Morgunblaðið - 16.11.1995, Síða 45

Morgunblaðið - 16.11.1995, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 45 j 4 4 1 4 í i í i i i i < < < < < i i i i i í i i i i i GUÐMUNDUR GUNNARSSON + Guðmundur Gunnarsson fæddist í Þinganesi í Hornafirði 18. júlí 1911. Hann lést á Akureyri 8. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson, bóndi í Þinganesi og síðar bóksali á Höfn, f. 17.1.1877, d. 28.3. 1958, og Astríður Sigurðardóttir hús- móðir, f. 30.3. 1880, d. 23.2. 1914. * Hinn 9. nóvember 1935 kvæntist Guð- mundur Önnu Tryggvadóttur, f. 4.6. 1916, d. 31.1. 1991, en hún var kjördóttir Tryggva Jónatans- sonar bygginga- meistara og Helgu Hermannsdóttur húsmóður. Kjör- dóttir Guðmundar og Önnu er Helga Guðmundsdóttir, f. 17.5. 1947, búsett í Reykjavík. Hún var gift Jóhannesi Guð- mundi Þórðarsyni, en þau slitu samvist- ir. Helga starfar við Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ. Utför Guðmund- ar fór fram frá Akureyrarkirkju 15. nóvember. ÞAÐ VAR óvænt frétt og dapurleg þegar okkur barst til eyrna að einn af okkar elstu og bestu félögum, Guðmundur Gunnarsson, væri látinn. Hann hafði, að því er okkur virtist, verið svo hress og brattur í starfí okkar að undanfömu, að þetta kom eins og reiðarslag. En við því er ekk- ert að segja því að önnur öfl, okkur máttugri, taka hér sem oftar í taum- ana. Hann hafði að morgni fundið fyrir óþægindum og var af þeim ástæðum fluttur á sjúkrahús, þar sem hann andaðist síðdegis sama dag. Guðmundur var fæddur í Þinganesi í Homafirði. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson, bóndi í Þinganesi og síðar bóksali á Höfn, og kona hans, Ástríður Sigurðardóttir frá Reyðará í Lóni. Æskuárin dvaldist hann með foreldrum sínum eystra en fór um tvítugsaldur til Reykjavíkur til náms í húsasmíði og var þar í iðn- skóla um þriggja ára bil uns hann fluttist til Akureyrar og lauk þar prófi frá Iðnskóla Akureyrar árið 1933. Gunnar, faðir Guðmundar, var tví- kvæntur, og hét seinni kona hans Björg Jónsdóttir. Böm af fyrra hjóna- bandi, og alsystkin Guðmundar, vom: Ragna, sem giftist Guðjóni Bem- harðssyni, gullsmið á Akureyri, og áttu þau einn son. Næst var Signý, sem giftist Karli Magnússyni. Þau bjuggu á Homafirði og áttu tvær dætur. Yngstur var Ásgeir, er kvænt- ist Maren Þorkelsdóttur. Þau bjuggu á Homafirði og áttu fjögur böm. Guðmundur var þriðji í aldursröðinni. Börn Gunnars af seinna hjónabandi vom Karl, sem lést 12 ára gamall, og Jón Hilmar, kvæntur Ámýju Frið- riksdóttur, og búa þau í Reykjavík og eiga tvo syni. - Af systkinum Guðmundar em tvö á lífi: Ragna, al- systir, og Jón Hilmar, hálfbróðir. Ekki löngu eftir að Guðmundur gerðist Akureyringur, eða 9. nóv. 1935, kvæntist hann Önnu Tryggva- dóttur, hinni vænstu og glæsilegustu konu. Hún var kjördóttir hjónanna Tryggva Jónatanssonar, bygginga- fulltrúa á Akureyri, og Helgu Her- mannsdóttur. Þau áttu eina kjördótt- ur, Helgu, sem er starfsmaður á Skálatúni, heimili þroskaheftra, og er búsett í Reykjavík. Helga giftist Jóhannesi Guðmundi Þórðarsyni, en þau slitu samvistir. Á Akureyri biðu Guðmundar mörg verkefni eins og vænta mátti fyrir slíkan mannkostamann, sem hann var. Hann stundaði húsasmíði fyrst og fremst framan af árum en gegndi síðan ýmsum ábyrgðarstörfum, var handíðakennari við gagnfræðaskól- ann í mörg ár, sat í stjórn Iðnráðs Akureyrar og var iðnfulltrúi fyrir Norðurland. Áratugum saman var hann dómkvaddur brunabótamats- maður fyrir vátryggingafélögin og fleira mætti telja. En þrátt fyrir hin ýmsu daglegu störf átti hann jafnan tíma til að sinna öðrum hugðarefnum sínum. Hann var um fjölda ára einn af sterk- ustu burðarásum Leikfélags Akur- eyrar, sat í stjóm þess og var þar að auki oftlega leikstjóri ýmissa verkefna félagsins. Og þá er ég loks kominn að þeim þætti í lífí Guðmundar, sem mér er hjarta næst, en það eru söngmálin. Fljótt eftir að hann kom til Akureyrar gerðist hann félagi í Karlakórnum Geysi, en þangað kom ég ekki fyrr en um fjórum árum seinna. Þrátt fýrir það áttum við langa samleið í því ágæta félagi. Það er skemmst frá því að segja að brátt varð Guðmund- ur einn af bestu félögum og radd- mönnum kórsins. Bassarödd hans var bæði mikil og falleg og var hann því þráfaldlega settur í einsöngshlutverk, sem hann leysti ávallt frábærlega vel af hendi. Það var góður og glaður hópur, sem þar var saman kominn, og margar dásamlegar minningar um ljúfar samverustundir koma fram í hugann. Þar var Guðmundur, eins og annarstaðar, framarlega í flokki, gladdist með glöðum með sínu elsku- lega hæglæti, glettni og gamansemi. I huga mínum er traustur það lýsing- arorð, sem mér fínnst fyrst af öliu eiga við Guðmund. Það var sama á hvaða sviði það var, traustleiki hans brást aldrei. Hann var enginn yfír- lætismaður og flíkaði lítt tilfínning- um, en framlag hans til viðfangsefn- anna var jafnan vel hugsað og reynd- ist dijúgt til árangurs. Það var mikili þróttur í karlakómum Geysi um langt tímabil, sem var þó sennilega einna mestur þegar kórinn fór í söngferð sína til Norðurlanda árið 1952. Það var ógleymanleg fór. Upp úr því fór eldri félögum nokkuð að fækka, enda var söngstjórinn okkar, Ingimundur, farinn að hugsa til þess að hætta söngstjórn, sem varð fáum ámm síð- ar. Guðmundur hélt þó áfram í kóm- um miklu lengur. En á árinu 1973 tóku nokkrir gamlir Geysismenn sig saman um það að koma saman og rifja upp ýmis gömul lög sér til skemmtunar. Varð úr þessu kór, sem kallar sig Gamla Geysismenn, og er enn við lýði. Sjáum við nú með söknuði á eftir einum af okkar bestu mönnum og skarð hans er vandfyllt. Við þökkum vini okkar og söng- bróður fyrir allt það, sem hann var okkur, fyrr og síðar, og biðjum hon- um blessunar Guðs á nýjum starfs- vettvangi. Aðstandendum hans vott- um við dýpstu samúð. Fyrir hönd gamalla Geysismanna, Gísli Konráðsson. Kveðja frá Leikfélagi Akureyrar Salurinn myrkvast og sterk og dimm rödd hljómar af sviðinu, rödd sem um leið er full tilfínningar. Það er eitthvað við þessa rödd sem grípur mann og heldur manni föngnum frá fyrsta andartaki. Ljósin verða sterk- ari og á sviðinu stendur Guðmundur Gunnarsson í sínu síðasta stóra hlut- verki í Samkomuhúsinu á Akureyri, sem Godman Sýngman í Kristnihaldi undirJökli 1976. Guðmundur var þá hálfsjötugur, en ekki var hægt að greina að röddin hefði gefið sig neitt. Hann lék hlutverkið með glæsibrag og karlmannlegum þrótti. Glæsilegur endir á litríkúm og löngum leikferli. Sama ár tók hann saman og leik- stýrði dagskrá úr verkum Davíðs Stefánssonar og var meðal leikenda og var það síðasta leikstjórnarverk- efni hans fyrir LA. Guðmundur Gunnarsson var um langt árabil einn af máttarstólpum Leikfélags Akureyrar. Hann lék, leik- stýrði, gerði leikmyndir og sat í stjóm félagsins. Hann kom fyrst til starfa á fjórða áratugnum og starfaði með leikfélaginu í rúma fjóra áratugi. Hann leikstýrði þrettán sýningum og var frumraun hans, Leynimelur 13, frumsýnd árið 1944, en þá var hann formaður LA. Hann sát í stjóm leikfé- lagsins alls í ellefu ár, lengst af sem formaður. I formannstíð sinni vann hann að því að fá þekkta listamenn til liðs við leikfélagið og má þar nefna leikstjórana Gerd Grieg og Gunnar Hansen. Frú Grieg setti up Brúðu- heimilið með Öldu Möller í gestaleik. Guðmundur lék á fímmta tug hlut- verka. Fyrsta hlutverkið hans var í sýningu Karlakórsins Geysis á Alt Heidelberg, þar sem hann var í hópi stúdentanna. Fyrsta hlutverkið sem hann lék hjá LA mun hafa verið Lars- en skóarasveinn í Drengurinn minn. Marga leiksigra vann hann og muna gamlir Akureyringar eftir honum m.a. sem Arnes í Fjalla-Eyvindi 1943 þar sem frammistaða hans þótti gefa tóninn um það sem koma skyldi. Á glæsilegum og löngum leikferli er erfítt að tíunda einstök hlutverk öðr- um fremur, en ekki er hægt að láta hjá líða að nefna stjömuleik hans í aðalhlutverkinu Swedenhielm eldri í Swedenhielmfjölskyldunni 1966 og sem rannsóknarlögreglumaðurinn Goole í Óvæntri heimsókn 1968. Á sjötíu ára afmæli LA var Guð- mundur gerður að heiðursfélaga ásamt þremur öðrum félögum, sem áttu það öll sammerkt að hafa unnið ómetanlegt starf í áhugafélaginu sem fleytti LA áfram til atvinnu- mennskunnar. Guðmundur er í minningu okkar, sem nú störfum hjá Leikfélagi Ak- ureyrar og áttum þeirri gæfu að fagna að fá að vera samferða honum um vegi listarinnar, mikilhæfur lista- maður sem hefur gert leiklistarlíf á Akureyri að fágætum fjársjóði sem okkur er falið að gæta og efla. Stór- huga og margbrotnir listamenn eru fágætir og dýrmætir. Slíkur maður var Guðmundur Gunnarsson leiklist- arlífínu á Akureyri. Viðar Eggertsson, leikhússtjóri LA. + Elskuleg eiginkona mín, HULDA PÉTURSDÓTTIR frá Útkoti á Kjalarnesi, lést í Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 14. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síöar. Fyrir hönd aðstandenda, Alfreð Björnsson. Í Móðursystir mín, SIGURLEIF HALLGRÍMSDÓTTIR sjúkraþjálfari, Eskihíið 6, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 17. þessa mán- aðar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Andrea Oddsteinsdóttir. GESTUR SIGURÐUR ÍSLEIFSSON + Gestur Sigurð- ur ísleifsson fæddist í Reykjavík 12. apríl 1944. Hann lést í Reykja- vík 7. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðríður Gests- dóttir og ísleifur Magnússon. Gestur átti þrjú börn, Önnu Elísabetu, Helga Karl og Jón Þór. Útför hans verð- ur gerð frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. GESTUR frændi minn er dáinn. Hann hafðj lítil samskipti við okkur ættingja sína öll sín fullorðinsár, en skilur samt eftir sig söknuð og minningar, sem aldrei gleymast. Ég man svo vel eftir honum, þegar við vorum börn og ungling- ar, hvað ég var hrifín af þessum frænda mínum. Hann var svo góð- ur drengur, svo skemmtilegur og fjörugur og svo var hann svo sér- staklega fallegur. Hann hugsaði alltaf mikið um útlit sitt og hárið á honum var alltaf hreint og fallegt og svo klæddist hann alltaf fötum sem klæddu hann svo vel. En það fara ekki alltaf saman gæfa og gjörvuleiki. Hans gæfa var að alast upp með góðu fólki, gift- ast myndarlegri konu og eignast þrjú böm sem ég því miður þekki ekki, en votta innilega samúð mína. Hann var sjálfum sér verstur, þó það hafí líka valdið hans nánustu djúpri sorg, hvernig líf hann átti. Ég vil minnast góða og glaða frænda míns eins og hann var, þegar hann var ungur, og þær fáu stundir sem ég hitti hann eftir það og hann breiddi sinn hlýja faðm á móti mér og brosti, fannst mér hann alltaf jafnfallegur. Ég votta systkinum hans og börnum mína innilegustu samúð. Guð blessi Gest frænda minn. Bergljót Þórðardóttir. + Elskulegur sonur minn, HAFÞÓR L. FERDINANDSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Bára Lýðsdóttir + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, stjúpfaðir og afi, EINAR JÓHANNESSON frá Gauksstöðum í Garði, Brekkubyggð 23, Blönduósi, verður kvaddurfrá Blönduóskirkju laug- ardaginn 18. nóvember kl. 14.00. Guðrún Sigurðardóttir, Árni Einarsson, Guðbjörg Kristinsdóttir, Ásta Einarsdóttir, Steinar Guðmundsson, Jóhannes H. Einarsson, Jónína Færseth, IngimarÁ. Einarsson, Elin B. Einarsdóttir, Baldur Eðvarðsson, Gunnar Þór og barnabörn. + Útför EDDU GUÐNADÓTTUR, Ljósheimum 10, Reykjavik, ferframfrá Fossvogskirkju mánudaginn 20. nóvemberkl. 13.30. Gunnar Sæmundsson, Oddur Ólason, Erla Sigrfður Guðjónsdóttir, Guðni Gunnarson, Edda Sif Oddsdóttir, Anton Oddsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS GUÐMUNDSSON skipstjóri, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, sem lést 10. nóvember, verður jarð- sunginn frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 18. nóvember kl. 14.00. Jóhann G. Sigfússon, Gunnvör Valdimarsdóttir, Guðmundur Þ. Sigfússon, Jóna Ósk Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.