Morgunblaðið - 16.11.1995, Qupperneq 49
MORGÚNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 49
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Philip Morris
landstvímenningnrinn
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 17. nóv-
ember verður árlegur Philip Morris
Lands- og Evróputvímenningur
spilaður. Sömu spil eru spiluð um
alla Evrópu og árangur allra sem
taka þátt reiknaður saman. Keppnin
er reyndar 3 keppnir í einni, spilað
er um bronsstig (tvöfaldan skammt)
í félögunum og þar fá efstu keppend-
ur verðlaunaskjöl og penna, á lands-
vísu er keppt um gullstig og fá 6
efstu pör í N/S og 6 efstu pör í A/V
gullstig. Svo eru allir með í Evrópu-
kepjini.
A íslandi verður spilað á 14 stöð-
um á landsbyggðinni og í Þöngla-
bakka 1 þar sem tekið verður við
skráningu uns húsfyllir verður en það
er einmitt um þessa helgi sem ár er
liðið síðan húsnæðið við Þönglabakka
var tekið í notkun og þá komust
færri að en vildu í Philip Morris
landstvímenninginn. Spilarar eru
hvattir til að frjölmenna og halda upp
á árs afmæli hins glæsilega hús-
næðis okkar. Skráning er á skrif-
stofu Bridssambands Islands í síma
587-9360 og svo verður hægt að
láta skrá sig á staðnum meðan hús-
rúm leyfir. Keppnin byijar kl. 19.30.
Stofnanakeppnin 1995
Skráning í Stofnanakeppnina
stendur nú yfir en hún verður spiluð
helgina 18.-19. nóvember. Spilaður
er Barómeter-tvímenningur og í
þessari keppni verða spilararnir að
vinna eða eiga í því fyrirtæki eða
stofnun sem þeir keppa fyrir. Þetta
er í fyrsta sinn sem spilaður er tví-
menningur i þessari keppni og von-
andi verða nú öll litlu fyrirtækin með
sem ekki áttu spilara í heila sveit.
Keppnisstjóri verður Sveinn R. Ei-
ríksson og keppnisgjald er 10.000
kr. fyrir par. Skráning verður út
fimmtudaginn 16. nóvember á skrif-
stofu Bridssambands íslands í síma
587-9360.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 13. nóvember var síð-
asta spilakvöld af 4 í Minningarmóti
félagsins um Kristmund Þorsteinsson
og Þórarin Andrewsson. Öruggir sig-
urvegarar voru Sigurður B. Þor-
steinsson og Helgi Jónsson með
1.327 stig. Þeir höfðu forystu frá
1. spilakvöldi og létu hana aldrei af
hendi heldur juku alltaf við forskot-
ið. Lokastaða efstu para var:
Sigurður B. Þorsteinsson — Helgi Jónsson 1327
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 1242
Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 1222
Friðþjófur Einarsson -'Guðb. Sigurbergssön 1214
Böðvar Magnússon - Júlíus Snorrason 1177
Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 1154
JónGíslason-Ingvarlngvarsson 1148
Meðalskor var 1080.
Besta skori kvöldsins náðu:
NS:
Sigurður B. Þorsteinsson - Helgi Jónsson 333
Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 327
Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 305
AV:
Guðrún Jóhannesdóttir—Jón HersirElíasson 311
DröfnGuðmundsdóttir-ÁsgeirÁsbjömsson 309
Hjálmar S. Pálsson - Helgi Hermannsson 301
Meðalskor var 270.
Næsta keppni félagsins er Aðal-
sveitakeppni. Spilaðir verða 16 spila
leikir, allir við alla. Tekið er við skrán-
ingu hjá Ársæli Vignissyni í síma
554-2209. Spilað er á mánudags-
kvöldum í félagsálmu Haukahússins
með innkeyrslu frá Flatahrauni.
Spilamennska byrjar kl. 19.30.
Lands- og Evróputvímenn-
ingurinn nk. föstudagskvöld
Bridsfélag Suðurnesja og Muninn
í Sandgerði standa saman að spila-
mennsku í landstvímenningnum nk.
föstudagskvöld í Hótel Kristínu
klukkan 20.
Sveit Arnórs Ragnarssonar hefir
forystu í JGP-minningarmótinu sem
er 9 umferða sveitakeppni með 14
spilum milli sveita. Staðan er nú
þessi:
Arnór Ragnarsson 124
GuðfínnurKE 115
Birkir Jónsson 98
Garðar Garðarsson 90
Svala K. Pálsdóttir 87
Þremur umferðum er ólokið og
verða tvær spilaðar nk. mánudags-
kvöld. Spilað er í Hótel Kristínu kl.
19.45.
Hnetu/ávaxta-
kökur
Matur og matgerd
Hnetur sem við kaupum núna eiga að
vera upp á sitt besta, segir Kristín Gests-
dóttir, sem fræðir okkur um pecan- og
valhnetur og gefur okkur uppskriftir af
gómsætum hnetu/ávaxtabökum.
VALHNETUTREÐ getur orðið
30 m hátt og hefur gríðarmikla
vellagaða krónu. Það er uppr-
unnið í Litlu- Asíu og barst til
Rómar frá Grikkjum um 100
árum f.Kr. Rómverskir herir
fluttu fræið síðan með sér til
Frakklands og Englands. Þegar
búið er að bijóta skelina utan
af hnetukjarnanum líkist hann
mannsheila en á Miðöldum trúðu
menn því að kjarninn gæti lækn-
að sálrænar truflanir. Sjálft
hnotutréð er svo notað í fínustu
húsgögn. Georg Washington
fyrsti forseti Bandaríkjanna
plantaði pecantré
við heimili sitt að
Mount Vernon í
Virginíu fyrir um
200 árum. Það tré
er núna 39 m hátt,
en pecantré geta
orðið 50 m há og
vaxa allt frá Iowa
suður til Texas og
Mexíkó. Nú er far-
ið að flytja hingað
hina amerísku
pecanhnetu, sem
oft er kölluð systir
valhnetunnar,
sem allir þekkja.
Hér eru 2 upp-
skriftir: Sú fyrri
er af pecan/epla-
böku, en hin síðari
af valhnetu/peru-
böku. Berið ís eða
þeyttan rjóma
með. Hægt er að
baka báðar bökurnar í einu og
er gert ráð fyrir því hér. Byijið
á að smyija 2 bökuform, 25-30
cm í þvermál.
Fyrri
botninn
(epla/pecanbakan)
_________3 dl hveiti,______
'h dl hafragijón
______2 msk. púðursykur____
_________V2 tsk. kanill____
150 gsmjör
________1 msk. kalt vatn___
Blandið öllu saman og þrýstið á
botninn og upp með börmunum á
bökumótinu.
Síðari botninn
(peru/valhnetubakan)
3 dl hveiti
1 dl sykur
_________lOOgsmjör_________
____________legg __________
Blandið öliu saman og þrýstið á
botninn og upp með börmunum á
bökumótinu.
Hitið bakaraofn í 190°C, blást-
ursofn í 180°C, setjið í miðjan ofn-
inn og bakið í 15 mínútur.
Fylling á epla/
pecanhnetubotninn
__________5 græn epli
'h dl sykur
1 tsk, kanill
1 msk. hveiti
1 'h dl hveiti til viðbótar
1 dl hafragijón
_________1 dl púðursykur________
75 gsmjör
100 g gróft malaðar pecanhnetur
1 msk. hunang
15-20 pecanhnetukjarnar
1. Afhýðið eplin og stingið úr
þeim kjarnann, skerið í þunnar
sneiðar. Blandið saman 1 msk. af
hveiti, kanil og sykri, veltið eplabit-
unum upp úr því og leggið jafnt á
bökubotninn.
2. Blandið saman IV2 dl af
hveiti, hafragijónum, púðursykri,
smjöri og gróft möluðum pecan-
hnetum. Þetta verður kornótt deig.
Dreifið því yfir eplin og þrýstið
örlitið niður. Bakið við 190°C,
blástursofn 180°C í 45 mínútur.
Takið þá úr ofninum, hitið hunang-
ið t.d. í örbylgjuofni og ausið yfir
bökuna með skeið. Raðið pecan-
hnetukjörnunum fallega ofan á og
bakið áfram í 10 mínútur.
Fylling á peru/
valhnetubotninn
6 perur
safi úr 'h sítrónu
______'h dl sykur á perurnar___
IV2 dl sykur til viðbótar
'h dl ijómi
_______150 g gróft brytj aðir
______ valhnetukjarnar________
_____________2egg_____________
1 msk. hveiti
10-15 yalhnetukjarnar
1. Afhýðið perurnar og takið úr
þeim kjarnann, skerið síðan í sneið-
ar.
2. Blandið saman sítrónusafa og
'h dl af sykri og veltið perunum
upp úr því. Leggið ofan á bökubotn-
inn.
3. Setjið U/2 dl af sykri í lítinn
pott og brúnið örlítið, hrærið í með
gaffli. Setjið rjóma varlega út í og
látið jafnast vel, bætið þá gróft
möluðum valhnetukjörnum út í, lát-
ið sjóða við mjög hægan hita í 2
mínútur. Gætið þess að þetta brenni
ekki. Kælið örlítið og hrærið í með
gafflinum. Setjið hveiti og egg út
í og hrærið saman. Hellið yfir per-
urnar á bökubotninum.
4. Hitið bakaraofn í 190°C,
blástursofn í 180°C. Setjið bökuna
í miðjan ofninn og bakið í 45 mínút-
ur. Takið þá úr ofninum og raðið
valhnetukjörnum á brúnina, bakið
síðan áfram í 10 mínútur.
AFMÆLI
JÓN KRISTINSSON
ALLTAF finnst mér
eins og sumir menn
geti ekki orðið gamlir
(öllu heldur gamallegir)
og hrörlegir. Ekki til
að mynda hann Jóndi '
frændi (af Mýrarhúsa-
ætt að sunnan), sem á
það til að vera botnlaus
í dugnaði, enda hefur
hann afkastað miklu
um ævina — þessi líf-
snautnamaður og
heimsmaður út í fingur-
góma — með þetta
rauða írska hár sitt,
sem nú er hélað orðið
og kominn snjór í eins og í Kinnar-
fjöll beint á móti Húsavík, þar sem
afmælisbarnið fæddist fyrir 70 árum
og ólst upp í gamal-íslenzkum anda,
sem sé einkaframtaki, en þess hátt-
ar einkennir Mýrarhúsafólk.
Jóndi — alias Jón Kristinsson
bóndi í Lambey í Fljótshlíð, Rang.,
er skólasystkinum í gamla MA minn-
isstæður, þegar hann var í herbergi
með Benna Tor (Benedikt aristókrat
Thorarensen framkvæmdastjóra í
Þorlákshöfn), einkum þegar þeir vin-
irnir og herbergisfélagarnir tóku
stundum á rás óg þeystu niður í bæ
eins og ungir hestar í leit. Hvers
konar leit? í leit að meiri gleði...
lífsgleði. Leikurinn barst þá stundum
á Oddeyrina, sem jafnan var dular-
full og er enn. Ekki orð um það
meira.
Jón var alltaf hress — aldrei öðru
vísi — en ljúfur einsog sumir af
ættinni, einsog t.d. amma hans hún
Guðríður, kona síra Jóns Arasonar
Húsavíkurgrests. Guðríður var systir
Þórunnar Olafsdóttur úr Mýrarhús-
um á Seltjarnarnesi, konu síra Olafs
Finnssonar móðurafa greinarhöf-
undar. Sá, er þetta ritar, telur sér
til tekna að vera þremenningur við
afmælisbarnið, sem er ekkert venju-
legur maður.
Hann Jóndi frændi er einn þeirra
manna, sem gefa af sjálfum sér og
það mikið. Hann er eðliskurteis og
háttvís, en beitir hins vegar stríðni
faglega á stundum. Hann er skop-
teiknari með kímnikennd. Og eins
og fyrr segir er hann lífsnautnamað-
ur gæddur orku til margra hluta
meðal annars til myndlistar og lista-
mennsku. Hann er ótilbúinn lista-
maður — málar og teiknar jöfnum
höndum, hefur haldið sýningar sem
hafa gengið vel. Hann
er teiknari af guðs náð.
Reyndi á það, þegar
hann árum eða jafnvel
áratugum saman
fékkst við auglýsinga-
teiknun. Hann teiknaði
Rafskinnu, sem var
nýjung í auglýsinga-
tækni. Hann var eins
konar hirðteiknari hjá
Grétari Sím, mjólkur-
bússtjóra MF á Sel-
fossi. Teiknaði Jóndi
löngum umbúðir fyrir
mjólkurafurðir Mjólk-
urbús Flóamanna, oft
af hugmyndaflugi. Hann er
skemmtilega líkur Kristni Jónssyni,
kaupmanni, föður sínum. Yngri
bróður hans, Páli heitnum Þór, sem
var bæjarstjóri á Húsavík um skeið
(náttúrlega, fyrir sjálfstæðið) svipaði
og til Kristins, föður hans, systra-
barni við móður mína, Halldóru Ól-
afsdóttur. Kristinn var kaupmaður
og maður af gamla skólanum — öll-
um minnisstæður vegna lífsstíls —
stórbrotinn höfðingi. Páll Þór var
leikari af guðs náð, eftirherma og
bráðskemmtilegur. Hann á afkom-
endur. Jóndi er kvæntur stólpa-
myndarlegri konu, Ragnheiði Svein-
björnsdóttur, dóttur þess merka
klerks og lærdómsmanns síra Svein-
bjarnar Högnasonar (fáir á íslandi
hafa verið jafn klassísk menntaðir
eins og síra Sveinbjörn). Jóndi og
kona hans eiga nokkur glæsileg
börn. Auk þess átti hann son áður
en hann festi ráð sitt, Gunnar Rafn,
skurðlækni og yfirlækni á Húsavík.
Móðir hans, Inga Gunnarsdóttir,
kennd við Þverárdal í A-Hún., var
um skeið hótelstýra við Hótel KEA
með myndarbrag.
Það klæðir Jónda og hans fólk
að sjtja mikinn garð — sem er Lamb-
ey í Fljótshlíð. Þar eru víðar lendur
og þar er sú fagra hlíð, Fljótshlíðin,
sem marga heillar og hefur heillað,
sbr. Gunnar á Hlíðarenda. Gest-
kvæmt er jafnan í Lambey. Jón er
ættrækinn eins og hans ættmenn. I
dag verður magnaður hlýhugur
sendur hvaðanæva að til Jónda, hvar
sem hann verður staddur, þessi úr-
valsmaður, sem alltaf er til góðs.
Guð blessi þig frændi og vinur og
kollega.
P.t. Húsavík við Skjálfanda,
Steingrímur St. Th. Sigurðsson.
MATTHÍAS
GUÐMUNDS SON
MATTHÍAS Guð-
mundsson húsasmíða-
meistari, Hringbraút
104, Keflavík, er sjötíu
og fimm ára í dag.
Matthías fæddist í
Reykjavík en ólst upp í
Vestmannaeyjum.
Hann lærði húsasmíði
hjá Óskari Kristjáns-
syni á Brautarhóli í
Ytri-Njarðvík 1955-
1959, stundaði nám við
Iðnskólann í Keflavík
en sveinsprófi lauk
hann 1961. Matthías
var við húsbyggingar í
sveitum til 1947, þar sem hann
byggði m.a. hús á Kirkjubóli í Stað-
arsveit 1946, á Akranesi hjá Jóni
Guðmundssyni 1947-1951 og stund-
aði smíðavinnu í Hvalstöðinni i Hval-
firði og starfaði síðan við vinnslu
þar til 1953. Hann starfaði á Kefla-
víkurflugvelli 1953-1955 þar sem
hann vann við pípulagnir hjá varn-
arliðinu og vann síðan við bygging-
arvinnu í Keflavík og nágrenni.
Hann var verkstjóri hjá bygginga-
verktökum síðan 1957 en er hættur
störfum. Matthías hefur setið í stjórn
Verkstjórafélags Suðurnesja og sat
í stjórn Iðnaðarmannafélags Suður-
nesja 1966-1968. Hann var vara-
maður í prófnefnd húsasmiða og
hefur setið í fasteignamatsnefnd.
Matthías kvæntist 6. október
1956 Friðbjörgu Ólínu Kristjánsdótt-
ur, f. 8. júní 1928, dóttur Kristjáns
Jónssonar skósmiðs,
sem lést 1970, og konu
hans Jóneyjar Jóns-
dóttur, sem lést 1994.
Börn Matthíasar og
Friðbjargar eru Sigurð-
ur Sævar og Hafdís.
Hafdís er gift Sigbirni
Ingimundarsyni og eiga
þau þrjú börn, Ingi-
björgu, f. 17.9. 1977,
Matthías, f. 14.6. 1984
og Pétur Inga, f. 17.9.
1986. Ingibjörg á eitt
bam, Sigbjörn Helga,
f. 14.9 1995.
Albræður Matthías-
ar voru Asþór, f. 20.3. 1918, d. í
nóvember 1985, og Kristján Rós-
berg, f. 17.9. 1919, d. 24.7. 1975.
Auk þess átti Matthías fimm hálf-
systkini samfeðra.
Foreldrar Matthíasar: Guðmundur
Jónsson frá Heiðarbóli í Þingvalla-
sveit, f. að Ártúni við Elliðaár 11.4.
1876, d. 31.10. 1958, pg kona hans,
Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir,
ættuð úr Árnessýslu, f. 26.9. 1880,
d. 11.5. 1954. Föðurforeldrar Matt-
híasar voru Jón Jónsson úr Húna-
vatnssýslu og Guðlaug Tómasdóttir
frá Kárastöðum í Þingvallasveit.
Móðurforeldrar Matthíasar voru Ás-
grímur Guðmundsson frá Reykjum
í Ölfusi og Þórunn Guðmundsdóttir,
sem var ættuð af Suðurnesjum.
Matthías verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Hafdís.