Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 19

Morgunblaðið - 22.11.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 19 ROSEMARY West var í gær fundin sek um morð á þremur stúlkum, þar á meðal dóttur sinni og stjúpdóttur. West sek um þijú morð Winchester. Reuter. ROSEMARY West, sem ákærð hefur verið fyrir morð á tíu ungum stúlk- um, var í gær fundin sek um þijú þeirra. West var upphaflega ákærð ásamt eiginmanni sínum, Fred, en hann fannst látinn í fangaklefa sín- um um áramótin. Kviðdómur hefur ekki tekið afstöðu til hinna morðanna sjö og refsing hennar hefur enn ekki verið ákveðin. Kviðdómur úrskurðaði í gær að Rosemary væri sek um morðið á stjúpdóttur sinni, Charmaine, 7 ára, á dóttur sinni Heather, 16 ára, og hinni 18 ára gömlu Shirley Ann Robinson, leigjanda West-hjónanna. Hún hvarf árið 1978 en þá bar hún barn Freds undir belti. Er formaður kviðdóms hafði lesið upp úrskurðina þijá, tók kviðdóm- urinn sér sólarhrings hlé til að ákvarða hvort Rosemary væri sek um morðið á hinum sjö stúlkunum. Hún sýndi engin viðbrögð er dómur- inn var lesinn upp. Fred West játaði fyrir lögreglu að hann hefði myrt elstu dóttur þeirra hjóna, Heather, er hún tilkynnti að hún ætlaði að flytjast að heiman. Kvaðst hann hafa kyrkt hana, hlutað líkið í sundur og grafið í bakgarði húss fjölskyldunnar að Cromwell- stræti 25. Hann sagði lögreglunni < að Rosemary hefði ekki átt neinn þátt í morðinu. ------» ♦ ♦------ Nígería Bretar and- vígir olíuvið- skiptabanni Jóhannrsarborg. Thc Daily Telcgraiih. BRETAR og Hollendingar hafa lagst gegn tillögu Þjóðveija um að Evrópu- sambandið leggi bann við olíuvið- skiptum á Nígeríu vegna aftöku á rithöfundinum Ken Saro-Wiwa og átta fylgismönnum hans sem höfðu mótmælt umhverfísspjöllum af völd- um olíuvinnslu. Ríkin tvö eru stærstu hluthafar í Royal Dutch Shell, sem hefur verið umsvifamikið í oiíuvinnslu í Nígeríu. Olíufyrirtækið tilkynnti í vikunni sem leið að það hefði ákveðið að halda áfram smíði gasvers í Nígeríu og sú ákvörðun olli mikilli reiði umhverfis- verndarsinna sem hvöttu neytendur til að kaupa ekki vörur fyrirtækisins. Bann við olíuviðskiptunum myndi koma sér illa fyrir herforingjastjórn- ina þar sem þau gefa af sér rúm 90% útflutningstekna Nígeríu. Bretar og Hollendingar segja að erfitt verði að framfylgja slíku banni nema Samein- uðu þjóðirnar samþykki það. Banda- ríkjamenn kaupa til að mynda um helming olíunnar frá Nígeríu. ERLENT myndar nýja Nýtur stuðnings sömu flokka og samsteypustjórn Yitzhaks Rabins Reuter SHIMON Peres, starfandi forsætisráðherra Israels (fyrir miðju), ásamt Yossi Sarid, leiðtoga Meretz, og Moshe Shahal lögreglumálaráðherra áður en þeir undirrituðu nýjan stjórn- arsáttmála í gær. Peres , Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, starfandi for- sætisráðherra ísraels, myndaði nýja stjórn í gær og lofaði að skera upp herör gegn ofbeldi í landinu eftir morðið á Yitzhak Rabin. Búist er við að þingið leggi blessun sína yfir stjórnina í dag og hún taki þá formlega við völdum. Peres náði samkomulagi við sömu flokka og voru í sam- steypustjórn Verkamanna- flokksins undir forystu Rabins - vinstriflokkinn Meretz og mið- og hægriflokkinn Yeud. „Við munum beijast, án málamiðlana, gegn ofbeldi og drápum í ríki Israels. Auk þess ætlum við að gera allt sem á okkar valdi stend- ur til að jafna ágreininginn með- al þjóðarinnar," sagði Peres á blaðamannafundi. Hann hefur lofað að halda áfram friðarvið- ræðum við araba sem hófust undir stjórn Rabins, sem ungur gyðingur myrti 4. nóvember til að mótmæla friðarsamningum við Palestínumenn. Naumur meirihluti 58 þingmenn flokkanna þriggja styðja nýju stjómina, sem getur einnig reitt sig á stuðning fimm þingmanna arabaflokka. Stjómin er því með nauman meirihluta á þinginu, með 63 þingmenn- af 120. Fregnir herma að Peres verði bæði forsætis- og varnarmála- ráðherra eins og Rabin. Ehud Barak innanríkisráðherra tekur við af Peres sem utanríkisráð- herra. Moshe Shahal lögreglumála- ráðherra, sem stjórnaði stjórnar- stjórn myndunarviðræðunum, sagði að stjórnin yrði kynnt formlega á þinginu í dag. Allir þingmennirn- ir nema fjórir þjóðernissinnar sögðust ætla að greiða atkvæði með stjórninni á þeirri forsendu að framtíð landsins ætti að ráð- ast í þingkosningum á næsta ári en ekki af banatilræði öfga- manns. Deilt um áhrif trúarflokka Stjórnarmyndunin tafðist vegna ágreinings við Meretz um hugsanlegan stuðning stjórnar- innar við frumvörp sem flokkar heittrúaðra gyðinga kynnu að leggja fram. Meretz og fleiri flokkar telja að flokkar heittrú- aðra hafi of mikil áhrif í landinu miðað við stærð þeirra. Fregnir herma að samkvæmt viðauka í stjómarsáttmálanum geti Meretz beitt neitunarvaldi gegn stuðningi stjórnarinnar við frumvörp trúarflokkanna. Peres kvaðst ætla að reyna að tryggja sér stuðning trúar- flokka til að stuðla að einingu meðal þjóðarinnar. Haft var eftir ísraelskum ráðherra að rabbín- inn Yehuda Amital, sem á ekki sæti á þinginu, yrði í stjórninni. Aödragandi hernáms íslands í nýju ljósi! NÝ BÓK ÞÓRS WHITEHEAD BYGGÐ Á ÁÐUR ÓBIRTUM GÖGNUM ÚR SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD Aðdragandinn að hernámi íslands í maí 1940 hefur þótt liggja ljós fyrir en Þór Whitehead prófessor í sagnfræði, varpar hér nýju ljósi á það hvernig atburðarásin var í raun og veru. Óhætt er að segja að hann dragi upp algjörlega nýja mynd af þessum örlagaríku dögum Islandssögunnar þegar þjóðin beið milli vonar og'ótta. Bækur Þórs um Island í síðari heimsstyrjöld, Ófriður í aðsigi og Stríð fyrir ströndum, hafa vakið mikla athygli, fengið góða dóma og verið meðal söluhæstu bóka. Milli vonar og ótta sver sig í ætt við fyrri bækur Þórs. Honum tekst einkar vel að gera frásögnina spennandi og áhugaverða þótt hvergi sé slegið af sagnfræðilegum kröfum. ÞÓR Whitehead bregst ekki LESENDUM SÍNUM MEÐ ÞESSARI NÝJUSTU BÓK SINNl! é VAKA-HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.