Morgunblaðið - 16.11.1995, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
1 Bráðumkoma
l blessuðjólin...
o
>-
____—T*
VELJUM ÍSLENSKT!
Kristin fræði í
grunnskólum
FIMMTUDAGINN 19. október
birtist í Morgunblaðinu grein eftir
Þorvald Örn Amason, formann Sið-
menntar, undir fyrirsögninni „Trú-
arbragðamismunun í grunnskólum?"
Það er ekki oft sem umræður fara
fram hér á landi um stöðu kristinna
fræða í skólum og því þakkarvert
að einhver skuli vekja máls á efninu.
Þorvaldur kemur inn á margt í grein
sinni og setur þar fram sjónarmið
sín varðandi kristin fræði og telur
að núverandi staða þeirra valdi trúar-
bragðamismunun. í grunnskólum
landsins. Það sjónarmið er að sjálf-
sögðu fullgilt. Gallinn á grein hans
er hinsvegar sá að í röksemdafærslu
sinni staðhæfír hann ýmislegt um
afstöðu þjóðarinnar til kristinna
fræða í grunnskólum og gefur sér
eitt og annað um kristinfræðikennsl-
una sem ekki á við rök að styðjast.
Hann telur að fáir muni samþykkja
kristinfræðistefnuna í Aðalnámskrá
grunnskóla frá 1989 og segir m.a.
að kristinfræðikennslan sé „lítið dul-
búin innræting á lúthersk-evangel-
ískri guðstrú. Nemendur eiga að
„skilja" og „skynja" eitt og annað á
þann eina hátt sem er kirkjunni
þóknanlegur."
Hvað segir Aðalnámskrá?
Ekki er ljóst á hvetju Þorvaldur
byggir ofangreinda lýsingu sína á
kristinfræðikennslunni. Vera má að
hann lesi þetta út úr Aðalnámskrá
grunnskóla eða hafi einhver dæmi
úr skólum þar sem einhvers konar
innræting af þessum toga fer fram.
Sé þetta viðhorf lesið út úr Aðalnám-
skrá er nauðsynlegt að benda á að
þar fer Þorvaldur ftjálslega með þeg-
ar hann túlkar textann. Vissulega
talar Aðalnámskráin um evangelísk-
lúthersku þjóðkirkjuna í 3. lið megin-
markmiða greinarinnar kristin fræði,
siðfræði og trúarbragðafræðsla. Þar
er talað um að nemendur „kynnist
sögu og starfí evangelísk-lúthersku
þjóðkirkjunnar og eigin safnaðar og
skilji mikilvægi helgihalds og kær-
leiksþjónustu í lífi kristinna manna
og skynji tjáningu trúar og tilbeiðslu
í listum“ (Aðalnámskrá grunnskóla
1989, bls. 76). Það er hæpið að halda
því fram að þetta merki að nemend-
Samkvæmt þjóðskrá
voru 91,8% þjóðarinnar
skráð í þjóðkirkjuna,
3,2% í lútherskar frí-
kirkjur og 2% í önnur
kristin trúfélög. Gunn-
ar J. Gunnarsson fjall-
ar í þessari fyrri svar-
grein sinni um kristin
fræði í grunnskólum.
ur eigi „að „skilja" og „skynja“ eitt
og annað á þann eina hátt sem kirkj-
unni er þóknanlegur". Aðrar greinar
meginmarkmiðanna gefa varla tilefni
til þess heldur. Þær snúast m.a. um
að nemendur fræðist um grundvall-
arþætti kristinnar trúar, öðlist þekk-
ingu á Biblíunni, fáist við trúarleg
og siðræn viðfangsefni og skoði þau
í ljósi kristinnar trúar, temji sér sam-
skiptareglur sem byggjast á kristi-
legu siðgæði og fræðist um helstu
kirkjudeildir og trúarbrögð heims.
Þá gerir Aðalnámskrá ráð fyrir því
að þrátt fyrir að eðlilegt sé að kennsl-
an taki mið af túlkun evangelísk-
lútherskrar kirkju sé lögð sérstök
áhersla á sameiginlegan arf allra
kristinna manna, bæði trúarlegan og
menningarlegan, og að kennslunni
sé hagað þannig að sem flestir nem-
endur geti tekið þátt í henni, þrátt
fyrir mismunandi trúar- og lífsskoð-
anir (Aðalnámskrá bls. 78). Einnig
er skýrt tekið fram að skóíanum sé
ekki ætlað að þröngva ákveðnum
trúarlegum viðhorfum upp á nem-
endur sína (bls. 75). Því sjónarmiði
má hins vegar halda fram hvort það
sé ekki eðlilegt að kristinfræði-
kennslan í skólum á íslandi taki mið
af því menningarlega, sögulega og
félagslega samhengi sem hún fer
fram í. Samkvæmt þjóðskrá voru
91,8% þjóðarinnar skráð í evangel-
ísk-lúthersku þjóðkirkjuna 1. desem-
ber 1994 og 3,2% að auki í lúth-
erskar fríkirkjur. Til viðbótar eru svo
rúm 2% skráð í önnur
kristin trúfélög (Hag-
stofa íslands. Fréttatil-
kynning nr. 2 1995).
Vilji þjóðarinnar?
Þorvaldur telur að
innan við fjórðungur
þjóðarinnar myndi sam-
þykkja kristinfræði-
stefnuna í Aðalnámskrá
grunnskóla og vísar í
því sambandi tii könn-
unar á trúarlífi íslend-
inga. Þar á hann líklega
við könnun sem Björn
Björnsson og Pétur Pét-
ursson gerðu á vegum
Guðfræðistofnunar Há-
skóla íslands árið 1986. Niðurstöður
birtust í ritröð Guðfræðistofnunar
árið 1990.
Ekki er ljóst út frá hverju í um-
ræddri könnun Þorvaldur dregur
þessa ályktun. Það verður líka að
teljast hæpið að ályktun hans fái
staðist. Ekki er spurt um afstöðu til
markmiða og innihalds kristinfræði-
kennslu samkvæmt Aðalnámskrá. Á
hinn bóginn er spurt: „Hver er skoð-
un þín á kristinfræðikennslu í grunn-
skólum?" Athygli vekur að aðeins
3,6% töldu að hún ætti að vera minni
en nú er, 34,9% að hún væri hæfíleg
eins og hún er nú og 33,2% að hún
mætti vera meiri. Allmargir vissu
ekki hveiju þeir ættu að svara eða
23,7% (Björn Björnsson og Pétur
Pétursson 1990, Trúarlíf íslendinga,
Ritröð Guðfræðistofnunar nr. 3, bls.
84). Það eru því 68% sem telja að
kristinfræðikennslan megi vera jafn-
mikil eða meiri en nú er. Hitt er jafn-
vel enn athyglisverðara hvernig fólk
svaraði þegar það var beðið um að
taka afstöðu til fullyrðingarinnar:
„Kristin trú ætti að vera liður í upp-
eldi bama á dagvistarstofnunum.“
45„3% voru alveg sammála fullyrð-
ingunni og 23,8% frekar sammála.
Aðeins 4,2% lýstu sig frekar ósam-
mála og 10% algerlega ósammála
(Trúarlíf íslendinga, bls. 84).
Nú segja þessar tölur ekkert um
afstöðu til innihalds kristinfræði-
kennslu í grunnskólum eða með
hvaða hætti kristin trú ætti að vera
liður í uppeldi barna á dagvistar-
stofnunum. En þær gefa vísbendingu
um vilja fólks og gera verður. ráð
fyrir að flestir hafi í huga kristni í
anda þjóðkirkjunnar eða almenn
kristin grundvallargildi þótt ekki
verði um það fullyrt.
Afstaða kennara
Þorvaldur telur ennfremur að hann
geti ályktað um tak-
markað fýlgi við kristin-
fræðistefnuna út frá því
að talsverður hluti
kennarastéttarinnar
hafi „naumast treyst
sér til að kenna náms-
efnið“. Það er ekki nýtt
að skoðanir séu skiptar
um námsefni. Ekki skal
heldur dregið í efa að
einhveijir kennarar
treysti sér ekki til að
kenna kristin fræði
vegna skoðana sinna á
kristinfræðistefnunni
eða einfaldlega vegna
eigin lífsskoðana. Hitt
er augljóst að fleira
kemur til, t.d. að sumir kennarar
telja sig ekki hafa næga þekkingu
eða forsendur til að kenna viðkvæmt
fag eða að sumt af námsefninu, sem
í boði hefur verið, geri til þeirra
óraunhæfar guðfræðilegar eða
kennslufræðilegar kröfur.
Vissulega eru kennd kristin fræði
við Kennaraháskóla íslands. Það er
hins vegar afar misjafnt hve mikla
fræðslu íslenskir kennarar hafa hlot-
ið í þeirri grein. Og til að leiðrétta
Þorvald skal bent á það að kristin
fræði hafa síðustu árin nánast ein-
göngu verið kennd sem valgrein við
KHI og því ekki lengur rétt „að kenn-
araefni fái dijúgan skammt af krist-
infræði í Kennaraháskólanum". Á
sama tíma hefur þeim fjölgað sem
velja kristin fræði við KHI. Það verð-
ur því að skoða fleira en meinta
andúð á kristinfræðistefnunni þegar
greina á stöðu kristinna fræða í
grunnskólum á íslandi. Þá væri einn-
ig fróðlegt að velta fyrir sér hvað
lesa má út úr þeirri staðreynd að á
síðustu árum hefur aðsókn kennara
að fræðslufundum og endurmennt-
unarnámskeiðum í kristnum fræðum
stóraukist.
Framhald síðar
Hér hefur aðeins verið drepið á
fáein atriði af því sem Þorvaldur Örn
Ámason fjallar um í grein sinni.
Hann ræðir um ýmislegt fleira, m.a.
kristilega siðfræði og fræðslu um
önnur trúarbrögð. Ætlun mín er að
koma aðeins inn á þau efni í annarri
grein sem mun birtast hér í Morgun-
blaðinu á næstunni. Auk þess mun
ég ræða spuminguna: Hvers konar
kristinfræðikennslu viljum við í
grunnskólum landsins?
Höfundur er lektor í kristnum
fræðum og trúarbragðasögu við
Kennaraháskóla ísiands.
Gunnar J.
Gunnarsson
BROXOFLEX
-Mestseldu
Áratuga reynsla á íslandi
innandyra sem utan í
skólum, íþróttahúsum,
fyrirtækjum,
stofnunum og
heimilum.
Broxoflex burstamott-
urnareruþægilegarí
meðförum, hægt að rúlla þeim upp.
Broxoflex burstamotturnar eru ís-
lensk framleiðsla. Þær hreinsa vel
jafnt finmunstraða sem grófmunstr-
aða skósóla.
Broxoflex burtsamotturnar eru
framleiddar með svörtum, rauðum,
bláum, gulum eða grænum burstum
í stærðum eftir óskum viðskiptavina.
TÆKMIOEltO tXhfk
Smiðshöfða 9
Sími 587 5699
132 Reykjavík
Fax 567 4699
Aldingarðurinn Eden, forboðn-
ir ávextir og Kynlegir dagar
NÚ ÞEGAR blásið
er t\\ Kynlegra daga
SHÍ er alllangt um liðið
síðan Adam og Eva
lágu í makindum í ald-
ingarðinum Eden og
nörtuðu í forboðna
ávexti af skilnings-
trénu. Guð, sem hafði
lagt blátt bann við öllu
ávaxtanarti, brást reið-
ur við þessu ístöðuleysi
þeirra skötuhjúa, ásak-
aði Evu fyrir að hafa
freistað Adams og rak
þau á brott úr garðin-
um. Lögðu þau af stað
í dögun og fylgdu þeim
formælingar Drottins
allsheijar.
I bytjun september 1995 ákvað
Guð að nú væri tími til kominn að
endurráða Adam og Evu hjá Aldin-
garðinum hf. En það hlutafélag
starfrækir hann í samvinnu við Eim-
skip, Flugleiðir, Hagkaup og Sjóvá-
Almennar. Adam og Eva starfa þar
hlið við hlið og ganga jafnt til allra
verka. Þau eru með sömu menntun,
svipaðar starfsskyldur og vinnutím-
inn er jafn langur. Eini áþreifanlegi
munurinn á störfum þeirra birtist
fyrsta virka dag hvers mánaðar, en
launaumslag Adams er að jafnaði
25% þykkara en launaumslag Evu.
Þrætueplið í dag er ávöxtur mis-
jafnrar stöðu kynjanna.
Jafnrétti á ekki að vera
umdeilanlegt heldur
óumdeilt, Það hefur
hins vegar háð jafnrétt-
isumræðunni að hún
hefur ekki náð út fyrir
þrönga hópa og verið
læst inni í fundargerð-
um ríkisstyrktrar
kvennahreyfingar sem
eyðir öllu sínu púðri í
að upplýsa þá sem eru
upplýstir fyrir. Við
erum enn að glíma við
gömul viðhorf og gamla
frasa. Jafnrétti kynj-
anna ætti að vera sjálf-
sagt mál, en þó veldur
hugtakið ógleði hjá ákveðnum hópi
manna og sú ógleði birtist í því að
þeir skella skollaeyrum við frekari
umræðu um vandamálið. Vandamál-
ið liggur nefnilega í því að ríkjandi
valdakynslóð samanstendur af mið-
aldra karlmönnum sem hafa komið
sér þægilega fyrir þjóðfélaginu og
efast hvorki um eitt né neitt í heimi
hér — ekkert sem er.
Með nýrri kynslóð koma breyttar
áherslur og vonandi lítum við bráð-
um bjartari tíma. Ungt fólk í dag
telur jafnrétti kynjanna vera sjálf-
sögð mannréttindi. Það vill færa
umræðuna um jafnréttismál út fyrir
þann ramma sem einkaleyfishafar
Launaumslag Adams er
25% þykkara en Evu,
segir Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, sem
minnir á Jafnréttisdaga
Stúdentaráðs.
hennar hafa smíðað henni hingað
til. Jafnréttisumræðan getur nefni-
lega verið skemmtileg. Það er ekki
nauðsynlegt til að umræðan haldi
virðingu sinni að hún fari fram á
háalvarlegum nótum á ráðstefnum
og öðrum hundleiðinlegum fundum
fjarri skemmtana- og menningarlífí
almennings.
Stúdentaráð og kvennafulltrúi
stúdenta standa í vikunni fyrir jafn-
réttisdögum undir yfírskriftinni:
Kynlegir dagar. Markmiðið er að
hrista upp í umræðunni um jafnrétt-
ismál með því að setja hana í nýtt
samhengi, fá fram viðhorf ungs fólks
og leita nýrra leiða. Þess vegna er
dagskrá Kynlegra daga ekki bundin
við fræðilega fundi formlegra nefnda
heldur teygir sig allt frá mannrétt-
indum til kynfæra mannskepnunnar.
Höfundur er formaður hagsmuna
nefndar SHÍ.
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson