Morgunblaðið - 16.11.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 19
Erlendir eftirlitsmenn gagnrýna kosningar í Azerbajdzhan
Flokkar bannaðir og
logið um kjörsókn
Bakú. Reuter.
Norskt laxeldi
Kærir
ESB und-
irboð?
Ósló. Morgunblaðið.
FULLTRÚAR fyrirtækja í
norsku og skosku laxeldi
munu ásamt embættismönn-
um ríkjanna eiga fund í dag
til að ræða offramleiðslu
Norðmanna á eldislaxi. Norð-
menn óttast að Evrópusam-
bandið, ESB, muni senn bera
fram kæru vegna meintra
undirboða norskra framleið-
enda.
Lágt verð á norskum eldis-
laxi á Evrópumarkaði verður
aðalefni fundarins sem verður
í Osló. Skotar saka norsku
fyrirtækin um að beita undir-
boðum, að sögn NTB.
Jan Henry T. Olsen, sjávar-
útvegsráðherra Noregs,
ræddi við talsmenn helstu
samtaka í norsku laxeldi á
mánudag og segist hann telja
að þeir skilji alvöru málsins.
„Það er hlutverk atvinnu-
greinarinnar að sjá til þess
að magnið hæfi markaðnum
á hveijum tíma,“ sagði ráð-
herrann.
KOSIÐ var til þings í Azerbajdzhan
á sunnudag og er talið fullvíst að
flokkur Haydars Alíjevs forseta,
Nýja Azerbajdzhan, fái hreinan
meirihluta. Eftirlitsmenn frá Evr-
ópuráðinu eru óánægðir með
margt í framkvæmd kosninganna
og sama er að segja um fulltrúa
breska Helsinki-mannréttinda-
hópsins, Mark Almond.
Ekki hefur enn verið skýrt frá
neinum niðurstöðum en fullyrt að
kjörsókn hafi verið um 80%. Eftir-
litsmennirnir voru á því að raun-
verulegt hlutfall hefði verið mun
lægra.
„Kosningarnar fóru friðsamlega
fram en það var nokkuð um að
reglum væri ekki framfylgt og
dæmi voru um augljós svik,“ sagði
Jacques Baumel, fulltrúi Evrópu-
ráðsins. Hann sagði að Azerbajdz-
han gæti ekki kallast raunverulegt
lýðræðisríki enn þá en kosningarn-
ar væru skref í rétta átt.
Gagnrýnt hefur verið að ýmsir
flokkar og einstaklingar stjórnar-
andstöðunnar voru bannaðir fyrir
kosningarnar og ríkisfjölmiðlar
voru misnotaðir í þágu stjómar-
flokksins. Fulltrúum andstöðu-
flokka var meinað að heimsækja
kjörstaði eftir að talning hófst, í
nokkrum tilvikum var ráðist á þá
og þeir færðir burt með lögreglu-
valdi.
Sums staðar fékk fólk að greiða
atkvæði fyrir ættingja sína, emb-
ættismenn ráku fólk eins og fénað
til að kjósa stjórnarflokkinn og
víða voru margir í einu í kjörklef-
anum, sumir greiddu nokkrum
sinnum atkvæði. Á nokkrum kjör-
stöðum fóru embættismenn af stað
eftir að kjörfundi lauk og gengu
hús úr húsi með kjörkassana til
að reyna að auka þátttökuna.
„Ótrúlega ósvífnir"
Helmingur kjósenda þurfti að
mæta á kjörstað til að kosningarn-
ar væru löglegar samkvæmt
stjórnarskrá. Fulltrúi Helsinki-
hópsins var hvassyrtur. „Þessar
kosningar voru ekki lögmætar og
með þeim er stigið skref aftur á
bak í þróun lýðræðis í Azerbajdz-
han,“ sagði Mark Almond.
Hann sagðist hafa heimsótt
kjörstaði og séð embættismenn
stinga í augsýn allra „bunkum“
af kjörseðlum í kassana til að falsa
kjörsóknartölur. „Þeir voru ótrú-
lega ósvífnir í svindlinu. Þeir föls-
uðu kosningatölur með því að úr-
skurða atkvæði stjórnarandstöð-
unnar ógild.“
Azerar eru margir orðnir þreytt-
ir á fátækt og ringulreið sem m.a.
á rætur að rekja til átaka við
Armeníu vegna hins umdeilda hér-
aðs, Nagorno-Karabak en þau hafa
að mestu fjarað út að undanförnu
vegna sigra Armena.
Miklar olíulindir eru í Azerbajdz-
han og við strendur þess, nýlega
var gerður mikill samningur við
nokkur erlend olíufélög um vinnsl-
una og haldist friður getur efna-
hagur landsmanna skjótt vænkast.
Er ljóst að margir kusu stjórnar-
flokkinn í von um að stöðugleika
verði komið á.
Enn beðið eftir lokaniðurstöðum þingkosninga í Georgíu
loseliani handtekinn
Tbilisi. Reuter.
LÖGREGLAN í Georgíu handtók í
gær Jaba Ioseliani, sem var áður
leiðtogi vopnaðra samtaka, Hestlið-
anna, og einn af andstæðingum
Eduards Shevardnadze forseta á
þingi. Ioseliani mun samkvæmt
bráðbirgðatölum hafa misst þing-
sæti sitt í kosningunum 5. nóvem-
ber en kjörnefnd sagði að hann
ætti að njóta þinghelgi fram til 24.
nóvember, þá er búist við að niður-
stöður kosninganna verði birtar.
Shevardnadze vann yfírburðasig-
ur í forsetakjöri í síðustu viku.
Ekki var ljóst í gær hvað Ioseliani
yrði sakaður um en gefin var út
handtökuskipun á hann daginn eft-
ir að reynt var að ráða She-
vardnadze af dög-
um í lok ágúst.
Fjöldi stuðnings-
manna Ioselianis
var handtekinn
eftir tilræðið og í
október leysti for-
setinn upp ný
samtök sem Iosel-
iani stofnaði eftir
að hann hafði
leyst Hestliðana
upp. Georgíumenn töldu flestir að
Hestliðarnir tengdust glæpaflokk-
um.
Ioseliani hefur vísað ásökunum
um aðild að morðtilræðinu á bug.
Hann segir ennfremur að handtök-
urnar á sínum mönnum vegna
meintrar. aðildar að fíkniefnaglæp-
um og morðum hafi verið af póli-
tískum ástæðum.
Fulltrúi kjörnefndar sagði í gær
að láta ætti Ioseliani lausan þegar
í stað en talsmaður ríkissaksóknara
sagði að slíka ákvörðun gæti aðeins
saksóknari sjálfur tekið.
Ioseliani er 68 ára gamall, var
prófessor i leikhúsfræðum og af-
plánaði eitt sinn dóm vegna vopn-
aðs ráns. Hann tók þátt í að velta
Zviad Gamsakhurdia, fyrsta lýð-
ræðislega kjörna forseta Georgíu,
úr sessi 1992 og koma þannig She-
vardnadze til valda en síðar skildu
leiðir með þeim.
Reuter
Þröng á
þingi
LÖGREGLUMENN í Nice fylgj-
ast með þúsundum alsirskra
borgara sem hugðust kjósa for-
seta utan kjörstaða á ræðis-
mannskrifstofu Alsírmanna í
borginni í gær. Vegna mikillar
þátttöku var atkvæðagreiðslan
í Nice framlengd um einn dag.
Gríðarleg sprenging heyrðist í
Algeirsborg í gær en ekki var
vitað hvað gerðist, sennilegt
talið að atburðurinn hefði orðið
einhvers staðar skammt frá
borginni. Tugþúsundir manna
hafa fallið i innanlandsátökum
í landinu undanfarin ár milli
stjórnvalda og bókstafstrúar-
manna inúslima.
Jaba
Ioseliani
Forseta-
kjor í
Rússlandi
16.júní
EFRI deild rússneska þingsins
ákvað í gær að forsetakjör yrði
í landinu 16. júní á næsta ári.
Kjörtímabil Borís Jeltsíns for-
seta rennur út 12. júní og
hvatti hann til þess fyrr í vik-
unni að kjördagur yrði ákveð-
inn strax til að eyða óvissu.
Forsetinn, sem enn er á sjúkra-
húsi vegna hjartaáfalls, hefur
ekki enn skýrt frá því hvort
hann muni sækjast eftir endur-
kjöri. Hann hitti ívan Rybkín,
forseta neðri deildarinnar, að
máli í gær og sagði þá að þing-
kosningar yrðu að fara fram
17. desember, eins og ákveðið
hefur verið.
Kohl sakaður
um undir-
lægjuhátt
HELMUT Kohl, kanslari
Þýskalands, er nú í opinberri
heimsókn í Kína og hafa þýsk-
ir fjölmiðlar sakað hann um
undirlægjuhátt gagnvart
gestgjöfunum með það að
markmiði að tryggja þýska við-
skiptahagsmuni. Einkum var
gagnrýnt að hann skyldi vera
viðstaddur heræfingar.
„Var raunverulega nauðsyn-
legt að Kohl yrði fyrsti vest-
ræni leiðtoginn sem heimsækti
úrvalsdeild kínverska hersins
eftir atburðina á Torgi hins
himneska friðar?“ spurði
Siiddeutsche Zeitung.
Austur-
Timorar til
Portúgal
RÚMLEGA tveir tugir Austur-
Timora, sem leitað höfðu skjóls
í japanska sendiráðinu í Ja-
karta, höfuðborg Indónesíu og
beðið um pólitískt hæli í Japan,
fóru í gær með flugvél áleiðis
til Portúgal. Stjórnvöld í Japan
neituðu að taka við mönnun-
um. Indónesía lagði Austur-
Timor, sem var portúgölsk
nýlenda, undir sig á áttunda
áratugnum.
Enn leitað í
Nepal
BJÖRGUNARSVEITIR í Nep-
al fundu í gær 56 fjallgöngu-
menn, þ. á m. 28 innfædda,
sem lent höfðu í vanda vegna
fannkyngis og snjóflóða. Vitað
er með vissu að 50 létu lífið í
snjóflóðunum en embættis-
menn sögðu ólíklegt að fleiri
hefðu farist. Búið væri að
bjarga nær 500 manns.
Auknar líkur
á kosningum
ÍTALSKIR fjölmiðlar töldu í
gær að líkur hefðu aukist á
því að efnt yrði til kosninga
snemma á næsta ári. Er ástæð-
an sú að fulltrúum flokkanna
mistókst á þriðjudagskvöld að
ná samkomulagi um reglur til
að tryggja öllum jafnan rétt
til aðgangs að sjónvarpi. Er
ólíklegt að helstu flokkar semji
um það fyrir kosningar að
koma á ýmsum stjórnkerfis-
umbótum er gætu orðið til að
fresta kosningum.