Morgunblaðið - 22.11.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 21
ERLENT
við að laga sig að lífinu í flóðljós-
um fjölmiðlanna. Þá hefði hún
sagst hafa orðið þess vör fljót-
lega, að Karl, sem hefði orðið
fyrir vonbrigðum með sína ungu
konu, hefði endurnýjað gamalt
samband sitt við Camillu Parker-
Bowles. „Við vorum þijú i þessu
hjónabandi þannig að það var
orðin dálítil þröng á þingi.“
Þau Karl og Díana skildu að
borði og sæng 1992 en hún
kvaðst ekki vilja fullan skilnað
vegna sona þeirra tveggja. Will-
iam, sá eldri, gengur næst föður
sínum að ríkiserfðum.
Dagblaðið The Sun sagði, að
boðskapur Díönu væri skýr:
„Hún ætlar ekki að láta konungs-
fjölskylduna segja sér fyrir verk-
um. Hún vill, að fari Karl fram
á skilnað, þá sé það hann, sem
slíti hjónabandinu, ekki hún.“
Viðurkenndi
framhjáhald
Mesta athygli vakti í viðtalinu
þegar Díana viðurkenndi að hafa
sjálf átt í ástarsambandi við Jam-
es Hewitt, foringja i riddaralið-
inu. Það var árið 1989.
„Já, ég dáði hann,“ sagði hún.
„ Já, ég var ástfangin af honum."
Fyrir rúmu ári skrifaði Hewitt
ásamt öðrum bók um samband
þeirra og lýsti því í smáatriðum.
Díana hélt því fram, að ráð-
gjafar og vinir Karls hefðu hald-
ið uppi ófrægingarherferð gegn
sér og vitnaði til þeirra sem
„óvinarins". Þessu vísa þeir á bug
og einnig þeirri yfirlýsingu henn-
ar, að Karl sé ef til vill ekki til
konungs fallinn.
„Karl hefur alla tíð verið að
búa sig undir það eitt,“ sagði
Jonathon Porritt, kunnur un-
hverfisverndarmaður og vinur
Karls.
þetta fékk mikið á mig. Ég dáðist
þó að hreinskilninni, það þarf kjark
til.
Rússland
Getaekki
staðið við
afvopnun-
arsamning
Moskvu. Reuter.
RÚSSAR geta ekki eyðilagt þúsund-
ir skriðdreka og stórskotavopna
austan Úral-fjalla fyrir áramót eins
og kveðið er'á um í afvopnunarsamn-
ingi frá árinu 1991, að sögn Dmítríjs
Khartsjenkos hershöfðingja, hátt
setts embættismanns í rússneska
varnarmálaráðuneytinu.
Khartsjenko sagði í gær að Rússar
hefðu ekki nægilegt fjármagn til að
eyðileggja vopnin og lagði til að
fresturinn yrði framlengdur til loka
ársins 1998.
„Eyðilegging vopna er dýr,“ sagði
Khartsjenko. „Við þurfum um 100
milljarða rúblna [1,3 milljarða króna]
til að framfylgja ákvörðun sovésku
stjórnarinnar."
Sovéska stjórnin féllst á að eyði-
leggja vopnin í málamiðlunarsam-
komulagi frá 14. júní 1991 sem
greiddi fyrir staðfestingu CFE,
samningsins um fækkun hefðbund-
inna vopna í Evrópu. CFE var þá í
hættu þar sem Sovétmenn höfðu flutt
vopn austur yfir Úral-fjöll, eða út
fyrir það svæði sem samningurinn
náðitil.
Samkvæmt málamiðlunarsam-
komulaginu féllst sovéska stjórnin á
að CFE næði einnig til vopnanna
handan Úral-fjalla. Khartsjenko
sagði að Rússar ættu að eyðileggja
6.000 skriðdreka, 1.500 brynvarðar
bifreiðar og 7.000 stórskotavopn
austan Úral-fjalla. Þar af hafa þeir
þegar eyðilagt 1.400 skriðdreka, 608
brynvarðar bifreiðar og 2.709 stór-
skotavopn.
Pavel Gratsjov, varnarmálaráð-
herra Rússlands, sagði í vikunni sem
leið að Rússar hygðust eyðileggja
vopnin en gætu það ekki vegna fjár-
skorts.
nýtt þjónustunúmer
Nýtt þjónustunúmer +354 809 0118 hefur verið tekið
í notkun fyrir upplýsingar um símanúmer á íslandi
þegar hringt er erlendis frá.
Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að hringja
í þetta númer hér á landi.
liliiist
jÆ'. 'V '« |
p<
___________________________________________
Ég elskaði hann
M: Önnur bók, sem kom út ný-
lega, er um James Hewitt, sem
segist hafa staðið í nánu sambandi
við þig frá 1989. Hvað er rétt í því?
D: Hann var vinur minn á erfið-
um tíma, mjög erfiðum tíma og ég
var eyðilögð manneskja þegar bók-
in kom út. Ég hafði treyst honum
og hafði áhyggjur af börnunum.
M: Var samband ykkar meira
en vináttan ein?
D: Já.
M: Hélstu framhjá manni þínum?
D: Já, ég dáði hann. Já, ég elsk-
aði hann.
M: Hvernig viltu lýsa lífi þínu
núna? Þú virðist vera mjög ein.
D: Já, en mér er sama um það.
Fólk virðist halda, að það sé ekk-
ert líf . nema karlmaðurinn bíði
manns að loknum degi en ánægju-
legt starf er betra fyrir mig.
M: Við hvað áttu?
D: Ég á við það, að rekist inn
til mín karlmaður þá er óðara búið
að splæsa okkur saman í fjöl-
miðlunum og allt orðið vitlaust.
Þetta hefur gert vinum mínum af
karlkyninu dálítið erfitt fyrir og
mér líka. Annars á ég enn mína
góðu vini, börnin mín og starfið.
M: Það er mikið um það rætt
hvernig leyst verði úr málum ykkar
Karls, jafnvel, að til fulls skilnaðar
komi. Hvað segirðu um það?
D: Ég vil ekki skilnað en við
þurfum að ræða saman og fá mál-
in á hreint. Ég bíð þess vegna eft-
ir ákvörðun eiginmanns míns.
M: Heldurðu, að þú eigir eftir
að verða drottning?
D: Nei, það held ég ekki.
M: Hvers vegna?
D: Ég vildi gjarna vera drottning
í huga fólksins en ég sé ekki, að
ég verði drottning þessa lands. Ég
held, að margir yrðu lítt hrifnir af
því.
Við seljum amerískar gæðadýnur frá Kingsdown
og mikið úrval af fallegum rúmum.
Það sem gerir Kingsdown dýnurnar frábrugðnar
öðrum sambærilegum dýnum er að í neðri
dýnunni er samskonar gormastell og í þeirri efri.
Þetta gefur stóraukna fjöðrun og tryggir að
dýnurnar laga sig betur að líkamanum.
Hryggsúlan verður bein í svefni og betri
djúpsvefn næst.
Trégrindin í neðri dýnunni er sérlega styrkt
á álagsflötum.
Gormastellin í báðum dýnunum eru tvíhert sem
eykur lífslengd gormanna mikið og hæfni þeirra
til að fara aftur í rétta stöðu.
1ÉTK1NGSDOWN
Heilsusamlegar og þægilegar dýnur
ágóðuverði!
Suðurlandsbraut 22 Sími: 553 6011 og 553 7100