Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 23

Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 23 LISTIR Afmælis- veisla helg- uð minn- ingu Sólons Islandus SÉRSTÖK afmælisveisla, helguð minningu alþýðulista- mannsins Sólons Islandus, verður haldin á kaffilistahús- inu sem ber nafn hans, laugardaginn 18. nóvember næstkomandi. Um leið verður haldið upp á þriggja ára af- mæli kaffílistahússins. Sólon íslandus er lista- mannsnafn Sölva Helgason- ar, alýðulistamanns. Sölvi fæddist árið 1820 en lést árið 1895. Hann var einstæðing- ur, sem fór ungur á vergang. Sölvi Helgason var sjálf- menntaður listamaður, teikn- ari og málari, en einnig skarpur hugsuður og rithöf- undur sem áleit að stefna sín í sjálfstæðismálum íslendinga og barátta fyrir réttlátara þjóðfélagi væru skyldar grunnhugmyndum Sólons frá Aþenenuborg (640-559 f.o.t.). í afmælisveislu Sólons, laugardaginn 18. nóvember, koma fram Símon Kuran, Guðmundur R. Einarsson, Tómas R. Einarsson, Ólafur Stephensen, sönghópurinn A Capella o.fl. Afmælisveislan verður haldin í sýningarsalnum á efri hæð Sólons íslandus og hefst veislan kl. 19 stundvís- lega. Nýjar bækur • ALMANAK Hins ís- lenska Þjóðvinafélags er nýkomið út í 122. sinn. Alla tíð síðan 1874 hefur almanakið komið út á vegum Þjóðvinafélagsins og nú um langa hnð í samvinnu við Háskóla íslands. Auk alman- aksins sjálfs hefur árbók ís- lands alltaf verið fastur liður í ritinu og má þannig finna almanökunum samfelldan annál síðustu 120 ára og ríf- lega það. Almanak Þjóðvinafélags- ins fyrir árið 1996 er 208 bls. að stærð. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur hefur reiknað og búið til prentunar almanakið en árbókina fyrir árið 1994 ritar Heimir Þorleifsson, menntaskólakennari. Árbók- in er að þessu sinni í lengra lagi vegna efnis um sveitar- stjórnarkosningarnar 1994. Umsjónarmaður alman- aksins er Jóhannes Hall- dórsson, cand. mag. Prent- smiðjan Oddi prentaði ritið og það er Sögufélag, Fischer- sundi 3, sem sér um dreif- ingu. Almanakið fæst í flest- um bókaverslunum og kostar 1.254 kr. Unnt er að gerast áskrifandi hjá Sögufélagi og er verð til áskrifenda og fé- Iagsmanna Sögufélags 10% lægra. ...blabið - kjarni málsins! SKÁLHOLTSKIRKJA Málþing í Skál- holtsskóla MÁLÞING verður haldið í Skál- holtsskóla, sem ber yfirskriftina Málþing um tónlist i kirkjum, laugardaginn 18. nóvember. Málþingið hefst kl. 13 og því lýkur kl. 21. Efnt er til málþingsins í ljósi þess að nú eru mjög til umræðu ýmis tónlistarmál kirkjunnar. Einkum verður rætt um framtíð- arsýn varðandi tónlistarstefnu kirkjunnar og tónlistarnám. Meðal frummælenda eru prest- ar, organistar, tónskáld og aðrir tónlistarmenn er láta sig þessi málefni kirkjunnar varða. I lokin verða almennar um- ræður sem sr. Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup mun stjórna. Málþingið er öllum opið og verður kaffi og matur í Skál- holtsskóla. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SÍMI 569 7700 Sumir þurfa stór og öflug faxtæki fyrir umfangsmiklar faxsendingar en öörum nægja fyrirferðarlítil og traust tæki. Allir vilja gæði og þá er Canon ákjósanlegur kostur. Canon býður fjölbreytt úrval faxtækja sem uppfylla þarfir ólíkra notenda. Einyrkjar, stórfyrirtæki, heimili, verslanir eða skólar - allir finna Canon faxtæki við sitt hæfi. Canon Þú þekkir Canon - þú þekkir Nýherja Þú velur stærðina, gæðin fylgja með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.