Morgunblaðið - 16.11.1995, Side 22

Morgunblaðið - 16.11.1995, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bóksala Björns H. Jónssonar, fyrrum sóknarprests, í kjallara á Hjarðarhaga Morgunblaðið/Kristinn BJÖRN H. Jónsson hefur safnað bókum og tímaritum með markvissum hætti í liðlega þijá áratugi. Eins og undan rúminu BÓK er best vina segir mál- tækið og segja má að Björn H. Jónsson, bókasafnari og fyrrverandi sóknarprestur á Húsavík, hafi komið sér mak- indalega fyrir í góðra vina hópi í kjallaranum á Hjarðar- haga 24, þar sem hann hefur hafið sölu á bókum og tímarit- um úr eigin safni. í kjallaranum kennir margra grasa: Fréttablöð, tímarit og bækur af öllu tagi. A að giska þijú þúsund titlar. Það er þó einungis brot af safni Björns. „Þetta er eins og undan rúminu. Það er heilmik- ið til viðbótar í geymslu hér í Reykjavík, auk þess sem húsið mitt á Húsavík, 160 fermetrar, er fullt af bókum,“ segir Björn sem býr nyrðra en dvelst um þessar mundir í Reykjavík. Hann hefur um langt árabil verið annálaður áhugamaður um bækur og tímarit. Skipu- lögð söfnun hófst hins vegar ekki fyrr en árið 1963, þegar hann tók við starfi sóknar- prests á Húsavík. „Fyrst um sinn safnaði ég aðallega tíma- ritum og keypti einungis þær bækur sem ég hafði áhuga á. Smám saman fór ég síðan að safna þeim markvisst líka,“ segir Björn. Hann segir ennfremur að ómögulegt sé að meta safnið til fjár enda hafi hann „sem betur fer“ ekki hugmynd um hvað hann hafi eytt miklu í kaup á bókum. „Eg varð oft að slá lán og get ekki sagt annað en bankar hafi sýnt þessu áhugamáli mínu mikinn skilning.“ Engin eftirsjá En hvers vegna skyldi hann vera að selja? „Ég er eiginlega að létta börnunum mínum lífið. Safnið er svo stórt í sniðum að það er óhugsandi að þau geti tekið við því öllu eftir minn dag. Fólk verður að hafa geysi- legan áhuga til að standa í þessu, svo ekki sé minnst á geymslurými. Ég ætla því að reyna að selja eins mikið og ég get.“ Björn kveðst ekki sjá eftir bókunum. „Ég er þannig gerð- ur að þegar ég hef tekið ákvörðun um eitthvað, stend ég við hana. í þessu tilfelli var ekki um annað að ræða.“ Elsta bókin sem Björn hyggst koma í verð að þessu sinni er Vasakver frá 1782. Er hún metin á tíu þúsund krónur, en bókin hefur látið nokkuð á sjá. Dýrasta bókin í kjallaran- um er á hinn bóginn fyrsta bók Thomasar Sæmundsen, frá 1832. Er hún föl fyrir 45 þús- und krónur. Björn hefur forðað mörgu merkisritinu frá glötun í gegn- um tíðina en fornbókasalar syðra hafa oftar en ekki bent á hann þegar fólk vill losa sig við bækur eða tímarit. „Ég vildi koma mér upp eins fullkomnu safni og hægt var og bóka- og tímaritasöfnun er svo sannar- lega lífsfylling, þegar miðar í rétta átt.“ Tímaritamiðlun Björn á mikið af fágætum bókum og tímaritum í fórum sínum, meðal annars illfáan- lega árganga af tímaritum á borð við Skírni, Andvara, Úlf- ljót, Læknablaðið og Lögfræð- ing. Fyrir vikið hefur hann getað liðsinnt fjölda fólks sem vanhagað hefur um slík rit en hann á fleiri en eitt og jafnvel fleiri en tvö eintök af mörgum tölublöðum. Meðal dyggra við- skiptavina Björns eru Lands- bókasafnið, Þjóðarbókhlaðan, Seðlabankinn og Háskóli ís- lands. „Það má eiginlega kalla þetta tímaritamiðlun en tíma- ritin mín hafa dreifst um allt land.“ Björn kann margar spaugi- legar sögur tengdar bóka- söfnuninni. Einhveiju sinni sótti Páll á Aðalbóli, kunnur bókasafnari norðan heiða, hann heim á Húsavík í því skyni að líta á safnið. Svipað- ist hann vel og vandlega um en sagði síðan: „Áttu ekki Stúlku handa mér, Björn minn?“ Skildi Björn hvað klukkan sló en Stúlka er ljóða- bók sem gefin var út á liðinni öld. Varð hann þó að svara neitandi. Skömmu síðar rakst Björn á bókina á fornbókasölu í Reykjavík. Sendi hann þá Páli skeyti og kvaðst geta útvegað honum Stúlku — en hún væri dýr. Páll svaraði um hæl: „Mátt kaupa Stúlku á hundrað þúsund [gkr]!“ Björn var vart kominn inn fyrir hússins dyr nyrðra er síminn hringdi. Var það Páll að spyija hvort hann væri ekki með Stúlku með sér. „Jú,“ svaraði Björn að bragði, „hún er hérna í rúminu hjá mér.“ Vöktu þessi ummæli umtals- verða kátínu í sveitinni enda á tímum sveitasímans alræmda. Björn ætlar að hafa bóksöl- una opna svo lengi sem eitt- hvað selst en hún er opin milli klukkan 14 og 18 á virkum dögum og milli klukkan 10 og 16 á Iaugardögum. Óvægin » innsýn KVIKMYNPIR R c g n b o g i n n Útigangsstrákar „Le fils | du requim" ★ ★ Vi Leikstjóri: Agnés Merlet. Handrit: Agnés og | Santiago Amigorena. Aðalhlutverk: Ludovic * Vandendaele, Erick Da Silva. Gauniont. 1993. Enskur texti. FRANSKA myndin Útigangsstrák- ar segir frá tveimur bræðrum, Mar- teini og Símoni, sem eru hreinræktað- ir villingar. Þeir haldast ekki í skóla, eru í eilífum slagsmálum og skemmd- arfysnin fær útrás í verslunum að næturlagi. Ekkert betrunarheimili getur haldið þeim og þeir eru of ung- ir til að vera settir í fangelsi fyrir þjófnað og eyðileggingu. Vopnaðir kaupmenn elta þá í hópum og þeir hafast við um tíma í braki af rútu sem þeir stela í byijun myndarinnar og aka fram af klettum. Strákamir eru einstæðingar og koma frá heimili þar sem móðirin er horfín og faðirinn er á eilífu fylleríi. En leikstjórinn, Agnés Merlet, leggur sig ekki í framkróka við að vinna áhorfendur á þeirra band eða fylla þá samúð með örlögum þeirra. Mynd- in lýsir blákalt skuggaveröld drengj- anna, falslaust og af raunsæi án þess að taka neina afstöðu. Þeir tilheyra því sem kallað er dreggjar samfélags- ins og eiga miklu fremur heima í hörðum heimi útigangsmanna en sak- leysislegri bamaveröld, sem þeir eiga lítið sameiginlegt með. Stundum rek- ast þessir tveir heimar saman eins og á mörkum draums og vemleika. Skáldleg aðferð Marteins við að flýja raunveruleikann er að ímynda sér að hann sé fískur í undirdjúpunum. Útigangsstrákar er nöturleg og kuldaleg mynd, sviðsett að vetrarlagi í niðumíddu umhverfí fransks smábæj- ar þar sem hvergi skín vonarglæta. Ludovic Vandendaele heitir strákurinn sem leikur Martein og sá er einstak- lega góður sem forhertur villingur, gamallegur og bamslegur í senn. Sömuleiðis er Erick Da Silva góður í hlutverki Símonar. Sagan er stundum nokkuð reikul en gefur athyglisverða og óvægna innsýn í heim þeirra sem eiga ékki í nein hús að venda. Arnaldur Indriðason I ■ i I [ \ I i Kyrrt þótt það dansi Myndlist á sér margar hliðar. Þóroddur Bjamason heimsótti Ing- ólfsstræti 8 og sá verk Hreins Friðfínnssonar og hlutfeldi. í INGÓLFSSTRÆTI í Reykjavík eru fleiri menningarsetur en Is- lenska óperan til húsa. Myndlist á sinn stað við götuna í húsi númer 8. Gallerí Ingólfsstræti 8. Þó að þar sé ekki jafn vítt til veggja og í óperunni er húsnæðið vel fallið til myndlistarsýninga. Hvítir veggir, ljósgrátt gólf, gluggakista, sem ein og sér gæti hýst þokkalegar sýningar, og verk Hreins Friðfinnssonar er það sem fyrir augu ber þegar lit- ið er inn. Hlykkjast um veggi Verkin sem Hreinn sýnir í þess- um sal eru ólík hvert öðru að gerð en hafa þó svipað yfirbragð, ljóðrænt og fínlegt. Stór og dökk verk eru oft talin gluggi inn í flæktan huga mynd- listarmanns en þegar ég gekk nær verkinu „Gluggi minn um nótt“ gat ég séð listamanninn, og and- artakið sem verkið fæddist, fyrir mér þar sem hann situr andvaka við glugga og starir út í myrkrið. Myrkrið er gert úr pappír og verk- ið er fáanlegt í þremur eintökum. Þijár rómantískár stundir við gluggann. Grannir vírar hlykkjast um veggi og liggja við segla í verkinu „Sýsl“. Ekki veit ég hvort Hreinn er að fjalla þar um íslenska sagn- orðið „sýsl“ eða hvort hann hafí bara verið að sýsla við segul, vír- búta og vírnetsbúta um tíma og hér væri ein útkoman. Mig lang- aði allavega að sýsla við verkin og kanna samspil efnanna enn frekar en lét mé_r löngunina nægja í þetta skipti. I hinum rúmgóða glugga salarins er geim-disklaga höggmynd. Hún er öll spegilhjúp- uð að innan þannig að hlutimir inni í myndinni dansa á mismun- andi vegu eftir Jwí hvernig komið er að verkinu. Eg fór eins nálægt því og hægt var og sá þar tening, myndaramma og úr á rauðgulu laufblaði. Verkið heitir „Kyrralíf" og víst var það kyrrt þótt það dansaði en þegar ég leit nánar á úrið sá ég að það gekk rétt. Kyrra- lífstitillinn snerist jafnharðan upp í orðaleik. Portúgalskt ljóð Á neðri hæð eru tveir salir. Annar er skrifstofa en hinn er „hlutfeldisalur". Hlutfeldi er „gamalt nýyrði“ yfir myndverk sem búið er til í fleiri en einu ein- taki. Þessi verk eru þarna til sýn- is og hægt er að festa kaup á þeim. Ég spurðist fyrir um einstök verk og eitt vakti sérstaka at- hygli mína. Það var talnaröð á svörtu lego-kubbaspjaldi sem not- að er til að merkja skrifstofur. f. „Þetta er verkið Portúgalskt ljóð ( eftir Kristján Guðmundsson. ■ Hann er einnig með annað verk ' til sölu hér sem heitir „Nútíma- ljóð“,“ sagði Svanur Kristbergs- son annar rekstraraðili gallerís- ins, og benti mér á símann á skrif- stofunni. Ég greip símann og hringdi í númerið á spjaldinu og þaðan kom verkið „Nútímaljóð“. Það verk kostar 500 kr. aukreitis j en aðstöðu minnar vegna fékk ég ? það afgreitt með kynningaraf- slætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.