Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mennskur
dráttarjálkur
VERK eftir Iréne. „Síðasti íslendingnrinn".
Æting og blönduð tækni.
Bautasteinar
Islands
KVIKMYNPIR
Regnboginn: Kvik-
myndahátíð Rcgn-
bogans og Ilvíta
tjaidsins
CYCLO ★ ★ >/j
Leikstjóri og handritshöfundur
Tran Anh Hung. Aðalleikendur
Leung Chiu Wai, Tran Nu Yen-Khe.
Víetnam/Frakkland 1995.
BAKGRUNNUR Cyclo, nýjustu
myndar víetnamska leikstjórans
Tran Anh Hungs (Ilmurínn afgrænu
papæja) er borgin sem kennd er við
Ho Chi Minh, sem samkvæmt þess-
ari nöturlegu lýsingu virðist sannar-
lega borg án vonar. Aðalsöguhetjan
er unglingur, „rickshaw“- drengur-
inn, sem fetar í fótspor feðranna og
harkar á leigukerru myrkranna á
milli. Sjálfur leigir hann kerruna af
Madam og lendir bláfátækur í stök-
ustu vandræðum er hann verður að
standa skil á andvirði kerrumnar
þegar henni er stolið. Drengurinn,
sem einnig þarf að sjá systrum sínum
og afa farborða, sér ekki annað ráð
út úr vandræðunum en að gerast
félagi í glæpagengi hverfisins og þar
með er hann kominn út á hálan is.
Að lokum hyggur hann á hefndir.
KVIKMYNDIR
Rcgnboginn: Kvik-
myndahátíö Rcgn-
bogans og Hvíta
tj ald sin s
FRÚ PARKER OG VÍTA-
HRINGURINN (MRS.
PARKER AND THE VIC-
IOUS CIRCLE) ★ ★ >/2
Leikstjóri og handritshöfundur Alan
Rudolph. TónJist Mark Isham. Aðal-
leikendur Jennifer Jason Leigh,
Campbell Scott, Matthew Broderick,
Stephen Baldwin, Peter Gailagher,,
Andrew McCarthy, Gwyneth Paltr-
ow, Martha Plimpton, Sam Robards,
Lili Taylor. Bandarísk. Miramax
1995.
HRINGBORÐIÐ fræga stendur
enn á sínum stað á Hótel Algon-
quin í New York. Minnismerki
hressra, djarfra menningarvita og
gáfumanna sem gerðu garðinn
frægan á þriðja og fjórða áratugn-
um. Fyrrir hópnum fór Dorothy
Parker (Jennifer Jason Leigh), al-
ræmd fyrir baneitruð tilsvör og
Cyclo er ekki aðgengileg mynd en
áleitin, hún víkur ekki glatt frá
manni. Á köflum afar vel gerð og
óþyrmileg, hamslaust ofbeldið og
afbrigðilegt kynlíf kemur nokkuð á
óvart, en hafa ber í huga að Víetnam
er stríðshijáð land sem í áratugi var
meira og minna hersetið, saga þess
blóði drifín, sterk hefð fyrir miskunn-
arleysi og þeirri fádæma grimmd sem
einkennir asíska stríðs- og glæpa-
menn. Þá hefur þessi limlesta þjóð —
og land — ekki braggast undir
kommúnistum, frekar en aðrar.
Framan af er framvindan með hefð-
bundnum hætti, þá er myndin hnit-
miðaðri en síðari hlutinn býr þó yfir
áhrifaríkustu atriðunum. Hér er fyrst
og fremst fjallað um váleg örlög lítil-
magna sem fær engu ráðið um at-
burðarásina, heldur verður að kyngja
því sem að honum er rétt í umhverfí
sem lýtur lögmáli frumskógarins.
Nauðugur viljugur á hann engra
kosta völ, er ósköp lítill leiksoppur
kvalara sinna. Hliðarsaga af systur
hans sem er tæld út í vændi af mann-
inum sem hún elskar verður aldrei
jafn áhugaverð og raunir kerrustjór-
ans. Sem í lokin, líkt og þjóðin hans,
eygir þó örlítinn vonameista. Þessi
framandi mynd vann á dögunum
aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum.
fljúgandi orðsnilli sem naut sín í
bókmennta- og leikhúsgagnrýni,
Ijóðagerð og kvikmyndahandritun
(_m.a. A JStar is born, sem hlaut
Oskarsverðlaunatilnefningu á sín-
um tíma). Þessi áhrifa- og fyrirferð-
armikli hópur taldi m.a. háðfuglinn
og gagnrýnandann Robert Benc-
hley og leikritaskáldið George S.
Kaufman, auk margra annarra sem
áttu eftir að setja mark sitt á samt-
íðina og víst er að andi hópsins lif-
ir enn. Ekki aðeins umhverfís hring-
borðið fræga heldur í bandarísku
menningarlífi. Parker var fyrsti
kvengagnrýnandi New York-borgar
sem tekið var mark á og virtur að
verðleikum. Stjama hennar reis
hæst á fjórða og fímmta áratugnum
en þrátt fyrir velgengni í starfí og
IRÉNE Jensen grafíklistakona
opnar sýningu í Gallerí Úmbru,
Ajntmannsstíg 1, í dag, fimmtu-
dag, kl. 17. Iréne stundaði mynd-
listarnám í Stokkhólmi 1976-1977
og í Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1990-1994 og útskrifaðist
úr grafíkdeild.
Iréne hefur áður haldið einka-
sýningar á Sauðárkróki og í
Stokkhólmi, samsýningu í Boston
á vegum School of The Museum
of Fine Arts og í Hafnarborg 1995.
Myndimar eru unnar í kopar-
skáldskap var einkalífið oftast í
molum, hún lést einmanna, lífs-
þreytt og drykkjusjúk.
Leikstjórinn og handritshöfund-
urinn Alan Rudolph er metnaðar-
fullur maður þó honum hafi ekki
enn tekist að fullvissa kvikmynda-
húsgesti og gagnrýnendur um
ágæti sitt. Hann er laghentur fag-
maður sem fær hrós fyrir að velja
sér gjarnan ótroðnar slóðir, vinnu-
brögðin draga óneitanlega dám af
lærimeistara hans, Robert Altman.
Viðfangsefnin eru gjarnan lista-
menn og umhverfi þeirra, minnir
Mrs Parker ... mjög 'á The Mod-
erns, mynd sem hann gerði fyrir
fáeinum árum um listamannaný-
lenduna í París á þriðja áratugnum.
Aftur erum við stödd á „djassárun-
ætingu og blandaðri tækni. Heiti
sýningarinnar er Bautasteinar fs-
lands fyrr og nú, og er persónuleg
hugleiðing um sögu og menningu
íslands, segir í kynningu.
Iréne hefur verið búsett á ís-
landi síðan 1988 og er meðlimur
myndlistarhópsins Áfram veginn,
sem rekur grafíkverkstæði i Þing-
holtsstræti 5.
Sýningin, sem stendur til 6.
desember, er opin þriðjudaga til
laugardaga kl. 13-18, sunnudaga
kl. 14-18 og lokað á mánudögum.
um“ frægu, sú endursköpun er óað-
fínnanleg hvað snetir útlitið og tón-
listina og textinn er hnyttin, mörg
samtölin og tilsvörin skörp og hæð-
in — líkt og efni standa til þegar
frú Parker er annars vegar. Leik-
hópurinn er stór og að hætti Rud-
olphs gefur að líta urmul miðlungs-
leikara sem eru alltaf við það að
verða frægir. Stóra spurningar-
merkið er Jennifer Jason Leigh í
titilhlutverkinu. Hún sýnir á sér
nýjar hliðar og engin spurning að
hér fer ágætis Ieikkona. Hvort hún
er best fallin í hlutverk Parker er
annað mál. Notar heldur þreytandi
raddbeitingu í fangbrögðum sínum
við skáldkonuna og svo mikið er
víst að hún er alltof ung fyrir hlut-
verkið, sem roskin, tannhvöss fylli-
bytta fær hún gula spjaldið. Camp-
bell Scott er hinsvegar trúverðugur
Benchley og Matthew Broderick fer
vel að vanda með sitt. Vandvirknis-
leg en nokkuð yfírborðskennd
mynd, forvitnileg þeim fyrst og
fremst sem hafa áhuga fyrir bók-
menntahræringum millistríðsár-
anna í Vesturheimi.
Sæbjörn Valdimarsson
Skoðunar-
ferð um
Reykjavík
SKOÐUNARFERÐ um
Reykjavík í tengslum við yfír-
litssýningu á verkum Einars
Sveinssonar arkitekts og húsa-
meistara á Kjarvalsstöðum er
áformuð laugardaginn 18.
november næstkomandi.
Skoðuð verða áhrif Einars
á ásýnd bæjarins og tvær af
byggingum hans heimsóttar.
Leiðsögumaður verður Pétur
Ármannsson, arkitekt og safn-
vörður byggingarlistardeildar
Listasafns Reykjavíkur á
Kjarvalsstöðum.
Lagt verður af stað frá
Kjarvalsstöðum kl. 14 og kom-
ið til baka kl. 16. Hámarks-
fjöldi er 30 manns. Þátttaka
tilkynnist fyrirfram í af-
greiðslu Kjarvalsstaða.
Þátttökugjald er kr. 300,
og er innifalið í því skoðunar-
ferðin og aðgangseyrir inn á
sýningar Kjarvalsstaða.
Jörgen rakari
kvikmynduð
SMÁSAGAN Jörgen rakari
eftir Ásgeir Hvítaskáld sem
birtist í Lesbók Morgunblaðs-
ins í vor hef-
ur verið
kvikmynduð
í Danmörku
þar sem höf-
undurinn er
búsettur.
Búið er að
klippa
myndina og
verið er að
semja tónlist
við hana. Hún verður tilbúin
til sýninga í næsta mánuði.
Ásgeir Þórhallsson sem kall-
ar sig Hvítaskáld hefur tekið
upp höfundarnafnið Asger
Thor. Det danske Video-
værksted í Haderslev sem
heyrir undir dönsku Kvik-
myndastofnunina hefur lagt
fram 130.000 danskar krónur
til verkefnisins.
Ungir kvikmyndagerðar-
menn hafa unnið við gerð
myndarinnar og fara sjálfir
með hlutverkin. Framundan
er kynningarstarf sem miðast
helst að því að koma Jörgen
rakara á framfæri við sjón-
varpsstöðvar.
Kvikmynda-
jiátíð á
ísafirði
í TILEFNI 100 ára afmælis
kvikmyndarinnar hefur Kvik-
myndasafn íslands og Kvik-
myndasjóður skipulagt sýn-
ingahald víðsvegar um landið.
Á Isafírði eru myndirnar sýnd-
ar í samvinnu við Isafjarðarbíó
og Menningarmiðstöðina í Ed-
inborg.
Sýndar verða ýmsar gamlar
myndir frá Isafirði, sem varð-
veittar eru í Kvikmyndasafni
íslands, meðal annars mynd
sem Marthinus Simson tók
árið 1923.
Aðrar myndir sem sýndar
verða á hátíðinni eru: 79 af
stöðinni, Hadda Padda, mynd
frá lýðveldishátíðinni 1944 og
Pappírs Pési.
Hátíðin hefst í Ísafjarðarbíói
laugardaginn 18. nóvember kl.
16. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill meðan húsrúm
leyfir.
Dagskráin verður nánar
kynnt í svæðisútvarpi og götu-
auglýsingum.
Sæbjörn Valdimarsson
Vel heppnað
styrktarátak
Operunnar
UNDANFARNAR vikur hefur
Styrktarfélag íslensku óperunnar
staðið fyrir viðamiklu starfí til
söfnunar nýrra styrktarfélaga.
Átakið gekk vonum framar, um
600 nýir félagar bættust í hópinn
og er þá heildarfjöldi styrktarfé-
laga íslensku óperunnar á fjór-
tánda hundrað, samkvæmt frétt
frá Óperunni. Styrktarfélagsgjald-
ið er 3.000 krónur en fyrsta árið
var greiðslukorthöfum boðinn 250
króna afsláttur. í inngöngutilboði
nýrra styrktarfélaga felast tveir
frímiðar á Carmina Burana, tveir
frímiðar á sérstaka jólatónleika
kórs og einsöngvara íslensku óper-
unnar í desember og tveir frímiðar
á einhveija af fímm tónleikum
Styrktarfélagsins í vetur. Auk þess
stendur til að gefa út geislaplötu
með Kór Islensku óperunnar og
verður hann sendur nýjum félögum
í vetur.
Styrktarfélagið hefur staðið fyr-
ir ýmiss konar útgáfustarfsemi,
Óperublaðið kemur reglulega út
og er sent öllum félagsmönnum
og einnig hafa verið gefín út tvö
myndbönd, Don Giovanni og Æv-
intýri Hoffmans, sem nýjum
styrktarfélögum bjóðast nú á hálf-
virði, eða á 1.000 krónur. Styrktar-
félagar njóta ennfremur forkaugs-
réttar á allar óperusýningar fs-
lensku óperunar og afsláttar á alla
tónleika Styrktarfélagsins. Þess
má svo geta að nær öllu styrktarfé
er varið til viðhalds og endurnýjun-
ar á húsnæði íslensku óperunnar.
Stórriddari
hringborðsins
Ásgeir
Hvítaskáld