Morgunblaðið - 22.11.1995, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
1-
FRETTIR
4% atvinnuleysi á landinu í seinasta mánuði
Aldrei fleiri verið skráð
ir án atvinnu í október
ATVINNULEYSI í október var
meira en áður hefur mælst í sama
mánuði en þá voru skráðir tæplega
115 þúsund atvinnuleysisdagar á
landinu öllu.
Þetta jafngildir því að 5.280
manns hafi að meðaltali verið á at-
vinnuleysisskrá eða 4% af áætluðum
mannafia á vinnumarkaði. Atvinnu-
leysi meðal karla var 3% en 5,5%
meðal kvenna.
Búist við auknu atvinnuleysi í
nóvember eða 4,6%-5%
Samkvæmt yfirliti vinnumála-
skrifstofunnar voru að meðaltali 741
fleiri atvinnulausir í október en í
sama mánuði í fyrra, sem er 16,5%
fjölgun. Atvinnulausum fjölgaði
einnig frá mánuðinum á undan þeg-
ar mældist 3,6% atvinnuleysi. Búist
er við að atvinnuleysi aukist talsvert
í nóvembermánuði víðast hvár á
iandinu og geti orðið á bilinu 4,6%
til 5% í mánuðinum.
Hlutfallsleg fjölgun atvinnulausra
á milli mánaðanna september og
október, hefur ekki verið meiri en
nú síðan 1991, en aukningin var
9,7%. Skýringar á auknu atvinnu-
leysi nú eru fyrst og fremst árstíða-
bundnar breytingar að mati vinnu-
málaskrifstofunnar en bent er á að
fiskafli sé þó svipaður nú og í októ-
ber í fyrra.
Atvinnuleysi jókst nær alls staðar
á landinu frá því í september nema
á Vesturlandi. Mesta fjölgunin var
á höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnuleysi er þó minna nú á
Austurlandi, Norðurlandi eystra,
Suðurnesjum, Vestfjörðum og á
Vesturlandi en í október í fyrra en
meira annars staðar. Atvinnuleysi
kvenna jókst um tæp 5% og karla
um tæp 15% milli mánaða.
148 störf í boði
Skv. upplýsingum vinnumála-
skrifstofunnar hefur framboð af
lausum störfum í fiskvinnslu minnk-
að að undanförnu og eru nú u.þ.b.
83 laus störf hjá vinnumiðlunum á
nokkrum stöðum. Um er að ræða
störf í Njarðvík, á Hvammstanga,
Akureyri, Raufarhöfn, Breiðdalsvík,
Grundarfirði, Hellissandi, í Snæ-
feilsbæ, í Bolungarvík, á Flateyri og
ísafírði.
Um 65 öðrum störfum var enn
óráðstafað hjá vinnumiðlunum um
seinustu mánaðamót þannig að
heildarframboð lausra starfa um
þessar mundir er um 148 störf, flest
á höfuðborgarsvæðinu og á Vest-
fjörðum.
Umboðsmaður Alþingis um skýrslu
vegna Miðhúsasilfursins
Þórarinn fái að-
gang að upplýsing-
um um föður sinn
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur
að Þórarinn Eldjárn, rithöfundur,
eigi rétt til aðgangs að skýrslu
sem rituð var um silfursjóðinn sem
fannst við Miðhús í Egilsstaða-
hreppi, að því leyti sem skýrslan
hafí að geyma upplýsingar, sem
snerti föður hans, Kristján Eld-
járn, sérstaklega. Umboðsmaður
beinir þeim tilmælum til mennta-
málaráðuneytisins, að það taki
málið til nýrrar meðferðar, komi
um það ósk frá Þórarni.
Þórarinn Eidjárn kvartaði við
umboðsmann yfír þeirri ákvörðun
menntamálaráðuneytisins að
synja honum um aðgang að
skýrslu Vilhjálms Arnar Vil-
hjálmssonar, fornleifafræðings.
Vilhjálmur taldi Miðhúsasilfrið
ekki frá víkingaöld, heldur yngra,
en faðir Þórarins, Kristján Eld-
jám, var þjóðminjavörður þegar
silfrið fannst.
Þórarinn hélt því fram að
skýrslan hlyti að teljast til opin-
berra gagna í málinu, en mennta-
málaráðuneytið vísaði til þess að
skýrslan hefði verið afhent sem
trúnaðarmál og ráðuneytið ekki
sett fyrirvara við því.
Umboðsmaður komst að þeirri
niðurstöðu, að ekki væri á stjórn-
sýslulögum að byggja um aðgang
að skýrslunni, því þau giltu aðeins
þegar taka eigi eða tekin hefur
verið stjórnvaldsákvörðun. Að
auki eigi aðeins aðili máls rétt á
að kynna sér skjöl og önnur gögn.
Því sé ekki ástæða til að gagn-
rýna þá niðurstöðu menntamála-
ráðuneytisins að Þórarinn eigi
ekki rétt til aðgangs að skýrsl-
unni á grundvelli stjórnsýslulag-
anna.
Hins vegar eru til fleiri réttar-
reglur en stjómsýslulögin, bendir
umboðsmaður á í áliti sínu. Hann
segir Þórarin telja málið snerta
fræðimannsheiður látins föður
hans og um þýðingu slíkrar hags-
munagæslu beri m.a. að hafa hlið-
sjón af ákvæðum hegningarlaga,
þar sem fram komi að börn látins
manns eigi rétt til að höfða mál
í tilefni af ærumeiðingum um
hann.
Hendur ráðherra ekki
bundnar
Umboðsmaður segir, að áskiln-
aður starfsmanns Þjóðminja-
safnsins um að skýrsla hans skuli
vera trúnaðarmál, geti ekki bund-
ið hendur ráðherra, sem fari með
yfirstjórn þjóðminjavörslu í land-
inu og ekki verið grundvöllur und-
ir ákvörðun um hvort veita skuli
aðgang að skýrslunni. Ef ekkert
komi fram í skýrslunni um við-
kvæma einka- eða almannahags-
muni, sem leynt eigi að fara sam-
kvæmt réttarreglum um þagnar-
skyldu, verði aðgangi að skýrsl-
unni ekki hafnað á grundvelli
þagnarskyldu ríkisstarfsmanna.
Niðurstaða umboðsmanns er
því sú, að Þórarinn eigi rétt til
aðgangs að skýrslunni að því leyti
sem hún hafi að geyma upplýs-
ingar, sem snerti föður hans sér-
staklega, enda standi réttarreglur
um þagnarskyldu því ekki í vegi.
Loks segir umboðsmaður að 11
vikna dráttur, sem varð á því að
menntamálaráðuneytið svaraði
erindi Þórarins, sé ekki í samræmi
við þá meginreglu að stjórnvöld-
um beri að svara erindum svo
fljótt sem verða megi, né í sam-
ræmi við vandaða stjórnsýslu-
hætti.
Ósk fóstureyðinganefndar um opinbera rannsókn á afskiptum landlæknis af fóstureyðingu vísað til RLR
RÍKISSAKSÓKNARI hefur óskað
eftir því að RLR kanni hvort grunur
svokallaðrar fóstureyðinganefndar
um að dæmi sé um að úrskurður
hennar hafí verið virtur að vettugi
sé á rökum reistur og hvort, og ef
satt reynist, hver afskipti landlækn-
is séu af málinu. Ólafur Ólafsson
landlæknir segist aldrei hafa skipt
sér af ákvörðun um hvort fram-
Spurning um vald-
svið nefndarinnar
kvæma megi fóstureyðingu sem
beðið er um.
Benedikt Sveinsson, formaður fóst-
ureyðinganefndar, vildi taka fram
að þó deilan hefði risið vegna ein-
staks máls snerist hún fyrst og
fremst um valdsvið fóstureyðinga-
nefndar. Hann sagði að lög um fóst-
ureyðingar frá árinu 1975 heimiluðu
fóstureyðingar á grundvelli félags-
legra og læknisfræðilegra ástæðna.
Þegar kona óskaði eftir fóstureyð-
ingu væri kannað hvort
aðstæður hennar upp-
fylltu skilyrði laganna og
ef svo væri og heimild
lækna eða læknis og fé-
lagsráðgjafa lægi fyrir
væri fóstureyðingin fram-
kvæmd. Lögin gerðu hins
reglum um ábyrgð lækna á læknis-
verkum sínum hvergi nefnt. Þvert
á móti er málinu svo háttað, að í
frumvarpi að lögum á sínum tíma
(Alþingi 1974) var svofellt ákvæði:
„Hafi konu verið synjað um aðgerð
á einu sjúkrahúsi, er ekki heimilt
að framkvæma aðgerðina á öðru
sjúkrahúsi nema leyfí nefndarinnar
komi til.“ Við meðferð frumvarpsins
Landlæknir
segir ekkert
réttlæta
þessa aðför
vegar ráð fyrir að ef annaðhvort
læknir eða félagsráðgjafi hafnaði
umsókninni væri hún send land-
lækni og vísaði hann henni tafar-
laust til þar til skipaðrar úrskurðar-
nefndar. Landlæknir hefði ekki öðru
hlutverki að gegna í þessum málum.
Benedikt sagði að sú hefð hefði
hins vegar skapast að leitað væri
beint til formanns nefndarinnar og
kaliaði hann nefndina saman eins
fljótt og hægt væri enda skipti miklu
máli fyrir konuna að fá úrskurð sem
fyrst. Nefndin hefur viku til að úr-
skurða í hveiju máli en reynt hefur
verið að komast að niðurstöðu á
innan við tveimur sólarhringum.
Úrskurðarnefndina skipa lögfræð-
ingur, félagsráðgjafí og læknir og
jafnmargir varamenn. Tvær konur
og einn karl eru í hvorum hópi.
Benedikt hefur gegnt for-
mennsku í nefndinni í 4 ár og hann
segist hafa aflað sér upp-
iýsinga um að nefndar-
menn hafi frá upphafi
fyrir 20 árum álitið að
nefndin hefði endanlegt
úrskurðarvald með hönd-
um. Hann sagðist því til
viðbótar hafa, þegar hann
urstöðunnar. Eftir afgreiðsluna
hefði nefndin hins vegar fengið vitn-
eskju um að aðgerðin hefði verið
framkvæmd á öðrum spítala en
upphaflega hefði verið gert ráð fyr-
ir. Óskað hefði verið eftir upplýsing-
um frá landlækni sem eftirlitsmanni
heilbrigðismála í landinu og hefðu
upplýsingarnar gefið vísbendingu
Athugasemdir landlæknis
um að ekki væri allt með felldu.
tók við formennsku, fengið staðfest-
ingu ráðuneytis á þeim skilingi.
Syiyað I
tvígang
Benedikt sagði að algengara væri
að fóstureyðingar væru heimilaðar
en þeim væri synjað. Hins vegar
kæmi auðvitað upp sú staða og eitt
tilfelli hefði átt sér stað fyrir nokkr-
um mánuðum. Nefndin hefði í tví-
gang synjað beiðni og viðkomandi
hefði fengið greinargerð vegna nið-
Benedikt segir að ráðuneytinu
hafí reynst um megn að rannsaka
málið og ekki tekið beiðni hans um
úrsögn úr nefndinni til greina. Þvert
á móti hefði öll nefndin verið endur-
skipuð á haustdögum og ætti sú
ákvörðun að gefa til kynna að ráðu-
neytið bæri fullt traust til hennar.
Hins vegar væri algjörlega ófull-
nægjandi að ekki fengist úr því
skorið hvert væri valdsvið nefndar-
innar og því hefði verið óskað eftir
því við ríkissaksóknara að fram
færi rannsókn á málinu og afskipt-
um landlæknis.
Landlæknir hefur sent frá sér
eftirfarandi fjórar athugasemdir
vegna málsins:
1. Landlæknir hefur ekki skv.
lögum neitt um það að segja hvort
framkvæma megi fóstureyðingu
sem um er beðið. Hann hefur aldrei
skipt sér af ákvörðun um slíkt efni.
Það eru því furðuleg ummæli for-
manns fóstureyðinga- ----------------
nefndar í fjölmiðli, að
skera þurfí úr ágreiningi
um hver skuli hafa end-
anlegt vald um fóstureyð-
ingu, nefndin eða land-
læknir.
á Alþingi var ákvæði þetta fellt út.
Löggjafinn hafnaði þannig beinlínis
bannreglu þeirri sem nefndin telur
nú felast í lögunum.
3. Það er sérkennileg ákvörðun
hjá opinberri nefnd að senda kæru
á hendur landlækni til ríkissaksókn-
fyrir þær sakir að hafa haft
ara
Nefndin
hefur í
tvígang
synjað beiðni
Benedikt tók fram að því færi
fjarri að um aðför að landlækni
væri að ræða og sagðist þvert á
móti vona að hann hefði hreinan
skjöld í málinu.
2. Skv. gildandi Iögum í landinu
bera læknar ábyrgð á læknisverkum
sínum. Þeir geta einnig orðið ábyrg-
ir fyrir að synja beiðni um læknis-
verk. Svo er að sjá sem fyrrgreind
nefnd telji að þessu sé ekki svona
háttað um fóstureyðingu, sem kona
óskar eftir við starfandi lækni, ef
nefndin hefur áður staðfest synjun
annars læknis til aðgerðar. Þá verði
með öllu óheimilt að framkvæma
aðgerðina. / lögum um fóstureyð-
ingar er þetta frávik frá almennum
§
I
I
&
1
I
5
I
»
i
i
t;
milligöngu um að kona, sem til hans
leitaði, kæmist í samband við starf-
andi lækni. Þá einu skýringu á þess-
ari gjörð nefndarinnar hefur formað-
ur hennar gefið, að nefnd-
in vilji ekki lifa í óvissu
um réttaráhrif ákvarðana
sinna. Ekki verður svo sem
séð, hvaða lögmæta hags-
muni nefndin hefur af því
að fá þessari óvissu aflétt
með þessum hætti. Það er
c
svo með öllu fráleitt að hér sé á ferð-
inni réttlæting fyrir þeirri aðför að
landlækni, sem felst í opinberri kæru
af þessu tilefni.
4. Svo sem að ofan greinir hefur
ríkissaksóknari skýrt frá því í fjöl-
miðli, að hann hafí óskað lögreglu-
rannsóknar í tilefni kærunnar. Æski-
legt væri að hann skýrði opinberlega
markmið þessarar rannsóknar og
hvernig þau tengist þeim hagsmun-
um sem honum er ætlað að gæta
samkvæmt lögum.
!
i
t
t
e
4