Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 52

Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 52
>2 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni Þú sparkar boltanum, Magga, og Hvar varstu? ég gríp hann. Island - Kína Frá Hafsteini Ólafssyni: VIÐ LIFUM ekki á sjávarfangi mikið lengur en við höfum gert til þessa. Landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður eru illa staddir um þess- ar mundir og bera keim af þeirri stefnu sem tekin hefur verið upp í atvinnumálum um langt árabil. Það er því mikil breyting framundan í atvinnumálum víða í heiminum. Atvinnuleysið er komið til að vera og vex með árunum svo lengi sem leitað verður eftir lausnum á slíkum málum til úrbóta. Tæknin breytir svo atvinnulífínu, eins og ætlast er til af henni. Hún skilar nú sífellt meiri sjálfvirkni inn í atvinnulífið sem minnkar svo að sjálfsögðu atvinnuna smám saman. Afkastagetan eykst verulega með aukinni tækni og eftirspumin minnkar svo að sama skapi eftir handafli til þeirrar vinnu sem eftir yrði og þeirri vinnu sem við í raun höfum lifað af lengst til þessa. Af þessu skapast svo atvinnuleysið í reynd. Það leysir svo enginn úr nein- um vanda sjáandi ekki af hverju viðkomandi vandi stafar og hvernig hann er til kominn í reynd. Þetta er að verða eins og eilífðarvél í hönd- um manna sem tala um þessi mál á ráðstefnum og í fjölmiðlum og hvar sem rætt er um slík mál á annað borð. Við auglýsum svo um allan heim eftir nýjum atvinnutæki- færum og enn án teljandi árangurs. Ef við tökum þetta ekki til greina nú þegar er hrein vá fyrir dyrum. Helmingi ódýrari í byggingu Það er nú hægt að framleiða stór og lítil hús af hvaða tagi sem yrði og varanlegri hús en við höfum byggt til þessa og er þá mikið sagt. Endurnýjun húsa tilheyrði fortíð- inni. Hús þessi yrðu um helmingi ódýrari í byggingu en sambærileg hús byggð í dag eftir hefðbundnum aðferðum. Hús þessi yrði hægt að framleiða hér á landi og hefja út- flutning á slíkum húsum vítt um heiminn og í stórum stíl. Það þarf litla vinnu við að byggja slík hús upp og vinna hefur verið um helm- ingur af húsverði til þessa dags. Steinsteypa er lítið notuð og lítið timbur. Gluggar og hurðir yrðu ekki framleidd lengur í sama formi og áður. Engar grindur þarf í slík hús. Steyptir sökklar eru ekki skil- yrði fyrir slíkum byggingum. Hús þessi yrðu byggð upp tvöföld með tvo útveggi unna úr hertum glerjum í ytri útveggjum og þökum og innri útveggir yrðu reistir upp úr sjálf- stæðum öryggisgleijum. Burðar- virkin yrðu úr áli og/eða stáli og eru reist upp fyrst af öllu í slíkum húsum. Fyrir innan báða þessa út- veggi yrðu svo byggð hin raunveru- legu hús úr léttum, einangrandi, eldtraustum og sjálfberandi plötum lögðum í gólf, loft og í alla milli- veggi, tvöföldum og margföldum milli íbúða ef svo sýnist. Teikningar og skýringar liggja nú fyrir og verð- ur sýnt með líkani af slíku húsi sem fyrst. Til að framleiða þessi hús þarf mikla orku. Þessu fylgir mikill gjaldeyrir, meira en okkur hefur dreymt um hingað til. Að selja jarð- efni í miklum mæli, að eiga ótak- markaðan jarðhita og raforku og hægt væri að margfalda hana ef okkur sýndist svo. Efni þessi eru víða til í heiminum en misgott er að nálgast þau til slíkra nota. Mál þetta verður lagt fyrir Kínveija sem komnir eru til landsins til að kanna afstöðu okkar til nýrrar álbræðslu í landinu. Til að tryggja álfram- leiðslu fram í tímann er nauðsyn- legt að reisa upp áldráttarverk- smiðju þessum málum til uppbygg- ingar. Að lækka húsverð um helm- ing. Að lækka húsleigu að sama skapi jaðrar við byltingu í húsagerð- um vítt um heiminn. Við verðum að spyija Kínveija um afstöðu þeirra til slíkra byggingarmála. Þetta á svo sannarlega erindi til alls umheimsins. Við erum nú að stofna félag um þessi mál sem væri fært að útbreiða þessi hús vítt um heiminn. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að koma slíkum málum á framfæri út um heiminn héðan af íslandi eingöngu. Til þess eru þetta of stór og viða- mikil verkefni. Ég vil svo kanna hvort ekki væri fært að stofna félag með íslendingum til að byija með. Ég sting upp á því að lögð verði nöfn inn á pósthólf 94, 200 Kópa- vogur, og þeim yrði svo svarað sér- staklega ef til kemur. Teikningar og skýringar liggja fyrir. HAFSTEINN ÓLAFSSON, byggingameistari og hugmyndasmiður. Þykkt AB-mjólkur mismun- andi en gæðin þau sömu Frá Baldri Jónssyni: A SIÐU hjá Velvakanda nú nýver- ið, kvartar neytandi yfir gæðum AB-mjóIkur. Sölu- og markaðssvið Mjólkursamsölunnar vill gjarnan að eftirfarandi upplýsingar komi fram: Samkvæmt upplýsingum fram- leiðanda vörunnar, sem er Mjólk- urbú Flóamanna á Selfossi, er AB- mjólkin mjög vandasöm í fram- leiðslu og getur verið eilítið breyti- leg frá einum tíma til annars. Gæði vörunnar ráðast af mörgum ólíkum atriðum og sumum er erfitt að stjórna nema að litlu leyti, t.d. efnasamsetningu mjólkurinnar sem er breytileg eftir árstíðum. Rétt er að þykkt AB-mjólkurinn- ar hefur ekki verið fullnægjandi síðustu vikur. Framleiðanda hefur verið það ljóst, og er þessi árstími einna erfiðastur hvað þennan þátt varðar. AB-mjólkin er alltaf undir ströngu gæðaeftirliti. Hollustan er alltaf sú sama, því hún ræðst m.a. af þeim fjölda gerla sem er í hverj- um millilítra, sem er aldrei undir 500 millj. af hvorri tegund, þ.e. a- og b-gerla. BALDUR JÓNSSON, Mjólkursamsalan, sölu- og markaðssvið. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt t upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.