbogi Baldvinsson, sem hef- ur verið ráðinn framkvæmdastjóri DFFU og hóf störf í gær, hafa fulla trú á því að hægt verði að veiða þenn- an grálúðukvóta við Grænland. Þá á fyrirtækið um 600 tonn af 3.000 tonna karfakvóta innan íslenskrar lögsögu sem samið var um í tengslum við gerð EES samningsins, en Þjóðveijar hafa ekki náð þessum kvóta nema að mjög litlu leyti til þessa. Fyrirtækið á einnig rúmlega 4 þúsund tonna ufsakvóta við Noreg. Kvóti Mecklenburger Hochseefisch- erei er talsvert minni en --------- DFFU. Fyrirtækið á tæp- lega 1.500 tonna þorsk- og ýsukvóta við Noreg og rúm- lega eitt þúsund tonna ufsa- kvóta. Þá átti fyrirtækið tæplega 10 þúsund tonna kvóta af síld og makríl í Norðursjó, en skipinu, sem stundaði þær veiðar, hefur verið lagt. Spennandi verkefni „Við í Samheija erum búnir að vera að vinna að þessu verkefni nú í nokk- um tíma. Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur,“ sagði Finnbogi Baldvins- son þegar Morgunblaðið náði tali af honum á skrifstofum fyrirtækisins í Cuxhaven um hádegisbilið í gær. Hann sagði að samningaviðræðurn- ar um kaup Samheija hefðu dregist nokkuð á langinn og verið strembnar. Það væri ljóst að það yrðu gerðar breytingar á rekstri fyrirtækisins og halda ætti fund með starfsmönnum þess siðdegis. Þýska útgerðarfyrirtækið DFFU var stofnað árið 1985 úr nokkrum öðrum þýskum útgerðarfyrirtækjum í kjölfar þess að hallað hafði undan Gera má ráð fyrír að megnið af úthafsveiði- kvóta Þjóðverja sé í höndum fyrirtælqa -------------------------------——^----------- sem eru að verulegum hluta í eigu Islendinga eftir kaup Samherja á helmingshlut í þýska útgerðarfélaginu DFFU. Eiga tvö af þremur út- hafsveiði- félögum fæti í útgerð þegar skip- um þar fækkaði vegna útfærslu fiskveiðilögsögu víða um heim og sam- dráttar úthafsveiða í kjöl- farið. Fyrirtækið var um árabil stærsta fyrirtækið í útgerð í landinu og gekk rekstur þess vel til að byija með. Hins vegar hefur hallað undan fæti síðustu árin og það verið rekið með tapi. Tvö af fjórum skipum fyrirtæk- isins eru bundin við bryggju af þeim sökum og þess vegna eru ekki horfur á því að fyrirtækið nái að veiða allan kvóta sinn á þessu ári. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 50 milljónir þýskra marka og starfsmenn nú eru í kringum 270 en fyrirhugað er að fækka þeim í rúmlega 250. Fyrirtækið hefur eingöngu fengist við útgerð, en stærstu eigendur þess hafa verið umsvifamiklir í fiskvinnslu, þ.e.a.s Nordstern Lebensmittel, sem verður helmingseigandi að DFFU á móti Samheija, og stórfyrirtækið Uni- lever, sem á Nordsee, sem nú dregur sig út úr rekstri fyrirtækisins. Nords- tem er stórt fyrirtæki með starfsemi í Bremerhaven og á meðal annars Schottke, sem er mjög þekkt fyrirtæki í vinnslu fískafurða og vinn- ur meðal annars mikið úr blokk. Þá starfar fyrirtækið einnig á öðrum sviðum matvælaframleiðslu samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Eignarhlutar í DFFU skiptust þann- ig að Neðra-Saxland átti 41%, Nords- tem átti 27%, Unilever átti 27% og höfnin í Cuxhaven átti 5%. Allir þess- ir aðilar selja sinn hlut nema Nordst- em sem eykur sinn hlut úr 27% í 50% og Samherji kemur inn og kaupir hlut hinna. Þijú 92 metra Iöng frystiskip Þorsteinn Vilhelmsson, einn eig- anda Samheija, sagði að fyrsta verk nýrra eigenda yrði að koma fyrirtæk- inu í fullan rekstur og öllum skipum þess á sjó. Stefnt væri að því að gera ákveðnar endurbætur á skipunum þannig að þau stæðust þær kröfur sem gerðar væru í dag. Skipin tvö, sem bundin væni við bryggju, væru ísfísk- togarinn Cuxhaven og frystiskipið Mainz. Vonir stæðu til þess að hægt Finnbogi A. Baldvinsson yrði að senda ísfískskipið á sjó mjög fljótlega, en ekki væri reiknað með því að Mainz kæmist á sjó fyrir áramót. Skipin tvö, sem væm á sjó, Kiel og Wiesbaden, væm á síld- og makrílveiðum í Norðursjó. Þorsteinn sagði að frystiskipin væm 92 metra löng. Þetta væm systurskip Hannover sem hér hefði verið á annan mánuð nýlega í endumýj- un. Skipin hefðu verið byggð 1972-74 nema ís- físktogarinn Cuxhaven sem hefði verið byggður 1990, en reiknað væri honum yrði einnig breytt í framtíðinni. Hann væri með að frystiskip hins vegar minni en hin skipin þijú, 64 metrar að lengd. Skipin myndu leggja upp langstærstan hluta afla síns í Cuxhaven og allur afli yrðu seld- ur hæstbjóðanda á markaði. Einnig stæði til að skipin myndu að einhveiju leyti leggja upp afla sinn á íslandi. Aðspurður um ástæður þess að rekstur DFFU hefði gengið illa á und- anförnum árum og hveiju Samheiji hygðist breyta í þeim efnum, sagði Þorsteinn að fjöldi starfs- -------- manna í landi hefði verið of mikill miðað við umfang fyrirtækisins, þar sem sam- drætti í útgerð hefði ekki verið mætt með samsvar- andi fækkun í landi. Til við- bótar hefðu kjarasamningar verið óhagstæðir og mikill fjöldi manna á hverju skipi. Búið væri að semja við sjómennina, en það hefði verið grund- völlur þess að hægt hefði verið að semja um kaupin. Stærstur hluti launa sjómanna hefði verið í formi fastra launa, en núna yrði farið meira út í það kerfi að sjómennirnir yrðu á hlut eins og tíðkaðist hér á landi. Jafnframt fækkaði í áhöfnum skiggnna úr rúm- lega 60 manns á hveiju skipi í um 40. Til samanburðar væru 26-30 menn á stærstu íslensku skipunum eins og Baldvini Þorsteinssyni, en þama væri um stærri skip að ræða en þau ís- lensku. íslenskir ráðgjafar um borð Aðspurður hvort íslenskir sjómenn yrðu fengnir til þess að starfa á skip- unum sagðist hann ekki reikna með því að þýsk lög leyfðu það, en það íslendingar njóta mikils trausts í Þýskalandi mætti reikna með að íslendingar yrðu um borð til ráðgjafar. Þorsteinn sagði að fyrirtækið yrði rekið sem sjálfstæð eining og myndi ekki blandast rekstri Samheija. Auð- vitað gætu einhveijir hagsmunir félag- anna farið saman, eins og veiðar- færa-, varahluta- og umbúðakaup. Þá væru þeir nær mörkuðunum sjálfum þama úti og gætu ef til vill fengið meiri innsýn í hvemig markaðirnir i Þýskalandi störfuðu með því að vera þar á vettvangi. Hann sagði að þeir hefðu lengi vitað af þessu fyrirtæki og viðræður um kaupin núna hefðu staðið yfir frá því í vor. Kaupin sköpuðu möguleika á að afla sér meiri reynslu og þekkingar og væm eðlilegt framhald á þeim rekstri sem Samheiji hefði staðið í hér á landi. Að auki færi kvótinn við ís- land alltaf minnkandi. ÚA og Samheiji njóta mikils trausts hér Ingimundur Sigfússon, sendiherra í Bonn, segir bæði mjög merkilegt og ánægjulegt að fylgjast með þeirri þró- un sem átt hefur sér stað í Þýska- landi með kaupum Útgerðarfélags Akureyrar á hlut í Mecklenburger Hochseefíscherei og nú síðast Sam- heija á stómm hlut í þýska útgerðar- fyrirtækinu Deutsche Fischfang Uni- on. „Þeir sem hafa staðið í þessu verk- efni hafa unnið hér hörðum höndum í langan tíma og hafa nú náð því fram sem þeir ætluðu sér,“ segir Ingimund- ur. „Ég fínn að bæði þessi fyrirtæki á Akureyri njóta mjög mikils trausts hérna,“ segir hann. „Ég veit að þetta hefur verið erfítt hjá þeim bræðmm, Þorsteini Má og Finnboga Baldvins- sonum hjá Samheija. Ég álít að þeir hafi staðið sig mjög vel og það er greinilegt að þeir njóta mjög mikils trausts. Það á við um fyrirtækin sem hlut eiga að máli, opinbera aðila og einnig verkalýðs- hreyfinguna. Eg hef orðið áþreifanlega var við að þeir hafa get- ið sér mjög gott orð,“ segir Ingimund- ur. Hann sagði að sendiráð íslands hefði fylgst vel með þessum málum og veitt þeim einstaklingum sem unn- ið hefðu að undirbúningi verkefnisins liðsinni eftir því sem unnt var. Að sögn Ingimundar er stór fyrir- tækjasamsteypa, Nordstem Lebens- mittel, eigandi að DFFU á móti Sam- heija en útgerðarfyrirtækið var einnig í eigu Nordsee, sem er dótturfyrirtæki stórfyrirtækisins Unilever. Einnig átti Neðrasaxland stærstan hlut í fyrir- tækinu, sem Samherji og Nordstern yfírtaka. „Mér fínnst að þeir hafí talið sig þurfa að fá nýtt blóð og nýjar hugmyndir inn í fyrirtækið. Það er greinilegt að menn hafa séð, að íslend- ingar sem hafa skarað fram úr vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera,“ sagði Ingimundur. I MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 25 Tillögnr um skipan náms á framhaldsskólastigi Þríðjungs fækkun í FB talin hæfileg Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti hefur snúist öndverður við tillögum um verkaskiptingu framhaldsskóla, sem leiða myndi til minna námsframboðs. Mennta- málaráðherra kveðst hafa sett fram tillögurn- ar til að fá fram viðbrögð við þeim og geti skólar gert athugasemdir til 1. desembers. Morgunblaðið/RAX í SKYRSLU menntamálaráðuneytísins kemur fram að ekki virðist vera grundvöllur fyrir reglubund- inni kennslu í löggiltum iðngreinum, svo sem bygginga- og tréiðnaðargreinum, málmiðnaðar- og rafiðn- aðargreinum, í almennum fjölbrauta- og verkmenntaskólum. HÆFILEGT er að fækka nemendum Fjölbrauta- skólans í Breiðholti um allt að þriðjung miðað við óbreytt húsnæði, samkvæmt tillögum menntamálaráðuneytisins um skipán náms á framhaldsskólastigi. Lagt er til að skólinn sérhæfí sig til að sinna námi á sviði lista, einkum myndlist- ar, en kennslu i bygginga- og tréiðn- aðargreinum, málmiðnaðargreinum og rafiðnaðargreinum sem þar fer fram verði hætt. Einnig ber að taka sérstaklega til athugunar hvort ástæða er til að halda áfram kennslu fyrir matarfræðinga og matartækna við jkólann eftir að námi í matvæla- greinum hefur verið komið fyrir í Menntaskólanum í Kópavogi. FB ekki lagður í rúst Nú eru um 350 nemendur í dag- og kvöldnámi í málm-, raf-, bygg- inga- og tréiðnaðargreinum í FB og er gert ráð fyrir í tiliögum ráðuneyt- isins að þeir stundi nám í þessum löggiltu iðngreinum í Borgarholts- skóla sem nú er í burðarliðnum, nái tillögurnar fram að ganga. Rúmlega 120 nemendur eru síðan í dag- og kvöldnámi á matvælasviði, þannig að leggist hún af nemur fækkunin um 500 nemendum, en nú eru um 2.370 nemendur Í_FB, þar af liðlega 1.500 á daginn. Á hverfafundi með borgarstjóra á mánudag kvaðst Kristín Arnalds skólameistari FB telja að verið væri að „rústa skólan- um“, næðu tillögur ráðuneytisins fram að ganga. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra heimsótti Fjölbrautaskólann í Breiðholti í gærmorgun og kveðst hafa tjáð skólameistara og fulltrúum kennara og nemenda að síður en svo stæði fyrir dyrum að „rústa“ skólan- um. Hann segir skoðunarferð sína hafa dregið fram að mikil rækt hafí verið lögð við iðnámið í FB. „Hugmyndirn- ar snúast um að velta fyrir sér verka- skiptingu á milli framhaldsskóla al- mennt í landinu öllu en einkum snerta þessar hug- leiðingar skóla í Reykja- vík,“ segir Björn. Vildi vekja umræðu „Ekki síst er um að ræða skóla sem boðið hafa upp á iðnám, í ljósi þess að framkvæmdir eru hafnar við Borg- arholtsskóla í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að nemendur I honum verði um 1.000, þar af 600 í bóknámi og 400 í verknámi, og frá upphafi hefur ver- ið rætt um að í skólann flytjist grein- ar sem nú eru kenndar í Iðnskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nái þau áform fram að ganga eins og að var stefnt þegar ráðist var í byggingu Borgarholts- skóla, má segja að iðnnámið í FB sé í „hættu“ og verkaskiptingin verði þannig að það hverfi jafnvel úr sög- unni. Mér var hins vegar ljóst að um þessar hugmyndir væru skiptar skoðanir og málið væri viðkvæmt og flókið, og ákvað að gefa út þessa skýrslu um verkaskiptingu skólanna til að menn vissu hveijar hugmynd- irnar eru og kalla fram umræðu. Þá geta menn velt þeim fyrir sér og ráðuneytið fengið umsagnir og við- brögð skólanna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar og ráðuneytið bíð- ur þess að skólameistarar og skóla- nefndir ljúki við að skoða tillögurnar og setji fram athugasemdir sínar, sem á að gerast fyrir 1. desember. í framhaldinu þarf að skoða ábend- ingarnar og ég er tilbúinn til þess. í kjölfar heimsóknar minnar í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti hef ég rætt um það við skólameistara Borg- arholtsskóla, Eyglóu Eyjólfsdóttur, að hún ræði verkaskiptinguna við skólameistara FB og skólastjóra Iðn- skólans í Reykjavík." Borgarstjórí áhugalaus Aðspurður um viðbrögð borgar- stjóra, sem lét svo um mælt á áður- nefndum hverfafundi að í skýrslu ráðuneytisins kæmu fram miklar breytingar á FB en litlar sem engar á menntaskólunum í borginni. Sagði ráðherra að hann vildi gjaman sjá að borgarstjóri sýndi meiri áhuga á menntaskólunum en hann hefur gert hingað til. „Borgin er aðili að FB en borgarstjóri hefur skýrt mér frá því að borgin hafi engan huga á að taka þátt í uppbyggingu menntaskól- anna,“ segir Bjöm. Kristín Arnalds kveðst telja tillög- ur ráðuneytisins fela í sér róttækar breytingar sem forsvarsmenn FB séu alls ekki sáttir við. „Við munum að sjálfsögðu koma athugasemdum á framfæri en óttumst samt mjög þessar tillögur,“ segir hún. Kristín segir skólann eiga í húsnæðisvandræðum sem skýri ástæður tillagna um fækkun nemenda. Hún telji fækkun hins vegar erfíða í framkvæmd, þar sem gífurleg aðsókn sé að FB og árlega þurfi að hafna fleiri hundmð nemendum. „Yfir 20 þúsund íbúar era í Breið- holti og ég lít svo á að miklu máli skipti fyrir nemendur að stunda nám við sitt hæfí nærri heimili sínu. Það er mjög alvarlegt mál að færa allt Viðkvæmni málsins var ráðherra Ijós tæknisviðið og matvælasviðið úr þessu fjölmenna hverfi, og skýtur skökku við á sama tíma og ráðamenn ræða um eflingu starfnáms. Það verð- ur ekki gert á þennan hátt,“ segir Kristín. Of róttækar tillögnr Hún segir að tillögumar hafi kom- ið forráðamönnum skólans mjög á óvart. Þeim þyki sjálfsagt að vera með verkaskiptingu milli skóla en ekki að hún gangi jafnlangt og þar komi fram. FB eigi skólalóð og lengi hafi verið gert ráð fyrir að byggt væri við skólann. „Ég kem til með að benda á ódýra lausn á húsnæðis- vanda skólans með uppbyggingu og þó að við séum tilbúin til að skoða fjölda nemenda nánar, er ekki hægt að fækka þeim jafnmikið og lagt er til, vegna þess hversu fjölmennt hverfíð er.“ í röksemdum að baki tillögum um flutning löggiltra iðngreina, kemur fram að umfangsmesta kennslan í greinum sem undir þann flokk falla, fer fram við Iðnskólann í Reykjavík. Einnig era einhveijar þessara greina kenndar við 10 eða 11 aðra fram- haldsskóla í landinu. Við athugun á skiptingu nemenda milli greina í þess- um flokki, svo og skipting þeirra á námsár, hafi komið í ljós að starfsem- in sé víðast hvar mjög óhagkvæm. Ekki verði annað séð en að í 50-60% kennsluhópa séu nemendur færri en 10, og í bílgreinum sé þetta hlutfall kennsluhópa 75%. „Það verður ekki séð að grandvöll- ur sé fyrir því að halda uppi reglu- bundinni kennslu í löggiltum iðn- greinum í almennum fjölbrautaskól- um og verkmenntaskólum umfram granndeild," segir í skýrslunni sem undanskilur þó slíkt nám við Verk- menntaskólann á Akureyri í þessu sambandi. Fleiri breytingar fyrirhugaðar Þegar tekin var ákvörðun um að byggja skóla fyrir matvælagreinar við Menntaskólann í Kópa- vogi var um leið ákveðið að leggja Hótel- og veit- ingaskóla íslands niður og flytja kennslu i framreiðslu og matreiðslu í hið nýja . húsnæði. Um leið var fastráðið að flytja þá kennslu sem verið hefur í Iðnskólanum í Reykjavik í matvæla- greinum, þ.e. bakaraiðn, kökugerð og kjötiðn, til Kópavogs. Við FB hef- ur verið nám í matartækni og matar- fræði. „Aðstaðan sem þessari kennslu er búin í Breiðholti er ekki góð og kem- ur því til álita að þessi starfsemi verði flutt í hið nýja húsnæði í Kópavogi. Nauðsynlegt er að ganga frá þessu máli hið fyrsta," segja skýrsluhöfund- ar. Þeir leggja til að áfram verði hald- ið að þróa Fjölbrautaskólann í Ár- múla sem kjarnaskóla fyrir heilbrigð- isgreinar, svo sem lyfjatækninám, j læknaritaranám, nám fyrir aðstoðar- ' fólk tannlækna, nuddnám og sjúkra- l' liðanám, og hætt verði að starfrækja * íþróttabraut sem skólinn hefur boðið , upp á, enda hafi hann ekki aðgang v að fþróttahúsi. Þá er Iagt til að starf- < semi Tannsmiðaskólans verði felld < undir FÁ frá og með næsta skólaári. ; Iðnskólinn í Reykjavík mun hætta kennslu í bíl- og matvælagreinum samkvæmt tillögunum og flyst þá starfsemi í nýjan skóla f Borgarholti og í Menntaskólann í Kópavogi. Til viðbótar er sett fram hugmynd um að dregið verði úr kennslu í málmiðn- aðargreinum við skólann og aðeins og haldið uppi kennslu í grunndeild. Skólinn verði kjarnaskóli fyrir bókiðn- greinar, bygginga-og tréiðngreinar^ hársnyrtigreinar og rafiðngreinar, auk þess að sjá um kennslu í greinum sem ekki er ætlaður staður annars ■ staðar. í Lagt er til að auk námsframboðs “ sem ljúki með stúdentsprófi í Mennta- 1 skólanum við Hamrahlíð verði þar _ byggð upp enn frekari aðstaða fýrir {• fatlaða nemendur. Litlar breytingar á menntaskólum Lagt er til að framhaldsdeild p grannskóla sem rekin hefur verið í Réttarholtsskóla fyrir nemendur senr standa illa að vígi að loknu námi í' grannskóla, hætti störfum þar og: verði flutt í Borgarholtsskóla þegar hann hefur verið byggður. 1 Lagt er til að gerð verði úttekt á starfsemi Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands með það að markmiði að auka samstarf þeirra, samnýtingu aðstöðu og jafn- vel sameiginlega kennslu í ákveðnum _________ greinum. Námsframboð Kvenna- skólans í Reykjavík, Menntaskólans í Reykja vfk, Menntaskólann við' “ Sund, Fjölbrautaskólans Garðabæ, Flensborgarskóla, Fóstur-| skóla íslands, Ménntaskólans á Ak-T’ ureyri, Menntaskólans á Egilsstöð-J um og Menntaskólans á Laugur verði hins vegar óbreytt. Svipaða sögu er að segja um Verslunarskóla íslands, þ.e. að hann verði starfræktl ur áfram sem einkaskóli og engan tillögur gerðar um breytingu á starfl semi hans eða breytt námsframboöí < Skólameistari óttast tillögur ráðuneytisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.