Morgunblaðið - 16.11.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 17
NEYTENDUR
Almenn verð-
lækkun á kjöti
Verð á svína- og nautakjöti hefur sums stað-
ar lækkað að undanfömu, allt að 20%. SS
hefur lækkað nautakjöt um allt að 15,6%
og 15% afsláttur verður ájólahangikjöti.
Bónus lækkar svínalqot um 15-20% á föstu-
daginn. Kjamafæði og Ferskar Igotvömr
lækka líka verð.
ÞAÐ ER titringur á kjötmarkaðnum
og menn greinir á um hvort ástæður
verðlækkunar megi rekja til offram-
boðs á kjöti, hvort útsölulambakjötið
eigi hlut að máli eða hvort lækkunin
stafi af harðri samkeppni hjá slátur-
leyfishöfum og kjötvinnslustöðvum.
„Staðan er sú að salan hefur ver-
ið ágæt á svínakjöti og framundan
er mikil sala vegna jólanna," segir
Kristinn Gylfi Jónsson, formaður
Svínaræktarfélags íslands, þegar
umrædd lækkun á svínakjöti er bor-
in undir hann. „Það hefur engin
verðlækkun staðið til hjá bændum,
en hinsvegar er mikill slagur hjá
verslunum og einstaka sláturleyfis-
höfum. Sláturleyfishafar og kjöt-
vinnslustöðvar eru að slást um mark-
aðinn og lækkunin kemur þaðan.
Ekki offramboð
„Við höfum að undanförnu lækk-
að verð á nauta- og svínakjöti, en
hyggjumst að svo stöddu halda að
okkur höndum. Okkar mat á stöð-
unni núna er að framboð á þessi
kjöti sé ekki það mikið að það gefi
tilefni til frekari lækkana. Það er
af og frá að um offramboð sé að
ræða,“ sagði Snorri Jónsson fram-
kvæmdastjóri Ferskra kjötvara.
Eiður Gunnlaugsson fram-
kvæmdastjóri hjá Kjarnafæði á Ak-
ureyri segir að ein ástæða fyrir
lækkuninni sé að kjötvinnslufyrir-
tæki eru að keppa við heimaslátrun.
Þá hefur niðurgreiðsla á lambakjöti
haft töluvert að segja. „Ársgamla
lambakjötið í útsölupokunum fór nið-
ursagað beint frá afurðastöðvum til
verslana, en var líka lækkað til kjöt-
vinnsla um 15% og háð kvóta. Það
kjöt höfum við verið með á lágu
verði.“
- Hefur lambakjötssalan ekki
komið illa niður á annarri kjötsölu?
„Að sjálfsögðu. Við höfum orðið
að lækka svínakjöt um 10-15% í
sumum tilvikum og þá alfarið á okk-
ar kostnað. Nautakjötssalan er líka
mjög léleg í haust. Það kemur okkur
á óvart hversu mikið framboðið er.
I sumar var það í jafnvægi en hefur
nú gjörbreyst. Skýringin hlýtur að
vera sú að nautin eru stærri og
vöðvameiri en áður.“
Jón Ásgeir Jóhannesson, hjá Bón-
us, segir að nautakjöt hafi þegar
lækkað þar, en svínakjöt muni einn-
ig lækka um 15-20% á morgun,
föstudag.
Jólahangikjötið lækkar líka
Sláturfélag Suðurlands hefur
lækkað verð á nautakjöti. Að sögn
Finns Árnasonar sölu- og markaðs-
stjóra hjá fyrirtækinu hafa nokkrar
tegundir af svínakjöti; svínahakk,
svínagúllas og svínasnitzel, lækkað
að undanförnu um 20%.
- En hvað með unnar kjötvörur?
„Unnar vörur úr kindakjöti hafa
lækkað auk þess sem sérstök fjöl-
skyldupakkning af SS vínarpyslum
er á tilboði með 15% afslætti og
mun sú lækkun vara að minnsta
kosti í nokkra mánuði. Úrbeinað
birkireykt SS hangikjöt verður 15%
læg^ra nú en fyrir síðustu jól.“
- Er um að ræða gamalt kjöt?
„Að hluta til, en hluti er einnig
af nýslátruðu og þessi lækkun á
m.a. að gera kjötið samkeppnishæf-
ara á markaðnum."
Að sögn Finns á lækkun á
ársgömlu lambakjöti ekki þátt í
ákvörðun þeirra um að lækka um-
ræddar ferskar kjötvörur. „Við vilj-
um leggja áherslu á að við erum að
borga bændum fullt verð fyrir vör-
una. Þessi lækkun er hluti af mark-
aðsátaki m.a. til að kynna nýjan
tækjabúnað okkar sem gefur kjötinu
lengra geymsluþol en ella. Þá er
þetta einnig gert vegna aukins fram-
boðs á nautakjöti."
Ekki aukið framboð
Stjórn Landssambands kúabænda
fjaliaði í gær um verðlækkun SS á
unnu nautakjöti. Að sögn Guðbjörns
Árnasonar, framkvæmdastjóra
landssambandsins, álítur stjórnin að
um sé að ræða tímabundið mark-
aðsátak sem fyrirtækið leggi í tals-
verða fjármuni til að bæta stöðu sína
gagnvart öðrum vinnsluaðilum
nautakjöts. Stjórnin telur það vill-
andi að gefa í skyn að þarna standi
að baki aukið framboð sláturgripa
umfram það sem vænta má á þessum
árstíma, enda ekki um slíkt að ræða.
Þá lýsa þeir ánægju sinni með að
fyrirtækið greiði framleiðendum
skráð verð. „Við höfum áhyggjur
af því að þetta komi af stað einhveij-
um látum og við leggjum áherslu á
að aðrir sláturleyfishafar bregðist
ekki við með því að lækka verð til
bænda. Það er aldrei gott að róta
mikið með verð hvort sem það er til
hækkunar eða lækkunar," segir
Guðbjörn.
Samkeppnisstofnun
áminnir Radíóbúðina
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
beint fyrirmælum til Radíóbúðarinn-
ar um að þar verði farið að lögum
í auglýsingum og upplýsingagjöf.
Að öðrum kosti verði tekið harðar á
brotum fyrirtækisins í framtíðinni.
Forsagan er sú að fyrr í þessum
mánuði birtust í dagblöðum auglýs-
ingar frá Radíóbúðinni um svonefnt
gámtilboð á Vestel 7294 sjónvarps-
tækjum. Þar var fullyrt að sjónvörp-
in væru vestur-þýsk gæðavara með
29 tommu skermi. Við athugun sam-
keppnisyfirvalda kom í ljós að sjón-
vörpin eru sett saman úr evrópskum
einingum í Tyrklandi og því tyrk-
nesk framleiðsla. Þá reyndist skerm-
urinn vera 28 tommu í stað 29
tommu.
í auglýsingum sem birst hafa eft-
ir áminningu Samkeppnisstofnunar
eru sjónvörpin sögð vera gæðavara
með 28 tomma skermi.
Samkeppnisstofnun segist í
fréttatilkynningu margoft hafa sent
Radíóbúðinni athugasemdir vegna
rangra og villandi upplýsinga í aug-
lýsingum á undanförnum árum. Af
þeim sökum fái fyrirtækið þessa
aðvörun nú.
BOLTAMAÐURINN
Laugavegi 23 • sími 551 5599
Ckfiíce oj, CkmnpumA*
joggingbuxur
kr. 2.690
Nýtt
kortatímabil
Ckoíce o|j Ckamplonó®
„loose fit“
hettupeysur
LITIR:
Dökkblátt
Vínrautt
Grátt
Dökkgrænt
Þykk og mjúk bómull
kr. 2.990
Viltn hafa það
Nvart/hvítt eða í lit?
HP Desk Jet bleksprautuprentarar
HP 340
HP 600
HP 6600
kr. 25.800 nír
kr. 25.900 ivír
kr. 35.900
HP 850C
HP 12000
HP 16000
kr. 46.500
kr. 97.000
kr. 129.900
HP LaserJet geislaprentarar
HP 5L
HP 4Plus
kr. 49.900 nVr
kr. 169.900
HP 5P kr. 115.500
HP 4M Plus kr. 234.000
I HEWLETT
I PACKARD
Viðurkenndur
söluaðili
Þjónusta og ábyrgð
BOÐEIND
Við erum í Mörkinni 6 - Sími 588 2061 • Fax 588 2062