Morgunblaðið - 22.11.1995, Síða 14

Morgunblaðið - 22.11.1995, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ SÉRA Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, séra Jónas Gíslason vígslubiskup, frú Arnfríður Arnmunds- dóttir, Leifur Agnarsson forstjóri, frú Margrét Kolka og Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla. Framlag til eflmgar predikunarfræða og bókasafns Selfossi - Jónas Gíslason vígslubisk- up kynnti á sunnudag, 19. nóv- ember, stofnun sérstaks sjóðs, Víd- alínsjóðs, til eflingar kristinnar pred- ikunar með því að styðja námskeið í predikunarfræðum i Skálholti í samstarfí við Háskóla íslands. Jafn- framt afhenti hann Skálholtsskóla fyrsta framlag úr sjóðnum 1,5 millj- ónir króna. Við sama tækifæri færði séra Jónas Skálholti að gjöf bóka- safn sitt frá sér og konu sinni, Am- fríði Arnmundsdóttur. Séra Jónas stofnaði Vídalínsjóð ásamt Leifi Agnarssyni, forstjóra Kassagerðar Reykjavíkur. Þeirtveir tóku höndum saman um útgáfu bókarinnar Dagur nýr sem inniheld- ur hugleiðingar Jónasar sem hann hafði skrifað fyrir Morgunblaðið. Afraksturinn af sölu bókarinnar myndar stofn í sjóðnum en til hans geta einnig runnið önnur framlög. Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Jón biskup Vídalín. Við afhend- inguna kynnti séra Jónas þá hug- mynd að kirkjan héldi námskeið fyrir presta til að efla þá í að í Skálholti Morgunblaðið/Sig. Jóns. SÉRA Jónas Gíslason vígslu- biskup flytur predikun sína I Skálholtskirkju á sunnudag. mæta álagi sem fylgdi stóráföllum á borð við þau sem dunið hafa yfir á þessu ári. Kynning á Vídalínssjóði og af- hending bókasafnsins fór fram í Skálholti að lokinni messu og kaffí- samsæti sem henni fylgdi. Séra Jónas Gíslason vígslubiskup predik- aði við messuna og lagði út af orð- unum: Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Við messuna söng skólakór Menntaskólans að Laugarvatni og þótti takast einstaklega vel. Við- staddir messuna voru meðal ann- arra sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti og biskup íslands herra Ólafur Skúlason. Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup sagði að með gjöf sinni hefðu þau Jónas og Arnfríður gefíð öðrum vinum Skálholts fordæmi. Uppbyggingin í Skálholti byggðist hér eftir sem hingað til á framlögum frá þeim sem leggja vildu staðnum lið. Hann sagði löngu tímabært að efla predikunarfræðina í menntun presta. Einnig sagði hann mjög brýnt að ná bókasafni Skálholts niður úr tumi kirkjunnar og í eigið húsnæði. Hann kvaðst vonast til þess að bókagjöf Jónasar vissi á betri tíma í þeim efnum en í Skál- holtsbókasafni ætti að leggja áherslu á sögu íslands, kirkjusögu og kennimannlega guðfræði. Safn Jónasar váeri gott framlag í þeim efnum. Systumar búnar að vera 60 ár í Hólminum Stykkishólmi - Á þessu ári er þess minnst að hér í bæ eru nú liðin 60 ár frá því að regla Fransiskus- systra hóf rekstur sjúkrahússins í Stykkishólmi. Þær komu hingað fjórar hinn 26. júní 1935 og var strax hafíst handa um rekstur hússins. Var þetta eitt vandaðasta hús sem hér hefur verið byggt og vandað að öllum búnaði sem þá var krafíst. Systir Amanda var fyrsta priorinnan hér og sr. Boots fyrsti prestur og Ólafur Ólafsson, sem hér var héraðslæknir, tók við sem læknir árið 1936. í dag eru 40 sjúkrarúm í notk- Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FUNDARMENN á fundi um nýsköpun atvinnumála á Héraði. I t I E t I I í I Nýsköpun atvinnumála ji á Fljótsdalshéraði < Egilsstöðum - Atvinnumálaráð Eg- ilsstaðabæjar og sveitarfélaga á Héraði stóðu fyrir umræðufundi um nýsköpun í atvinnumálum. Fram- sögumenn voru Páll Zophaníasson frá Vestmanneyjum, Jón Erlends- son, forstöðumaður upplýsingaþjón- ustu Háskólans, Gunnar Vignisson frá Atvinnuþróunarfélagi Austur- lands og Guðlaugur Erlingsson, framkvæmdastjóri Miðáss hf. Fjölmennt var á fundinum og vakti framsaga Jóns Erlendssonar mikla athygli fundarmanna. Jón kynnti Upplýsingaþjónustu Háskól- ans, þá þjónustu sem þar er veitt og þá mögleika sem eru í boði fyr- ir fyrirtæki og einstaklinga á svæð- inu. Ennfremur sagði hann frá hugmyndum sínum um atvinnu- C tryggingar í stað atvinnuleysis- f trygginga, sem byggjast á þeirri hugmynd að verkleysi eigi ekki að " þekkjast. Vestmannaeyjabær hefur forgöngu um stofnun almenningshlutafélags Atvinnustarfsemi verði tryggð Bæjarstjóm Vestmannaeyja hefur sam- þykkt samhljóða að hafa forgöngu um viðræður við hagsmunaaðila um stofnun almenningshlutafélags í þeim tilgangi að verja og tryggja atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum, meðal annars með kaupum og leigu á veiðiheimildum. * OPNUM fundi bæjarstjómar um atvinnumál, þróun og horfur, var einnig sam- þykkt tillaga í nokkrum liðum um meðal annars að þrýsta á stjórnvöld um breytingar á núverandi físk- veiðistjómunarkerfi og koma í veg fýrir að kvóti safnist á fárra manna hendur. Enn fremur að stjórnvöld komi í veg íyrir að síaukinn hluti vinnsl- unnar fari fram á hafí úti á kostn- að vinnslu í landi. Að þrýst verði á stjórnvöld um að flytja ýmsar stofn- anir til Vestmannaeyja sem augljós- lega ættu þar heima vegna sérstöðu eyjanna. Jafnframt að leita leiða til að halda fiskveiðikvóta innan byggða- lagsins og auka hann á meðan nú- verandi kvótakerfí er við lýði. Að þrýsta á stjómvöld um að binda í lög og reglur að físki verði landað í auknum mæli á fískmarkaði inn- anlands með það framtíðarmarkmið að öllum físki verði landað á inn- lendan markað og loks að bæjar- stjórn hafi fmmkvæði að og aðstoði við ráðgjöf um atvinnumál, einkan- lega er nýsköpun varðar. Opnir fyrir hugmyndum Fundurinn var sérstaklega hald- inn um atvinnumál og sagði Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, að sam- staða hafí verið meðal bæjarfulltrúa að grípa til aðgerða. Sagði hann að atvinnuleysi í Vestmannaeyjum væri þó lítið miðað við landsmeðal- tal. „Við ætlum að beita okkur fyrir því að kanna hvort við getum stofn- að almenningshlutafélag er tryggi atvinnustarfsemi í Vestmannaeyj- um,“ sagði hann. „Við erum ekki eingöngu bundnir við kaup á veiði- heimildum og prum opnir fyrir öðr- um hugmyndum en það á eftir að koma í ljós hver viðbrögðin verða hjá bæjarbúum og fyrirtækjum. Spurningin er hvemig bærinn muni koma að þessu almenningshlutafé- lagi, en það verður ákvörðun bæjar- stjórnar." Guðjón sagði að fyrirtæki í Vest- mannaeyjum stæðu nokkuð vel og nokkuð betur en almennt hafí verið talið. A árunum 1990 til 1991 fjölg- aði íbúum verulega en á þessu ári hefur fækkað um 65 manns frá áramótum og eru nú 4.823 eða fleiri fbúar en á árunum 1974 til 1989. Sagði Guðjón greinilegt að jafnvægi væri að komast á. Tómar íbúðir Bæjarstjóri sagði að því miður hafi umræðan síðustu vikur verið þannig að menn hefðu það á tilfínn- ingunni að atvinnuleysi væri mest í Vestmannaeyjum. Fólk væri að flýja eyjarnar og skildi eftir tómar íbúðir. „Þetta em íbúðir sem hafa staðið auðar í gegnum tíðina," sagði hann. „Félagslega kerfið er sprungið þannig að hér hafa íbúðir staðið tómar.“ Það eru byggingasjóðir rík- isins, bankar og verðbréfafyrirtæki, sem eiga nokkrar íbúðanna og vilja selja en ekki leigja út og sagði hann að búið væri að selja hluta þeirra á síðustu vikum. Guðjón sagði að bæjaryfírvöld stæðu í samningavið- ræðum við félagsmálaráðuneytið um heimild til að breyta tíu íbúðum, sem byggðar voru sem kaupleigu- íbúðir, í Ibúðir fyrir aldraða. Starfs- menn bæjarins hafí búið í íbúðunum og var húsaleigan greidd niður en niðurgreiðslum var hætt og starfs- menn fluttu í íbúðir á almennum markaði. Atvinnutekjur dregist saman „Það er enginn vandi að sam- þykkja góðar tillögur,“ sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðs- félags Vestmannaeyja. Sagði hann að fólksflótti væri frá Vestmanna- eyjum og að íbúðir í félagslega kerfinu stæðu auðar. „Það er ekki nema hluti af vandanum,“ sagði hann. „Ég held að atvinnutekjur fisk- vinnslufólks hafi dregist mikið sam- an. Ástandið er alvarlegt eða eins , og Sighvatur Bjarnarson hefur látið ' hafa eftir sér þá borgar sig ekki að vinna bolfisk því hann er of dýr. Hvað má þá vera til bjargar aumum verkalýð ef loka á frystihús- unum tveimur sem eftir eru?“ Geta ekki staðið í skilum Jón sagði að atvinnuleysi í Vest- mannaeyjum væri ekki meira en í öðrum sveitarfélögum en það væri ( slæmt fyrir því. „Það eru milli 60 ( til 70 manns að jafnaði atvinnulaus- ir en fer yfir 100 á viku,“ sagði hann. „Þetta eru eingöngu þeir sem sækja um atvinnu en eitthvað er af fólki sem vill ekki fara á atvinnu- leysisskrá þótt það missi úr daga í vinnu og fólk sem er með kaup- tryggmgarsamning við fiskvinnslu- fyrirtækin er ekki heldur á skrá. , Fólk missir íbúðirnar því það getur ekki staðið í skilum og það eru bankar og sparisjóðir sem eiga ( milli 20 og 30 íbúðir sem ekki eru leigðar út en þeir vilja heldur selja. Fólkið hefur misst sínar íbúðir vegna atvinnuástandsins." Jón sagði að framtíðin væri ekki björt. „Það er verið að vinna hér síld og loðnu,“ sagði hann. „En það var að koma bátur með mikið af fallegum og stórum þorski og eig- ( andinn, Vinnslustöðin, lét hann all- an á markað. Sennilega verður hann keyptur af einhveijum sem hefur ( efni á að vinna hann.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.