Morgunblaðið - 16.11.1995, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Danska stúlkan sem
varð fyrir árás í Hróarskeldu
Mundi lítið við
yfirheyrslu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
UNGA stúlkan sem slegin var nið-
ur á götu í Hróarskeldu í mars
hefur nú náð sér svo að lögreglan
hefur getað yfirheyrt hana. Hún
man lítið frá kvöldinu, en gat þó
veitt upplýsingar, sem nú er unnið
úr.
Hópur íslendinga, sem var á
sama skemmtistað og stúlkan,
hefur dregist inn í rannsókn máls-
ins, en alls hafa um 700 manns
verið yfírheyrðir vegna hennar.
Um tíma var ósennilegt að hægt
yrði að yfírheyra hana, en hún
hefur náð sér mun betur en á
horfðist. Hún getur ekki talað, en
skilur það sem við hana er sagt
og svarar með höfuðhreyfíngum
og getur notað lyklaborð.
Slæmir áverkar á stúlkunni
stöfuðu að mati lögreglunnar ekki
af hrottalegri árás, heldur af slysa-
legum kringumstæðum.
Ástand stúlkunnar batnar
Stúlkan virðist lítið sem ekkert
muna frá kvöldjnu, þegar atburð-
urinn gerðist. í fyrsta samtalinu
við lögreglumennina gat hún þó
veitt þeim upplýsingar, sem nú er
unnið úr, meðal annars um þann
hóp, sem hún umgengst. Búist er
við að hægt verði að yfírheyra
hana frekar síðar, þar sem ástand
hennar fer batnandi.
Stúlkan var að skemmta sér á
diskóteki í Hróarskeldu á Sjálandi
og þaðan sást hún fara með ung-
um manni, sem álitið er að hafí
verið gestkomandi. Skammt frá
staðnum hefur þeim tveimur lík-
lega sinnast eitthvað og pilturinn
þá slegið til hennar.
Af andlitsáverkum hennar
mátti sjá að höggið var töluvert,
en við höggið hefur hún fallið
kylliflöt aftur á bak á steinlagða
stéttina. Svo virðist sem þröng
föt hafi gert hana óstöðuga og
hún því ekki náð að bregðast við
högginu.
Fallið varð því harkalegt og við
það sködduðust efstu hryggjarliðir
stúlkunnar, auk þess sem hún
hefur að öllum líkindum hlotið
slæman heilahristing, sem getur
hafa orsakað áverka langt inni í
heila.
Gestir á skemmtistaðnum
voru yfirheyrðir
Hópur íslendinga í diskótekinu
var yfírheyrður eins og aðrir gest-
ir og eins komu danskir rannsókn-
arlögreglumenp til Islands til að
yfírheyra íslendingana frekar. Að
sögn lögreglunnar var einn þeirra
yfirheyrður sem grunaður, þar
sem vitni höfðu bent á hann, en
ekkert meira kom fram í þá átt.
Jörgen Juhl rannsóknarlög-
reglumaður hefur áður sagt í sam-
tali við Morgunblaðið að höggið
væri vissulega ofbeldisverk, en lík-
lega hefði gerandinn orðið hrædd-
ur og hlaupist strax á brott og
lögreglan væri enn að vonast til
að hann gæfí sig fram.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæslumenn æfa sig
LANDHELGISGÆSLAN hélt í að æfa lækna af Borgarspítal- í sigi úr þyrlunni. Myndin var
gær björgunaræfingar á anum og áhöfn björgunarþyrlu tekin á Höskuldarvöllum í
Reykjanesi. Tilgangurinn var Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, gærdag.
Inflúensutilfellum fjölgar
sunnanlands og norðan
INFLÚENSU er farið að gæta hér
á landi og þegar hafa afbrigði af
A-stofni greinst í sjö sýnum. „Það
er greinilegt að hún er farin að
stinga sér hér niður," sagði Ólafur
Ólafsson landlæknir í gær.
Einnig hefur berkjubólgu orðið
vart í haust. „Það er aragrúi af veir-
um og bakteríum, sem valda berkju-
sýkingum," sagði Haraldur Briem
smitsjúkdómafræðingur. „í Reykja-
vík hefur orðið vart tilfella af slæmri
berkjubólgu."
Sigursteinn Guðmundsson, héraðs-
læknir á Blönduósi, sagði að nokkuð
hefði verið um það að fólk hefði
Slæmrar berkju-
bólgu orðið vart
veiksti. „Það hefur verið töluvert um
það að fólk hafí verið með 39 til
39,5 stiga hita og beinverki," sagði
Sigursteinn, en kvaðst ekki geta full-
yrt að þar væri inflúensa á ferð.
Sjö tilfelli greind
Arthur Löve, yfirlæknir á rann-
sóknastofu Landspítalans í veiru-
fræði, sagði að þégar hefðu greinst
nokkur tilfelli og þeim fjölgaði með
hveijum deginum.
„Þegar eru komin sjö tilfelli, fjög-
ur eða fímm frá Akureyri og tvö eða
þtjú frá Reykjavík," sagði Arthur.
Fyrsta sýnið barst veirurann-
sóknastofunni fyrir tíu dögum. Inflú-
ensan er af stofninum H2N3, sem
er annar meginkvisturinn á meiði
hinna svokölluðu asíustofna. H2N3-
stofninn hefur einnig verið kenndur
við Hong Kong, að sögn Arthurs,
og kom fyrst upp árið 1967.
Arthur sagði að fleiri sýni væru
á leið til Reykjavíkur til greiningar,
m.a. frá Sauðárkróki, en ekki hefði
verið staðfest að kominn væri farald-
ur.
Tólf ára íslensk stúlka vinnur við fréttalestur fyrir bresk börn og unglinga
Starfar í ár hjá
Channel 4
ANNA Holt gefur öndunum á Tjörninni í Reykjavík brauð-
bita, en sjálf hefur hún verið búsett alla sína ævi ytra.
TÓLF ára gömul íslensk
stúlka, Anna Holt, hefur verið
ráðin til að koma fram sem
fréttamaður í þætti fyrir börn-
og unglinga á Channel 4 í Bret-
landi. Hún hefur þegar unnið
að einum þætti sem sýndur var
fyrir skömmu og mun vinna á
sex vikna fresti að nýjum þætti
fram á næsta haust.
Anna er dóttir hjónanna
Patricks Holt og Sigríðar Pét-
ursdóttur, en þau starfa bæði
við kennslu í Edinborg í Skot-
landi, hann er dósent í verk-
fræði við Herriot Watt háskól-
ann og hún lektor við Steven-
son-kennaraháskólann. Þau
hafa búið ytra í um 19 ár.
Anna gengur í James Gil-
lespies High School, en þang-
að komu fulltrúar Channel 4
og efndu til áheymarprófs
fyrir áhugasama nemendur, á
sama hátt og í fjölda annarra
skóla í Englandi og Skotlandi.
Einn nemi kom til álita fyrir
utan Onnu í skólanum hennar.
Anna segir að eftir þessu
hafi verið tekið í skólanum og
hafi henni fundist athyglin
heldur óþægileg.
Hún segist þó hafa talsverð-
an áhuga á að verða fréttaþul-
ur þegar hún velur sér fram-
tíðarstarf. „Ég gæti látið slag
standa þegar þar að kemur,
að minnsta kosti finnst mér
þetta spennandi starf núna,“
segir Anna.
Gerðist hratt
„Anna spurði mig hvort hún
mætti fara í áheyrn hjá sjón-
varpinu og ég jánkaði um-
hugsunarlaust. Hún kom síðan
heim og sagðist halda að hún
hefði staðið sig vel. Maður
tekur svoleiðis fregnum
sjaldnast alvarlega og ég sagði
bara já, vinan, fínt að heyra.
Sama kvöld, sem var föstudag-
ur, var hringt frá Channel 4
og hún beðin um að mæta á
mánudegi, okkur sagt að
samningurinn væri kominn i
póst og lögfræðingar stöðvar-
innar myndu tala við okkur.
Við vissum ekki hvaðan á okk-
ur stóð veðrið," segir Patrick.
Þátturinn nefnist First ed-
ition, er um tuttugu mínútna
langur og reifar helstu frétt-
næma atburði heimsins hverju
sinni. Upptökur fara fram í
nýreistu stórhýsi JTN (Inde-
pendant Television Neiwork)
í Lundúnum. Þekktur sjón-
yarpsfréttamaður í Englandi,
John Snow, hefur yfirumsjón
með þættinum sem sérstak-
Iega er ætlaður ungmennum,
við kennslu í skólum o.s.frv.,
og er hann sýndur skömmu
fyrir hádegi á þriðjudögum,
en siðan endursýndur tvívegis
í sömu viku. Snow hefur alltaf
ungling sér til halds og traust
og skipta sex slíkir með sér
verkum, þannig að hver þeirra
vinnur að einum þætti með sex
vikna millibili.
Stóð sig vel
„Anna þarf að ferðast til
Lundúna í fylgd okkar á sex
vikna fresti í heilt ár til að
sinna þessu starfi. Hún þarf
ekki aðeins að lesa upp, heldur
verður blessað barnið að
þræla sér í gegnum málefnin
og búa til eigin spurningar,"
segir Patrick.
Frumraun Önnu var að
ræða við yfirmann í flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóð-
anna, sem nýkominn var frá
Bosníu. „Ég spurði hann um
stríðið, flóttamennina og
Bosníu; eða ósköp svipaðar
spurningar og fullorðinn
fréttamaður myndi bera upp,
að ég held,“ segir Anna.
Hún þótti standa sig svo vel
að Snow bauð henni að koma
í starfskynningu hjá stöðinni
eftir tvö til þrjú ár og bauðst
til að sjá sjálfur um að hún
fengi að kynnast störfum
fréttadeildarinnar.
Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur
59 íbúðir
í Grafar-
vogi verði
keyptar
HÚSNÆÐISNEFND Reykjavíkur
auglýsti fyrir nokkrum vikum eftir
nýjum og gömlum íbúðum til kaups
og bárust um 170 tilboð í gamlar
íbúðir. Húsnæðisnefndin leggur til
við Innkaupastofnun Reykjavíkur-
borgar að engin gömul íbúð verði
keypt. Astæðan er sú að verð á þeim
sé of hátt miðað við byggingarverð
á nýjum íbúðum. Þá hefur Hús-
næðisnefndin lagt til að keyptar
verði 59 nýjar íbúðir í Grafarvogi,
sem Ríkharður Steinbergsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisnefndar,
segir að bjóðist á hagstæðu verði.
Ibúðirnar sem Húsnæðisnefndin
leggur til að verði ekki keyptar eru
byggðar á mismunandi tíma en
megnið af þeim er frá árinu 1955
til 1975.
íbúðirnar í Grafarvogi eru allar
nýjar og bjóðast á mjög góðu verði,
segir Ríkharður. Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur hefur heimild frá Hús-
næðisstofnun á þessu ári til að
byggja eða kaupa 110 íbúðir innan
félagslega kerfisins, þar með taldar
íbúðirnar 59 í Grafarvogi.
Fyrir næsta ár hefur Húsnæðis-
nefnd sótt um lán til Húsnæðisstofn-
unar til kaupa á 150 félagslegum
íbúðum. Húsnæðisnefndin er nú með
( byggingu 84 íbúðir í Grafarvogi
en byrjað var á Sumum þeirra á síð-
asta ári.