Morgunblaðið - 22.11.1995, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Jón Gunnar Traustason, skipveiji á Akureyrinni, sem gerði mettúr í Smuguna
Morgunblaðið/Kristján
ELIN Dóra Signrðardóttir smellir kossi á unnusta sinn, Jón
Gunnar Traustason, við heimkomuna úr Smugunni.
Morgunblaðið/Kristján
KARLINN í brúnni fékk líka koss. Freyja Valgeirsdóttir, eigin-
kona Sturlu Einarssonar skipstjóra, heilsar manni sínum.
Mikilvægt að
hafa húmor-
ista um borð
ÞETTA er allra lengsti túr sem ég
hef tekið þátt í og hann var svona
heldur í lengra lagi,“ sagði Jón Gunn-
ar Traustason, skipverji á Akur-
eyrinni EA í samtali við Morgunblað-
ið. Jón Gunnar var þá rétt kominn
úr 67 daga mettúr í Smuguna. Aður
hafði Jón Gunnar verið lengst 33
daga í einum túr.
Ágreiningsmál afgreidd
snarlega
„Lífíð um borð var frekar erfitt
fyrsta mánuðinn, þegar lítið var að
hafa en seinni mánuðurinn bjargaði
túmum. Menn notuðu dauða tímann
misjafnlega. Ég og tveir félagar mín-
ir fórum að spyrða, þegar við sáum
fram á lítinn hlut fyrri mánuðinn.
Aðrir horfðu á myndbandsspólur,
tefldu eða spiluðu brids, en það er
nú ekki auðvelt að komast inn í brids-
hópinn.“
Jón Gunnar sagði að auðvitað
kæmi það fyrir að menn æstu sig
um borð en slík mál væm jafnan
afgreidd mjög snarlega. „Það gengur
ekki í svona litlu samfélagi að menn
séu ósáttir. Karlamir í brúnni, Sturla
(Einarsson) skipstjóri og Árni
(Bjamason) stýrimaður eiga stærsta
þáttinn í þvi hversu mannlífíð gekk
annars vel um borð. Það skiptir miklu
máli að hafa húmorista um borð og
þar fer Ámi Bjarnason fremstur,“
sagði Jón Gunnar.
100 milljóna
króna toghleri
Snemma í túrnum missti togarinn
annan toghlerann í hafið og þar sem
ekki var auka hleri um borð þurftu
skipverjarnir að slæða hlerann upp.
Jón Gunnar sagði að það hafi tekið
4-5 daga og hefðu sumir skipverjam-
ir verið orðnir heldur óþolimóðir og
skildu ekki eljuna í kallinum við að
eltast við hlerann. „Annað kom á
daginn, hlerinn náðist um borð og
því má segja að þetta hafi verið 100
milljóna króna hleri þegar upp var
staðið.“
Akureyrin var við veiðar syðst í
Smugunni fyrri mánuðinn en færði
sig norður á bóginn seinni mánuðinn
og þar fékkst góður afli. „Við fórum
á eftir Sléttanesinu en þeir létu okk-
ur vita af góðri veiði þar norður frá
en þar vom einnig erlend skip á veið-
um.“
Hitastigið í sjónum við
frostmark
„Það var oft ágætis veður í Smug-
unni en frostið fór allt upp í 15° og
þá var hitastigið í sjónum við frost-
mark. Það gat því verið ansi kalt ef
hann fór að blása og eins voru menn
kaldir á höndum við að handíjatla
fiskinn úr þessum kalda sjó.“
Venja er að gefa upp aflaverð-
mæti um borð í skipinu á hvetjum
sólarhring og segir Jón Gunnar að
aflaverðmætið hafí aukist um 7,5
milljónir króna einn sólarhringinn.
„Þannig tölur gáfu okkur aukinn
kraft og undir það síðasta voru menn
svekktir ef aflaverðmætið jókst um
minna en 4 milljónir á sólarhring."
Eftir þennan langa túr fá skipverj-
arnir 10-12 daga til að hlaða rafhlöð-
urnar, einhverjir fara svo í frí en
aðrir fara annan túr fyrir jól.
Konur skipveijanna tóku vel á
móti þeim þegar togarinn kom að
landi og um helgina ætla þær með
kalla sína í helgarferð til Reykjavík-
ur.
Tveir menn
handteknir
með hass
TVEIR menn á Akureyri voru hand-
teknir um helgina en þeir hafa báð-
ir viðurkennt við yfirheyrslur hjá
rannsóknarlögreglu að hafa keypt
hass í Reykjavík sem ætlað var til
eigin nota.
Tveir menn voru handteknir á
Akureyri í gærmórgun grunaðir um
aðild að fíkniefnamáli. í Ijós kom
að aðeins annar þeirra var viðriðinn
málið. Hann viðurkenndi að hafa
fengið send sunnan úr Reykjavík
um 10 grömm af hassi og ætlað
það til eigin nota.
Þá handtók rannsóknarlögreglan
mann á veitingahúsi á Akureyri
aðfaranótt laugardags, en hann
hafði í fórum sínum hass og hass-
pípu. Viðurkenndi hann við yfir-
heyrslu að hafa farið suður til
Reykjavíkur og keypt þar um 10
grömm af hassi. Eitthvað af efninu
fannst á manninum en hitt hafði
hann þegar reykt sjálfur.
Fíkniefnamálum hefur fjölgað
verulega hjá rannsóknarlögreglunni
á Akureyri að undanförnu.
------» ♦ ♦-----
Ellefu yfir-
hafnir eyði-
lagðar
ELLEFU yfirhafnir, sem verið var
að viðra á snúru við hús í Lerki-
lundi, voru eyðilagðar aðfaranótt
síðastliðins laugardags. Þær höfðu
verið rifnar eða skornar í tætlur.
Tjón íjölskyldunnar sem átti yfir-
hafnirnar er um 200 þúsund krónur.
Skemmdarverkið er óupplýst en
rannsóknarlögreglan á Akureyri fer
með rannsókn þess og biður þá sem
kunna að hafa orðið varir við
mannaferðir á þessum slóðum frá
því seint á föstudagskvöld og fram
á laugardagsmorgun að gefa upp-
lýsingar.
Mikill samdráttur í sjávarútvegi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga
Morgunblaðið/Kristján
MAGNÚS Gauti Gautason greindi frá afkomu KEA fyrstu 8
mánuði ársins á aðalfundi Akureyrardeildar í fyrrakvöld.
Bæjarstjórn samþykkti viðræður um
kaup á Krossanesi
Ahætta að taka
málið upp aftur
JAKOB Bjömsson bæjarstjóri á Akureyri sagði á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær að þegar farið var í viðræður við SR-mjöl á síðasta ári um
hugsanleg kaup á loðnuverksmiðjunni Krossanesi hefði sú skoðun ekki kom-
ið fram að auglýsa ætti fyrirtækið til sölu. Bæjarstjóri hefur verið gagnrýnd-
ur fyrir að hafa ekki auglýst hlutabréf bæjarins til sölu, en óskað var eftir
tilboðum frá þeim sem lýst höfðu yfir áhuga á að kaupa. Bæjarstjórn sam-
þykkti að gengið yrði til viðræðna við Þórarinn Kristjánsson og fleiri um kaup
á hlutabréfum bæjarins í Krossanesi.
Slakasta
afkoma
ítvo
áratugi
MIKILL samdráttur hefur orðið
innan sjávarútvegsgeirans hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga á fyrstu 8
mánuðum ársins, en hann nemur
um 26% miðað við sama tímabil í
fyrra. Afkoman er 55 milljónum
króna lakari í ár en var á sama
tíma á liðnu ári.
Magnús Gauti Gautason
kaupfélagsstjóri sagði á aðalfundi
Akureyrardeildar KEA í fyrra-
kvöld að um væri að ræða slök-
ustu afkomu í frystingunni frá því
hann fór að fylgjast með rekstrin-
um árið 1974.
Heildarvelta í sjávarútvegi hjá
KEA var um 666 milljónir króna.
Velta frystihússinS á Dalvík var
um 411 milljónir sem er um 17%
samdráttur miðað við fyrstu 8
mánuði síðasta árs og veltan hjá
frystihúsi félagsins í Hrísey var
226 milljónir, rúmlega 28% sam-
dráttur frá fyrra ári.
Kaupfélagsstjóri sagði að togar-
ar félagsins hefðu í mun minna
mæli landað afla hjá frystihúsun-
um. „Togaramir hafa lítið verið
að veiða fyrir okkar hús, við höfum
verið að kaupa fisk á fiskmörkuð-
um, því miður oft lélegan fisk fyr-
ir of hátt verð,“ sagði Magnús
Gauti. Frystihús félagsins hafa á
tímabilinu keypt fisk af togurum
þess fyrir tæpar 30 milljónir en
til samanburðar má geta þess að
fyrir tveimur árum nam upphæðin
tæpum 300 milljónum króna.
112 milljónir
í Snæfelling
Þátttaka KEA í útgerð á Snæ-
fellsnesi hefði verið með það fyrir
augum að fá físk til vinnslunna
og frá því hún hófst hefði afkoman
batnað til muna, fískurinn væri
einfaldlega miklu betri en fískur
sem keyptur er á mörkuðum. Því
vænti hann þess að botnlausu tapi
fískvinnslunnar linnti og hún næði
að rétta úr kútnum fyrir áramót.
Snæfellingur gerir m.a. út togar-
•ann Má sem frá því í september
hefur landað hjá frystihúsum KEA
á Dalvík og Hrísey.
Fram kom á fundinum að KEA
hefur keypt hlutabréf á fystu 8
mánuðum ársins fyrir 139 milljón-
ir króna og munar þar mestu um
112 milljóna króna hlutafé sem
lagt var í Snæfelling. Þá keypti
KEA hlutabréf í bjórverksmiðjunni
Viking fyrir 20 milljónir á árinu.
Bæjarstjóri fór ítarlega yfir gang
mála, allt frá því hann lýsti yfír í
sjónvarpsviðtali f ágúst síðastliðnum
að hlutabréf bæjarins í loðnuverk-
smiðjunni væru til sölu bærist viðun-
andi tilboð. Málið hefði mikið verið
til umræðu í fjölmiðlum og öllum
hefði því átt að vera ljóst hvað væri
í gangi og hefðu því getað gefið sig
fram til viðræðna þar um.
Ákveðið var á fundi bæjarráðs síð-
astliðinn fímmtudagsmorgun að taka
hagstæðasta tilboðinu í verksmiðjuna
sem þá hafði borist, en um kvöldið
barst símbréf með tilboði Sverris
Leóssonar útgerðarmanns og fleiri
sem hann segir 10 milljónum króna
hærra en það hæsta sem barst áður
en frestur þeirra þriggja sem gefinn
var kostur á að bjóða í bréfin rann út.
„Að mínu mati er staða málsins í
þeim farvegi að ekki sé ástæða til
að taka það upp aftur. Það hefur
verið gagnrýnt að menn hafi ekki
fengið sömu tækifæri og þeir sem
buðu og menn geta spurt sig hvort
eðlilegra hefði verið að auglýsa bréf-
in til sölu, það er endalaust hægt
að velta því fyrir sér. Þetta mál hef-
ur verið mikið til umræðu í fjölmiðl-
um og öllum sem áhuga hafa á fyrir-
tækinu hlýtur að hafa verið ljóst að
bærinn hafði hug á að selja það. Ég
tek tilboð Sverris Leóssonar alvar-
lega en sé samt ekki ástæðu til að
taka málið upp að nýju. Með því
tækjum við áhættu, við vitum ekki
hver viðbrögð þeirra sem þegar hafa
boðið í fyrirtækið yrðu og í versta
falli gæti sú staða komið upp að við
gætum ekki selt fyrirtækið," sagði
Jakob. Fulltrúar minnihlutans í
bæjarstjórn, Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisflokks gagnrýndu þá að-
ferð sem viðhöfð var í málinu. Rétt
hefði verið að taka það upp í bæjar-
ráði og ræða þar hvernig skynsam-
legast væri að standa að, en þeir
töldu ekki gerlegt að taka málið upp
aftur.
(
(
I
u
í
<
(
i
(
i
(
i
i
i
i
(
(
<
(