Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR VALDIMARSSON,
Kjartansgötu 7,
Borgarnesi,
er lést 9. nóvember sl., verður jarðsung-
inn frá Borgarneskirkju föstudaginn
17. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast af-
þakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á líknarstofnanir.
Maria Ingólfsdóttir,
Helga Halldórsdóttir,
Lilja Guðrún Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Garðar Halldórsson, Guðlaug S. Guðlaugsdóttir,
Ingólfur Halldórsson, Oddný O. Sigurðardóttir,
Ólöf Halldórsdóttir, Sveinn Guðnason,
afa- og iangafabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVANFRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Hellissandi,
sem andaðist 14. nóvember, verður
jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laugar-
daginn 18. nóvember kl. 14.00.
Saetaferðir verða frá BSÍ kl. 10.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu,
er bent á Minningarsjóð slysavarnadeildar Helgu Bárðardóttur,
Hellissandi.
Friðjón Jónsson, Bylgja Halldórsdóttir,
Þyri Jónsdóttir, Haukur Sigurðsson,
Sigurður Jónsson, Metta Guðmundsdóttir,
Kristján Jónsson, Arnheiður Matthíasdóttir,
Baldur Jónsson, Albína Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför ástkærrar móður minnar, tengda-
móður og ömmu
ELÍNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
vistheimilinu Seljahli'ð,
áður Látraseli 7,
verður gerð frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 17. nóvember kl. 15.00.
Anna Lfna Karlsdóttir, Jónas Hermannsson,
Hermann Jónasson, Guðrún Sigtryggsdóttir,
Karl Friðrik Jónasson, Ragnar Jónasson,
Jónas Valur Jónasson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SNORRI JÓNSSON,
Grundargarði 1,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 18. nóvember kl. 14.00.
Inga Filippía Sigurðardóttir,
Inga Lilja Snorradóttir,
Snorri Snorrason,
Herdfs Snorradóttir, Heimir Aðalsteinsson,
Bergljót Snorradóttir, Hermann S. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
REYNIR VILBERGS
verslunarmaður,
Hringbraut 88,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 17. nóvember kl. 10.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á krabbameinsdeild Landspítalans.
Minningarkort fást í síma 560 1300.
Steinunn Þorsteinsdóttir,
Pálmi Þór Reynisson, Jóna Helgadóttir,
Stella María Reynisdóttir, Friðgeir Indriðason,
Þorsteinn V. Reynisson, Hjördfs Hjörleifsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
HARALDUR EGGERTSSON OG
SVANHILDUR HLÖÐ VERSDÓTTIR
•+■ Haraldur Eggertsson fædd-
' ist á Flateyri 18. janúar
1965. Eiginkona hans, Svan-
hildur Hlöðversdóttir, fæddist
í Reykjavík 23. mars 1965. Þau
létust ásamt börnum sínum
þremur í snjóflóðinu á Flateyri
26. október síðastliðinn og fór
útför þeirra fram frá Hall-
grímskirkju 7. nóvember.
VEGIR guðs eru órannsakanlegir,
sjaldan hefur það verið staðfest
með jafn óyggjandi hætti og hinn
26. október síðastliðinn. Þá féll
snjóflóð á Flateyri og hreif með sér
líf tuttugu manna, barna og kvenna.
Hver skildi vilja guðs þá nótt? Hver
þekkti vegi hans þá? Andspænis
þessum spurningum er trúin og
traust á kærleika hans okkar eina
svar: Verði þinn vilji.
Margar góðar sálir kallaði Drott-
inn til sín þessa nótt. Þar á meðal
var frændi minn og vinur Haraldur
Eggertsson, kona hans Svanhildur
Hlöðversdóttir og börn þeirra þijú,
Haraldur Jón, Ástrós Bima og Reb-
ekka Rut.
Ég og Haraldur vorum systkina-
böm pg ólumst upp saman í þorpinu
við Önundarfjörð. Öllum okkar
stundum eyddum við saman og
vorum við nánast eins og tvíburar.
Ef öðmm okkar datt eitthvað í hug
var hinn ætíð með. Það var líka
fátt sem við létum ógert á okkar
yngri árum enda var þorpið okkar
staður þar sem draumar urðu að
vemleika og veruleikinn að draumi.
Það væri of langt mál að telja upp
allt það sem við tókum okkur fyrir
hendur á þeim árum, en allra okkar
stunda hvort sem var í íjárhúsunum
með ömmu, dorgveiði við höfnina,
Héraðsskólanum á Núpi eða heim-
sóknirnar í Stýrimannaskólann,
minnist ég með gleði og þakklæti.
Þegar lífið tók að kalla dró held-
ur í sundur með okkur, sjómennsk-
an heillaði Halla, það hafði ég að
vísu vitað löngu áður en hann komst
til manns. Leið hans lá í Stýri-
mannaskólann og þaðan á sjóinn.
Hann bjó í Reykjavík um tíma og
kynntist þar Svanhildi konu sinni
og flutti með henni vestur á Flat-
eyri þar sem hann varð síðar skip-
stjóri á línubátnum Gylli. Þá loks
eftir að við vorum báðir orðnir ráð-
settir menn tók samband okkar að
styrkjast að nýju.
Það var ætíð gott að hitta þau
Svanhildi og Halla. Hún var ein-
staklega lífsglöð og geislandi per-
sóna, sem manni leið vel að vera
nálægt. Börn þeirra hitti ég þó
sjaldnar, en þess varð ég þó áskynja
í heimsóknum mínum til þeirra
hjóna að þar færu börn sem hefðu
alist upp við mikinn kærleika og
réttlæti.
Haralds minnist ég sem góðs vin-
ar, hann var einstaklega dagfars-
prúður maður og yfirvegaður bæði
til orðs og æðis. Hann bjó yfir heil-
brigðum metnaði, var ábyrgðarfull-
ur og traustur, en umfram allt var
hann vinur vina sinna.
Nú við leiðarlok virðast sporin
okkar saman vera örstutt, en eins
og segir í ljóði Halldórs Laxness:
„Hvert örstutt spor var auðnuspor
með þér.“ Hvíl í friði, elsku vinur.
Guðmundur Konráðsson.
Reynsla Flateyringa er engu lík.
Náttúran tók, en náttúran gaf líka.
Það er kannski örlítil huggun þeim
sem kynnst hafa náttúruöflunum í
öllu sínu veldi, þótt okkur finnist
stundum lítið réttlæti til í því.
Haraldur Eggertsson var frá
Flateyri. Frá fyrstu minningu með
Halla í barnaskóla til dagsins í dag
lifír hann alltaf sem hinn skemmti-
legi og heilsteypti strákur í hópnum.
Það var ævinlega eitthvað við hann
sem gerði hann traustan og góðan
vin, hægan með lúmskan húmor.
Ótal ferðir okkar Flateyringanna
sem seinna fórum að „hlaupa af
okkur hornin“ - yfir fjöll á næstu
staði - og góðar stundir á eyrinni,
eru ógleymanlegar.
Eftir að Halli hafði verið á sjó
flest unglingsárin fór hann í Stýri-
mannaskólann og lauk þar góðu
prófi. Hann fór fljótlega aftur heim
á Flateyri með stoppi í Reykjavík
þar sem við „gömlu“ hittumst á ný
með Magga bróður hans. Þeir bræð-
ur voru alltaf örlátastir allra og
skemmtilegt að kynnast brýnunum
aftur.
Halli var rétt rúmlega tvítugur
þegar hann var sestur í stól skip-
stjóra og það vissu allir að hann
var einn af þeim útvöldu. Þeir túrar
sem ég fór með honum eru minnis-
stæðir vegna þess að það voru auð-
veldir róðrar, ekki vegna þess að
það væri ekkert fiskerí - þvert á
móti - heldur vegna þess að það
var þægilegt andrúmsloft og ekkert
stress. Útsjónarsemi, yfirvegun og
öryggi.
Nú er hann farinn með konu sinni
Svanhildi Hlöðversdóttur og lífs-
glöðum_ börnunum þeirra, Haraldi
Jóni, Ástrós Birnu og Rebekku
Rut. Og þótt hjartað sé ekki vél,
sem hægt er að stoppa á meðan
tíminn græðir sár þeirra sem eftir
lifa, þá munu þau örugglega gróa
og mennirnir vaxa og styrkjast á
ný við minninguna um þau. Innileg-
ustu samúðarkveðjur til allra að-
standenda.
Einar Þór.
Það er ógleymanleg minning að
hafa orðið vitni að því á ónefndu
kaffihúsi höfuðborgarinnar þegar
ást Halla og Svanhildar var að
kvikna. Aðeins skömmu síðar að
hitta Svanhildi í Kaupfélaginu
heima. „Þú hér?“ spurði ég. „Hvað
heldur þú, maður, ég náði í hann
Halla,“ sagði Svanhildur og skelli-
hló. „Það var gott hjá þér, það er
sko góður strákur hann Halli.“
Tvær heilsteyptar manneskjur lent-
ar á sama báti.
Eftir eitt leiklistarævintýrið aust-
ur á Fáskrúðsfirði flúði ég vestur
í von um pláss og spurði Halla hvort
ekki væri kominn tími til þess að
ég fengi að læra eitthvað af honum.
„Við skulum reyna það,“ sagði hann
og brosti kankvíst, brosti sínu blíð-
asta.
Þó steinbítsvertíðin sú gerði
hvorugan okkar ríkari á bleðla tóku
þau Svanhildur til við að verða rík-
ari. Eignuðust þijú börn sér og sinni
stóru familíu til hamingjuauka í
harðri lífsbaráttunni vestur við haf-
ið bláa hafið.
Nú ekki fyrir löngu hitti ég þau
á Vagninum ásamt Begga hans
Bubba og Áslaugar. Það var glatt
á hjalla og aðspurður af Svanhildi
um kvennamálin mín svaraði ég
með vísubrotum sem urðu til á
landstími út af Barðanum þegar
bátsvélin var svo væn að mala fram
laglínuna sem sönglað var við út í
hött á sjómannavísu:
Ástin mín situr á Suðureyri
sér bara þorskana glansa.
En ég er á sjónum og heillaður heyri
hörpustrengina dansa.
En svo þegar vikan og verkirnir dvina
ég vonglaður hoppa í land.
Og þá fara írsku augun að skína
og allt kemst í lukkunnar stand.
Ferðabænin í land var það kall-
að. Og undirspilið skyldi vera á
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON
ÞORSTEINN SIGURÐSSON
+ Sigurður Þorsteinsson
fæddist 18. janúar 1956.
Þorsteinn Sigurðsson fæddist í
Reykjavík 11. ágúst 1977. Þeir
fórust í snjóflóðinu á Flateyri
26. október síðastliðinn. Útför
Sigurðar og Þorsteins fór fram
6. nóvember.
FEÐGAR er létust á Flateyri 26.
október sl. Er hægt að gleðjast aft-
ur á Eyrinni? spyrja margir Önfirð-
ingar sig. Er í dagrenningu hægt
að gleðjast yfir komandi degi, að
lokinni þeirri líkn sem dásemdir
næturinnar fela í sér í gegnum tím-
ans rás? Mitt hjarta og öll mín sál
gladdist þegar ég sá að þið lifðuð.
Atli Már, Sigrún, Berglind Ósk,
Borgrún Álda. Ekki bara fyrir okk-
ur hin heldur fyrst og fremst fyrir
hvert annað og hvert fyrir sig.
Það var nótt
Og ég gekk eftir götunni,
því það var nott.
Ég gekk föstum ákveðnum skrefum
og sagði við sjálfan mig
Sjá ég er farinn á brott.
Ég kem aldrei aftur.
Og engum skal takast
að finna felustað minn.
Þá heyrði ég snögglega
fótatak einhvers á eftir mér
Og ég sneri mér við,
því ég vildi sjá hvort ég þekkti hann
En það var ekki neinn.
Það var aðeins skóhljóð sem elti mig.
Og ég hrópaði skjálfandi röddu:
Hvað hef ég þá gert?
Mér var svarað með lævísum hlátri
lengst úti í myrkrinu.
Ég er lífið sjálft. Og þú kemst ekki undan.
Ég elti þig.
(St.St.)
Siggi og Steini tengdust óijúfan-
legum böndum.
„Ég læt það ekki henda, Finnur
minn,“ sagði pabbi þinn við mig í
sumar þegar vangaveltur um lífs-
háska tilverunnar bar á góma og
útheimtu þá hreinskilni sem ríkti á
milli okkar. Það var vegna Steina
og við ræddum dugnað hans. Strák-
ana okkar. Um þig Atli og hvað
það er gott að eignast hlutdeild í
lífi „svona góðra stráka, svona
sterkar og fallegar stelpur". Svo
skildu leiðir um sinn.
í október tók við þessi heljar-
hrammur skilningsleysis og van-
máttar. Ég fór vestur að öskra á
gilið sem við, Atli, gengum saman
fyrir nokkrum árum í smala-
mennskunni. Kölluðumst á, á milli I
klettabeltanna til þess að vita
hvernig hvorum um sig reiddi af.
Með staf í hönd að styðja sig við.
Nú gekkst þetta gil dauðanum á
hönd og hreif með sér Steina bróð-
ur ykkar og besta ástvininn hennar
mömmu ykkar. I stað gleðinnar
yfir góðum göngum, sem Steini
hafði vissulega líka fundið fyrir;
góðum heimtum, hefur nú sorgin
þrengt sér að. „Þér munuð sjá mig,
því ég lifi og þér munuð lifa“ sagði
Jesús hinn smurði. í gamla „vill-
ingabekkinn" minn er nú höggvið
skarð. 1 hóp þeirra manneskja sem
æ síðan hafa byggt upp gagnkvæm-
an trúnað við „gamla“ kennarann
sinn. I þeirri uppbyggingu átti
Steini frumkvæði að öllum öðrum
ólöstuðum. Manneskjan mun styðja
þig, Sigrún. Það veit Guð. Ykkur
öll. Það veit fólkið. Far vel yfir
móðuna miklu, Siggi og Steini.
Finnur Magnús
Gunnlaugsson.